Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, J’ÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 45 EL LICEO Montserrat Caballé og José Carreras í hlutverkum sínum í óperunni „Don Carlo“ eftir Verdi. Atriði úr sýningu í el Liceo. El Liceo-óperuleikhúsift í Barcelona; meft þeim stærstu og glssilegustu í heimi. Krá Helgu Jónsdóttur, fréltaritara Mbl. í Burgos, Spáni. I’annig er el Liceo; fremsta óperuleikhús Spánar: Á frumsýn- ingarkvöldum klæðast herrarnir kjólfotum og það má heyra skrjáfa í satín- og silkikjólum damanna. Stærsta og íbúðarmesta leikhúsið á Spáni líkist risastórum gimsteini, gríðarstórum rúbínsteini; hvelfing- in gerð úr skarlatsrauðum kvars- steinum. I>að liggur spenna í and- rúmsloftinu. Allur þessi fólksfjöldi saman kominn fyrir neðan gyllt loftið og tendruðu Ijósakrónurnar. Fyrir augu ber skrautmiklar stúk- ur, breiðar tröppur, marmari alls staðar, speglar í gulllituðum útflúr- uðum römmum, súlur í nýklassisk- um stíl, skrautsaumuð flauelstjöld; skrjáfið eykst eins og einskonar fyrirfram hylling rétt áður en tjald- ið er dregið frá. Við erum stödd í fremstu óperuhöll Spánar: el Liceo í Barcelona. 135 ár eru liðin frá stofnun el Liceo. Það er eitt af bestu óperu- leikhúsum í heimi; hið fremsta á Spáni og hið eina í landinu sem eingöngu er notað til óperuflutn- ings síðan Konunglega leikhús- inu í Madrid var lokað. Byggingin, tignarleg að innan- verðu og fast hefðbundið ytra út- lit, er aðalvígi menningar- og fé- lagslífs Catalunahéraðs. Að sækja sýningu í el Liceo hefur frá upphafi verið að upp- fylla eitt af boðum „katalónism- ans“ hvort sem fólk unni óperu- tónlist eða ekki. En einnig hefur el Liceo verið vagga og skóli fyrir bestu óperu- söngvara Spánar sem síðar hafa öðlast verðskuldaða frægð og frama í öðrum löndum eftir nám og þjálfun í Barcelona. í dag eru þessi söngvarar heimsfrægir; Montserrat Caballé, José Carr- eras, Jaime Aragall, Juan Pons og Vincente Sardinero. Áður voru það Francisco Vinas — fyrsti tónórsöngvarinn, sem söng verk Wagner á katalónsku, María Gau, Miguel Fleta og seinna meir Victoria de los Ang- eles, þau eru meðal fjölda ann- arra þekktra nafna í óperuheim- inum uppalin og menntuð í Cata- lunahéraði. Saga el Liceo hefur, eins og saga svo margra óperuleikhúsa í heiminum, verið löng og torveld barátta milli listaeiginleika á sviðinu og næfurgullsins í saln- um og milli glæsilegrar og virðu- legrar sýningar og gífurlegs kostnaðar. Því óperan er dýrust allra sýn- inga. Og el Liceo hefur ekki ætíð getað boðið almenningi upp á óperuflutning við bestu skilyrði. F'rá stofnun söngleikhússins hef- ur það verið eign 550 félags- manna. Leikefnisskrá og fjár- forráð voru þangað til fyrir 2 ár- um í höndum eins einkafyrir- tækis. En síðustu árin hefur rekstur óperunnar tekið miklum breytingum. Einkaatvinnurek- andi getur ekki lengur tekið einn alla áhættu. í Liceo fóru fram vanræktar sýningar og ekki bættu léleg hljómsveit og slæmir kórar það upp. Aðeins nöfn eins og Caballé, Áragall eða Carreras gátu við og við bjargað miðasöl- unni. Árið 1980 var ákveðið að syngur aðalhlutverkið í óper- unni. Til loka marsmánaðar á næsta ári mun el Liceo bjóða upp á 15 mismunandi verk og verða sýn- ingarnar 44 talsins, þar af verða 5 sérstakar hátíðarsýningar. Meðal verka á nýhöfnu starfsári eru Töfraflautan eftir Mozart í útsetningu Jean-Pierre Ponolle; Tristan og Isolde eftir Wagner; „La Italiana en Argel" eftir Rossini með spænsku söngvur- unum Raquel Pierotti og Dala- mancio Gonsáles; Rómeó og Júlía með José Carreras og Patr- icia Wise og Fausto með Jaime Aragall. Einnig verður flutt óperan „Macbeth" með Jean Pons og síðast en ekki síst „La Bohéme" eftir Puccini. Frægir hljómsveitarstjórar hafa verið ráðnir til starfa þetta starfsárið í el Liceo; Nicola Rescigni, Carlo Fellice Cillario, Anton Guad- agno og Romani Gandolfi. E1 Liceo tekur 2.958 áhorfend- ur í sæti. Miði fyrir sæti í sal kostar 3.500 peseta. Ódýrasti miðinn, sem er stæði á 5. hæð leikhússins, kostar 300 peseta. Eins og áður hefur komið fram er el Liceo eina starfandi óperuleikhúsið á Spáni. Menn- ingarmálaráðuneyti landsins hefur í 20 ár skipulagt óperusýn- ingar í Zarzuelaleikhúsinu í Madrid. Þar verða á næsta ári Piácido Domingo. fluttar átta óperur og sýningar verða 35 talsins. Einnig eru óperur fluttar í el Coliseo Albina í Bilbao; í Campoamorleikhúsinu í Oviedo; í Pérez Galdóleikhús- inu í Las Palmas og í Principal- leikhúsinu í Valencia. En það er í Barcelona og nán- ar tiltekið í el Liceo-söngleikhús- inu þar sem ljómi spænskrar óperutónlistar skín hæst. Flestir mikilvægustu tónlistaratburðir Spánar hafa farið fram þar. E1 Liceo jafnast á við hvað stærð snertir og er jafnvel enn stærra en mörg frægustu óperuleikhús í heiminum. E1 Liceo var byggt árið 1847. Fjórtán árum síðar kom upp eldsvoði í byggingunni og eyðilagði hana. Arkitektinn José Oriol Mestres lauk endur- byggingu óperuhallarinnar, og hefur el Liceo starfað óslitið síð- an, fyrir utan árin sem borgara- styrjöldin á Spáni stóð yfir. í dag hefur ópæruhúsið á að skipa 93 manna hljómsveit — helmingur þeirra er Spánverjar, aðrir eru Rúmenar, Tékkar, Sví- ar, Bandaríkjamenn og svo kór sem skipaður er 93 söngmönn- um. Óperuhúsið notar fyrir flestar sýningar sínar leigða búninga, tjöld, og leikmuni o.þ.h. Það fær leigt frá öðrum leikhúsum inn- lendum og erlendum. Að áliti forráðamanna óperuhússins er það ekki þess virði að útbúa og hanna eigin búninga fyrir 3 eða 4 sýningar. Við látum í lokin fylgja með orð Victoriu de los Angeles um spænska óperuáhorfendur: „Ég kýs frekar amerískan almenning því hvert sýningarkvöld á Spáni er eins og um frumsýningu sé að ræða. Þú getur staðið þig frá- bærlega vel í 3 sýningum og ef þér tekst illa upp á þeirri fjórðu ertu lamin.“ AAalinngangur í el Liceo. breyta og endurbæta hið gamla leikhús og láta það líkjast la Scala í Mílanó, óperuhúsinu í Vínarborg, óperuhúsi Parísar- borgar, The Covent Garden í London eða Metropolitan í New York. í fyrra sungu m.a. Mont- serrat Caballé, „Anna Bolena", og Alfredo Kraus í „La favorita" og „Lucia di Lammermoor" með miklu betri hljómsveitarleik en fyrir breytingu. Einnig var í lok starfsársins haldin sérstök heið- urssýning þar sem Placido Dom- ingo söng í „La Bohéme" eftir 4 ára fjarveru í el Liceo. Hið nýja starfstímabil fyrir 1982—83 hófst 11. nóvember með flutningi óperunnar „Don Carlo" eftir Verdi. Montserrat Caballé m- mw ntmmMitmm — eitt af fræg- ustu og glæsileg- ustu söngleika- húsum í Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.