Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 25 llppgjöf Alþýðubandalags- ins í húsnæðismálum og úrræði sjálfetæðismanna eftir Geir Hall- grímsson, formann Sjálfstœðisflokksins Formaður Alþýðubandalags- ins, Svavar Gestsson, hefur bor- ið ábyrgð á húsnæðismálum þjóðarinnar nú um nær 4 ára skeið sem félagsmálaráðherra. Eftir valdaferil formanns Al- þýðubandalagsins blandast eng- um hugur um, að við íslend- ingar búum við alvarlega hús- næðiskreppu sem bitnar sér- staklega á unga fólkinu. Á það var bent í grein minni í Morg- unblaðinu fyrir 10 dögum, þar sem fjallað var þó fyrst og fremst um stefnu sjálfstæð- ismanna í húsnæðismálum. Grein þessi hefur komið Svavari Gestssyni úr jafnvægi, eins og langloka hans í Þjóðvilj- anum á skírdag ber glöggt vitni um. Svikin fyrirheit Svavar segir: „í kosningabar- áttunni 1979 gáfum við fyrir- heit um það að verða við kröf- um verkalýðshreyfingarinnar um endurbætur á húsnæðis- lánakerfinu. Það var gert i einu og öllu þannig að félagslegar íbúðabyggingar hafa margfald- ast (500 á tveimur árum í stað- inn fyrir 800 á 12 árum).“ En hvað segja staðreyndirn- ar? Fjöldi íbúða vegna veittra lána (konverteringar) til félags- legra íbúðabygginga, leigu- og söluíbúða sveitarfélaga og verkamannabústaða var að meðaltali 271 hvert áranna 1976 og 1977, 165 árin 1978 og 1979, en 260 árin 1980 og 1981. Á síð- asta ári er áætlað að lokið hafi verið við 278 íbúðir, en þótt 425 íbúðir í verkamannabústöðum og leiguíbúðum sveitarfélaga hafi verið í byggingu um sl. ára- mót, er ekki gert ráð fyrir að lokið verði einu sinni við helm- ing þeirra á þessu ári. Fyrir- sjáanlegur er því samdráttur í fjölda félagslegra íbúða, sem lokið verður við á þessu ári. Bygging félagslegra íbúða átti að vera skrautfjöðurin í hatti Svavars Gestssonar, en efndirnar verða álíka og loforð- in: „Samningana í gildi". Á sama tíma og bygging fé- lagslegra íbúða stendur í bezta falli í stað og dregst fyrir- sjáanlega saman á næstunni, er þó þróunin í lánveitingum til nýbygginga enn ískyggilegri á vinstristjórnarárunum. Fjöldi íbúða vegna veittra lána til nýbygginga (1. hluti) var 1.823 árið 1977, en 1.132 árið 1981. Lánveitingum til nýrra íbúða hefur fækkað um nær 700, eða meira en þriðjung á vinstri- stjórnarárunum. Framboð á leiguhúsnæði hefur á sama tíma dregist saman vegna óraunhæfra húsaleigulaga. Af- leiðingin er húsnæðiskreppan, sem nú er alvarlegri en verið hefur allt frá stríðsárunum. Bygginga- sjóðirnir í greiðslu- þrotum Svavar Gestsson heldur því fram, að ríkisframlagið til byggingasjóðanna hafi hækkað að raungildi á undanförnum ár- um. Hér er staðreyndum snúið við. Fjárveitingar til húsnæð- ismála í heild hafa verið skorn- ar gífurlega niður. Skv. fyrri lögum áttu 2%-stig af launa- skatti að renna í Byggingarsjóð ríkisins og auk þess svonefnt byggingarsjóðsgjald, sem var 1% álag á tekju- og eignaskatt og aðflutningsgjöld. Árið 1979 voru þessir tekju- stofnar fyrst skertir, að hluta til með samningum milli laun- þega og ríkisvalds. Árið 1981 var launaskattur felldur niður sem tekjustofn Byggingasjóðs, en 1%-stig af skattinum gert að tekjustofni Byggingasjóðs verkamanna. Þannig var helm- ingurinn af þeim launaskatti sem áður var tekjustofn hús- næðiskerfisins, tekinn í ríkis- sjóð auk alls byggingar- sjóðsgjaldsins. Eftir stendur þó í lögunum um launaskatt að 2% -stig hans skuli renna til húsnæðismála! Gagnstætt því sem Svavar Gestsson segir, að ríkisframlag- ið hafi hækkað að raungildi, þá er það nú í ár aðeins 70% af því sem var 1978, þrátt fyrir 85 millj. króna sérstakt framlag í ár vegna tímabundinnar hækk- unar vörugjalds, sem er því ekki tekjustofn til frambúðar. Þessar upplýsingar, sem hér hafa verið raktar, koma fram enn nákvæmar í nefndaráliti sjálfstæðismanna í fjárveit- inganefnd nú í vetur og verða ekki hraktar. Aum fjárhagsstaða bygging- arsjóðanna beggja eftir stjórn- arár Alþýðubandalagsins sést best á því, að ekki reyndist unnt að koma saman fjárhagsáætlun sjóðanna, án þess að fram kæmi, að hvorn sjóðinn um sig skorti 60 millj. kr. til að standa við skuldbindingar, þrátt fyrir samdrátt í lánveitingum að raungildi. Húsnæðis- málastefna Alþýðu- bandalagsins Það er ekki furða, þótt Alþýðu- bandalagið telji þörf á nýrri stefnu í húsnæðismálum eftir svo slælega frammistöðu sem raun ber vitni. Svavar Gestsson gerir tilraun til að skýra þá stefnu, en fer fljótt yfir sögu. Svavari láist t.d. að geta um það í grein sinni, hvaða lánshlutfall af byggingarkostnaði sé miðað við í iðrunartillögum Alþýðu- bandalagsins. f útvarpsviðtali hefur Svavar Gestsson gefið þá skýringu á tillögum Alþýðubandalagsins í húsnæðismálum, „að ungt fólk geti gert ráð fyrir því að fá lán um 400 þús. kr'. til þess að byggja og kaupa íbúð eða til að tryggja sér húsnæði í fyrsta sinn, í stað þess að nú eiga menn rétt á að fá um 270 þús. kr. í þessu skyni". Samkvæmt þessu gera tillög- ur Alþýðubandalagsins ráð fyrir, að þeir sem eru að eignast þak yfir höfuðið í fyrsta sinn fái innan við 30% kostnaðarverðs að láni. Ennfremur gera tillög- urnar ráð fyrir því að sá sér- staki sjóður, sem fjármagni íbúðir fyrir ungt fólk, starfi að- eins næstu 5 árin, en ekkert er sagt hvað þá tekur við. Ljóst er, að tillögur Alþýðu- bandalagsins eru hjóm eitt. Því bregst Svavar Gestsson ókvæða við áformum sjálfstæðismanna og reynir árangurslaust að gera þau tortryggileg með því að telja framkvæmd þeirra, 80% lán til fyrstu íbúðar, kosta 2.500 „Lánveitingum til nýrra íbúða hefur fækkað um nær 700, eða meira en þriðjung á vinstristjórnar- árum. Framboð á leiguhúsnæði hefur á sama tíma dregist saman vegna óraunhæfra húsaleigulaga. Afleiðingin er húsnæðiskreppa, sem nú er al- varlegri en verið hefur allt frá stríðsárunum.“ Geir Hallgrímsson millj. kr. Hér veður Svavar í villu og svíma. Stefna sjálf- stæðismanna Eign fyrir alla — Atak í hús- næðismálum Sjálfstæðismenn hafa ávallt stefnt að því að allir geti eign- ast og búið í eigin húsnæði. Ár- angurinn hefur verið sá, að hvergi búa fleiri einstaklingar í eigin íbúð en á íslandi. Húsnæð- iskreppan, sem Alþýðubanda- lagið hefur leitt yfir þjóðina, má ekki eyðileggja þennan ár- angur. I kosningayfirlýsingu Sjálf- stæðisflokksins er því áherzla lögð á, að „efldir verði tekju- stofnar Byggingarsjóðs ríkisins, svo að almenn íbúðarlán hækki nægilega til þess að almenningi sé kleift að koma sér upp eigin íbúð með þeim lánskjörum, sem staðið verður undir með venju- legum launatekjum. Þeir, sem eru að eignast sína fyrstu íbúð, fái 80% lán með betri kjörum en aðrir". Halldór Blöndal flutti ásamt 11 öðrum sjálfstæðismönnum ítarlega tillögu til þingsálykt- unar um stefnumörkun í hús- næðismálum á sl. vetrL Þar er nánari grein gerð fyrir fram- kvæmd stefnunnar. Lánshlutfallið verði hækkað í áföngum innan 5 ára upp í 80% til þeirra sem byggja í fyrsta sinn, en þegar í stað upp í 25% og verði komið í 55% á 3. ári. Miðað er við það samkvæmt reynslu þriggja síðustu ára, að 37,5% lántakenda séu að byggja í fyrsta sinn og 55% kaupenda eldri íbúða séu að eignast sína fyrstu íbúð. Reiknað er með því, að lán til kaupa á eldri íbúðum nái 80% af því sem á vantar kaupverði íbúðar, þegar áhvílandi lán eru dregin frá. Þá er ljóst, að fjárþörf þeirra sem byggja í 2. og 3. sinn eða oftar og eiga fullnægjandi íbúð fyrir, fer minnkandi, og láns- fjárþörf þeirra þar með. Eins og kunnugt er, lána líf- eyrissjóðir ekki þegar lán eru komin yfir 55% af brunabóta- verði íbúðar. Gildi sú regla áfram, losnar um fjármagn líf- eyrissjóða og væri þess vegna unnt með frjálsum samningum að beina því í byggingarsjóðinn. Gerð hefur verið áætlun um viðbótarfjárþörf til að koma til- lögum sjálfstæðismanna í framkvæmd og gæti hún numið 300—350 millj. kr. á 5. ári og verið svipuð næstu ár á eftir, en að 10 árum liðnum væri jafn- vægi náð á ný. Fjármögnun- arleiðir Við sjálfstæðismenn höfum bent á 3 leiðir til þess að afla þessa fjármagns. 1- Byggingarsjóður ríkisins fái tekjustofna, sem svari til þeirra tekna, sem hann áður naut. 2. Við teljum skilyrði til þess með frjálsum samningum við lífeyrissjóðina að auka fjár- magn byggingarsjóðs og tryggja með samvinnu hans og lífeyrissjóðanna að 80% lánshlutfalli verði náð. 3. Við viljum, að sérstakar skattafvilnanir verði veittar þeim einstaklingum, sem leggja reglulega fé inn á bundna reikninga. Sú aukn- ing frjáls sparnaðar sem af þessu hlýst, sé notuð til að standa undir auknum þörf- um húsnæðislánakerfisins. Eins og kunnugt er, hefur sparnaður dregizt saman á vinstristjórnarárunum. Áður nam sparnaður um 25% af þjóðarframleiðslu, en er nú um 17% af þjóðarframleiðslu. Tak- ist að ná fyrra marki sparnað- ar, er hér um upphæð að ræða sem nemur 8% þjóðarfram- leiðslu, eða 4 milljörðum kr. á þessu ári. Samhliða aukningu þjóðarframleiðslu hækkar þessi upphæð, enda nauðsynlegt til að jafna viðskiptahallann og auð- vitað verður þeirri upphæð einnig veitt til margs konar fjárfestinga annarra en íbúð- arbygginga. Af þessu má marka gildi fjármagnsmyndunar og nauðsyn þess að vinna bug á verðbólgunni, sem eytt hefur vilja manna og skilyrðum til sparnaðar. Verkamanna- bústaöir í kosningayfirlýsingu sjálf- stæðismanna er jafnframt efl- ingu almenna húsnæðislána- kerfisins tekið fram, að verka- mannabústaðakerfið verði bundið við þarfir hinna efna- minnstu er fái nægilega aðstoð til að koma sér upp eigin ibúð. Ummælum Svavars Gestssonar, að við viljum verkamanna- bústaðakerfið feigt er því vísað heim til föðurhúsanna, enda hefur engin sveitarstjórn sinnt byggingu verkamannabústaða betur en borgarstjórnarmeiri- hluti sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hitt er svo annað mál, að þörfin fyrir verka- mannabústaði minnkar eftir því sem almennu húsnæðislána- kerfi vex fiskur um hrygg. Leiguíbúðir verða auðvitað áfram við lýði og gert er ráð fyrir, að þeim sé markaður ákveðinn rammi innan húsnæð- islánakerfisins, þ.á m. fái námsmannaíbúðir aðgang að lánsfé. Síðast en ekki sízt vilja sjálfstæðismenn, að sérstakt átak verði gert í byggingu þjón- ustuíbúða fyrir aldraða og ör- yrkja og öldruðum verði auð- velduð eignaskipti á íbúðar- húsnæði. Meðan stefna sjálfstæð- ismanna er að komast í fram- kvæmd, er nauðsynlegt með samningum við lánastofnanir að stuðla að lausn vanda þeirra, sem nú standa í íbúðarbygging- um eða -kaupum, eins og kostur er. Kreppustefna — Uppbygg- ingarstefna Ég vil hvetja menn til að gera samanburð á stefnu Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks, en ekki sízt á ferli þessara flokka og aðgerðum í húsnæð- ismálum. Stefna Alþýðubandalagsins boðar stöðnun og kreppu. Stefna Sjálfstæðisflokksins boðar framtak og uppbyggingu. Annars vegar eru einstakl- ingar og fjölskyldur háðar út- hlutun og skömmtun og þar með náð og vilja þeirra, sem með völdin fara. Hins vegar eru fjölskyldum sköpuð skilyrði til að stofna heimili í eigin íbúðum og veitt færi til að tryggja ör- yggi sitt og fjárhagslegt sjálf- stæði, sem er forsenda sj álf sákvörðunarréttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.