Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Ný flugstöðvarbygging: Fjárveiting Bandaríkjamanna nægir til að ljúka 1. áfanga Javier Pérez de ('uéllar aðalfram- kvæmdastjóri SÞ. FJÁRVEITING sú sem Bandaríkja- menn hafa gert ráð fyrir aö verja til nýrrar flugstöðvarbyggingar á Kefla- víkurflugvelli, þ.e. 20 milljónir doll- ara, munu nægja til að unnt verði að Ijúka fyrsta áfanga byggingarinnar samkvæmt nýrri byggingaráætlun sem unnin hefur verið af húsameist- ara ríkisins. Fyrsti áfangi samkvæmt því gerir ráð fyrir uppsteypu allrar ^yggingarinnar, sem nema mun um 12.000 fermetrum og endanlegum frágangi um 7.000 fermetra, sem rúma mun alla þá þjónustu sem snýr beint að farþegum. Að sögn Garðars Halldórssonar húsameistara ríkisins byggist þessi staðreynd á því, samkvæmt því sem honum er bezt kunnugt, að Bandaríkjamenn samþykki að veita allri fjárhæðinni í fyrsta áfangann, en íslendingar fjár- Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kemur til landsins í dag Aðalframkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, Javier Pérez de Cuéll- ar, og eiginkona hans, Marcela Pér- ez de Cuéllar, koma í opinbera heim- sókn til landsins í dag. Þau hjónin heimsækja m.a. forseta íslands að Bessastöðum, fljúga til Vestmanna- eyja og fara til Þingvalla. Heimsókn- inni lýkur á sunnudagskvöld. í kvöld sitja hjónin kvöldverð- arboð forsætisráðherra og eigin- konu hans að Hótel Borg. í fyrra- málið á aðalframkvæmdastjórinn viðræðufund með forsætisráð- Stykkishólmur: Helga Guð- mundsdóttir aflahæst Stvkkishólmi, 7. apríl. í MARZ var hæsti bátur hér í Stykkishólmi með 274 tonn, en það var Helga Guðmundsdóttir. Alls hefir hún komið með 420 tonn á vertíðinni. Næst var Sif með 233 tonn í marz, en hún byrjaði ekki róðra fyrr en 9. marz. Grettir var með 206 tonn í marz og alls 248 tonn á vertíðinni. Eins og lög gera ráð fyrir tóku bátarnir upp net sín fyrir páska og lögðu þau aftur á þriðjudag, en ekki var hægt að vitja um netin í gær sökum óveð- urs en í dag eru allir bátar á sjó. Fréttaritari herra og utanríkisráðherra í ráð- herrabústaðnum, en þau hjónih sitja hádegisverð með forseta ís- lands að Bessastöðum í hádeginu á morgun. Þá heimsækja þau ýmsar opinberar stofnanir og kl. 16.30 flytur Pérez de Cuéllar fyrirlestur í húsakynnum Háskóla íslands. Kl. 17.30 situr hann fyrir svörum á sérstökum blaða- og fréttamanna- fundi á Hótel Sögu. Annað kvöld sitja hjónin kvöldverðarboð borg- arstjóra Reykjavíkur og eiginkonu hans. Á sunnudagsmorgun verður Al- þingishúsið skoðað en síðan flogið til Vestmannaeyja. Um miðjan dag verður síðan farið til Þing- , vaila, en um kvöldið sitja hjónin ISSfjÖrölir: kvöldverðarborð utanríkisráð- ------------------ herra og hans konu. Aðalfram- kvæmdastjórinn og fylgdarlið halda utan á ný snemma á mánu- dagsmorgun. magni síðar síðari áfanga. Garðar var spurður hvað liði enduráætlun um bygginguna og sagði hann að verið væri að vinna við hana sam- kvæmt beiðni utanríkisráðherra. Hann sagði einnig að þar sem fjárveitingarheimild Bandaríkja- manna rynni út í haust hlytu ákvarðanir að verða teknar fyrir þann tíma. I enduráætluninni hef- ur ekki verið reiknað með að minnka flatarmál byggingarinnar, en atriði varðandi lækkun bygg- ingarkostnaðar og dreifingu fram- kvæmda á lengra tímabil verið grandskoðuð. Árangur þessa væri sá að unnt ætti að vera að taka stærstan hluta byggingarinnar í notkun fyrir áðurgreinda fjárhæð og vinna síðan eftir efnum og að- stæðum að síðari áföngum, frá- gangi og fleiru. LEIÐ Krakkans Roger Pichon á Vatnajökli. Austfirskir bændur fóru með hann á snjósleðum að Snæfelli, en síðan gekk hann til Kverkfjalla. Frá Kverkfjöllum gekk hann langleiðina að Grímsvötnum, en þaðan tók hann stefnuna á Esjufjöll, og frá Esjufjöllum hélt hann niður Breiðamerkurjökul og niður á Breiðamerkursand. Ferðin á jöklinum tók 10 daga og alls lagði Frakkinn 160—180 kílómetra að baki í gönguferð sinni frá Snæfelli og á Breiðamerkursandi. Kaupfélagiö úr Ljóninu með fógetavaldi? EIGENDUR Ljónsins á ísafirði leggja í dag fyrir bæjarfógetann á ísafirði beiðni um að Kaupfélag fs- firðinga verði borið út úr húsnæði Ljónsins inni í firði þar sem Kaupfé- lagið rekur nú stórmarkað, en það vanefndi loforð sín um aö undirrita kaupsamninginn á húseigninni, sem átti aö fara fram 5. aprfi sl. Að sögn Heiðars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Ljónsins, rann frestur til undirritunarinnar út á miðnætti aðfararnótt 6. apríl, og rekur kaupfélagið stórmarkaðinn nú í húseign Ljónsins án leigu- samnings eða áðurumsamins kaupsamnings. Kaupfélagið hafði gefið loforð um kaup á húseigninni, en hafði áður gengið frá kaupsamningum á lager og innréttingum, sem það hefur staðið við, að sögn Heiðars. Heiðar sagðist reikna með að það gæti tekið fógetaembættið um eina viku að ganga frá málsskjöl- um áður en unnt yrði að bera Kaupfélagið út úr húsnæðinu. Cliff Barnes Dallas-þátt- anna til íslands BANDARÍSKI leikarinn Ken Kercheval, sem íslendingum er kunnugastur sem Cliff Barnes í sjónvarpsþáttunum Dallas, bróð- ir Pamelu Eving og einn af fjöl- mörgum hatursmönnum J.R., kemur til íslands í dag til aðstoð- ar SÁÁ við söfnun til byggingar þeirra við Grafarvog. Hann kem- ur m.a. fram í klukkustundar skemmtiþætti í sjónvarpinu á laugardagskvöld, ásamt fjöl- mörgum íslenzkum skemmti- kröftum. Ken Kercheval kemur með þotu Flugleiða í boði þess og annast það einnig uppihalds- kostnað. Hann tekur sjálfur ekkert fyrir framlag sitt til söfnunarinnar. Á meðan á dvöl hans stendur heimsækir hann meðferðarstofnanir SÁÁ og flytur tvo fyrirlestra og svarar fyrirspurnum um áfengis- vandamálið, sem er honum ekki ókunnugt fyrirbæri, í bækistöðvum SÁÁ á laugardag og sunnudag. Skemmtiþátturinn í sjón- varpinu hefst kl. 21 á laugar- dagskvöld, en auk leikarans koma fram fjölmargir íslenzkir skemmtikraftar, sem allir gefa vinnu sína sem framlag til söfnunarinnar. Þá verður í þættinum viðtal við banda- ríska kvikmyndaleikarann Rod Steiger og eina af „systrunum" í sjónvarpsþáttunum um „Hús- ið á sléttunni". í gærkvöldi var vitað, að eftirfarandi fslend- ingar kæmu fram: Magnús Ax- elsson og Ellen Hansdóttir, en þau kynna þáttinn, Hljóm- sveitin Messoforte, Sigrún Eð- valdsdóttir, Sigfús Halldórsson og Friðbjörn G. Jónsson. Revíuleikhúsið sýnir atriði úr nýrri revím Háskólakórinn syngur og Omar Ragnarsson skemmtir. unni SVO SEM menn rekur minni til varð það óhapp á skírdag, er ferðafólk var á leið til Esjufjalla á vélsleðum, að einn sleðinn hrapaði í jökulsprungu á Breiðamerkurjökli og með honum maður og kona, Þorsteinn Sigurbergsson og Nanna Gunnarsdóttir. Hröpuðu þau hálfan þriðja tug metra niður í sprunguna, en brotnuðu hvorugt. Þorsteinn hlaut 15 sentimetra skurð á enni og varð að sauma hann saman með 25 sporum. Eins og áður hefur komið fram í sprungunni, en á henpi urðu þau Morgunblaðinu höfnuðu þau að hírast í um tvær klukkustundir Nanna og Þorsteinn á syllu í á meðan samferðafólk þeirra unnu að því að ná þeim upp. Morgun- blaðinu hafa nú borizt myndir af þessum atburði á Breiðamerkur- jökli. Á einni þeirra má sjá vél- sleðann í sprungunni, á annarri þar sem verið er að reka hæla niður í jökulinn á sprungubarmin- um, svo að unnt sé að ná festu. Þá er mynd, sem sýnir framkvæmdir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.