Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, föSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 17 George Stigler: Eru atvinnu- rekendur óvinir atvinnufrelsis? Hannes H. Gissurarson skrifar frá Bretlandi George Stigler, nóbelsverð- launahafinn í hagfræði þetta árið, flutti fyrirlestur í Institute of Economic Affairs í Lundúnum í september og fór orðum um þá þróun, sem verið hefur mörgum frjálslyndum mönnum áhyggju- efni — sífelld aukning ríkisaf- skipta. Fyrirlesturinn, sem var hinn fróðlegasti, var nýlega gefinn út í bæklingi, The Pleasures and Pains of Modern ('apitalism (Insti- tute of Economic Affaris, London 1982). Hvernig má skýra þessa aukn- ingu ríkisafskipta? Austurríski hagfræðingurinn Joseph Schump- eter hafði eina skýringuna. Hún var sú, að menntamennirnir, blaðamenn, kennarar, félagsmála- frömuðir og aðrir þeir, sem móta skoðanir okkar, græfu undan markaðsskipulaginu vegna skiln- ingsskorts og eða fjandskapar við markaðslögmálin. Þess má geta, að Jónas Haralz nefnir þessa skýr- ingu í bók sinni, Velferðarríki á villigötum. Bandaríski hagfræðingurinn James M. Buchanan hefur aðra skýringu, en hann kom til Islands í september (reyndar af sama þinginu og Stigler kom af til Bret- lands), þingi Mont Pélerin-sam- takanna í Berlín og flutti fyrir- lestur í Háskóla íslands. Skýring hans er sú, að þær leikreglur, sem gildi í lýðræðislegum stjórnmál- um okkar daga, neyði leikendurna til að auka ríkisafskipti, hvort sem þeir ætli sér það eða ekki. Jónas Haralz nefnir þessa skýringu einnig í bók sinni, og Ólafur Björnsson ræðir lauslega um hana í bókinni Frjálshyggja og alræðis- hyggja. Stigler telur báðar þessar skýr- ingar að nokkru marki réttar. En hann bætir við þriðju skýringunni í bæklingi sínum. Hann bendir í upphafi máls á tvær óumdeilan- legar forsendur. Önnur er sú, að atvinnufrelsið sé neytendum í hag. Ekki sé því að vænta frá þeim margra tiilagna um takmörkun atvinnufrelsis. Hin forsendan er sú, að framleiðendur, stjórnendur fyrirtækja og atvinnurekendur, séu mjög öflugur hagsmunahópur. Og hann spyr: er líklegt, að aukn- ing ríkisafskipta hefði orðið svo víðtæk, ef þessi hagsmunahópur hefði barist gegn henni af öllu sínu mikla afli? Svarið er neit- andi. Ályktunin, sem Stigler dreg- ur af forsendum sínum, er því sú, að atvinnurekendur hafi í verki líklega verið óvinir atvinnufrelsis, þótt menntamenn kunni í orði að hafa verið verri. Framleiðendur kæra sig sumir ekki um sam- keppni, því að hún knýr þá til að þjóna neytendum. Geta atvinnurekendur sam- kvæmt því ekki látið sér vel líka þessa þróun? Hafa þeir nokkra ástæðu til óánægju? Jú, svarar Stigler. Þessi þróun er þeim öllum í óhag, þegar til langs tíma er lit- ið, þótt einstakir atvinnurekendur hafi stundum hag af einstökum takmörkunum. Stigler rekur ýmis dæmi, háa skatta, reglugerðafarg- an og fleira, en skýrasta dæmið er, að arður af hlutabréfum í Banda- ríkjunum hefur verið fallandi síð- George W. Stigler, nóbelsverðlauna- hafi í hagfræði 1982. ustu áratugina, svo að fjárfesting í atvinnufyrirtækjum hefur verið óarðvænleg. Ráð Stiglers eru gamalkunn ráð frjálslyndra hagfræðinga: aukið atvinnufrelsi og harðari sam- keppni, sem hleypir nýju lífi í markaðsskipulagið og örvar hag- vöxt. Hann óttast ekki saman- burðinn við miðstjórnarskipulagið austan við Berlínarmúrinn. En hann segir, að atvinnurekendur verði að þekkja sinn vitjunartíma, þeir megi ekki freistast til að nota ríkisvaldið til að vernda sig gegn samkeppni. Það sé ekki síst undir þeim komið, hvort þróuninni verði snúið við. Að lestri þessa bæklings lokn- um má litast um á íslandi og spyrja, hvaða hlut íslenskir at- vinnurekendur hafi átt að auknum ríkisafskiptum. Nokkur dæmi má nefna um lög, sem sett hafa verið að kröfu framleiðenda, takmarka atvinnufrelsi og torvelda því hag- vöxt. Eitt dæmi er lögin frá fjórða áratugnum um sölu landbúnaðar- afurða, en með þeim var hún ein- okuð. Þau voru sett af Framsókn- arflokknum til þess að tryggja hag bænda. Neytendur hafa tapað á þeim. En hafa bændur grætt á þeim? Um það má efast. Bændur kvarta enn um fátækt þrátt fyrir hálfrar aldar umhyggju Fram- sóknarflokksins, og þeir eru lík- lega ekki betur stæðir eftir öll þessi ár miðað við aðra starfshópa en þeir voru fyrir setningu lag- anna. Annað dæmi er lögin um sölu sjávarafurða erlendis, en með þeim var samkeppni í útflutningi bönnuð. Þau voru sett af Sjálf- stæðissflokknum til að tryggja hag íslenskra fiskútflytjenda. Lík- ur má að því leiða, að þau hafi dregið úr markaðsöflun erlendis, tilraunum og framkvæmdum. Fleiri dæmi má nefna. Innflutn- ingshöftin frá 1932 til 1960 voru framleiðendum innlendrar vöru í hag, en íslenskum neytendum í óhag. Reglugerðir um lokunartima matvöruverslana og um leyfi til bóksölu voru settar að kröfu kaup- manna, en ekki viðskiptavina þeirra. Greinilegt er, að Islend- ingar geta lært sitt hvað af Stigler eins og aðrir. Oxford í desember 1982. Kjósendur athugiö hvort þiö eruö á kjörskrá. Kærufrestur er til 8. apríl. Ef þiö finnist ekki á kjörskrá, vinsamlegast hafiö samband viö kosningaskrifstofuna, Kjörgaröi, Laugavegi 59. Símar: 11179, 21201. A-listinn í Reykjavík. Góðan daginn! Sumarfötin komin Peysur — bolir — buxur — jakkar — jogging-gallar — íþróttaskór. Athugið allar vörur sérpantaðar fyrir Vörumarkaðinn. Verð við allra hæfi. Vörumarkaðurinn hl. sími 86113. ón las Guðmundsson - Rit I-X Þjóðskildió RÓða. Hinn mikli listamaður bundins og óhundins máls. Ljóð I — Ljóð II — Ljóð III — Léttara hjal — Myndir og minningar — Menn og minni — Æviþættir og aldarfar I — Æviþættir og aldarfar II — Æviþættir og aldarfar III — Æviþættir og aldarfar IV. Almenna bókafélagið, Austurstræti 18, sfmi 25544. — Skemmuvegi 36, Kóp. Sími 73055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.