Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Eitt lítið svar til stórhuga — eftir Geir Gunnar Geirsson Fimmtudaginn 31. mars birt- ist í Tímanum viðtal við Jón bónda Gíslason, Hálsi í Kjós, undir fyrirsögninni „Eggjasam- sala stofnuð". Hér er á ferðinni stórhuga maður, sem ætlar ásamt fámennri klíku að setja á stofn stærsta eggjabú landsins með smáhjálp frá kunningjum í Framleiðsluráði landbúnaðarins, sem m.a. hafa þegar splæst ein- okunarleyfinu. Sem sagt, örfáir menn, sem fæstir stunda eggja- framleiðslu sem aðalstarf hafa fengið einkaleyfi til heildsölu eggja á íslandi. Hvernig geta svona hlutir gerst árið 1983? Að sögn Jóns Gíslasonar er aðaltil- gangurinn með þessu fyrirtæki að vernda hag neytenda líkt og Sölufél. garðyrkjumanna og Grænmetisverslun landbúnaðar- ins gera. Þá vitum við það. Þeir kumpánar óska ekki eftir staðsetningu þess risabús við einhverja fóðurskemmuna í Sundahöfn, enda þurfa þeir á annarskonar fóðri að halda en því sem þar fæst. Það fóður, sem þeir þurfa fyrir slíkt bákn er fjármagn, sem líklega streymir frá Framleiðsluráði, afurðalána- kerfinu og síðan líklega í formi niðurgreiðsla úr ríkissjóði. Jón Gíslason heldur því fram að 4—5 framleiðendur geti ákveðið eggjaverðið þegar nógu margir af kollegum þeirra séu farnir á hausinn. Það er rétt að minna Jón Gíslason á að Samband eggjaframleiðenda hefir ætíð haft verðlagsgrundvöll til við- miðunar þótt ekki hafi alltaf fengist það verð sem hann segir til um. Hins vegar er það í valdi „Það verður spenn- andi að sjá hvernig framvinda þessa máls verður. Tekst þessari fámennu klíku að taka íslenska neytendur í bóndabeygju einokun- ar? Eða rumskar björninn loksins og slær frá sér?“ þeirra, sem hafa einokunarleyfið upp á vasann að ákveða hverjir og hversu margir fara á hausinn. Endanlega missir svo Jón botninn úr buxunum þegar hann fer að tala um sýkingarhættu í eggjum. Þvílíkt bull! Getur þetta verið talsmaður eggjabænda? Ef sýkingarhætta í eggjum er fyrir hendi, er þá slíkt risaeinokun- arbú undanþegið slíkri hættu þar sem öllum eggjum allstaðar að af landinu yrði dembt saman í eitt fjall? Enn einu trompinu er slegið fram: Hundrað bændur í hala- rófu með nokkra eggjakassa í bílunum sínum. Það að losna við slíka óhagkvæmni yrði til þess að gera heildsöluverð á eggjum hagkvæmara. Eða yrði raunin kannski sú að í stað hundrað í halarófu nú, myndi fjöldinn í halarófunni verða allir eggja- bændur landsins á leið til einok- unarstöðvarinnar til þess að fá gæðastimi! og gegnumlýsingu á fremleiðslu sína. Allavega verð- ur að ætla að slíkir talsmenn jafnaðar og réttlætis, sem Jón og félagar hans gefa sig út fyrir að vera, ætli sér að veita öllum ís- lenskum neytendum sömu um- hyKKju, þ.e. stimpilmerki á eggin og tilheyrandi, sem tryggir að nevtendum sé óhætt. I enda viðtalsins er svo smá undirstrikun á stórhugnum: „Slík stöð myndi geta unnið heil- mikið fyrir hótel og bakarí. Sem sagt majones, ommelettur, kök- ur og allt það sem egg eru notuð í. Það væri nú aldeilis hagkvæmt að losna við nokkra milliliði eins og majonesgerðarmenn, nokkra matreiðslumenn, nokkra bakara o.s.frv. Það verður spennandi að sjá hvernig framvinda þessa máls verður. Tekst þessari fámennu klíku að taka íslenska neytendur í bóndabeygju einokunar? Eða rumskar björninn loksins og slær frá sér? Geir Gunnar Geirsson, Vallá Kjalarnesi. Jónas B. Jónsson fyrrv. fræðslustjóri þessum fáu orðum né fjalla um ætterni hans og uppruna. Það hljóta þeir að gera sem betur og nánar þekkja til allra aðstæðna. Nafnið Jónas B. Jónsson bar fyrst á góma i lífi mínu þegar ég var ungur maður, liðlega tvítugur að aldri. Ég heyrði föður minn, Heinz Edelstein, nefna Jónas þeg- ar hann ræddi um mál Barnamús- íkskóians sem stofnaður hafði ver- ið árið 1952. Óljóst var það grópað í vitund mína, að þessi maður hefði átt drjúgan þátt í því að starfsemi Barnamúsíkskólans væri komin á góðan rekspöl, það væri meðal annars skilningi hans og áhuga fyrir að þakka að skólinn hefði öðlast fastan sess og gæti sinnt uppeldislegu hlutverki sínu á sviði tónlistarinnar hér í borg. Þegar ég tók við starfi skóla- stjóra Barnamúsíkskólans haustið 1962 lágu leiðir okkar Jónasar fljótt saman. Sem fræðslustjóri var hann yfirmaður minn og ég leitaði margoft til hans með alls kyns vandamál varðandi skólann, stöðu hans, vöxt og viðgang, fjár- mögnun og húsnæðismál. Eiginlega hefði mátt búast við því að Jónas B. Jónsson léti tón- listaruppeldismál ekki sérstaklega til sín taka. Aldrei fór ég þó frá honum af skrifstofunni með þá til- finningu, að hann hefði lítinn áhuga á málefninu eða léti það sig litlu varða. Hann var hinn dæmi- gerði samviskusami embættis- maður sem taldi það skyldu sína að greiða götu málefnis og þess sem bar það fram, svo framarlega sem það var þess virði og þjónaði skynsamlegum uppeldislegum til- gangi að hans mati. Hann var aldrei óbilgjarn og lét sannfærast af skynsamlegum rökum og gagn- rökum viðmælandans. Stundum var Jónas harður í horn að taka og alvöruþrunginn. Ekki gat hann alltaf leyst úr vandamálunum né greitt götu mína. En aldrei var hann önugur yfir kvabbi mínu, óþolinmóður eða stuttur í spuna, hann gaf sér alltaf tíma til að rökstyðja og skýra ástæður fyrir því að ekki væri hægt að leysa tiltekið mál eða vanda. Betri yfirmann hefði ég ekki getað óskað mér, málefna- legur ósigur varð aldrei beiskur. Ég átti því láni að fagna að kynnast Jónasi og fjölskyldu hans á persónulegan hátt á gestrisnu heimili þeirra hjóna. Það var sama um hvaða þema var rætt á því heimili, ákveðnar skoðanir hans komu fram og heimilisfólkið var svo sannarlega ekki alltaf sammála. Sérstaklega var oft skemmtilegt að heyra ólíkar skoð- anir og sannfæringar þeirra hjóna á ýmsum málefnum — þessi skoð- anamunur upplýsti málefnin frá ólíkum hliðum og gerði umræður heilsteyptar. En gagnkvæm virð- ing fyrir skoðunum hans var ætíð í fyrirrúmi. Þau hjónin bættu hvort annað upp, einkenni góðs hjónabands og fjölskyldulífs. Ef gera mætti tilraun til að taka saman í örfáum orðum hvað ein- kenndi Jónas og fjölskyldulíf hans, þá vildi ég mega segja þetta: Hlýja, virðing og áhugi fyrir manninum og málefnum hans, verðmætamat á háum siðgæðis- grundvelli og góður húmor. Kæri Jónas, þér og fjölskyldu þinni óska ég hjartanlega til ham- ingju með merkisafmælið. Njóttu dagsins vel í góðra vina hópi og margra ára enn í starfi og leik. Stefán Edelstein Árið 1907 var komið á fræðslu- skyldu 10—14 ára barna á íslandi við næsta fátæklegar aðstæður, nokkra vanbúna skóla i þéttbýli og farkennslu til sveita. Á þeim þremur aldarfjórðung- um, sem síðan eru liðnir, hafa landsmenn byggt nánast allt upp frá grunni á þessu sviði: reist skólahús, gert námsgögn, mennt- að kennara; m.ö.o. komið upp nú- tíma búnaði og mótað uppeldis- lega starfshætti í samræmi við ís- lenskar hefðir. Þannig veitir grunnskólinn í dag börnum og ungmennum á aldrinum 6 til 16 ára kennslu á borð við það, sem bestgerist meðal menningarþjóða. Þessar staðreyndir eru rifjaðar upp í tilefni 75 ára afmælis Jónas- ar B. Jónssonar, en hann var sem kunnugt er áhrifamesti skólamað- ur þjóðarinnar síðari hluta þessa uppbyggingarskeiðs. Þegar Jónas gerðist fræðslufull- trúi í Reykjavík árið 1943 eftir orðlagðan kennsluferil í Laugar- nesskóla, varð það hlutverk hans að stýra þróun skólamálanna hér í höfuðstaðnum. Sú stjórnun var margþætt. í fyrsta lagi þurfti að móta hið daglega stjórnunarstarf, þar sem annars vegar voru tengslin við starfslið skólanna, og hins vegar stjórnkerfi bæjar og ríkis. í öðru lagi stjórnun umfangsmikilla verklegra framkvæmda, en mér telst til að 18 ný skólahús hafi ver- ið reist í Reykjavík á starfstíma Jónasar B. í þriðja lagi var þróun sjálfs uppeldisstarfsins með til- heyrandi breytingum á starfshátt- um, námsefni og kennslugögnum, en einmitt á því sviði hygg ég Jón- asi hafi orðið mest ágengt. Til marks um það skal hér drep- ið á fáein atriði. Jónas var frá því fyrsta mikill hvatamaður að starf- rænum kennsluháttum og studdi með ráðum og dáð hvern þann kennara, sem reyndi fyrir sér í þeim efnum. Hann var frumkvöð- ull nýjunga í stærðfræðikennslu og ruddi þar brautina með eftir- minnilegum hætti. Hann var einn- ig höfundur hinna velheppnuðu tilraunar með opinn skóla í Foss- vogi, sem er ein athyglisverðasta nýbreytnin hérlendis á sviði skóla- mála. Kennslu 6 ára barna kom hann á haustið 1970 með slíkum árangri, að allt frá upphafi hefur aðsókn verið svipuð og í skyldu- námsbekkina. Ráðgjafar- og sál- fræðiþjónustu fyrir skólana setti hann á laggirnar þegar árið 1960, 14 árum áður en lög voru sett um slíka starfsemi. Ég get ekki látið hjá líða að nefna til viðbótar nokkur braut- ryðjendaverk hans í sérkennslu: Stofnun heimavistarskóla fyrir erfið börn að Jaðri árið 1946, kom- ið á námsstjórn vegna tornæmra nemenda haustið 1956, hafin stuðningskennsla fyrir nemendur með lestrarörðugleika 1958, stofn- un skóla fyrir andlega þroska- hefta nemendur (Höfðaskólinn) haustið 1961, stofnun heimavist- arskóla fyrir erfiðar telpur í Hlað- gerðarkoti árið 1964, efnt til heyrnarbekkjar í Hlíðaskóla haustið 1972, fyrsta athvarfið sett á laggirnar 1973, meðferðarheim- ili að Kleifarvegi 15 og sérdeild fyrir taugaveikluð börn í Laugar- nesskóla komið á fót haustið 1974. — Og enn er margt ótalið. Sem dæmi um vinnubrögð Jón- asar B. nefni ég aðdragandann að því að tekin var upp stuðnings- kennsla í lestri hér á landi. Jónas samdi við fræðsluyfirvöld í Stokkhólmi um að fá til fyrirlestr- ar- og námskeiðshalds í Reykja- vík, snemma árs 1957, helsta sér- fræðing Svía í kennslu lestregra, Ingu Blomberg. í framhaldi af því voru valdir 6 kennarar frá jafn- mörgum skólum til að sækja 4ra vikna námskeið I Stokkhólmi haustið eftir. Að þessu loknu hófst stuðningskennslan i skólunum. Sama hátt hafði Jónas á við undir- búning að stofnun sérbekkjar fyrir tornæma. Þá kom hingað til námskeiðshalds einn reyndasti sérfræðingur á Norðurlöndum á því sviði, Helmer Norman. Þegar sálfræðideildin var í undirbúningi valdi Jónas til ráðgjafar dr. Gjess- ing, sem þá hafði þróað eina virk- ustu ráðgjafardeild við skóla sem sögur fóru af í Drammen. Svipaða aðferð hagnýtti Jónas við upp- byggingu Fossvogsskóla, en í það skiptið var sérfræðingurinn sóttur til Englands. Það sem hér hefur verið drepið lauslega á og ótal margt fleira sem Jónas B. hafði forgöngu um, bar ávöxt víðar en í skólum Reykjavíkurborgar. Á starfstíma Jónasar B. var Reykjavíkurborg af ýmsum ólík- um ástæðum hið leiðandi afl í þróun skólamálanna og þaðan breiddust svo nýjungarnar út til annarra landshluta. Ég átti þess kost að fylgjast ná- ið með starfi Jónasar B. í liðlega tvo áratugi, fyrst sem kennari I fjölmennum skóla, síðar starfs- maður hans á fræðsluskrifstofu og loks fræðsluráðsmaður. Við þessar mismunandi aðstæður átti ég tals- verð samskipti við Jónas, sam- skipti sem í senn voru ánægjuleg, lærdómsrík og gagnleg. Það sem öðru fremur einkenndi Jónas B. í starfi fræðslustjóra, var annars vegar yfirgripsmikil upp- eldisfræðileg þekking samfara traustri dómgreind um fagleg málefni og hins vegar mannúð hans og mannþekking sem birtist m.a. í óvenjulegri hæfni til sam- skipta við fólk af öllu tagi. Éftir að Jónas lét af starfi fræðslustjóra í Reykjavík, hefur hann m.a. unnið í kyrrþey að rit- störfum, sem ekki vannst tími til að sinna í önn daganna áður fyrri. Enn er því verka von frá hans hendi, og er það fagnaðarefni. Ég sendi skólamanninum Jónasi B. Jónssyni heillaóskir í tilefni dagsins. Þorsteinn Sigurðsson. •k Jónas tekur á móti gestum í Oddfellowhúsinu, Vonarstræti 10, milli kl. 16 og 19 í dag. Landssamband ísL samvinnustarfsmanna: Fær gefíns 2,5 ha spildu úr landi Reykjahlíðar í Mývatnssveit Jakob Hálfdánarson og Petrína Péturadóttir. LANDSSAMBAND ísl. samvinnu- starfsmanna hefur hlotið að gjöf stórt land úr Reykjahlíð í Mý- vatnssveit. Það eru eigendur jarðar- innar sem gefa 2,5 ha lands, og er gjöfin gefin í tilefni 100 ára afmælis Kaupfélags Þingeyinga og í minn- ingu hjónanna Jakobs Hálfdánar- sonar frá Grímsstöðum og Petrínu Pétursdóttur frá Reykjahiíð. I ný- útkomnu tölublaði blaðs samvinnu- manna, Hlyni, segir svo meðal ann- ars um þessa gjöf: „f febrúarbyrjun barst LfS gjafabréf frá eigendum Reykja- hlíðar í Mývatnssveit þar sem samtökunum er gefin spilda sunn- an og austan Reykjahlíðarréttar. Gjöfin er gefin í tilefni 100 ára afmælis Kaupfélags Þingeyinga og í minningu Jakobs Hálfdánar- sonar frá Grímsstöðum, fyrsta samvinnustarfsmannsins, og konu hans, Petrínu Pétursdóttur frá Reykjahlíð. Einnig frumherjanna, sem stóðu við hlið Jakobs og ann- arra látinna Mývetninga, þeirra sem gegndu trúnaðarstörfum fyrir kaupfélagið og allra hinna sem stóðu dyggilega að vexti og við- gangi félagsins á þessu fyrsta 100 ára timabili i sögu þess. Á fundi í framkvæmdastjórn LÍS í Hamragörðum 14. febrúar 1983 var eftirfarandi samþykkt: Fundur í framkvæmdastjórn Landssambands ísl. samvinnu- starfsmanna, haldinn í Hamra- görðum mánudaginn 14. febrúar 1983, færir eigendum að landi í Reykjahlíð í Mývatnssveit alúðar- þakkir fyrir þá stórkostlegu gjöf, að færa LÍS að gjöf land undir orlofshúsabyggð. Framkvæmdastjórn LÍS gerir sér ljóst, að land í perlu islenskra sveita, Mývatnssveit, gefið í tilefni 100 ára afmælis Kf. Þingeyinga og í minningu þeirra hjóna, Jakobs Hálfdánarsonar og Petrínu Pét- ursdóttur og fleiri frumherja sam- vinnuhreyfingarinnar úr Mý- vatnssveit, er mikill virðingar- vottur við samtök samvinnu- starfsmanna og leggur þeim mikl- ar skyldur á herðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.