Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Verndun menn ingarminja Statens Kulturminnerád í Nor- egi hefur látið taka saman fróð- legan og ríkulega myndskreyttan bækling sem Universitetsforlaget í Osló gaf út í byrjun þessa árs og heitir Har kommunen noen for- tid? — eða Er sveitarfélagið án fortíðar? í ritlingnum er fjallað • verndun forgengilegra menning arminja, einkum húsa. Áhugi á þessari minjavernd hefur vaxið i Noregi á undanförnum árum eins og í öðrum menningarlöndum. Við íslendingar höfum síður en svo verið eftirbátar annarra í þessum efnum eins og dæmin sanna jafnt í höfuðborginni sem um land allt. Einstaklingar, áhugamannahópar, samtök og sveitarfélög hafa beitt sér fyrir margvíslegri minjavernd af því tagi sem um er rætt í hinu norska riti. Af ríkisins hálfu hefur hér á landi verið stutt við bakið á slíkri starfsemi, einkum með styrkveitingum bæði á fjárlögum og úr Húsafriðunarsjóði. Þá hefur Þjóðhátíðarsjóður sem ávaxtar ágóða af sölu þjóðhátíðarmyntar 1974 einnig veitt marga styrki á þessu sviði og með því að kynna sér þau viðfangsefni sem hann hefur stutt, sjá menn vel hinn víð- tæka áhuga á verndarstarfi og nær það jafnt til húsa sem flug- véla og skipa. 1 upphafi norska bæklingsins er á það bent að ör þróun eftir síðari heimsstyrjöldina, ný tækni, skipu- lagshugmyndir og breytt viðhorf hafi orðið til þess að ráðist hafi verið í framkvæmdir sem hafi stórtækari áhrif á umhverfi okkar en nokkru sinni fyrr í sögunni. Verði ekki gjörbreyting á afstöðu manna til menningarlegs um- hverfis, segir höfundurinn Morten Krogstad, líði ekki á löngu þar til við höfum rutt öllu úr vegi sem minni á fyrri tíma. Menningar- minjar eigi ekki aðeins heima á söfnum, heldur eigi umfram allt að gæta þess að menn séu minntir á hið liðna í daglegu umhverfi sínu, eins og það er orðað, það auð- veldi þeim að taka skynsamlegar ákvarðanir um framtíðina. Það hljóti að vera verkefni sveitarfé- laga að varðveita og viðhalda þeim minjum sem þar er að finna og missi gildi sitt séu þær slitnar úr rótgrónu umhverfi. Þegar hinar fjölmörgu myndir í bæklingnum eru skoðaðar, vekur furðu að það sé fyrst hin síðari ár sem menn hafi tekið til við að hirða um gömul hús og eignir og leggja rækt við þá endurreisn sem þar er lýst. Það sést einnig á myndunum hve mikilvægt er að á milli nýrra og gamalla bygginga ríki eðlilegt jafnvægi, því að hið nýja spillir ekki aðeins hinu gamla heldur öfugt. í þessu efni eins og flestum öðrum er nauðsynlegt að sætta ólík sjónarmið og kröfur. Ekki er unnt að segja að þessi bæklingur sé óhlutdrægur, hvorki texti né myndir. Tilgangurinn með útgáfu hans er sá að hvetja menn til að leggja sig fram um varð- veislu menningarminja. Við að lesa bæklinginn og skoða mynd- irnar í honum undrast maður einna mest að hann skuli ekki hafa verið gefinn út fyrr. Frá ráðherrastól til refsivistar Bókmenntír Erlendur Jónsson Jón Sigurðsson: ÍSLANDSRÁÐ- HERRANN f TUGTHÚSIÐ. 119 bls. Bókaútg. Menningarsjóðs. Rvík, 1982. »Sagan af Alberti og ævintýrum hans,« stendur á titilsíðu þessarar bókar. Jón Sigurðsson segir frá því hvernig Alberti blandaðist með tvennum ólíkum hætti inn í islenska sjálfstæðisbaráttu. f fyrsta lagi greiddi hann fyrir því að íslendingar fengju heima- stjórn. Hann varð þá um stund tákn frjálslyndis, skilnings og stjórnvisku. Tveim dögum fyrir kosningarnar 1908 varð hann svo uppvís að svikum og falsi. Þá voru flestir íslendingar farnir að hugsa hærra — til sjálfstæðis og skiln- aðar frá danska ríkinu. Fall Al- bertis varð þeim tromp á hendi sem lengst vildu ganga: Úr því slíkir atburðir gátu gerst í danska stjórnkerfinu — svo virðulegt sem það annars var á yfirborðinu — gætu íslendingar eins stjórnað málum sínum sjálfir. Þessi ritgerð Jóns Sigurðssonar segir langmest frá Alberti sjálfum og málefnum hans en minna — og raunar aðeins lítið frá skiptum hans við íslendinga enda hafa aðr- ir farið ofan í saumana á þeim málum. Þó víkur Jón sums staðar að stöðu mála meðal íslendinga. Til dæmis útskýrir hann með ágætum afstöðu Valtýs Guð- mundssonar. Án samhengis við þróunina í dönskum stjórnmálum síðasta áratuginn fyrir aldamótin hlýtur okkur að ganga fremur báglega að skilja baráttu Valtýs. En Valtýr var búsettur í Kaup- mannahöfn og mátti gerst fylgjast með málum þar. Stefna hans var því býsna rökrétt með hliðsjón af því sem þar var að gerast síðustu árin fyrir »straumhvörfin« frægu þegar vinstrimenn leystu íhalds- menn af hólmi. Alberti gerðist snemma stór- svindlari og óreiðumaður. Eigi að síður slapp hann svo lengi og komst svo hátt í kerfinu að furðu gegndi. Þegar hann var loks upp- vís orðinn og rannsóknarmenn tóku að kafa ofan í hauginn á skrifborði hans kom margt grát- broslegt í ljós. Þar hafði ekki verið tekið til áratugum saman. Samt var Alberti í aðra röndina greind- ur og slunginn. Og slóttugur stjórnmálarefur á sína vísu, það er að segja harður og óvæginn í aðra röndina en að hinu leytinu laginn að látast og fela og fimur að verjast árásum andstæðinga. Sá hefði aldeilis notið sín á sjón- varpsöld! Hann var dæmigerður broddborgari síns tíma. Og svo mikils virtur að sjálfur konungur heimsótti hann. Það þurfti sann- arlega nokkuð til. Þar að auki naut Alberti tiltrúar stálheiðar- legra manna. Þegar andstæð- ingarnir tóku um síðir að væna hann um óheiðarlega meðferð opinbers fjár greip hann spjótin á lofti og sendi skeytin snart til baka: Þetta væru pólitískar ofsóknir, Og því var trúað. For- sætisráðherra (en Alberti var dómsmálaráðherra auk þess sem hann fór með íslandsmál) gerði ferð sína heim til hans og spurði hann í trúnaði og einlægni hvort nokkuð væri til í aðdróttunum andstæðinganna! Þó kom þar að fiskurinn í net- inu fann möskvana herðast svo af höfði sér að hann gaf sig fram. 0 »þegar Alberti gaf sig fram og já aði á sig brot sín,« segir Jón Si> urðsson, »urðu menn, jafnt san, herjar sem andstæðingar, furðu og skelfingu lostnir.* Skömmu áð- ur hafði dómsmálaráðherrann Al- berti látið þingið samþykkja lög þar sem fangavörðum var gert skylt að þéra fanga! En hvað kom þessum manni til að leggja út á svo hála braut í upphafi? Jón færir ýmis rök fyrir því. Stórfé það, sem Aiberti dró sér, fór ekki mest til einkaneyslu í venjulegum skilningi heldur í brask sem átti að færa honum mikinn og skjótfenginn gróða svo hann gæti ekki aðeins endurgreitt það fé sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi heldur líka stór- hagnast sjálfur. Jón lýsir hugsun- arhætti þessara tíma meðal ann- ars svo að »það var síður en svo hneisa að græðast fé skyndilega og berast mikið á ... það var spil- að með gengi heilla atvinnuvega, landshluta, byggðarlaga, fjöl- skyldna og einstaklinga eins og ekkert væri sjálfsagðara.« Bók- hald var þá meira einkamál en nú, hið opinbera var ekki með nefið niðri í hvers manns koppi. En án er illt gengi nema heiman hafi og telur Jón að frumorsök ógæfunnar hafi legið í skaphöfn Albertis sjálfs »og þannig bar hann með nokkrum hætti skapa- dóm sinn sjálfur innra með sér.« Jón vitnar til Sverris Krist- jánssonar sem komst svo að orði að uppljóstran Albertis rétt fyrir kosningarnar um uppkastið 1908 hefði verið hagnýtt hér sem »fyrsta kosningabomban sem um Jón Sigurðsson getur í sögu íslenskra Alþingis- kosninga.* Ef til vill rekur það slóða til þessa máls að pólitískir spekúl- antar stunda það mjög nú á dög- um að sprengja slíkar bombur þegar svo skammt er til kosninga að andstæðingurinn stendur uppi berskjaldaður og getur ekki hreinsað sig fyrr en eftir kosn- ingar — þegar hann er fallinn og enginn hefur lengur áhuga á mál- inu! Jón Sigurðsson er lipur penni og frásagnarglaður og að því leytinu jafnast þessi ritgerð hans á við bestu sakamálasögu. Einnig má líta á þetta sem nokkurs konar nútíma Faust- sögn: Maður veðsetur — ekki sál sína heldur æru — og fær um tíma flest sem hugurinn girnist en verður síðan að gjalda fyrir með því að hreppa hið gagnstæða. Iceland Review komið út FYRSTA TÖLUBLAÐ þessa árs af Iceland Review er komið út. Meðal efnis I blaðinu má nefna grein um laxarækt og hafbeit eftir Magnús Bjarnfreðsson, umfjöllun Aðalsteins Ingólfssonar um fimm íslenska listmálara af yngri kyn- slóðinni, samantekt Dons Brandts um „Gullskipið" á Skeiðarársandi og grein eftir Pál Magnússon um fornleifar í Herjólfsdal í Vest- mannaeyjum. Auk þess má nefna litmyndaraðir bæði frá Scandin- avia today og þætti Vigdísar Finn- bogadóttur í þeim hátíðahöldum og ýmislegt fleira. Iceland Review kemur út ársfjórðungslega og er Haraldur J. Hamar ritstjóri þess og útgefandi. (Fréttatilkynning) Leitin að hinu óþekkta Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson KÖNNUNARSAGA VERALDAR í máli, myndum og kortum eftir Eric Newby. Inngangur eftir Vivian Fuchs. Kjartan Jónasson íslenskaði. Bókaklúbbur Arnar og Örlygs 1982. Könnunarsaga veraldar er dæmigerður alþýðufróðleikur til- reiddur með þeim hætti að bland- að er saman staðreyndum, furðu- sögum og ríkulegu úrvali mynda og korta svo að úr verður skemmtilegt lestrar- og skoðunar- efni. Höfundur bókarinnar, Eric Newby, er sagður „mikill ferða- garpur og hefur ferðast fótgang- andi um allar álfur jarðarinnar nema Suður-Ameríku“. Göngu- ferðir Newbys hafa verið vel heppnaðar og hann hefur í þeim aflað efnis í margar bækur. En ekki tókst vel til þegar hann lét ekki göngu um Hindukush-fjöll nægja heldur reyndi að klífa einn tindinn. Þá hafði hann ekki erindi sem erfiði að sögn. Göngugarpurinn Newby vinnur sitt helsta afrek sem rithöfundur því að honum hefur auðnast að koma fyrir í bók sinni, Könnun- arsögu veraldar, gífurlegum fróð- leik sem nær frá fyrstu dögum mannsins til geimferða nútímans. Tilvitnun í bók Newbys, kaflann Hreyfiaflið, segir mikið um við- leitni hans. Newby spyr hvað hafi verið svo eftirsóknarvert að „það rak menn út í opinn lífsháska í leitinni að hinu óþekkta". Hann gefur eftirfarandi svar: „Þar má nefna til verslun, og þá einkum til að fullnægja eftirspurn eftir munaðarvöru; þörfin fyrir nýlendur til að létta á offjölgun heima fyrir, jafnvel til að flýja þangað undan innrásarþjóðum; einnig einskær forvitni (sannar- lega fyrir hendi ótrúlega snemma); þörfin fyrir samstarf og bandamenn út á við; viljinn til að boða heiðingjum hina einu sönnu trú sem raunar hélst oft í hendur við útþenslustefnu og stórveldis- drauma; áhugi fyrir landfræði- rannsóknum; löngunin í gull og silfur; þörfin á að finna nýjar leið- ir frá Evrópu til Austurlanda sem um aldir var mönnum ofarlega I huga; þrælaverslunin; trúin á til- vist Ástralíu, mikillar álfu í suðri; vísindarannsóknir og njósnir. Á 20. öld varð landkönnup að sjálf- stæðu markmiði, stundum vakin af persónulegum eða þjóðlegum frægðardraumum. Að verða fyrst- ur á pólinn; að verða fyrstur til að klífa hæsta fjall í heimi „vegna þess að það er þarna". Þessi hvöt kom líka við sögu í kapphlaupinu út í geiminn; að verða fyrstur til tunglsins." Hjá því verður ekki komist í bók sem þessari að bera á borð gamlar lummur. ógrynni bóka er til um þá Kólumbus og Magellan til dæmis, einnig kaftein Cook. Ferð- ir þeirra rifjar Newby upp sam- viskusamlega. Kapphlaupið um Suðurpólinn fær ítarlega umfjöll- um og má Newby eiga það að hann fellur ekki í freistni dýrkunar á einstökum pólarförum heldur læt- ur alla njóta sannmælis. Ná- kvæmni hans og góður vilji að segja satt og rétt frá, er aðdáunar- verður og má segja að honum tak- ist framar öllum vonum að veita innsýn í hinar ólíkustu vísinda- rannsóknir. Lesandinn sem er vanur þvl að einblínt sé á einstaka ofurhuga meðal landkönnuða fær ekki síður upplýsingar um þá sem urðu að sætta sig við vonbrigði og ósigra. Það er jákvætt í jafn viða- mikilii sögu. Um landnám Íslands og ferðir víkinga er nokkuð fjallað, en þó öllu meira um fund Grænlands og Vínlands. Newby dregur ekki í efa að norrænir menn hafi komist til Norður-Ameríku og gert sínar kannanir þar. Hann skrifar: „Þær fornu sögur er frá þessum ferðum greina bera þó vott um slíka kunn- áttu í siglingafræði að ekki verður með skynsamlegum rökum efast um vesturferðir norrænna manna og að þeir hafi fyrir rúmum 1000 árum siglt frá Islandi til Græn- lands og N-Ameríku. Er ekki að efa að víðfeðmar og lítt kannaðar strandir vesturálfu leyna enn ýmsum ummerkjum um afrek þessara manna." Þýðandinn, Kjartan Jónasson, hefur þegar á heildina er litið leyst sitt verk sómasamlega af hendi. Ekki spilla innskot hans og athugasemdir sem skipa bókinni í íslenskt samhengi og eru til glöggvunar. Könnunarsaga veraldar er gott upplýsingarit og getur m.a. verið skólafólki til hjálpar í sögunámi þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.