Morgunblaðið - 08.04.1983, Síða 35

Morgunblaðið - 08.04.1983, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 35 Strandferðaskipi hleypt af stokkunum — hlaut nafnið Esja NÝJU strandferðaskipi í eigu Ríkis- skipa var hleypt af stokkunum í Low- estoft í Englandi miðvikudaginn 30. marz síðastliðinn, og hlaut skipið nafnið Esja. Eiginkona samgönguráð- herra, Edda Guðmundsdóttir, gaf skipinu nafn við sjósetningarathöfn í skipasmíðastöðinni Richards Ship- builders í Lowestoft. Kaupverð skips- ins er 3.333.000 sterlingspund. Hið nýja skip er svokallað fjöl- hæfniskip og að sögn Þóris Sveins- sonar hjá Ríkisskipum er þetta fyrsta vöruflutningaskipið, sem smíðað er fyrir íslendinga frá því Heklan var smíðuð 1971. Geimferjan: Unnt að fylgjast með samtölum áhafnarinnar SÍMNOTENDUR á íslandi, sem hafa áhuga, geta hringt til Banda- ríkjanna í síma 90 1 307 410 6272 og fylgst með samtölum áhafnar bandarísku geimferjunnar t'hall- enger vð stjórnstöð til 9. aprfl nk. kl. 18.30 gmt til kl. kl. 18.49 gmt. (FrétUtilkynning fri Póst- og símamálastofnuninni.) Esjan nýja verður væntanlega af- hent í maílok og fer því að líkindum í sína fyrstu strandferð í júníbyrj- un. Burðargeta skipsins er 1200 tonn. Það er með hliðaropi og skutbrú, þannig að hægt er að aka beint um borð með vörur. Þá er á því 35 tonna gámakrani. Skipið er með tvær aflvélar og tvö stýri. f áhöfn nýju Esju verða 10 menn, í stað 15 í gömlu Esju og Heklu. Farþegarými er fyrir fjóra í tveim- ur klefum. Að sögn Þóris Sveinssonar verða bæði Hekla og eldri Esja seld, og hafa Ríkisskipum borizt margar fyrirspurnir vegna skipanna að undanförnu. Auk þessara skipa tveggja eiga Ríkisskip Öskju, sem keypt var í marz í fyrra, og félagið er með norska skipið Velu á leigu til strandferða. Nýverið hefur verið skipt um áhöfn á Velu, og eru allir skipverjar íslenzkir, að skipstjóran- um og fyrsta vélstjóra undanskild- um. Aður voru einvörðungu Norð- menn í áhöfn Velu. Fulltrúar Ríkisskipa við sjósetn- ingarathöfnina voru auk sam- gönguráðherra, Steingríms Her- mannssonar, og eiginkonu hans Guðmundur Emilsson forstjóri, Halldór S. Kristjánsson, formaður stjórnar skipaútgerðarinnar, og Hjörtur Emilsson tæknimaður, sem fylgzt hefur með smíði skipsins í Lowestoft frá upphafi. Akranes: Ný gerð flokkunarvél- ar sýnd í Heimaskaga NÝ GERD af samvals- og flokkun- arvél frá AIC, Danmörku, var sýnd í Heimaskaga hf., Akranesi, fyrir nokkru og er hin fyrsta sinnar teg- undar á íslandi. ÓLafur Gíslason & Co hf. Reykjavík, sem er umboðsaðili þessara véla bauð mönnum tengd- um fiskiðnaði á fslandi til þess að skoða vélina í vinnslu. Knud Dalgaard hönnuður og uppfinn- ingamaður vélarinnar sýndi og út- skýrði gagn hennar. Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs: „Ég fékk ekki friö í sálinni . . . TALÍA, leiklistarsvið Menntaskólans við Sund, hefur nú lokið sýningum á Galdra-Lofti. Aðsóknin var stórgóð og á flmmtándu og seinustu sýningu var ekki aðeins uppselt, heldur þurfti 30 viðbótarstóla til að enginn þyrfti frá að hverfa. Einn stólinn fékk blm. Mbl. og taldi sig heppinn, sýningin hófst á því að ráðsmaðurinn, faðir Lofts, bauð gesti velkomna og bað þá um að sitja sem fastast út leikritið, enda yrði ekkert hlé gert. En viti menn þegar kom að þriðja þætti (sem á að gerast í kirkju) heyrðust drungalegir orgel- tónar í fjarska og áhorfendur fóru að tínast út úr þröngum salnum og gengu á hljóðið eins og í leiðslu ... hafði þá ekki stigagangi skólans ver- ið breytt í kirkju. Nú, þar fór svo þriðji þáttur fram enda krefst hann þess að hátt sé til lofts og vítt til veggja. Þessar frumlegu tilfæringar voru ekki það eina sem kom á óvart við þessa sýningu, það gerði túlk- unin öll og leikurinn lika og smiðshöggið var rekið þegar Loft- ur mætir sjálfum sér. En þá kom í ljós að það voru tvíburar (Þórhall- ur og Arinbjörn) sem höfðu skipt hlutverki Lofts á milli sín án þess að blm. Mbl. tæki eftir og komu svo fram saman í lokin. „Það var ekkert skrýtið, pabbi strákanna tók ekki einu sinni eftir því að skipt var um Loft,“ sögðu krakkarnir, þegar ég rabbaði við þau bak við tjöldin eftir sýningu. „Æ, maður er með tárin í augunum yfir að þetta skuli vera búið þó maður sé feginn líka. Þetta hefur verið þó nokkuð strembið og komið mikið niöur á náminu, eða kannski við ættum að sleppa vælinu og segja heldur að þetta var vel þess virði. Við æfðum á hverjum degi eftir skóla og um allar helgar í 5 Rætt viö leik- listarsvið MS um uppsetningu á Galdra Lofti vikur. Leikstjóri okkar var hún Hlín Agnarsdóttir, kjarnorkukona með gleraugu. Við mælum með henni, hreinn snillingur í að um- gangast ungt fólk, skipuleggja og reka okkur áfram. Kröfuhörð, það er mergurinn málsins, þess vegna tókst okkur þetta. Við saumuðum búningana og allt sjálf en ótrúlega margir hafa lagt hönd á plóginn við að gera þetta að veruleika. Það eru sextán leikend- ur í verkinu, en auk þeirra koma fram í sýningunni 8 krakkar úr kórnum og tvö þeirra leika lika aukahlutverk í öðrum þætti, sem hnegg og hófatak í fjarska. Þau hafa hlotið nöfnin Nonni hófur og Soffía fax. Galdra-Loftur hefur oftast verið túlkaður mikið út frá þjóðsögunni, og verið dimmt og drungalegt verk fullt af galdri og særingum. Þessu höfum við breytt og höldum jafn- vel að fólk hafi misskilið leikritið frá upphafi. Jóhann Sigurjónsson, höfundur verksins, segir sjálfur um Loft sem hingað til hefur fyrst og fremst verið talinn galdramað- ur: „Loftur er unglingur, næmur og óvenjuríkur af draumum, tilfinn- ingum og ímyndunarafli." Við lögðum einmitt áherslu á Loft sem slíkan, létum galdrana hverfa í skuggann, og túlkuðum sem hans hugaróra og álit vinnu- fólksins. Steinunn sem er ein upp- áhaldspersóna Jóhanns var í upp- hafi túlkuð sem flagð eða gribba. Þaö höldum við að hljóti að stafa af fordómum. Steinunn er kona sem berst á móti straumnum, kona sem stendur uppúr. Hún er stolt og hugrökk og kýs dauðann frekar en niðurlæginguna. Nú, Dísa og ólafur hafa alltaf verið talin algóð og saklaus, hjá okkur eru þau fyrst og fremst mannleg. Þau bara koma ekki eins mikið upp um sínar hugsanir og tilfinningar. Okkur finnst leikritið fjalla fyrst og fremst um þessa fjóra krakka, sem standa á krossgötum í lífi sínu. Þau eru á sama aldri og við sem leikum þau og að mörgu leiti í sömu aðstöðu og við. Að stíga fyrstu sporin inn í heim full- orðinna og í leit að tilgangi lífsins. Ef við tökum nokkur dæmi eins og það þegar faðir Lofts fær hon- um peninga, þá finnst Lofti hann vera í skuld og reynir að uppfylla væntingar hans. Þetta hefur ekk- ert breyst, foreldrar okkar sjá fyrir okkur, en um leið skuldum við þeim að standa okkur í skólanum, ná stúdentsprófi og svo framvegis. Nú, orðrómurinn, umtalið í vinnufólkinu hefur sterk áhrif á gang leiksins, það finnum við líka i dag að álit utanaðkomandi fólks skiptir alltaf máli fyrir það sem við gerum. Síðast en ekki síst finnst okkur að það megi ekki gleyma því að Jóhann Sigurjónsson nefnir leik- ritið upphaflega „Óskin“. í leikrit- inu eins og í raunveruleikanum liggja margar óskir í loftinu, allir þrá eitthvað og þegar ein ósk er uppfyllt, kemur önnur. Við erum aldrei ánægð bara með það sem við höfum og erum. Það er því alveg lykilsetning þegar blindi maðurinn segir: „Ég fékk ekki frið í sálinni fyrr en ég lét af óskinni." m.e. Guðni og Ólafur Haukur hlutu verðlaunin FYRIR páska voru þeim Guðna Kol- beinssyni og Ólafi Hauki Símonarsyni veitt hin árlegu barnabókaverðlaun Fræðsluráðs. Guðni hlaut verðlaunin fyrir bók sina Mömmustrákur, sem er fyrsta frumsamda bók hans. ólafur Hauk- ur fékk verðlaunin fyrir þýðingu sína á bók danska höfundarins Bjarne Reuter, Veröld Busters. Dav- íð Oddsson borgarstjóri afhenti verðlaunin og lét þau orð falla að hér væri fyrst og fremst um viðurkenn- ingu að ræða, enda söfnuðu menn varla korni I hlöðu fyrir verð- launaupphæðina, en hún var kr. 15.000 til Guðna og kr. 10.000 til Ólafs Hauks. Myndirnar eru teknar þegar Davíð Oddsson borgarstjóri afhenti þeim Guðna Kolbeinssyni og Ólafi Hauki Símonarsyni hin árlegu barnabókaverðlaun Fræðsluráðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.