Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Bamahjálp Sameinuðu þjóðanna: Bylting í heilbrigðismálum getur bjargað milljónum barna Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna hefur nýlega sent frá sér ár- lega skýrslu sína um stöðu mála að því er varðar börn í heiminum. Þar kemur fram, að uppgötvanir á sviði læknisfræði og nýjar starfs- aðferðir á fjórum sviðum muni áð- ur en langt um líður geta bjargað lífi 20 þúsund barna á dag. Hér er í rauninni um að ræða byltingu á sviði heilbrigðismála. T.d. má nefna, að einföld blanda af salti, sykri og vatni getur komið í veg fyrir að börn deyi vegna magasýk- ingar og niðurgangs. Ef svo heldur sem horfir, mun sá fjöldi barna, sem þjást af van- næringu og sjúkdómum, verða sem næst óbreyttur fram til alda- móta. Þetta er andstætt þeirri minnkun sem átt hefur sér stað frá lokum seinni heimsstyrjaldar. í tölum talið þýðir þetta raun- verulega aukningu (um 30%) vegna íbúafjölgunar, segir fram- kvæmdastjóri Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, James Grant, í skýrslunni, „Staða barna í veröld- inni 1982-1983“. Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna (UNICEF) hefur gert úttekt á starfsemi sinni og þeirri reynslu sem áunnizt hefur þau 36 ár sem stofnunin hefur starfað og í sam- vinnu við alþjóða stofnanir hefur Barnahjálpin reynt að gera þróun- araðstoðina virkari og skapa börn- um í veröldinni betri lífsskilyrði enda þótt mótvindur blási nú og við kreppu sé að stríða á sviði efnahagsmála í veröldinni. Niðurstaða okkar er sú, segir í skýrslunni, að hin neikvæðu áhrif kreppunnar, sem stöðugt verður harðari, megi uppræta með nýjum möguleikum, sem komið hafa til sögunnar að undanförnu. Lyf gegn niðurgangi Fyrst og mikilvægust af hinum nýju uppgötvunum er lyf eða lækningaaðferð gegn niðurgangi. í tímariti brezku læknasamtak- anna, The Lancet, hefur verið komizt svo að orði um þessa lækn- ingaaðferð, að „ef til vill séu þetta mikilvægustu framfarir á sviði læknavísinda á þessari öld“. Vökvamissir eða þurrkun lík- amans sem afleiðing magasýk- ingar er tvímælalaust ein allra al- gengasta dánarorsök barna í ver- öldinni. Árlega deyja um 5 millj- ónir barna vegna þess að þau fá hastarlegan niðurgang, sem leiðir til vökvataps, þannig að líkaminn þornar upp. Barnið léttist um 15% og deyr að fáeinum klukkustund- um liðnum. Fram til þessa hefur eina lækningaaðferðin verið fólgin í því, að gefa þeim sem þannig er komið fyrir næringu í æð á sjúkrahúsi eða heilsugæzlustöð, undir umsjón hjúkrunarfólks eða lækna. Með hinni nýju iækninga- aðferð er hægt að meðhöndla þau börn sem veikjast með þessum hætti þannig að foreldrar þeirra gefa þeim blöndu af sykri, salti og vatni. Þessi nýja lækningaaðferð byggist á þeirri staðreynd, að menn hafa komizt að raun um að glúkósi, eða þrúgusykur, eykur hæfileika líkamans til að taka til sín upplausnir og vatn. Blandað er saman átta teskeiðum af sykri og einni teskeið af salti í lítra af sjóð- andi vatni, þetta er síðan kælt og barnið látið drekka það. Komið hefur í ljós að þetta læknar niður- gang í langflestum tilvikum. Nú er um það rætt að nota allar leiðir frá sjúkrahúsum til smáverzlana til að hafa á boðstólum þessa salt- og sykurblöndu í ódýrum umbúð- um og kenna mæðrum hvernig eigi að nota blönduna. I skýrslunni kemur ennfremur fram eftirfar- andi: „Aðeins óafsakanlegur vilja- skortur í hverju landi eða á al- þjóðasviði, getur komið í veg fyrir að þessi nýja aðferð komi öllum börnum að gagni sem hennar hafa þörf.“ Betra bóluefni Annað má hér tiltaka, sem nýtt hefur komið til, en það er nýtt bóluefni gegn mislingum. Þetta bóluefni þolir betur hita en þau efni sem áður voru notuð og mun þannig geta komið fleiri börnum að gagni. í þróunarlöndunum deyja ár- lega u.þ.b. 1,5 milljónir smábarna úr mislingum. Bóluefni handa hverju einstöku barni kostar í kringum 1,20 kr. Allt þar til fyrir skömmu hefur verið nauðsynlegt að geyma bóluefnið frosið þar til klukkutíma áður en það skyldi notað. Þetta hafði það í för með sér, að mjög erfitt, eða næstum útilokað, var að bólusetja börn í sveitahéruðum þróunarlandanna þar sem á fæstum stöðum þar er rafmagn. Nýja bóluefnið skal geyma kælt en ekki frosið. Þess vegna má komast af með ódýrari kælitækni. „Afleiðingin er sú, að mislingar, alveg eins og kúabóla, verða innan skamms á listanum yfir þá sjúkdóma, sem nú er búið að útrýma," segir í skýrslu Barna- hjálparinnar. Baráttan gegn pelanum Hið þriðja sem er nýtt í þessum efnum er baráttan gegn pelum og samtímis hvatning um að börn séu höfð á brjósti. í fátæku löndunum hafa menn nú komizt að raun um það, svo ekki verður um villzt, að pelabörn eru í þrisvar til fimm sinnum meiri hættu á að deyja á fyrsta ári en börn sem höfð eru á brjósti. Fátæk móðir, sem hvött er til þess að hafa barn sitt ekki á brjósti, heldur gefa því pela, neyð- ist til að nota verulegan hluta af rýrum tekjum sínum til að kaupa á pelann, einnig skapast aukin sýkingarhætta fyrir barn hennar, meiri hætta er á næringarskorti og þetta gerist m.a. vegna þess að langmestar líkur eru til, að hún geti ekki lesið leiðbeiningar, notk- unarreglur á mjólkurduftsdós, hafi ekki ráð á því að kaupa nægi- lega mikið af mjólkurdufti, hafi ekki aðstæður til að sjóða vatn á fjögurra tíma fresti, sótthreinsa áhöld og tæki eða setja barnið aft- ur á brjóst hafi hún einu sinni hætt því, segir ennfremur í skýrsl- unni. Baráttan gegn pelanum hef- ur komizt á skrið nú seinni árin. 35 lönd hafa sett eða eru að setja lög, þar sem takmarkanir eru sett- ar á sölu og auglýsingar á mjólk- urdufti sem ætlað er ungbörnum. Þá er í gangi alþjóðleg herferð til að auka vitneskju kvenna um kosti þess að hafa börn á brjósti. Um þetta segir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna: „Ef svona herferð yrði svo víðtæk, að hún breytti afstöðu fólks, starfsvenjum á sjúkrahús- um, takmarkaði óábyrgar auglýs- ingar og söluherferðir á ung- barnamat og hjálpaði mæðrum bæði til þess, ekki aðeins að neyta sjálfar næringarríkari fæðu og sannfærði þær um að bezt er að hafa ungbörn á brjósti, myndi það innan tíu ára leiða til þess að lífi milljón ungbarna verði bjargað. Hið ósýnilega hungur Það fjórða, og það sem kannski kemur flestum á óvart og frá er greint í skýrslunni, er notkun ein- faldra skráningarkorta úr pappa, sem foreldrunum er ætlað að út- fylla heima. Oft er það svo, að vannæring hjá smábörnum er í rauninni ósýnileg og fer framhjá foreldrunum. Rannsókn, sem gerð var á Filippseyjum, leiddi það t.d. í ljós, að næstum 60% mæðra barna sem ekki fengu næga nær- ingu, höfðu ekki hugmynd um að neitt væri að. Ef börnin eru hins vegar vigtuð reglulega og þungi þeirra skráður á sérstakt kort, þá sjá foreldrarnir með berum aug- um að barnið fær ekki næga nær- ingu. Þegar móðirin sér, að barnið hefur ekki þyngzt frá því í síðasta mánuði, þá bregst hún auðvitað þannig við, að hún gefur barninu meira að borða á kvöldin, hún gef- ur því oftar, reynir að troða í það mat, þó lystin sé léleg. í meira en helmingi allra tilvika, þar sem börn eru vannærð, er það svo, að vandamálið er að foreldrarnir vita ekki hvað er að, miklu fremur en það, að ekki sé nægur matur til handa barninu. í Indónesíu vigta tvær milljónir mæðra í 15 þúsund bæjum nú börn sín reglulega á opinberum vogum, sem komið hef- ur verið fyrir á torgum og gatna- mótum, og skrá á spjöld sín þyngd barnsins. Margt bendir þegar til þess, að þessi einfalda aðferð hafi orðið til þess að börn fái meiri næringu, þar sem henni er fylgt. Á næsta ári kemur þó fyrst greini- lega í ljós árangurinn af þessari mjög athyglisverðu tilraun í Indó- nesíu. Félagslegt skipulag Þessir nýju möguleikar til þess að gera svo mikið fyrir svo marga fyrir svo lítið fjármagn, hafa kom- ið til sögunnar á þýðingarmiklum tíma, segir í skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Fyrir 15 ár- um hefði slík bylting verið óhugs- andi. Lykillinn að góðu almennu heilbrigði, er félagslegt skipulag. Margvísleg framlög og aðstoð frá félögum, einstaklingum, ríkis- stofnunum og alþjóðastofnunum, hafa bæði átt þátt í því að þessar uppfinningar komu til sögunnar og að sköpuð hefur verið félagsleg aðstaða, til þess að hrinda bylt- ingarkenndum áætlunum í fram- kvæmd. Af hálfu Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna er því haldið fram, að nýr hugsunarháttur, að því er varðar hið félagslega og hið vís- indalega, að þetta tvennt í samein- ingu, hafi skapað forsendur bylt- ingarinnar til að bæta heilbrigði barnanna. Ef íbúarnir og ríkis- stjórnir taka þátt í þessari bylt- ingu heils hugar, mun vannæring og barnadauði minnka um helm- ing fyrir aldamót, segir í skýrsl- unni. Engin íbúafjölgun Að lokum er í skýrslu UNICEF svar við þeirri eðlilegu spurningu, hverjar afleiðingar slík lækkun barnadauða muni hafa á íbúa- fjölgun í þróunarlöndunum. í skýrslunni koma fram marg- víslegar staðreyndir sem benda til þess, að lækkun dánartíðni í mörgum löndum frá lokum seinni heimsstyrjaldar, hafi fylgt enn meiri fækkun fæðinga. Ein af ástæðunum er, að fjölskyldur verða minni þegar foreldrarnir eru sannfærðir um, að þau börn, sem þegar eru í heiminn fædd, muni lifa. Þótt það kunni að hljóma afar ótrúlega, mundi bylting sem dreg- ur úr barnadauða í þróunarlönd- unum um helming og sem kæmi í veg fyrir að 6—7 milljónir ung- barna dæju árlega fram til alda- móta, að öllum líkindum einnig (koma í veg fyrir) hafa það í för með sér, að það fæddust milli 12—20 millj. barna á ári, segir í skýrslu Barnahjálparinnar. U.þ.b. fjórðungur fólks í veröld- inni býr við efnislegar allsnægtir. Fjórðungur hefur komist frá ör- birgð til nokkurra álna, fjórðungi hefur auðnast að sjá lífskjör sín batna nokkuð, fjórðungur býr enn við sárustu fátækt. (Frá barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.