Morgunblaðið - 08.04.1983, Side 3

Morgunblaðið - 08.04.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Tommi gaf eina TÓMAS Tómasson, sem betur er þckktur sem Tommi í Tommaborg- urum, gaf eina milljón krónur í gær til söfnunar SÁÁ vegna sjúkrastöðv- ar félagsins, sem rísa á í Grafarvogi sunnanverðum. Fvrir hönd SÁÁ veittu Hendrik Berndsen, varafor- maður samtakanna og formaður söfnunarinnar, og Vilhjálmur Þ. Vijhjálmsson framkvæmdastjóri SÁÁ gjöfinni mótttöku. „Þessi söfnun og það sem hún stendur fyrir, það er bygging þessarar sjúkrastöðvar, er það mikið mál og það nauðsynlegur þáttur í baráttunni gegn áfengis- vandamálinu, að hún er yfir alla gagnrýni hafin. Tilgangurinn helgar meðalið, og það er þess vegna sem ég slæ til og gef þessa milljón. Kveikjan að því að ég gef þessa upphæð er margþætt. Einn þátt- urinn er sá að ég hef gengið með það í maganum lengi að gefa bíl- inn minn til einhverrar góð- gerðarstarfsemi, en hann er ein- mitt einnar milljón króna virði í dag. Það má því segja að búið sé að gefa einn Skóda og einn Benz í söfnunina. Þá er ég búinn að selja milljón hamborgara og hefði ég ekki haft eina krónu út úr hverjum þeirra, þá væri eitthvað að. Loks er ég sjálfur búinn að ganga í gegnum það sjúkrapró- gramm, þá hjálp sem SÁÁ hefur milljón getað veitt fólki, sem á við áfeng- isvandamál að stríða. Ég hef farið á Silungapoll og ég hef farið á Sogn í meðferð fyrir alkóhólista, sem ég er sjálfur. Þess vegna skií ég tilgang þessarar söfnunar. Ég skil af eigin raun við hvaða vandamál er að glíma, og þess vegna er þessi söfnun mér kær,“ sagði Tommi. Tómas Tömasson í Tommaborgur- um gaf eina milljón króna i söfnun SAA í gær. Gjöfinni veittu móttöku þeir Hendrik Berndsen, varafor- maður SÁÁ (t.h.), og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri samtakanna (t.v.). Tómas er á mynd- inni miðri. Morgunblaöið/KOE. Aldursmark í knattborðs- og leiktækja sali BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að vísa til annarrar umræðu tillögu til breyt- ingar á lögreglusamþykkt Reykja- víkurborgar, en þar er fjallað um knattborðs- og leiktækjasali. Breytingartillagan felur í sér, að enginn megi reka knattborð, spilakassa eða leiktæki gegn borg- un nema með leyfi lögreglustjóra, að fenginni umsögn borgarstjórn- ar. Jafnframt er kveðið á um að slíkt leyfi megi einungis veita þeim sem hefur veitingaleyfi. Þá er börnum innan 12 ára aldurs ekki heimilaður aðgangur að slík- um tækjum nema í fylgd með for- ráðamönnum. í tillögunni er ákvæði þess efnis að ef leyfishafi brýtur gegn þess- um reglum, eða reksturinn þykir ekki fara vel úr hendi, getur lög- reglustjóri svipt hann leyfinu, enda hafi leyfishafi ekki látið segjast við aðvörun. I umræðu á fundinum kom það fram að þessar breytingar væru í rétta átt. Ákvæði um veitingaleyfi gæfi tilefni til aukins eftirlits heilbrigðisyfirvalda og lýstu menn yfir ánægju með ákvæði um aldurstakmark. við björgunina og loks mynd af sleða, sem annar þeirra, er fór í sprunguna hefur verið lagður á. Þorsteinn Sigurbergsson sagði í samtali við Morgunblaðið að dvöl- in í sprungunni hafi ekki verið óbærileg, enda hafi þeim verið það ljóst strax frá upphafi, að þeim yrði bjargað. Samferðafólkið hefði strax eftir fallið náð sambandi við þau og hefði stappað í þau stálinu. Síðar eftir björgunina úr sprung- unni náði ferðafólkið talstöðvar- sambandi við sjúkrabíl, sem kom til móts við það frá Höfn í Horna- firði. Myndina tók Gísli Hjálm- arsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.