Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, fÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 47 KR-ingar eru á toppi 1. deildar fyrir n»it eíðustu úrslitaumferöina sem hefst í kvöld. Hér eru þeir til varnar í leik gegn Víkingum, sem eru í ööru sætinu. Dregið í bikarnum DREGIÐ hefur veriö í bikarkeppni í handbolta, átta liða úrslitum, og eru leikirnir þessir í meistara- flokki karla: Þróttur — KR, Reynir — Þór V., Víkingur — KA, Stjarnan/Fram — UBK/Valur. Ekki er búiö aö dagsetja leikina en stefnt er aö því aö úrslitaleikirn- ir í keppninni, í karla- og kvenna- flokki, veröi 29. þessa mánaöar. Einnig er búiö að draga í meistara- flokki kvenna: Fram — Haukar, ÍR — FH, Valur — Fylkir, Þróttur — Víkingur. Erla Rafnsdóttir úr ÍR skorar hér I landsleik gegn Englendingum fyrr í vetur. Hún og félagar hennar í liöinu mæta Dönum um helgina. Landsleikir kvenna í handknattleik: Leikið gegn Dönum í kvöld og á morgun í KVÖLD kl. 19.00 leika í Hafnar- firöi landsliö íslands og Dan- merkur í kvennaflokki í hand- knattleik. Leikurinn er liöur í heimsmeistarakeppninni en þessar þjóðir berjast um sæti f B-keppni, sem haldin veröur í Póllandi næsta haust. Liöin mæt- ast svo aftur á morgun kl. 15.00 aö Varmá og er þar um vináttu- leik aö ræöa. Um möguleika ís- lensku stúlknanna má segja aö þeir séu talsveröir, breiddin f kvennahandknattleik hefur auk- ist mikið og margar efnilegar stúlkur koma fram á hverju ári. Liöiö sem hefur veriö valiö i þessa leiki er góö blanda af leik- reyndum og efnilegum leik- mönnum sem eru ákveönir ( að gera sitt besta, og meö góöum leik og öflugum stuöningi áhorfenda ætti aö takast aö leggja Dani aö velli. Liöiö veröur þannig skipaö: Markveröir: Jóhanna Pálsdóttir Val Jóhanna GuöjónsdóttirVíkingi Aörir leikm. Erna Lúövíksdóttir Val Sigrún Bergmundsd. Val Magnea Friöriksdóttir Val Katrín Danivalsdóttir FH Kristjana Aradóttir FH Erla Rafnsdóttir ÍR Ásta Sveinsdóttir ÍR Ingunn Bernótusdóttir ÍR Oddný Sigsteinsdóttir Fram Guöríöur Guöjónsd. Fram Þjálfarí Sigurbergur Sigsteinsson Þaö er von landsliðsnefndar kvenna aö áhorfendur fjölmenni og styöji vel viö bakið á stúlkunum í þessum leikjum. Þriðja umferðin í Hafnarfiröi: Baráttan um titilinn heldur áfram um helgina BARÁTTAN um islandsmeistara- titilinn í handbolta heldur áfram um helgina, og er spennan nú um þaö bil að komast í hámark. ís- landsmeistarar Víkings, sem náðu sér ekki á strik í fyrstu um- feröinni, voru mjög sterkir í ann- arri umferóinni fyrir páska og unnu þá alla sína leiki og komust í annaö sætiö. Þriöja umferðin verður svo leikin í Hafnarfiröi um helgina og hefst í kvöld. Þar verður reyndar einnig kvennalandsleikur í handbolta, ís- land mætir Dönum í heims- meistarakeppninni eins og sagt er frá annars staöar á síöunni. Sá leikur hefst kl. 19.00. Síöan leika KR og Stjarnan kl. 20.30 og FH og Víkingur kl. 21.45. Fyrir þessa um- ferð er staðan í keppninni þannig: KR 6 4 1 1 150—133 9 Víkingur 6 4 0 2 138—139 8 FH 6 3 1 2 142—140 7 Stjarnan 6 0 0 6 116—134 0 Á morgun heldur umferðin áfram, FH og KR mætast þá kl. 14.00 og Stjarnan og Víkingur kl. 15.15, og á sunnudaginn leika Stjarnan og FH kl. 20.00 og KR og Víkingur kl. 21.15. Allir leikirnir veröa eins og áöur segir í Hafnar- firöi. Stjarnan hefur enn ekki sigraö i neinum leik í þessari úrslitakeppni þótt oft hafi munaö mjóu og gætu þeir haft áhrif á úrslit keppninnar meö því að reita stig af hinum liö- unum. KR-ingar héldu sínu striki nokkuð vel í síðustu umferö en FH-ingarnir voru ekki eins sterkir og áöur. Baráttan viröist því nú munu standa milli Víkings og KR ef FH-ingar ná sér ekki betur á strik en í síöustu keppni, þar sem þeir voru reyndar miklir klaufar aö tapa fyrir Víkingum. __ SH Fram sigraði Val 2—0 í gærkvöldi • Þeir voru kappklæddir leikmenn Fram og Vala er liöin mættust ( fyrsta leik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu á Melavellinum í gærkvöldi. Þaö var liö Fram sem bar sigur úr býtum í leiknum, 2—0. í hálfleik var staðan 1—0. Halldór Arason skoraði annaö mark Fram en hitt var sjálfsmark. Leikur liöanna var fyrsti opinberi kappleikurinn á keppnistímabili knattspyrnumanna sem nú er hafiö. Leikir í litlu bikarkeppninni hefjast á laugardag. Ljósm rax „Góöar rækjur á góðu veröi.“ Hermundur Sigmundsson ungl- ingalandsliösmaður í handbolta selur hér rækjur á Lækjartorgi í gær. Unglingalandsliöiö er á för- um til Færeyja á næstunni þar sem þaö tekur þátt í Norður- landamótinu, og er rækjusala þeirra ætluö sem fjáröflun fyrir ferðina. Salan gekk vel framan af degi í gær, en síöan kom babb í bátinn. Heilbrigöiseftirlitiö stööv- aöi söluna þar sem rækjurnar voru ekki geymdar í nógu miklu frosti. Ljóim. Skapti. Vill Robson fá Keegan aftur? Kevin Keegan hótaói því í haust, er Bobby Robson valdi hann ekki í landsliöshóp sinn, aö hann myndi aldrei leika fyrir England á ný. í gær var Keegan á lista sem Robson geröi yfir þá menn sem hann vildi að léku fyrir England í sérstökum ágóöaleik, 17. maí, gegn Middlesbrough, tveimur gömlum Boro-hetjum til heiöurs, þeim Wilf Manmnion og George Hardwick. Þaö vakti athygli í Englandi í gær aö Robson skildi velja Keegan í hópinn, og telja menn aö Robson vilji meö þessu reyna aö fá Keegan aftur í landsliöiö. En Keegan situr fast viö sinn keip. Hann segist hafa neitaö boöinu, þar sem hann verói á feröalagi erlendis meö liöi sínu, Newcastle, á sama tíma. „Þaö skiptir engu máli aö Robson hafi valiö mig,“ sagöi Keegan viö AP í gær. Malcolm Allison, stjóri Middlesbrough, var á ööru máli. „Ég er alveg viss um aö Robson var í alvöru aö reyna aö fá Keegan aftur í liöiö," sagöi hann í gær. „Ég er viss um aö Robson valdi hann vegna lélegrar frammistöðu liösins gegn Grikkjum á Wembley á dög- unum.“ Robson sagöi sjálfur aö sérstök nefnd knattspyrnusambandsins veldi liöiö, en hann heföi mælt meö vissum leikmönnum. „Ég vil aö lið- iö veröi sem líkast því sem ég heföi valió mitt landslið, og ég viöur- kenni aö ég mælti meö því aö Keegan léki meö. Ég hef aldrei sagt aó Keegan léki ekki aftur fyrir England og ég yröi hæstánægöur ef hann vildi gera þaö,“ sagöi Robson, sem hefur látið fylgjast vel meö frammistööu Keegan hjá Newcastle í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.