Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 33 Þeir hafa allt á þurru — eftir Ólaf Ólafs- son, járnsmið Það má segja, að borið sé í bakkafullan lækinn að bæta við einni rödd í þetta svokallaða ÍSAL-mál. Ég er venjulegur starfsmaður þar, nánar tiltekið járnsmiður. ÍSAL er í mínum augum enginn helgigripur, enda dreg ég mjög í efa að svo sé til ætlast, um mig eða nokkurn annan starfsmann, að þankagangur okkar hneigist í þá átt. Mér finnst gott að vinna þarna og þoli þvi ekki að menn komist upp með tilgangslaust skítkast í fjölmiðlum. Það er nokkuð sem ég mótmæli. Ég kem þvf beint að tilefninu. Hópur manna, tíu til fimmtán, fann sig knúinn til að þeysa fram í blöðum og útvarpi með spott og spé í garð þessa fyrirtækis sem ég vinn hjá. Og það var tekið eftir görpunum. Mér varð það fyrst fyrir að íhuga hverskonar mannskapur þetta væri sem hefir það sér til gamans að reyna að leika sér að því sem lífsafkoma fjölda fólks byggist á. Sumt er býsna augljóst. Enginn þeirra á atvinnu sína undir því hvernig ÍSAL reiðir af. Flestir sýnast vera langskólagengnir. Þeir virðast hafa tíma nægan, enda halda þeir blaðamannafund um það leyti dags sem allir venjulegir vinnandi menn þessarar þjóðar þurfa að sinna sínum skyldustörfum. Margir þeirra taka laun hjá þvi opinbera. Sem sagt, allt á þurru. Er virkilega ekki hægt að finna eitthvað þarfara handa mönnun- um að gera, úr þvi þeir hafa svona góðan tíma, en að vera með óþurftargaspur þessu líkt? Og er það ekki út í hött ef þetta og ann- að af þessu tagi er afrakstur þess að mennta menn og reyna með því að búa þá betur undir lífsbarátt- una? Það má vera að þeir haldi þvi fram að það sé þeirra mál hvort þeir lesi og læri og hvort þeir noti sitt nám eða ekki, en ég veit ekki betur en ég hafi í nær helming aldar fengið að taka þátt í að borga þann brúsa sem kallaður er menntakerfi. Ein rödd sem hefði látið í sér heyra í sama tilgangi hefði naumast verið svara verð. Það hafa alltaf verið til menn sem kjósa sverð í stað sátta, en þegar hópur manna kveður sér hljóðs á sama hátt, þá fer um mann hroll- ur. Ég fullyrði að það er ósk allra sem hjá ÍSAL vinna að þau ágreiningsmál, sem uppi hafa ver- ið og kunna að verða, leysist og gildir einu hvort menn telja sig til vinstri eða hægri í landsmálum. Tilgangur hópsins umrædda geng- ur bersýnilega ekki í þá átt. Og að síðustu þetta. Þegar ég var unglingur og menn töluðu tæpi- tungulaust mál, var mönnum með vafasaman málflutning og tilgang sagt „að skammast sín og þegja". En svo góðum tökum hefir menn- ingin náð á okkur, að slfkt er ekki í tísku lengur. Hafnarfirði 2. apríl. Nýtt tölublað af „Hár og fegurð“ ÚT ER komið 1. tölublað þriðja árgangs af tímaritinu Hár og feg- urð. Forsíða blaðsins er unnin af listamanninum Erro í París og í efni blaðsins kennir ýmissra grasa varðandi hársnyrtingu og hár- tízku. Utankjörstaðakosning Utankjörstaöaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Valhöll Upplýsingar um kjörskrá og fl. Háaleitisbraut 1 — Símar 30866, 30734 og 30962. Sjálfstæðisfólk. Vinsamlega látiö skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem veröa ekki heima á kjördegi. Utankjörstaöakosning fer fram í Miöbæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnudaga kl. 14—18. Búðardalur Leikklúbbur Laxdæla fer í leikför suður Búðardal. 5. apríl. Á SKÍRDAG frumsýndi Leik- klúbbur Laxdæla í Búðardal leikritið Fyrsta öngstræti til hægri eftir Örn Bjarnason. Leikstjóri er Margrét Ákadóttir. Frumsýnt var í Dalabúð fyrir fullu húsi við frábærar undir- tektir leikhúsgesta. Önnur sýning verður á Seltjarn- arnesi, föstudagskvöldið 8. april kl. 21, þriðja sýning I Selfossbíó, laugardagskvöldið 9. apríl kl. 22.30, fjórða sýning að Hlöðum, Hvalfjarðarströnd, sunnudags- kvöldið 10. apríl kl. 21. Athygli skal vakin á því, að sýning í Sel- fossbíó er kl. 22.30 að loknum skemmtiþætti SÁÁ. Er það vel við hæfi, því leikritið fjallar um áfengis- og vímuvandamálin, sem ekki að ástæðulausu hafa verið nefnd mesta mein aldarinnar. Leikritið verður sýnt á Jörfa- gleði mivikudag 27. apríl. Jörfa- gleði er menningarhátíð Dala- manna. Með helstu hlutverk fara: Elísa- bet Magnúsdóttir, Sigrún Sigurð- ardóttir og Þórir Thorlacius. önn- ur stærri hlutverk: Sigrún Thorla- cius, Þórey Jónatansdóttir, Grett- ir Börkur Guðmundsson, Kristján E. Jónsson, Guðmundur Erlends- son, Sigrún Halldórsdóttir auk þess fjöldi annarra leikenda. Fyrsta öngstræti til hægri er 18. verkefni Leikklúbbs Laxdæla frá upphafi, en hann var stofnaður ár- ið 1971. Núverandi formaður klúbbsins er Guðrún Konný Pálmadóttir. — Krintjana. Benedikt Grön- dal sendiherra * Islands í Júgóslavíu BENEDIKT Gröndal afhenti 21. mars sl. Petar Stambolic, forseta Júgóslaviu, trúnaðarbréf sem sendiherra íslands i Júgóslavíu með aðsetur í Stokkhólmi. (Króttatilkynninjj frá uUnríkinráduneytinu) Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! Nú er einstakt tækifæri til að eignast nýjan BMW Við seljum síðustu bílana af BMW árgerð 1982 á ótrúlega hagstæðu verði Samkv. gengi 15/3 '83 BMW315 BMW316 Verðnú kr. 259.500.- BMW318Í Annars kr. 0.- Verðnú kr. 285.000,- BMW 320 Annars kr. 336t400.- ^IWIWW Verð nú Annars Verð nú Annars kr. 310.000.- kr. 33*000.- kr. 339.400.- kr. £WrO00,- BMW 518 Verðnú kr. 347.000.- Annars kr. 390.000.- BMW 520 i Verðnú kr. 403.200.- Annars kr. 460.000.- Missið ekki af þessum hagstæðu kaupum, og tryggið ykkur bíl sem fyrst. Seljum nýja og notaða bíla laugardaga kl. 1-5. KRISTINN GUDNASON Hl. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.