Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 21 Yeröbólga og vinstri stjórn: Betri lelóir bjóðast „Ákaflega alvarlegt félagslegt vandamál“ 0: Gerbreytta m efnahagsstefni Verðbólgan stefnir í yfir 100% samkvæmt útreikningi Seðla- banka íslands og í 105% sam- kvæmt byggingavísitölu — hún er því 10 sinnum hærri nú en hún ætti að vera hefði ríkis- stjórnin staðið við fyrirheit sitt um lækkun hennar. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, sagði í Þjóðviljagrein 6. september 1980 „ ... sú mikla verðbólga sem hér hefur verið er ákaflega alvarlegt félagslegt vandamál og ef við ætl- Svavar Gestsson um að ná tökum á því verkefni sem okkur er skyldast að skila þjóð okkar og lífi hennar heilu til komandi kynslóða verðum við af fullri alvöru að takst á við þennan gífurlega verðbólgu- vanda ... Núna á næstu vikum og mán- uðum mun ríkisstjórnin leggja á það þunga áherslu að vinna að alhliða stefnumótun í efna- hagsmálum þar sem tekið er á vandamálum verðbólgunnar, lagður traustari grundvöllur að uppbyggingu atvinnulífsins og aukinni verðmætasköpun og jafnframt á nauðsyn þess að breyta til í ákvörðunarkerfi ís- lenskra efnahagsmála ... Ég er sannfærður um að einn meginvandinn í efnahagslífinu á íslandi er fólginn í því að ýmsir þættir stjórnkerfisins eru löngu úreltir og úr sér gengnir og að ekki verður komist að rótum verðbólgumeinsins nema þessum þáttum verði vikið til hliðar eða þeir gerðir upp á nýjum forsend- um.“ Síðan Svavar Gestsson ritaði þessi orð eru tvö og hálft ár og allan þann tíma hefur hann setið í ríkisstjórn. Allar hugmyndir hennar um lausn efnahagsvand- ans hafa náð fram að ganga án þess þó að hún hafi náð „tökum á því verkefni" sem Svavari taldi sér „skyldast". Myndin er tekin á fréttamannafundi Alþýduflokksins. Frá vinstri: Bjarni P. Magnússon, formaður framkvæmda- stjórnar, Kjartan Jóhannsson, formaður, Magnús Magnússon, varaformaður, og Kristín Guðraundsdóttir, fram- kvæmdastjóri flokksins. „Við viljum gerbreytta stefnu í efnahagsmálum“ — segir Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins „VIÐ viljum gerbreytta stefnu í efna- hagsmálum og höfnum þeim glund- roða sem sett hefur mark sitt á stjórnmálalíf hér síðustu tólf ár,“ sagði Kjartan Jóhannsson á fundi með fréttamönnum sl. mánudag, þar sem stefnuskrá flokksins í efna- hagsmáium var kynnt undir heitinu Betri leiðir bjóðast. Kjartan sagði, að margar af tillögum Alþýðuflokksins væru ekki nýjar af nálinni, enda hefði flokkurinn flutt frumvörp um margar ráðstafanir í efnahagsmálum sem því miður hefðu ekki náð fram að ganga á þingi. Það væri því Ijóst, að Alþýðuflokkurinn bæri enga á- byrgð á hinu slæma efnahagsástandi Albert Gudmundsson, sem skipar efsta sæti D-listans í Reykjavík, sótti starfsmenn Kristjáns Skagfjörö heim í hádeginu í gær og var þessi mynd tekin þá. Steingrímur Hermannsson: „Páli er laus tungan“ „PÁLI er laus tungan," svaraði Steingrímur Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins, er hann var á blaðamannafundi í gær spurður álits á yfírlýsingum Páls Péturssonar þingflokksformanns og fleiri framsóknarmanna í Norð- urlandskjördæmi vestra vegna hcimildar framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins til svo- nefndra göngumanna í kjördæm- inu að nota listabókstafina BB í komandi Alþingiskosningum. Þingflokksformaðurinn hefur m.a. sagt í þessu tilefni, að yfir- stjórn flokksins í Reykjavík sé með þessu að hlutast til um mál- efni flokksins í heimahéraði og geti það haft áhrif á innviði flokksins. Steingrímur var spurður álits á þessu í framhaldi af yfirlýsingum hans um hin ýmsu sérframboð fyrir Alþing- iskosningarnar. Hann sagði BB-listann skipaðan góðum framsóknarmönnum og því hefði verið talið rétt að þeir fengju listabókstafina. Um yfirlýsingar flokksbræðra sinna og þing- flokksformannsins svaraði hann áðurnefndum orðum: að Páli væri laus tungan. T-listinn á Vestfjörðum FRAMBODSLISTI nokkurra Sjálfstæðismanna á Vestfjörðum, T-listinn, er svo skipaður: 1. Sigurlaug Bjarnadóttir, menntaskólakennari, Reykja- vík. 2. Halldór Hermannsson, skipstjóri, ísafirði. 3. Guðjón A. Kristjánsson, skipstjóri, ísafirði. 4. Kolbrún Friðþjófsdóttir, kennari, Litlu-Hlíð, Barða- strönd. 5. Jóna Kristjánsdóttir, húsfreyja, Alviðru, Dýrafirði. 6. Hjálmar Halldórsson, rafvirki, Hólmavík. 7. Þórarinn Sveinsson, búnaðarráðunautur, Hólum, Reykhólahr. 8. Ragnheiður Hákonardóttir, húsmóðir, ísafirði. 9. Soffía Skarphéðinsdóttir, verkakona, ísafirði. 10. Þórður Jónsson, bóndi, Hvallátrum, Rauða- sandshr. þjóðarinnar, en hins vegar hefðu Sjálfstæðisflokkur, Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur setið í stjórn mestan hluta þessa tólf ára tímabils þegar verðbólgan hefði vaxið úr 6,4% í um 70%. Kjartan kvað Alþýðuflokkinn að vísu hafa setið í stjórn á árunum 1978— 79, en þegar hinir flokkarnir hefðu ekki sýnt því neinn áhuga að takast á við efnahagsvandann, hefðu jafnaðarmenn sagt sig úr stjórninni. Aðspurður sagði Kjart- an, að ætlunin væri ekki að fara í einvígi við Bandalag jafnaðar- manna í kosningabaráttunni, þó að þessir flokkar byðu fram að ein- hverju leyti á sama grundvelli. Hann sagði, að margt í stefnuskrá Bandalagsins væri í samræmi við markmið alþýðuflokksmanna, en þar væru einnig stefnumál, sem að hans dómi væru óraunhæf. í því kynningarriti sem lagt var fram á fundinum kemur m.a. fram, að fjóra þætti ber hæst í efna- hagsmálum: Afkomuöryggi, ný at- vinnustefna, uppstokkun í ríkis- búskap og ábyrg samskipti. Þar segir, að lífskjaratrygging þurfi að leysa vísitölukerfið af hólmi með samningum um launaþróun og lág- launatryggingu. Kjartan kvað það skammarlegt hve raungildi lægstu launa hefðu lækkað á undanförnum árum á sama tíma og hátekjumenn hefðu fengið launahækkanir sem næmu heilum verkamannalaunum. { stefnuskránni kemur einnig fram, að keppt verði að því að draga úr erlendri skuldasöfnun í þeim til- gangi að koma verðbólgunni niður og atvinnulífið fái eðlileg rekstr- arskilyrði til að vel rekin fyrirtæki þurfi ekki að lifa á bónbjörgum. Al- þýðuflokksmenn leggja einnig til að húsnæðislán til kaupa á fyrstu íbúð verði tvöfölduð og kaup- og leigu- fyrirkomulagi verði komið á. Þá er stefnt að því að verðtryggja al- mennt sparifé, þannig að bankar skili raunvirði til sparifjáreigenda. Það, sem einkum felst í hinni nýju atvinnustefnu sem Alþýðu- flokkurinn vill marka, er að tryggja fulla atvinnu og hætt verði að eyða fjármunum í óarðbærar fjárfest- ingar, s.s. óhagkvæman togara- innflutning, lán til hallærisrekstrar og óhóflegra útflutningsbóta. Ennfremur vill flokkurinn leggja niður Framkvæmdastofnun. í stefnuskránni er sett fram það markmið, að eftirlit verði tekið upp með óeðlilegri erlendri samkeppni við íslenska framleiðslu. Sagði Kjartan á fundinum, að hér væri fyrst og fremst átt við vörur sem stæðust ekki gæðamat. Alþýðu- flokksmenn vilja einnig að ráðist verði gegn spillingu i þjóðfélaginu með því að koma á fót skattadóm- stóli og skattaeftirlit verði hert tíl að sporna við skattsvikum. Þá segir í stefnuskránni, að virðisaukaskatt- ur skuli koma í stað söluskatts og tekið verði upp staðgreiðslukerfi skatta, en einnig að almennur tekjuskattur af launum verði af- numinn í áföngum. Kjartan sagði, að hann gerði ráð fyrir því að það gæti komist í framkvæmd á einu kjörtímabili. Þá stefna alþýðu- flokksmenn að því að samræmdu lífeyriskerfi verði komið á og tolla- og aðflutningsgjaldakerfið verði endurskoðað og einfaldað. í lok stefnuskrárinnar kemur m.a. fram, að ábyrgðin skuli sett í öndvegi að nýju og atvinnurekstur standi á eigin fótum án ríkisábyrgðar. T.a.m. ættu þeir aðilar, sem ákveða fiskverð að bera ábyrgð á ákvörðun- um sínum án ávísunar á ríkisvaldið. Loks sagði Kjartan að alþýðu- flokksmenn vildu einnig auka valddreifingu í þjóðfélaginu og efla áhrif sveitarfélaga. Breytingar á utankjörfundar- atkvæðagreiðslu erlendis HÉR MEÐ tilkynnist eftirfarandi breytingar á kjörstöóum og kjörtímum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu erlendis vegna alþingiskosninga 23. aprfl nk. og auglýstar voru í fréttatilkynningu ráðuneytisins nr. 8/1983: Belgía Brussel: Sendiráð íslands Blvd. Leopold III (OTAN) 1110 Bruxelles sími (02) 215 10 35 Bretland Bristol Ræðismaður: Frank W.C. Pitt The Coach House, la Camp Road, Clifton, Bristol BS8 sími (0272)-738121 Edinburgh — Leith: Vararæðismaður: Snjólaug Thomson 50 Grange Road Edinburgh EH 9 ITU sími (031) 667-2166 ísrael Tel-Aviv: Aðalræðismaður: Fritz Naschitz Ræðismaður: Peter G. Naschitz 136 Rothschild Blvd. Tel-Aviv símar: 22 92 41/42/43 26. mars—23. apríl kl. 9—13 og 14:30—18 virka daga. 15. apríl kl. 10—17. 11.—18. apríl kl. 14—18 virka daga. Á öðrum tímum eftir sam- komulagi. 5. og 6. apríl kl. 10—15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.