Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Myndaröð um raorðtilræðið við páfann f maf 1981. Yzt til vinstri er Mehmet Ali Agca, tilræðismaðurinn. í miðjunni er mynd af Jóhannesi Páli páfa II rétt eftir tilræðið. Til hægri uppi er Búlgarinn Sergei Antonov, sem ítalska lögreglan handtók í nóvember sl. vegna morðtilræðisins, og niðri til hægri er Luigi Scricciolo, ftali, sem handtekinn var í febrúar í fyrra fyrir njósnir í þágu Búlgaríu og fyrir að aðstoða hryðjuverkasamtökin Rauðu herdeildirnar. Morðtilraunin við páfa undirbúin af Búlgörum Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra, lýsir skoðun sinni Róm, 7. aprfl. AP. HENRY Kissinger, fyrrum utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna kvaðst í gær taka undir þá skoðun, að morðtilraunin á Jóhannesi Páli páfa II hefði verið samsæri undir- búið af Búlgörum með vitorði Rússa. „Ég veit að vísu ekki annað en það, sem fjölmiðlar hafa skýrt frá um málið, en ég hallast að þessari skoðun,“ sagði Kissinger í viðtali við sjónvarp á Ítalíu í gær. Fjölmiðlar á Ítalíu og í Banda- ríkjunum hafa haldið því fram, að sannanir séu fyrir hendi fyrir því, að árás sú, sem gerð var á páfann 13. maí 1981 af tyrkneska hryðjuverkamanninum Mehnet Ali Agca, hafi verið skipulögð af Búlgörum og hafi sovézka leyni- lögreglan KGB verið i vitorði með þeim. f nóvember sl.hand- tók ítalska lögreglan búlgarskan mann að nafni Sergei Ivanov Antonov, yfirmann skrifstofu búlgarska flugfélagsins í Róma- borg og var hann ákærður fyrir hlutdeild i tilræðinu við páfann. Búlgörsk stjórnvöld hafa hins vegar alltaf neitað aðild sinni að árásinni. Agca afplánar nú lífstíðardóm í ítölsku fangelsi fyrir tilræðið við páfa. Hann hefur tilgreint búlgarska embættismenn, sem veittu honum aðstoð við að koma sér fyrir á gistihúsi í Róm, létu honum í té peninga og óku hon- um til Sankti Péturstorgs dag- inn, sem tilræðið var framið. Flug- rán í íran Kuwait, 7. aprfl. AP. FORINGJAR úr landher ír- ans rændu í dag herflugvél með um 70 óbreyttum far- þegum um borð og lentu síð- an flugvélinni heilu og höldnu á flugvellinum í Dha- hran í Saudi-Arabíu, eftir að flugstjórinn hafði tilkynnt, að hann yrði að lenda flug- vélinni, hvar sem hægt væri sökum eldsneytisskorts. Að- ur höfðu flugræningjarnir reynt að fá lendingarleyfi í Kuwait, en þeim var neitað og flugvellinum þar lokað. Stjórnvöld í Saudi-Arabíu hafa nú afhent írönskum yf- irvöldum flugvélina aftur. Sérfræðingar í umhverfis- verndarmálum frá íran og írak deildu enn í dag um aðferðir til þess að eyða geysistórri olíubrák á Persaflóa. Fyrirhuguðum fundi á fimmtudagsmorgun var enn frestað þar til um kvöldið þrátt fyrir mikla viðleitni Abdul-Rah- man Al-Awadi, umhverfismaála- ráðherra Kuwait til þess að fá hina stríðandi aðila til að setjast að samningaborðinu. Efiiahagsbata spáð í Vestur-Evrópu W axhington, 7. apríl. AP. MARTIN Feldstein, helsti ráðgjafi Reagans Bandarikjaforseta í efna- hagsmálum, segist sjá ýmis merki um efnahagslega viðreisn í Vestur- Evrópu, einkum Vestur-Þýskalandi og Rretlandi, að Frakklandi þó undan- skildu. „Uppgangur efnahagslífsins hér í Bandaríkjunum er greinilega meiri en annars staðar, en ýmislegt bend- ir til jákvæðrar þróunar víða,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær, miðvikudag. „Vestur-þýskur iðnaður er að rétta úr kútnum og nú loksins er hægt að segja það sama um þann breska. Kanadamenn munu koma á hæla okkar og ég tel, að hagvöxtur muni aukast víðast hvar á þessu ári.“ Þegar hann var spurður hvers vegna hann minntist ekki á Frakkland, sagði hann: „Eft- ir öllum sólarmerkjum að dæma stefna Frakkar í öfuga átt.“ Feldstein sagði, að vandamálið í viðskiptum milli Japana og Banda- ríkjamanna væri ekki lágt gengi yensins gagnvart dollar, heldur þær lævísu takmarkanir, sem Japanir settu á innflutning erlendrar vöru. Sagði hann, að ef Japanir vildu komast hjá verulegum erfiðleikum, þá yrðu þeir að söðla hér um. Feldstein kvaðst líta björtum augum til framtíðarinnar, en það væri þó þrennt, sem á skyggði: Lítil aukning einkaneyslu, lítil fjárfest- ing í þjónustugreinum og óhag- stæður viðskiptajöfnuður í Banda- rikjunum, sem hann taldi að mundi verða um 60 milljarðar dollara á þessu ári. Sagði hann þetta þrennt meginástæðuna fyrir háum vöxt- um. Ný stýrield- flaug Rússa Washington, 7. aprfl. AP. SOVÉTRÍKIN hafa framleitt nýja langdræga stýrieldflaug, sem unnt er að koma fyrir á hreyfanlegum skot- pöllum. Eldflaug þessi, sem fengiö hefur nafnið SS('K-4, dregur um 3.000 Fjarlægasta stjörnuþyrpingin til þessa fundin: Er 10 milljarða ljós- ára frá jarðarkúlunni Tusron, Arizona, 6. aprfl. AP. FJARLÆGASTA stjörnuþyrping, sem sögur fara af, hefur fundist í stjörnuathugunarstööinni í Kitt Peak. Er hér um að ræða stjörnu- þyrpingu í 10 milljarða Ijósára fjar- lægð frá jöróinni. Stjörnuþyrpingar þessarar varð fyrst vart síðastliðið haust, er öfl- ugar bylgjur frá henni komu fram á fullkomnum tækjabúnaði í stöð- inni. Síðar var tilvist hennar stað- fest með athugunum í mjög full- komnum stjörnukíki. Að sögn yfirmanns stöðvarinn- ar er tæpast hægt að gera sér von- ir um að finna öllu fjarlægari þyrpingar, slík sé fjarlægðin orð- in. Til glöggvunar skal þess getið, að ljósið ferðast 300.000 kílómetra á sekúndu. km og er talin fela í sér nýja hættu fyrir Vesturlönd, ekki hvað sízt Vestur-Evrópu. Vestrænir hernaðar- sérfræðingar halda því fram, að þess- ar eldflaugar megi flytja mjög fljótt á milli fjarlægra staða og megi auð- veldlega beita þeim gegn flestum helztu skotmörkum í Vestur-Evrópu. Dimitri Ustionov, varnarmála- ráðherra Sovétríkjanna gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega í ræðu á miðvikudag, sem hann flutti í borg- inni Erfurt í Austur-Þýzkalandi. Sagði Ustinov, að með því að koma upp 572 meðaldrægum eldflaugum i Vestur-Evrópu, eins og fyrirhugað er, þá myndu Bandaríkin setja bandamenn sína í Evrópu í hættu gagnvart gagnárás með kjarnorku- vopnum og yrðu þeir því „gíslar kjarnorkustefnu Bandaríkjanna". Utanríkisráðherrar Varsjárbandalagsríkjanna luku f dag tveggja daga fundi í Prag, þar sem þeir samþykktu ályktun með mótmælum gegn þvf að meðaldræg- um eldflaugum yrði komið fyrir f Evrópu. Aftaka í Beirút Dæmdur morðingi var hengdur f lystigarði þeim í Beirút sem hann gróf líkamsleifar tveggja fórnarlamba sinna árið 1979. Hann var sekur fundinn um að hafa myrt móður sína og mann annan, limað Ifkin f bita með sög og grafið þau á víð og dreif um garðinn í skjóli rökkurs. Maðurinn, Ibrahim Tarrif, 36 ára gamall, hélt fram sakleysi sínu alit þar til hann var allur. Heimtaði hann að fá viðtal við Gemayel forseta. Á meðfylgjandi símamynd AP frá Beirút má sá lögreglumann aðstoða grímuklæddan böðulinn við að koma snörunni fyrir á hálsi hins dæmda. Þetta var fyrsta aftakan sem fram fer í Líbanon allar götur sfðan árið 1971.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.