Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Ástríður Eggerts- dóttir - Kveðjuorö Mig langar til að minnast lang- ömmu minnar, Ástríðar Eggerts- dóttur, nokkrum orðum. Það var alltaf svo gott að koma til hennar á Nýlendugötuna í það verndaða og góða umhverfi, þar sem iátleysi, hógværð og góðvild skipuðu öndvegi. Ámma á Nýlendugötunni, eins og ég kallaði hana alltaf, var ekki í hinu svokallaða lífstíðarkapp- hlaupi, en hafði aftur á móti aðra lífspeki fram að færa, sem ég vil muna og geyma í mínum huga og hjarta. Þær stundir sem við áttum saman verða aldrei frá mér tekn- ar. Ég veit að hún fær góða heim- komu, þar sem Sigríður amma og langafi bíða hennar. Blessuð sé minning hennar. Ásta í dag verður gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför Jónínu Ástríðar Eggertsdóttur. Ástríður eða Ása, eins og hún var kölluð, andaðist á Vífilsstaðaspítala laug- ardaginn 2. apríl eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Ástríður var fædd að Magn- ússkógum í Hvammssveit 22. marz 1886. Þegar hún heilsaði þessum heimi var hún svo veikburða og lasin, að hún var skírð skemmri skírn og vart hugað líf. Þau urðu nú samt 97 árin hennar áður en hún kvaddi. Foreldrar hennar voru hjónin Eggert Guðmundsson og Guðlaug Guðmundsdóttir, sem fluttu að Gröf í Laxárdal um það leyti, sem hún fæddist. Ástríður varð hins- vegar um kyrrt í Magnússkógum, þar sem hún ólst upp hjá ömmu sinni, Sigríði, og frænda sínum Halldóri. Var hún í Magnússkóg- um til 19 ára aldurs og bar alla tíð í brjósti hlýju og tryggð til þess staðar og þess góða fólks, sem þar var, eins og raunar til allra vina sinna og vandamanna i Dölunum. Eggert og Guðlaug áttu auk Ástríðar tíu börn, en af þeim stóra hópi komust upp auk hennar að- eins fjögur þeirra. í þí dága voru læknavísindin skemmra á veg komin en þau eru í dag, og barna- dauði mun algengari heldur en nú er. Systkini Ástríðar, sem upp komust, voru þau Guðmundur, bóndi á Níp, Kristmundur, bóndi á Rauðbarðarholti, Margrét, hús- freyja á Gilsbakka í Miðdölum, og Viktoría, húsfreyja í Reykjavík. Af þeim eru enn á lífi Viktoría og Margrét. Ung giftist Ástríður Guðbrandi Jóni Sigurbjörnssyni frá Svarfhóli í Laxárdal, f. 26. september 1886. Hjónaband þeirra var einkar hamingjuríkt og farsælt og heyrði maður aldrei styggðaryrði falla þeirra milli. Ástríður og Guðbrandur bjuggu sín fyrstu búskaparár á Svarfhóli á árunum 1918—1922. Þar fæddist þeim dóttirin Sigríður Guðlaug árið 1918, sem varð þeim afar kær. En það átti ekki fyrir Ástríði og Guðbrandi að liggja að búa á Svarfhóli og fluttust þau til Reykjavíkur árið 1922 ásamt Sig- ríði dóttur sinni. Þar bjuggu þau síðan til æviloka. Stuttu eftir komuna þangað eignuðust þau soninn Kjartan, en misstu hann ungan. Ekki fluttu þau Guðbrandur og Ástríður mikil veraldleg auðæfi með sér til Reykavíkur enda var starfsævi þeirra rétt að byrja um þær mundir — en þau áttu sér auðinn meiri, sem var fólginn í bjartsýni og vinnufúsum höndum. Og þá auðlegð áttu þau svo lengi sem líf og heilsa entist. Fyrir þau eins og svo marga af þeirra kyn- slóð skipti það höfuðmáli að vera sjálfstæð, að standa fyrir sínu og þurfa ekki að vera upp á aðra komin, og það tókst þeim sannar- lega. Þau höfðu ekki verið lengi í Reykjavík, er þau festu kaup á litlu, tvílyftu, húsi á Nýlendugötu 19a, þó að ekki væri hlaupið að slíku fyrir ung hjón á þeim árum, en það hafðist allt saman með vinnusemi og forsjálni. Á Nýlendugötunni var svo heimili þeirra alla tíð síðan. Það kom þó að því að Sigríður flytti að heiman og stofnaði sitt eigið heimili. Það gerði hún, er hún giftist Magnúsi Péturssyni, lögregluþjóni í Reykjavík, árið 1938 og var heimili þeirra hér í bæ. Þau eignuðust fimm syni, en tveir þeirra dóu á unga aldri. Eftir lifa Pétur, kvæntur Sigurveigu Hauksdóttur, Björn, kvæntur Þór- unni P. Sleight, áður kvæntur Ing- unni Hinriksdóttur og Andrés, kvæntur Elsu Karlsdóttur. Nú eru langömmubörn Ástríðar orðin fimm. Það eru þau Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, Sigríður Guðlaug Björnsdóttir og Halldór Björns- son, Guðbjörg og Ásta Andrés- dætur. En þó að Sigríður færi að heiman og stofnaði sitt eigið heimili þá rofnuðu ekki tengslin við bernskuheimilið, því alltaf var mikið og gott samband þar á milli. Á Nýlendugötuna var alltaf gott að koma og vera. Margar eru minningarnar þaðan og allar góð- ar. Þar vorum við oft og lengi „drengirnir" þeirra. Þar spiluðum við Marías og drukkum kaffi af undirskálinni hans afa og smíðuð- um með honum í kjallaranum. Þar var gott að kúra frameftir á sunnudögum og fá heita snúða eða kruður með límonaði í rúmið. Þar kenndi amma okkur að fara með bænirnar — og svo margt, og svo margt. Á Nýlendugötuna var allt- af jafn gott að koma. Þar voru nú ekki byltingarnar né bramboltið. Þar var friður og ró. Það fundu allir, sem þangað komu. Guðbrandur fékkst við smíðar alla ævi og var smiður góður og traust það sem hann smíðaði, en auk þess vann hann alla þá vinnu, sem til féll, einkum á kreppuárun- um. Vinnutími hans var oft langur og ekki alltaf farið fram á mikla borgun. Ástríður vann einnig hörðum höndum. Ekki einungis við heimilisstörfin, sem voru öllu umfangsmeiri og erfiðari þá en þau eru nú, heldur líka utan heim- ilis svo sem í fiski og við þvotta. Ekki veit ég hvernig okkur nú- tímafólkinu þætti að fara á fætur upp úr klukkan fjögur á morgn- ana, sinna því sem sinna þurfti heima og ganga síðan út í Skerja- fjörð til að byrja þar á reitunum klukkan sex, svo dæmi sé nefnt. En þetta gerði hún með æðruleysi og glöðu geði, þótti það reyndar sjálfsagt. Vinnan var öðruvísi og vinnudagurinn lengri og erfiðari á þeim árum en nú er. Ástríður og Guðbrandur höfðu gamlar dyggðir í heiðri, en velkt- ust aldrei í umróti nútímans og aldrei eltust þau við tízkuna. Allt sem þau sögðu stóð eins og stafur á bók og aldrei hallmæltu þau nokkurri manneskju. Þau voru staðföst og trygglynd, þeim sem þau tóku. Þau voru höfðiiigjar í lund og allt sem þau gerðu, gerðu þau vel og rausnarlega, en þau voru líka nægjusöm og nýtin, en það án þess að vera nízk — og þannig mætti lengi telja. Þau voru einstaklega samrýmd og höfðu sama gildismat og viðhorf til hlut- anna. Ég efast um að þeir sem kynntust Ástríði og Guðbrandi hafi nokkurn tíma kynnst grand- varari og traustari manneskjum. Vinahópurinn hennar Ástríðar er að visu að þynnast, þar sem svo margir hafa lagt upp í förina miklu á undan henni, en þeir sem eftir lifa hugsa áreiðanlega til hennar í dag með hlýju og sökn- uði. En lífið lék nú ekki alltaf við þessi góðu hjón fremur en aðra. Þau áttu sér bæði gleði og sorgir, en sorgum sínum mættu þau með æðruleysi og staðfestu og einlægri trú á Guð. Þannig mættu þau saman þeirri miklu sorg, sem barði að dyrum þeirra, er Sigríður, einkadóttir þeirra og augasteinn, dó á besta aldri úr ólæknandi sjúkdómi. Sorgin sú fór ekki hátt, þótt djúpt risti. Þannig mætti Ástríður einnig örlögum sínum, er Guðbrandur var á burt kallaður og hún ein eftir seint á ævikvöldi sínu. Þegar hún svo lagðist bana- leguna fyrir sjö árum síðan, er hún missti heilsuna svo til á einni nóttu og var ekki hugað líf, þá brást hún enn við á sama hátt. Þá bilaði líkaminn, en sterk skapgerð hennar og vilji var enn fyrir hendi. Helzt vildi hún þá vera kyrr á Nýlendugötunni í húsinu sínu og deyja þar sem hún hafði lifað í svo langan tíma og þar sem svo gott var að vera. En það fór nú á annan veg, því nauðsynlegt var að eyða síðasta hluta ævikvöldsins á spítala. Hún fór á Vffilsstaðaspítala og hefur verið þar undanfarin sjö ár, allan þann tíma mikið veik. Hún hefur nú loks fengið hvíldina og er vel að henni komin eftir langa og starf- sama ævi. Á spítalanum var vel um hana hugsað og henni hjálpað eftir beztu getu og þökkum við starfsfólkinu þar hjartanlega fyrir það. Öllum sem glöddu hana með heimsóknum sínum þangað er einnig þakkað innilega. Ljúft er hér að minnast á og þakka Vikt- oríu, systur Ástríðar, fyrir órjúf- anlega tryggð og umhyggju fyrir henni. Þær eru ómetanlegar og óteljandi allar ferðirnar hennar inn að Vífilsstöðum til Ástu. Nú er jarðlífi Ástríðar lokið. Ég minnist hennar sem mikillar og heilsteyptrar konu, og býst ég við að þeir sem hana þekktu beri sömu tilfinningar í brjósti til hennar. Guð sé með henni. Björn Magnússon t Móöir okkar, HELGA GUOJÓNSDÓTTIR, Hverfisgötu 23, Reykjavík, lést í Landspítalanum 6. apríl. Börnin. Fööursystir okkar. t EUFEMÍA ÓLAFSSON, er látin. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunnl þriöjudaginn 12. apríl kl. 10.30. Effa Georgsdóttir, Dagný Georgsdóttir. t Ástkær móölr okkar, tengdamóöir, amma, langamma og mág- kona, SVAVA KONRÁÐSDÓTTIR HJALTALÍN, Grundargötu 6, Akureyri, andaöist á föstudaginn langa í fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útför hennar veröur gerö frá Akureyrarkirkju laugardaginn 9. apríl. kl. 13.30. t>eim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á starf KFUM og K, Akureyri. Fyrir hönd fjölskyldunnar Rafn Hjaltalln, Svavar Friörik Hjaltalín. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, EYJÓLFUR ÞORLEIFSSON, veröur jarösunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 9. apríl kl. 13.30. Guðrún Erlingadóttir, Steinunn Eyjólfadóttir, Gunnar Gunnaraaon, Erlingur Eyjólfaaon, Bóra Stefónadóttir, Leifur Eyjólfaaon, Áadía Guönadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þakka innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, TORFA SIGGEIRSSONAR, Kirkjuvegi 13, Keflavík. Anna Vilmundardóttir. SVAR MITT eftir Billy Graham Kristileg framkoma Margir kristnir menn koma ekki fram sem kristnir menn í samskiptum sínum við aðra. Hvað veldur? Enginn er fullkominn í heimi þessum. Bezti kristni maðurinn er aðeins syndari, frelsaður af náð. Jafnframt bregðast kristnir menn oft, þegar þeir ættu að haga sér í samræmi við trú sína. Skýringarnar eru margar: Kristur fær ekki öll völd á sérhverju sviði lífs þeirra; þeir færa sér ekki að fullu í nyt þá blessun og hjálp, sem Guð vill veita okkur dag hvern; eigingirni veldur því, að við metum ekki réttilega aðra menn, skoðanir þeirra og vanda- mál; og kannski er algengast að okkur gleymist að byrja og lifa daginn í bæn um návist Krists í hjört- um okkar og huga við allt það, sem við tökum okkur fyrir hendur. Hegðun og líf kristinna manna ætti að einkennast af kærleika til annarra, einkum til kristinna bræðra og systra. Ef við rannsökum hjörtu okkar, komumst við að raun um, hversu mjög vantar á, að við auðsýn- um kristilega elsku í samskiptum okkar við aðra menn. Eina leiðin til að sigrast á þessu er að við gefum okkur að nýju Kristi á vald, biðjum hann að ráða öllu í lífi okkar og förum síðan út og framkvæmum það, sem hann vill að við gerum. Við getum ekki gert þetta í eigin mætti, en Kristur vill gefa okkur kraft, sem til þess þarf að lifa á þennan hátt. Hann vill það, ef við aðeins leyfum honum það. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og úlför bróöur okkar, EINARS ÞORSTEINSSONAR, fró Gularósi, Austur-Landoyjum. berstakar þakkir eru til lækna og starfsfólks á Sjúkrahúsinu Sel- fossi og á Landakoti. Guómundur Þorsteinsson, Þórunn Þorsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.