Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 7 Ég þakka öllum þeim, sem glöddu mig á sextugsafmæl- inu meö góöum gjöfum, heillaskeytum og heimsóknum eöa sýndu mér sóma meö öörum hœtti. Lifiö heil. Torfi Þ. Guðbrandsson, Grunnskólanum Finnbogastööum. 'S r Höfum enn einu sinni fengið glæsilegt úrval af hinum fallegu og vinsælu töskum frá enderlein i Beriín. Gyllað leður, steinþvegið leður, svo og plast og tau í ýmsum litum og munstrum. enderleinl Litlar töskur, stórar töskur, snyrti- buddur og veski. Allt eftir nýjustu tísku. Tilvalið til fermingargjafa. Bæði fyrir herra og dömur. LAUGAVEGS APÓTEK SNYRTIVÖRUDEILDIR: THORELLA U I LAUGAVEGS APÓTEKI, LAUGAVEG116 OG í „MIÐBÆ" HÁALEITISBRAUT v_______________________________/ Mazda RX7 1980 Blár eklnn 58 þús. Snjó- og sumardefck. Verð 230 þús. Sklptl. Mazda 626 (2000) Coupé 1980 Grásanseraöur, ekinn 35 þús. Beinsk., 5 gtra. Ýmslr aukahlutir. Bíll í sérftokki. Verð 150 bús. VW rúgbrauð 1978 Grœnn, eklnn 85 þús. Gott útlit. Verð 85 þús. Honda Accord EX 1981 Grasnn, eklnrt 29 þús. 5 gfra afl- stýri, útvarp, snjó- og sumai dekk. Verö 190 þús. Galant 1800 Station 1980 Blár, ekinn 48 þús. Verö 155 þús. Galant G.L.X. 1981 Rauöur, eklnn 28 þús. VAI 2000 5 gfra. Snjó- og aumardokk. Varö 210 þúa. Subaru 4x4 1980 Rauður, akinn 40 þús. Útvarp. Verö 180 þús. Skiptl ath. Honda Civic 1982 BIAr, eklnn 7 þúa. Verö 205 þús. Honda Qutntaf 1982 Rauöur. aklnn 15 þús S|Alfsklptur. afl- stýri, útvarp. eegulband, toppluga. overdrive. Verö 265 þús. Skipti ath. Nýju fram- boðin — smáflokka- kraðak Það er ekki auknir flokkadrættir sem þessi þjóð þarfnast Hin nýju framboð, Bandalag jafnað- armanna og Kvennalisti, auka ekki á samheldni né Ktuðla að samátaki í við- fangs- og vandamálum, sem við blasa. Það er ekki smáflokkakraðak, sem vís- ar veginn út úr vandanum. Þvert á móti þarf að stjrkja það stjórnmálaafl, SjUfsbeðisflokkinn, sem eitt hefur burði til að leiða þjóðina út úr þeirri póli- tfsku og efnahagslegu sjálfheldu, er hrunadans vinstri flokkanna hefur leitt hana f, f tið þriggja vinstri stjórna frá árinu 1979. Stefnumörkun hinna nýju framboða er og mjög óljós ekki sfzt í örygglsmál- um þjóðarinnar, en einmitt þar hlýtur kjósandinn að krefjast skýrrar afstöðu sem ekki fer á milli mála í hugskoti hans. Sama máli gegnir raunar með afstöðu til orkuiðnaðar, sem verður til að koma í vaxandi mæli, ef tryggja á framtíðarat- vinnuöryggi hérlendis. Tal- ið er að 1.200—1.300 ný at- vinnutækifaeri þurfi að verða til á ári hverju, næstu 20 árin, ef mæta á fyrirsjáanlegri atvinnueft- irspurn; en 25.000 einstakl- ingar bætast á vinnumark- að hér næstu 20 árin. Stór- aukinn orkuiðnaður er og nauðsynlegur, ef tryggja á sambærileg lífskjör hér á landi og i nágrannalöndum og koma f veg fyrir land- flótta. Smáflokkakraðakið eyk- ur aðeins á sundrunguna og glundroðann. Það er gömul reynsla og ný, bæði erlendis og hérlendis. Tveir kostir Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur, sem bera sameiginlega ábyrgð á stjórnarstefnunni í efna- hags- og atvinnumálum sl. fjögur ár, bera nú ágrein- íngsefni sín á torg í tilefni kosninga. Það er sama hvaða meginmál er tekið: hvarvetna sýnast flokkarn- ir stefna sitt í hvora áttina. Nefna má ágreininginn um nýjan vLsitölugrundvöll, skiptar skoðanir um hvern veg halda eigi á málum gagnvart álverinu í Straumsvík, átök um flugstöðvarbyggingu og eldsneytisgeyma f Helgu- vík oa.frv. Eitt mál hnýtir þó þessa vinstri flokka saman: löngunin f nýja vinstri stjórn! Sterk öfl f báðum flokkunum vinna nú þegar að hönnun slíks stjórnarmynsturs. „Allt er betra en íhaldið", er mottó Steingríms Hermannsson- ar, formanns Framsóknar- flokksins; og Svavar Gests- son, formaður Alþýðu- bandalagsins gengur með gras í skóm í allri umræðu um formann Framsóknar- flokksins. í raun eru kostir kjós- enda í komandi þingkosn- ingum aðeins tvein 1) Áframhaldandi vinstri stjórn Alþýðubandalags og Framsóknarflokks, hugsanlega með þátttöku einhverra brotabrota um smáflokkakraðakinu, ef stöku þingmann rekur á fjörur Alþingis úr þeim herbúðum. 2) Ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á, anm.ðhvort einn, eða í samstarfl við aðra. Ef kjósendur hafa fengið sig fullsadda á vinstri stjórnum, sem nú skila árangri fjögurra ára stjórn- sýslu í dóm þjóðarinnar, þá hafa þeir aðeins eitt ráð til að fyrirbyggja framhald slíkrar stjórnsýslu: að efla Sjálfstæðisflokkinn. Atkvæði greidd smá- flokkakraðaki eru aðeins hliðhyllí við vinstri flokk ana, beinn eða óbeinn stuðningur við áframhald- andi vinstri-stjórnarmynst- ur. Kostirnir eru í raun að- eins tveir: Áframhaldandi vinstri stjórn — eða stuðn- ingur við Sjálfstæðisflokk- inn. Þessi staðreynd verður deginum Ijósari eftir því sem nær dregur kosning- um. Það þarf meir en litla blindni til að koma ekki auga á jafn viðblasandi verulcika í stjórnmálastöðu | líðandi stundar. Svavar og Steingrímur, hönnuöir vinstri- stjórnarmunsturs. Sízt þörf fyrir meiri sundrungu og flokkadrætti Þaö varö samstarfsaöilum í fráfarandi ríkisstjórn aö fótakefli aö þeir náöu ekki saman í neinu meginmáli. Stjórnin var mynduö um þann tilgang einan af hálfu Alþýðubandalags og Framsóknarflokks aö kljúfa til frambúöar sterkasta stjórn- málaafl þjóðarinnar, Sjálfstæöisflokkinn; en síöan var sezt aö samningum um stjórnarstefnu, markmiö og leiöir, sem stóö allan feril stjórnarinnar, og lyktaði án ærangurs. Forystumenn Alþýöu- bandalags og Framsóknarflokks bera nú á torg þann ágreining — í öllum megin- málum — sem leiddi til: tapreksturs at- vinnuvega, stórfelldrar erlendrar skulda- söfnunar, íslandsmets í skattheimtu, stöðnunar í þjóðarframleiðslu, rýrnandi þjóöartekna, minnkandi kaupmáttar, at- vinnusamdráttar og veröbólgu, sem sennilega spannar þriggja stafa tölu fyrir komandi áramót. Þaö er ekki sundrung og flokkadrættir af þessu tagi, sem leiöa þjóöina út úr vandanum. Er ekki tíma- bært aö leiöa einn flokk tii ábyrgöar á Alþingi eins og í borgarstjórn? Árni ísaksson fiskifræðingur: Óhagstætt hitafar á verulegan þátt í minnkandi iaxategund MARGAR skýringar hafa verið settar fram um það, hvers vegna laxagengd hafi minnkað í íslenskum ám hin seinni ár. Ýmist er óhagstæðum skil- yrðum í náttúrunni kennt um eða þá menn benda á stórauknar úthafsveið- ar á laxi í nágrenni við ísland. Árni ísaksson, flskifræðingur, hefur bent á, að óhagstætt hitafar í laxveiðiánum og sjónum, einkum fyrir Norðurlandi, eigi verulegan þátt í þessari þróun. Rannsóknir Veiðimálastofnunar hafa sýnt, að laxamagn í norðlenskum ám er nátengt hitastigi sjávar, þegar gönguseiði fara í sjó 1 til 2 árum áður. Vmsir ferskvatnsþættir virðast einnig hafa verið mjög óhagstæðir og fjöldi þeirra gönguseiða sem i sjó hafa kom- ist hefur verið stórlega skertur. Má í því sambandi benda á, að laxagengd í hafbeitarstöðvar, sem sleppa seiöum og taka laxinn þegar hann kemur aft- ur, hefur verið eðlileg og stundum mjög góðar þó laxveiði í ánum væri lítil. Þannig hefur heimta í laxeldis- stöðina í Kollafirði verið stöðug undanfarin ár. Að vísu var nokkur rýrnun í smálaxaheimtum 1980, eft- ir sleppinguna 1979, en það jafnað- ist upp með óvenju góðri stórlaxa- gengd 1981 og virðist greinilega hafa orðið seinkun á kynþroska hjá laxinum, sennilega vegna óhag- stæðra sjávarskilyrða 1979. Til samanburðar má benda á, að magn af stórum laxi í laxveiðiánum sumarið 1981 var mjög lítið. I hag- beitarstöðinni í Lárósi á Snæ- fellssnesi fengust um 12% heimtur af smálaxi sumarið 1981, sem teljast mjög góðar heimtur í hafbeit en það ár var lítið af smálaxi í flestum laxveiðiám á suðvesturhluta lands- ins. „Úthafsveiðar eru vissulega mikið vandamál," sagði Árni ísaksson. Líklegt má telja að stóri laxinn okkar sé veiddur í nokkrum mæli við Grænland og Færeyjar en ef a.m.k. helmingur af rýrnuninni sem orðið hefur er fyrir tilstilli óhag- stæðrar þróunar hér heima fyrir, þá eigum við möguleika á að hamla gegn þessari rýrnun með aukinni ræktun. í íslenskum laxveiðiám eru hundruð hektara af uppeldissvæð- um fyrir seiði á ólaxgengum árhlut- um, sem henta vel fyrir smáseiða- sleppingar. Einnig er ljóst að göngu- seiði skila sér í laxveiðiár ekki siður en í hafbeitarstöðvar sem í mörgum tilfellum eru einungis sleppiaðstaða. Sumarið 1979 var að mörgu leyti óvenju óhagstætt að því er varðar afkomu laxaseiða f ánum. Seiða- rannsóknir Veiðimálastofnunar það ár leiddu í ljós, að vaxtarhraði seiða var mjög skertur, einkum á norð- austurlandi en einnig f mörgum ám suðvestanlands. Þetta olli þvf að fjöldi sjógönguseiða i þessum ám var óvenju rýr vorið 1980 sem endurspeglaðist f lélegri laxagengd 1981 og 1982. Seiðarannsóknir leiddu einnig í ljós að afkoma laxa- seiða úr klaki 1978, sem hefja áttu lifsbaráttuna sumarið 1979, var mjög slæm, einkum á Ströndum og norðausturlandi. Klak laxahrogna er nátengt hitastigi ánna, og ef hita- stig er óvenju lágt eins og var þetta stutta sumar, 1979, getur það tafist óeðlilega lengi að kviðpokaseiði komi upp úr mölinni til að bjarga sér. Enda kom á daginn að þessi seiðaárgangur fyrirfinnst varla i köldustu ánum. Þetta minnir okkur óþyrmilega á það, að á köldustu svæðum landsins erum við komin að ystu útbreiðslu- svæðum Atlantshafslaxsins, og hugsanlegt er að sumar árnar á þessum svæðum geti sveiflast frá því að framleiða lax í hagstæðu ár- ferði yfir í það að geta ekki fram- leitt lax í óhagstæðu árferði. í þess- um tilfellum þurfum við að vera sérlega vel á verði og hjálpa náttúr- unni með réttum aðgerðum á sviði ræktunar. Tækin, þ.e. eldisstöðvar, eru fyrir hendi f nágrenni við helstu laxveiðiár landsins, og þær munu í framtíðinni reynast haldbesta reip- ið í því að viðhalda þessum hlunn- indum," sagði Árni ísaksson, fiski- fræðingur, að lokum. JRtfjgtmWI [ftfcifr 2 Askriftarsii i m v i er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.