Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 75 ára í dag: Jónas B. Jónsson fyrrv. fræðslustjóri í sjálfsævisögu Stefáns Zveigs, „Veröld sem var“, segir hann þannig frá mannlífi í Vín á árun- um fyrir heimsstyrjöldina fyrri: „Asi var ekki einungis talinn skortur á háttvísi, heldur var hann í rauninni óþarfur, því í þessu trausta borgaraþjóðfélagi með óteijandi smátryggingum og bankaábyrgðum gerðist aldrei neitt óvænt. Feður okkar og mæð- ur, afar okkar og ömmur voru lánsamari en við, vegur þeirra var beinn og greiður frá vöggu til grafar. En samt veit ég ekki hvort ég öfunda þau. Fjarska þekktu þau lítið til öfga lífsins og spennings í því völundarhúsi öryggis, þæginda og velmegunar, sem þau ólu aldur sinn í. En sem við höfum kastast út í straumiðu lífsins og hvergi fengið að festa rætur til fulls, við fórnarlömb en þó jafnframt viljug þý duldra afla, við sem þekkjum kyrrð, næði og öryggi aðeins sem hálfgleymda barnagælu — við höfum fundið spenning og hroll hins ókunna, hins nýja í hverri taug. í þraut og gleði höfum við lifað samtíð og sögu langt út fyrir mörk okkar litlu persónulegu til- veru. Þess vegna vita líka hinir fáfróðustu nú í dag þúsund sinn- um meira en mestu vitringar feð- ra vorra. En ekkert fengum við gefins, allt urðum við að gjalda dýru verði." Þannig segist Stefáni Zveig frá, manni sem lifað hafði eitt mesta kynslóðabil og harkalegustu tíma- mót í mannkynssögunni og segir frá því betur en nokkur annar. Nú kann að vera að heiðruðum lesendum þessa pistils þyki ekki laust við að höfundur sæki vatnið yfir lækinn, þegar hann í afmæl- isspjalli um Jónas B. Jónsson, sjö- tíu og fimm ára, þarf að ganga alla leið á vit Stefáns Zveigs, aust- urrísks gyðings, sem gerði verald- arsöguna að bakgrunni ævisögu sinnar með listilegri hætti en flestir aðrir rithöfundar. Heiðruð- um lesanda finnst sjálfsagt ólíkt nærtækara að skreppa norður í Húnavatnssýslu, þar sem fæð- ingarsveit Jónasar B. Jónssonar er, heldur en að arka alla leið suð- austur í Vínarborg, þótt líta beri á, að orðið „nærtækara" í þessu samhengi á mun fremur við tíma- skeiðið fyrir 1914 en nútímann. En það er nú svo, að þótt Stefán Zveig sé fæddur rúmlega aldarfjórðungi fyrr en Jónas B. er samt sem áður hægt að álykta að sá „nútími" sem Stefán Zveig segir hafa borið með sér „hroll og spenning hins ókunna“ og leyst af hólmi tíma- skeið værukenndrar öryggistil- finningar þegar „asi var óþarfur", hafi barið að dyrum í Húnavatns- sýslum töluvert síðar en í Vín. Það er nefnilega vei hugsanlegt að klukkan hjá Húnvetningum og Is- lendingum yfirleitt hafi verið svo sem einni heimsstyrjöld á eftir miðevróputíma. Það er einmitt vegna þessa af- stæðis tímans að hann mætir okkur dauðlegum mönnum með svipuðum hætti, hvar sem við stöndum á móður jörð, en vel að merkja, að hliðstæð tímaskeið ber upp á mismunandi ártöl, eftir því hvar við búum á hnettinum og hvert umhverfi okkar er. Til að mynda skall sú upplausn fornra dyggða og festu í þjóðfé- lagsháttum sem Vínarbúar upp- lifðu eftir heimsstyrjöldina fyrri ekki yfir íslendinga fyrr en að lok- inni heimsstyrjöldinni síðari á fimmta áratug þessarar aldar. En þá tóku hjólin líka að snúast held- ur betur. Stóra stökkið hans Maós var ekki nema hænufet miðað við það hendingskast sem ísland tók inn í nútíðina. íslenska þjóðin sameinaðist í einum ódauðlegum fjárhættuspilara, sem leggur und- ir allt sem hann hefur aflað í þús- und ár fyrir eitt spil úr stokknum, og sá lukkuriddari mun líklega ekki vita næstu þúsund árin, hvort hann hefir unnið eða tapað. Ef það verða þá nokkur þúsund ár? íslenska fjárhættuspilið um menningararfleifð þjóðarinnar og framhald efnalegs sjálfstæðis gerði — og gerir — miklar kröfur til okkar allra og þó sérstaklega til þeirra einstaklinga sem valist hafa til forystu á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Hraði tímans og óumflýjanlegra breytinga sem þar af leiða, verkar sem ögrun á hvern dugandi mann til að leggja sig allan fram, setja sér markmið og ná þeim. Margir sem í þeirri baráttu stóðu voru vaxnir úr jarð- vegi fremur kyrrstæðs og fastmót- aðs þjóðfélags. Ef til vill hafa þeir stundum horft með nokkurri eftir- sjá um öxl til lífs feðranna, eins og Stefán Zveig gerði öðrum þræði. Samt hefur líklega flestum farið, þegar til kastanna kom, eins og Zveig, að þrátt fyrir allt litu þeir yfir farinn veg án öfundar eða eft- irsjár, því að þeir fundu „spenning og hroll hins ókunna og nýja í hverri taug“ lifðu samtíð og sögu langt út fyrir mörk sinnar per- sónulegu tilveru. Þegar á allt er litið gefst engin náðargjöf betri en vinna í skapandi starfi. Enginn skyldi þó ætla að sú náðargjöf komi áreynslulaust af himnum ofan, þvert á móti þarf oftast miklu til að kosta. Upp úr síðustu aldamótum tókst íslensku þjóðinni, vissulega með miklu erfiðismunum, að verða bjargálna og njóta þar af leiðandi meira öryggis en áður hafði að jafnaði þekkst. Þessu öryggi fylgdi mikil bjartsýni og margar heit- strengingar um að búa landsins börnum betri tíð. Eldmóður ungmennafélagshreyfingarinnar var stundum svolítið barnalegur ef ekki broslegur, en þar kvað við hreinn tónn og sannur, útrás þjóð- hollustu og sjálfstæðisþrár, „fs- landi allt!“. Þessar þjóðfélags- hræringar settu á þeim tíma mark sitt á hvern dugandi æskumann þess fólks, sem síðar hefur stund- um verið kallað íslenska alda- mótakynslóðin. Hún hefur nú að mestu lagt frá sér amboð sín og sest í helgan stein, sem kallað er, að baki óneitanlega mikið starf og árangur. Aldamótakynslóðin vann af kappi — og þegar best lét bæði af kappi og forsjá. Jónas B. Jónsson er fæddur á Torfalæk í A-Húnavatnssýslu 8. apríl 1908. Hann verður fræðslu- fulltrúi og síðar fræðslustjóri í Reykjavík árið 1943 og gegndi því starfi um þrjátíu ára skeið. Eng- inn er þess kostur að gera þessu starfi hans skil í stuttri blaða- grein, en þess er ég fullviss að það mun í framtíðinni verða gert með verðugum hætti af einhverjum sem til þess er hæfari, en höfund- ur þessarar greinar. Með nokkrum rétti má segja, að ég hafi hingað til í þessari afmælisgrein ekki mikið til þeirrar sögu lagt og lítið sagt um sjálft afmælisbarnið. Það er rétt, en því er þar til að svara, að miklar heimildir liggja fyrir til úrvinnslu, að því er varðar fræðslumál í Reykjavík þá ára- tugi, sem Jónas B. var fræðslu- stjóri. Á það þarf ekki að minna. Hins er ekki alltaf gætt sem skyldi, að hver starfssaga á sér bakgrunn og án hans verður hún ekki skilin til fullnustu. Þar er um að ræða þann jarðveg, sem sá er úr vaxinn, sem verkið vann og tíð- aranda þess tíma er yfir stóð þeg- ar það var unnið. A þrjátíu ára starfsævi Jónasar B. sem fræðslustjóra brevtist Reykjavík úr bæ í borg. Nærri lætur að íbúafjöldinn tvöfaldist. Fjöldi barna- og unglingaskóla hefur líklega fjór- eða fimmfald- ast. Árið 1946 voru sett ný fræðslulög, sem höfðu talsverðar breytingar í för með sér á skóla- skipan og menntakerfi. Það féll I hlut Jónasar B. að móta fræðslu- kerfið í Reykjavík til þeirrar ný- skipunar, sem það enn byggir á, og ég tel mig geta um borið, að þar voru lagðar haldgóðar undirstöð- ur. Ekki þarf um það að fjölyrða, hversu óhemju mikið álag það hafði í för með sér, að sjá fyrir skólabyggingum til að mæta hrað- vaxandi fjölda skólabarna í borg- inni ár frá ári, en það tókst þó án þess að til vandræða kæmi, þótt óneitanlega væri oft þröngt setinn bekkurinn. Ekki hygg ég þó að það hafi verið hin ytri stjórnunarmál í skólakerfinu sem áttu hug Jónas- ar B. allan, þótt vel stæði hann að lausn þeirra. Hann var fyrst og fremst kennari og skólamaður og sem slíkur lét hann sig hvað mestu skipta umbætur á innra starfi skólanna og er það sannast sagna, að í hans tíð sem fræðslu- stjóra, var Reykjavíkurborg í far- arbroddi í skólamálum á lands- vísu, enda hafði menntamálaráðu- neytinu á þeim tíma ekki verið sköpuð aðstaða til að sinna þeim málum í þeim mæli sem síðar varð. Ég lít með þakklæti til þeirra ára sem ég átti því láni að fagna að vinna með Jónasi B. í fræðslu- ráði Reykjavíkur, um rúmlega tuttugu ára skeið. Mest af þeim tíma var ég þar enginn forystu- maður, en miklu fremur læri- sveinn mér vitrari og reyndari manna. Hins vegar var fræðsluráð Reykjavíkur jafnan vel skipað og áttu þar oft sæti menn, sem skip- uðu öndvegi í borgarmálum og sumir síðar einnig í landsmálum. Öll þessi ár, sem ég minnist úr fræðsluráði, var ávallt sérstaklega góð samvinna milli fræðslustjór- ans Jónasar B. Jónssonar og fræðsluráðsmanna hvar í flokki sem þeir stóðu. Hygg ég að þar hafi tvennt komið til. Annars veg- ar hafði Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, óvenjulega reynslu og góða yfirsýn um fræðslumál í Reykjavík og tillögur þær sem hann lagði fram mótuðust af þvi, ásamt víðsýnni framfarastefnu í menntamálum. Hins vegar töldu fræðsluráðsmenn, þótt margir þeirra væru í fremstu röð stjórn- málamanna — eða var það e.t.v. einmitt vegna þess? — sig ekki yf- ir það hafna eða upp úr því vaxna að hlýta leiðsögn hans. Okkur sem vorum samstarfs- menn Jónasar B. Jónssonar verður hann þó ekki aðeins minnisstæður sem leiðtogi í skólamálum, heldur einnig sem góður vinur og félagi á glaðri stund. Þannig eigum við margar góðar minningar þar sem hann var hrókur alls fagnaðar á góðra vina fundi utan skóla og skrifstofu, heima og heiman í skólastjóraferðum erlendis. Eiga margir honum og hans ágætu konu, Guðrúnu Stephensen, þökk að gjalda fyrir ánægjulegar sam- vistir á slíkum stundum. í hugum frjálslyndra skóla- manna held ég það takmark öllu ofar, að þau ómetanlegu verðmæti sem í menntun felast, verði ekki séreign fárra, heldur sameign fjöldans. Mér finnst að Jónasi B. hafi tekist að nálgast uppfyllingu þessa markmiðs á fræðslustjóra- árum sínum í Reykjavík. Nokkur gamalmenni í hugsun mæna með tregablandinni eftirsjá á háar einkunnir, sem sagt er, að þau þrjátíu ungmenni hafi hlotið er á fyrri tíð voru útvalin úr hverjum aldursflokki á íslandi til menntakólanáms. Er þó sannast sagna, að sú einkunnagjöf segir fátt um samhengi í íslenskri menntunarþróun, hvort. sem litið er á gæði þeirra menntunar, sem hún átti að mæla, eða úrtak þeirra nemenda, sem hún átti að velja. Sé horft á slíkar einkunnir einar sér, eru þær eins og bára á úthafinu, þar sem ekki er viðmiðun af neinni strönd. Fjandmönnum þeirrar stefnu, að menntun verði eign fjöldans, en ekki sérréttindi fárra, þessum bölsýnismönnum sem alltaf eru að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að öll menntun — sérhæfð og almenn — sé á niöurleið, væri hollt að minnast þeirra orða Stefáns Zveigs „að hinir fáfróðustu nú í dag vita þús- und sinnum meira en mestu vitr- ingar feðra vorra". Ég hygg ekki ofmælt að Jónas B. Jónsson hafi í starfi sínu sem fræðslustjóri stuðlað að slíkri framþróun í menntamálum í Reykjavík og að miðað hafi nokk- uð á leið. Það liggur hins vegar í hlutarins eðli að endanlegum áfangastað verður sem betur fer aldrei náð, því hver áfangi sem næst opnar útsýn til nýrra markmiða á þrotlausri vegferð mannsins til meiri þekkingar og aukins þroska. Fyrir skömmu heimsótti ég Jón- as B. á sjúkrahús þar sem hann hafði þá nýlega gengist undir erf- iða læknisaðgerð. Glaður var hann og reifur og þá strax á góðum batavegi. Þótt mér fyndist maður- inn hlaðinn orku, svo sem hann á vanda til, hefði ég þó ekki að óreyndu búist við að hann efndi til vinafagnaðar á sjötíu og fimm ára afmæli sínu að nokkrum dögum liðnum. Margt afmælisbarnið hefði af minna tilefni kunngert, að það væri „að heiman í dag“. En það var eftir Jónasi B. að þarna léti hann mér skjátlast hrapallega. Hann stendur einmitt á þessum merkisdegi keikur og glaðbeittur að fagna vinum og gömlum samstarfsmönnum. Það má svo sem enn þá þekkja hann fyrir sama mann og hann áður var. Hjartanlega óska ég afmælis- harninu, Jónasi B., frú Guðrúnu, konu hans og fjölskyldu þeirra til hamingju á þessum degi. Kristján J. Gunnarsson ísland hefur verið numið öðru sinni á 20. öld. — Búseta í landinu hefur gjörbreyst á síðastliðnum 100 árum; atvinnuhættir og þjóðlíf tekið algerum stakkaskiptum. Nýtt samfélag, nýtt ísland hefur orðið til, reist efnahagslega á fisk- veiðum, iðnaði af ýmsu tagi, versl- un og þjónustu. Hinir fornu þjóð- lífshættir til sjávar og sveita, sem tengdust sjálfsþurftarbúskap við frumstæð verkskilyrði, mega heita úr sögunni. Landbúnaður, aðal- bjargræðisvegur þjóðarinnar um aldir, gegnir nú veigalitlu hlut- verki í þjóðarbúskapnum miðað við það sem áður var. Þessi gjör- breyting íslenska samfélagsins gekk mishratt fram; stundum virtist flest í sama farinu heila áratugi, einkum framan af því aldarskeiði, sem hér er haft í huga. En svo komu tímabil þegar flest gekk úr skorðum, einstakl- ingar og hópar manna tóku sig upp og lögðu út í óvissuna. Mesta heljarstökkið tók þjóðin í heims- styrjöldinni síðari 1939—1945. Hernám íslands af Bretum í maí 1940 markar tvímælalaust ein mestu þáttaskil í sögu landsins á síðari öldum. Síðan þá finnst mér fátt hafa verið alveg með sama brag og áður hjá þessari þjóð. Breytt búseta fólksins I landinu er augljósasta einkenni hins nýja íslands. Þéttbýli myndast við strendur þar sem hafnarskilyrði voru góð og aðrar aðstæður hag- kvæmar. Fjölmennust varð byggð- in á Faxaflóasvæðinu og kjarni hennar, Reykjavík, — höfuðborg hins endurreista íslenska ríkis. Landnámsfólkið sem tók þátt í þessum búferlaflutningum þurfti í mörgu að snúast. Flest varð að reisa frá grunni, ekki aðeins íbúð- arhús heldur nær allar sameigin- legar byggingar, svo sem kirkjur, sjúkrahús og skóla. Þjóðinni fjölg- aði ört eins og jafnan gerist á breytingarskeiðum sem þessum. Ný þjóðfélagsleg bygging var í smíðum. Mikið valt á hvernig til tækist að leggja undirstöður hins unga samfélags, hvaða svipmót myndi byggingin fá — hvernig yrðu stafnar hennar, burstir og þil. Eða yrðu engar burstir — að- eins flöt þök? Þessar og aðrar svipaðar vanga- veltur sóttu á hugann þegar ég frétti frá sameignlegum kunningj- um nú í vikunni, að Jónas B. Jón- asson, fyrrv. fræðslustjóri Reykja- víkurborgar, ætti 75 ára afmæli um þessar mundir. Ástæða fyrir þessum hugrenningatengslum við afmæli Jónasar er í rauninni harla augljós ef nánar er að gáð. Jónas B. Jónsson er fyrsti fræðslustjóri Reykjavíkurborgar og bar það starfsheiti í mörg ár áður en það var lögfest fyrir önn- ur fræðsluumdæmi með fræðslu- lögunum, sem tóku gildi 1974. Jónas varð kennari við Laug- arnesskólann þegar sá skóli tók til starfa, rétt fyrir 1940, en mun fljótlega hafa byrjað störf á veg- um Reykjavíkurborgar, að annast skipulags- og þjónustustörf í þágu skóla í borginni. Borgarbúum fjölgaði mjög hratt á þessum árum og hlutfallstala barna af íbúatölu mjög há. Hélst svo allt fram á síðastliðinn áratug. Mér þætti líklegt að íbúatala Reykjavíkurborgar hafi tvöfaldast eða vel það á tímabilinu 1940 til 1970. Á sama tíma varð geysiör íbúaaukning í nágrannasveitarfé- lögum, en sú þróun hlaut á ýmsan hátt einnig að auka þjónustuþörf- ina í Reykjavík, ekki síst á sviði skóla- og fræðslumála. Mér er ókunnugt í einstökum at- riðum hvernig starf fræðslufull- trúans þróaðist á þessum fyrstu árum. Frá þeim tfma er þá áreið- anlega mikil saga um byrjunar- örðugleika og brautryðjendastarf sem vonandi verður forðað frá gleymsku. Þegar undirritaður fór að kynn- ast af eigin raun starfsemi skrif- stofunnar um miðjan 6. áratuginn, er hún allöflug orðin. Þar er í senn námsstjórn fyrir skylduskóla borgarinnar og séð um rekstur þeirra af hálfu Reykjavíkurborg- ar. Borgin var lengi framan af eina sveitarfélagið á landinu sem veitti slíka þjónustu, sérstaklega á eigin vegum. Hér var því um forgöngu- starf að ræða, sem tvímælalaust hafði víðtæk áhrif á störf kennara og starfshætti skóla langt út fyrir borgarmörkin. í upphafi máls leyfði ég mér að tala um nýtt landnám Islands á síðustu 100 árum og alveg sér- staklega frá lokum seinni heims- styrjaldar. Hvergi var landnámið stórfelldara en í höfuðborginni og óvíða eða hvergi var efnt í fleiri eða öflugri uppistöður sem mynd- uðu vef þeirrar samfélagsgerðar, sem var í sköpun. Einmitt á sviði uppeldis, fræðslu og menntunar hlaut að reyna á hæfni, dug og skilning fólksins sem bjó lífi sínu við gjörbreytta atvinnu- og félags- hætti. Jónas B. Jónsson var sökum starfa sinna einn af forystumönn- um landnámsaldar hinnar nýju að leggja grunn fræðslustofnana og móta starfshætti þeirra. Fólkið stóð andspænis nýjum verkefnum og ólíkum í ótryggum heimi. Fáir munu mæla því gegn að margt hafi í umróti undanfar- inna áratuga farið miður en skyldi í félags- og uppeldismálum þess- arar þjóðar. Það á að sjálfsögðu ekki síst við um Reykjavíkurborg. En það hefur líka margt verið ákaflega myndarlega gert; af stórhug, haldgóðri þekkingu á skólastarfi og einlægum vilja til að skila framtíðinni undirstöðu- stofnunum sem væru færar um að sinna nýjum verkefnum og sam- félagskröfum. Ég þykist stöðugt öruggari í þeirri skoðun minni að Jónasi B. Jónssyni hafi lánast að skila farsælu mótunarstarfi í upp- eldis- og skólamálum Reykjavík- urborgar, einmitt þegar mest reið á að vel tækist til. „Smekkurinn sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber.“ Mig langar að nefna hér tvö, þrjú málefni frá skólastarfi í borginni þessu áliti mínu til stuðnings. Ég hlýt að telja stofnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.