Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR 78. tbl. 70. árg.____________________ Kína — Bandaríkin: Kínversk stúlka kældi sambúðina Peking, 7. aprfl. AP. KÍNVERSK stjórnvöld slitu í gær íþrótta- og menningarleg- um tengslum við Bandaríkjamenn það sem eftir lifir ársins 1983 aö minnsta kosti. Ástæðan er sú, að bandarísk stjórn- völd veittu ungri kínverskri tennisstjörnu, Hu Bo, hæli sem pólitískur flóttamaður. Þar með drógu Kínverjar til baka þátttöku sína í 10 íþrótta- viðburðum í Bandaríkjunum svo eitthvað sé nefnt. Bannið tók gildi í gær, í bókstaflegum skilningi, bandarísk kvik- mvndavika í Peking var stöðvuð, fjöldi Kínverja varð af því að sjá kvikmyndina Star Wars. Geimfarinn Musgrave á „gangi“ tjrir utan geimskutluna í gerkvöldi. SinumjDd AP. Gengið um geiminn ('*pe Canaveral, 7. aprfl. AP. TVEIR bandarískir geimfarar, þeir Story Musgrave og Donald Peter- son, urðu í gærkvöldi fyrstu Banda- ríkjamennirnir ■ næstum áratug til að ganga úti í geimnum, er þeir brugðu sér i gönguferð út fyrir geimskutluna sem þeir fóru með út í geiminn ásamt tveimur öðrum löndum sínum. Erindi þeirra var að reyna geimbúningana, sem kostuðu 2,1 milljón dollara og að læra hand- tökin við að gera við bilaða gervi- hnetti. Allt fór samkvæmt áætl- un, en þeir Musgrave og Peterson voru í einangrun í 3,5 klukku- stundir áður en gangan hófst. Önduðu þeir þá að sér hreinu súr- efni til þess að eyða nítrógeni úr blóðinu, en það hefði getað orsak- að vanlíðan geimfaranna er út úr skutlunni væri komið. Verður mynduð bandarísk loft- brú með vopn til Thailands? Náðu 39 kíló- um af heróíni Frankfurt, 7.aprfl. AP. Það bar vel í veiði hjá vest- ur þýsku lögreglunni á flugvellinum í Frankfurt í gær, en hún komst yfir 39,4 kflógrömm af hreinu heróíni, sem hafði verið pakkað í plastpoka í tveim- ur ferðatöskum. Ásamt eitrinu voru í töskunum lyktsterkar plöntur til að plata sérþjálfaða leitar- hunda lögreglunar. Töskurnar voru merktar 25 ára gömlum manni og voru á leið frá Indlandi til Lundúna. Þetta er mesta heróínmagn sem náðst hefur í einu lagi í Vestur Þýskalandi. Töskurnar voru á leið til Lundúna og hefur breska fíkniefnalögreglan hafið leit að manninum sem töskurnar voru á leið til. Kínversk stjórnvöld hafa lýst yfir að Bandaríkjamenn geti sjálf- um sér um kennt. Þeir hafi marg varað þá við að svona myndi fara ef Hu Bo yrði ekki skilað umyrða- laust. Hafa talsmenn stjórnarinn- ar í Peking oftar en einu sinni lát- ið hafa eftir sér að stúlkan þyrfti alls ekki að óttast aðgerðir gegn sér og í útvarpsviðtali við foreldra hennar ásökuðu þau bandarísk stjórnvöld harðlega fyrir að aftra Hu Bo frá því að hverfa aftur heim. Undirstrikuðu foreldrar hennar að yfirvöld myndu ekki sækja hana til saka. Mark Crocker, talsmaður bandaríska sendiráðsins í Peking sagði einungis að bandaríska stjórnin harmaði mjög óþarflega harkaleg viðbrögð Peking- stjórnarinnar. Bangkok, Thailandi, 7. aprfl. AP. NOKKUÐ hefur dregið úr átökum Vf- etnama og Kambódíumanna á landa- mærum Kambódíu og Thailands mið- að við sem áður var fyrr f vikunni, en Bandaríkjamenn hafa engu að síður samþykkt að flýta vopnasendingum til handa stjórnarhernum í Thailandi. Þarlenskir hermenn urðu fyrir hörðum árásum víetnamska innrásarliðsins og um tíma höfðu víetnamskir hermenn búið um sig á thailenskri grund. Flótta- og frelsissveitabúðirnar Son FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Sann á landamærunum hafa verið um- setnar víetnömskum hermönnum að undanförnu, en til þessa hefur ekki verið ráðist til atlögu við búðirnar. Þar eru 77.000 óbreyttir borgarar og nokk- ur þúsund frelsisliðar. I gær var þar allt með kyrrum kjörum, en mikil spenna eigi að síður og Ijóst að ástand- inu þar megi líkja við púðurtunnu sem gæti sprungið hvenær sem er. Bardag- ar stóðu yfir í frumskógunum lengra inn í Kambódíu, en engar nánari fregnir bárust Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Paul Wolfowitz, sagði í gær að óljóst væri enn með hvaða hætti vopnin yrðu flutt til hinna þurfandi herja Thailands á landamærunum, en útilokaði ekki að loftbrú yrði mynduð. 1 þeim fjár- lögum sem Reagan Bandarfkjafor- seti hefur samið, en ekki fengið samþykkt enn sem komið er, er gert ráð fyrir 9 prósent hækkun á fjár- Prentsmiðja Morgunblaðsins útlátum til vígbúnaðar thailenska hersins. Samkvæmt frumvarpinu fá Thailendingar 99 milljónir dollara. Wolfowitz hefur verið á ferð um Thailand að undanförnu og hann sagði fréttamönnum í gær, að Bandaríkin litu svo á, að Sovétríkin bæru mikla ábyrgð á því hvernig komið er á þessum slóðum, en Sov- étmenn sjá Víetnömum fyrir vopn- um. Breskur njósnamálasérfræðingur: Sovéskir njósnarar skipta þúsundum Lundúnir, 7. apríl. AP. BRESKI njósnamálasérfræðingiirinn Chapman Pincher skýrði frá því á síðum Daily Express í gær, að hinir 47 sovésku njósnarar sem frönsk yf- irvöld vísuðu úr landi fyrr f vikunni, væru varla dropi f hafið þegar á heildina væri litið. Pincher, sem um árabil hefur ritað um mál þessi bæði sem hlaðamaður og rithöfundur, sagði ennfremur, að 47 njósnarar væri lítill afii þvf að minnsta kosti 5.000 sovéskir njósnarar störfuðu í löndum Vestur-Evrópu, sennilega þó miklu fleiri. Sagði hann að ganga mætti út frá því sem staðreynd, að 60 prósent allra starfsmanna hvers sov- ésks sendiráðs f Vestur-Evrópu væru njósnarar, þjálfaðir hjá KGB. Þessar tölur eiga einnig við um Aeroflot, Tass o.fl. stofnanir segir Pincher og ber fyrir sig ónefnda heimildamenn f bresku leyniþjónustunni og þeirri bandarísku, CIA. í grein sinni í gær greindi Pinch- er frá því, að þegar Bretar vísuðu 105 sovéskum njósnurum úr landi árið 1971, biðu bresk stjórnvöld til- búin með nöfn 200 annarra meintra njósnara sem sendir hefðu verið sömu leið ef Sovétmenn hefðu brugðist harkalega við. Pincher skipti sovéskum njósn- urum í Vestur-Evrópu f tvo megin- flokka, í fyrsta lagi njósnara sem vinna að því eingöngu að ráða til starfa menn eins og Kim Philby og Anthony Blunt eru ágæt dæmi um. Hinir njósnararnir eru meira f „framkvæmdum", eins og skemmd- arverkum, pólitiskum morðum, svo og að efla tengsl og samvinnu við hryðjuverkasamtök svo sem irska lýðveldisherinn og aðskilnaðar Baska á Spáni. „I Frakklandi, Bretlandi og viðar í Vestur-Evrópu undirbúa þeir einnig jarðveginn fyrir skemmdar- verk á flugvöllum og ratsjárstöðv- um og fleira af því tagi ef til sov- éskrar árásar kynni að koma,“ seg- ir Pincher. Hann gat þess einnig að njósnararnir notuðu óspart friðar- hreyfingar og blönduðu sér i mót- mælagöngur til að verða einhvers vísari um herstöðvar og fleira. Samansafn af drykkju- sjúklingum Bonn, 7. aprfl. AP. TILKOMA þingmanna úr flokki græningja á vestur-þýska þingið hefur valdið talsverðu fjaðrafoki og hafa þeir með ýmsum leiðum lýst andúð sinni á flokkakerfinu þýska og þeim mönnum sem fyrir hönd flokkanna sitja á þinginu. Þótti mörgum um þverbak keyra í gær, er einn af þingmönn- um græningjaflokksins, Joseph Fishcer, sagði í viðtali við dag- blaðið Tagezeitung, að þingmenn væru ekkert annað en samansafn drykkjusjúklinga sem lyktuðu eins og vínámur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.