Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIЄFÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 5 Frá upplausn til ábyrgðan Hádegisverður um fjölskyldumál á morgun SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykjavík, Heimdallur, Hvöt, Oðinn og Vörður, munu halda almennan hádegisfund um fjölskyldumál laugardaginn 9. aprfl nk. frá kl. 12.00—14.00 í Valhöll við Háaleitisbraut. Fundur þessi er annar af þrem- ur hádegisfundum, sem haldnir verða fram að kosningum um mál, sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikla áherslu á í komandi kosn- ingum. Á þessum fundi verða frum- mælendur fjórir, þ.e. Sveinn Jónsson, viðskiptafræðingur, og þrír af frambjóðendum flokksins í Reykjavík, Birgir ísleifur Gunn- arsson, Elín Pálmadóttir og Helga Hannesdóttir. Að loknum ræðum frummælenda gefst fundar- mönnum tækifæri til að bera fram fyrirspurnir. Fundarstjóri verður Björg Ein- arsdóttir, skrifstofumaður. Á boðstólum verður léttur há- degisverður á vægu verði fyrir fundargesti. í kjallara Valhallar verða teiknimyndir sýndar fyrir börn fundargesta og barnagæsla. Lögfræðingafélag íslands 25 ára: Dr. Ármann Snævarr gerður heiðursfélagi TUTTUGU og fimm ára afmælis Lögfræðingafélags íslands verður minnst með athöfn á morgun, laug- ardag, en félagið var stofnað í aprfl 1958. Dr. Ármann Snævarr, hæsta- réttardómari, var fyrsti formaður fé- lagsins og af því tilefni hefur hann verið gerður að heiðursfélaga í Lögfræðingafélaginu. is Jósefssonar, sem baðst undan endurkjöri. Með Arnljóti eru þess- ir menn í stjórn: Guðrún Er- lendsdóttir, settur hæstaréttar- dómari, Logi Guðbrandsson hrl., Baldur Guðlaugsson hrl., ólöf Pét- ursdóttir, deildarstjóri, Valgeir Pálsson hdl. og Þorgeir Órlygsson, dómarafulltrúi. Bjor* Einarsdóltir Ótíðindi Hr. ritstjóri. í frétt frá kvikmyndasjóði i heiðruðu blaði yðar 7. apríl sl. er skýrt frá því að hingað séu væntanlegir tveir opinberir Sví- ar til að ræða við íslenska kvikmyndaframleiðendur og stjórnvöld um möguleika á sam- vinnu um kvikmyndafram- leiðslu. Þetta eru nokkur ótíðindi, þar sem ljóst er að Svíar standa síð- ur en svo framarlega í kvik- myndagerð, nema Ingmar Berg- man. Aftur á móti hafa tveir ís- lenskir kvikmyndaleikstjórar gert sér títt um Svía og haft við þá nokkra samvinnu. Það er þeim auðvitað frjálst. Aðrir leik- stjórar hafa kannski samstarf við Norðmenn eða Breta. Ekki bjóða þeir aðilar sjálfum sér hingað til viðræðna við stjórn- völd um möguleika á samvinnu um kvikmyndaframleiðslu. Sú stóra tilraun, sem hér hef- ur verið gerð til framleiðslu á kvikmyndum, hefur vakið at- hygli víða, og þá einkum vegna þess að menn eru hissa á því að héðan úr einu Norðurlandanna skuli koma myndir, sem í raun þykja skara fram úr helftinni af annarri framleiðslu kvikmynda á Norðurlöndum. Þessi íslenska tilraun er enn í mótun og á um margt erfitt uppdráttar. Það er því of snemma í rassinn gripið af stjórnvöldum að ætla að fara að ræða við Svía um islenska kvikmyndagerð. Þeir geta lagt sína sænsku samskiptahönd á ís- lenskar kvikmyndir seinna, þeg- ar þær eru vaxnar svo úr grasi að þær eiga nokkurt sjálfdæmi um framtíð sína. Virðingarfyllst, Indriði G. Þorsteinsson. Stefimvitinn og forystugreinin í FORYSTUGREIN Morgunblað- sins, Skýrsla flugmálastjórnar, í gær stóð: „Flugmenn Orion-vélar- innar segjast hafa verið önnum kafnir við æfingar og auk þess hafi fjölstefnuvitinn á Keflavíkur- flugvelli, sem notaður er til stað- arákvörðunar, „dottið út af og til“ eins og það er orðað, stefnuvitinn hafi með öðrum orðum ekki sent út merki sem skyldi. Hvað olli þessari truflun?" Morgunblaðinu hefur verið á það bent, að það hafi ekki orðið truflun á sendingum stefnuvitans á Keflavíkurflugvelli heldur hafi merkin frá honum „dottið út af og til“ í Orion-vélinni vegna þess að móttökutæki hennar námu ekki geislann frá vitanum. Það var því mishermt í forystugrein blaðsins í gær að stefnuvitinn hafi „ekki sent út merki sem skyldi", eru þeir sem hlut eiga að máli beðnir af- sökunar. Dr. Ármann Snævarr Dr. Ármann Snævarr er fyrir löngu landskunnur fyrir margvís- leg störf á sviði lögfræði. Hann hefur m.a. verið prófessor í lögum við Háskóla íslands og síðan há- skólarektor og loks dómari í Hæstarétti. Þá hefur hann verið mikilvirkur rithöfundur á sviði lögfræði og liggja eftir hann fjöl- margar bækur og vísindagreinar í íslenzkum sem erlendum tímarit- um um ýmiss lögfræðileg efni. í fréttatilkynningu frá Lög- fræðingafélaginu segir, að Arn- ljótur Björnsson, prófessor, hafi verið kjörinn formaður á síðasta aðalfundi í stað Guðmundar Vign- Ertu örugglega á kjörskrá? Kærufrestur rennur út í dag NÚ fer hver að verða síðastur til að huga að því hvort nafn hans sé ekki örugglega á kjör- skrá, því kærufrestur rennur út í dag, þann 8. apríl. Það eru alltaf einhver brögð að því að menn falli út af kjörskrá, sér- staklega við skipti á lögheim- ili. Slíkt er hægt að kæra til viðkomandi sveitarstjórnar og er síðasta tækifærið til þess í dag. Að vísu er hægt að fara með málið til dómstólanna eftir að kærufrestur rennur út, en bæði er það meiri fyrir- höfn og ýmsum fyrirvörum háð. 14 Al WÆF í kvöld ALLIR KOMA í ROKKSTUÐI OG DJAMMA EINS OG GERT VAR í ÞÁ GÖMLU GÓDU DAGA. UM 2JA TÍMA STANSLAUST STUD MEÐ: Harald G. Haralds, Guðbergi Auðunssyni, Þorsteini Eggerts- syni, Astrid Jenssen, Berta Möller, Önnu Vilhjálms, Mjöll Hólm, Sigurdór Sigurdórssyni, Garðari Guðmundssyni, Stefáni Jóns- syni, Einari Júlíussyni, Sigurði Johnny og Ómari Ragnarssyni. Hver man ekki eftir þessum kempum? STÓRHLJÓMSVEIT BJÖRGVINS HALL- DÓRSSONAR LEIKUR ROKKTÓNLIST Hljómsveitina skipa: Björn Thoroddsen, Hjörtur Howser, Rafn Jónsson, Pétur Hjalte- sted, Haraldur Þorsteinsson, Rúnar Georgsson og Þorleifur Qislason. Á Broadway hittir þú gömlu djammfélagana sem þú hefur ekki séd síöan í Glaumbæ forö- um daga og rifjar upp gömul kynni. Annaö eins hefur ekki sést hérlendis í áraraöir — eitt mesta stuö sem um getur. sem hefur svo sannarlega slegiö í gegn verður enn framhaldiö í SÆMI OG DIDDA ROKKA. SYRPUSTJÓRARNIR ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG PÁLL ÞORSTEINSSON KYNNA. GÍSLI SVEINN DUSTAR RYKIO AF GÖMLU ROKKPLÖTUNUM. Borðhald hefst kl. 20. Pantiö mióa tímanlega. Aógangseyrir kr. 150. Mióasala er í Broadway í dag kl. 9—5. Dvv *n#ia K- HÁTÍÐIN Matseóill Létlreykt lambasneit) niet) rjómaspergilsósu. Ostakaka nieð jarðaberjum Verð kr. 300 -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.