Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Leiðindaveður á Raufarhöfn Kaufarhofn, 7. aprfl. LEIÐINDAVEÐUR er á Raufar- höfn í dag, mikill skafrenningur og éljagangur. Ekki hefur verið flogið frá því á annan dag páska, og bíða 26 manns flugs, skólafólk og fleira fólk. Vegna ótíðar hafa hrogn- kelsaveiðar gengið brösuglega, veiði hefur verið lítil, og bátar átt erfitt með sókn, og hafa net því legið allt upp í 10 daga í sjó. Lítið hefur veiðst af rauðmaga enn sem komið er. Þá hefur skóiahald enn ekki hafist eftir páska vegna veðurs, en skóli átti að hefjast að nýju í fyrradag. Kennarar ýmsir, sem fóru til sinna heima yfir bæna- dagana, hafa ekki komist hingaö vegna ófærðar í lofti og á landi. Þó er vegurinn um Sléttu greiðfær, enda hefur ekki fest á honum snjó síðan hann var lag- færður. Hins vegar teppist oft inn í Skörðum við Kópasker, og illfært er á Tjörnesi og þess vegna hefur mjólkurbíll ekki komist hingað frá Húsavík. Helgi Kalt en bjart á Sauðárkróki Saudárkróki, 7. aprfl. ÞÓTT ÓVEÐUR hafi geisað um mestallt Norðurland hafa Sauð- krækingar orðið þess lítt varir. Að vísu blæs hann kalt að norðan, en hér hefur ekkert snjóað undan- farna daga og verið bjart til lofts- ins og stundum jafnvel sólskin. Flugleiðir hafa flogið hingað sam- kvæmt áætlun alla daga. Vegir í héraðinu eru flestir færir, þó mun ófært vera um Blönduhlíð og vegurinn frá Hofsósi til Siglufjarðar er alveg ófær. Varðskip kom hingað í dag og tók 20—30 manns til Siglu- fjarðar sem hér voru veður- tepptir. Þótt veðrahamur af norð- austri sé fyrir Norðurlandi er það oft að hann nær ekki til okkar. Segja fróðir menn að það sé Tröllaskaga að þakka, sem veiti okkur skjól fyrir norðaust- anáttinni. Drangey, einn af togurum Út- gerðarfélags Skagfirðinga, kom inn í gær með 120—130 tonn, mest þorsk. Áður landaði Skafti 120 tonnum, aðallega karfa. Kári Snjólétt fram að páskahreti Húsavfk, 7. aprfl. SNJÓLETTUR mun líðandi vetur verða kallaður, þó nú með páska- hretinu hafi sett niður töluverðan snjó og þann mesta sem komið hefur á vetrinum. Ófært er fyrir bíla nema um aðalgöturnar, en þeim hefur verið haldið opnum með tíðum mokstri og hafa hér sést menn fara á skíðum til vinnu. Sérleyfisbíllinn fór til Akur- eyrar í fyrrakvöld og kom til baka í gær í samfloti við vöru- flutningabíl frá Kópaskeri, sem ekki komst lengra og verður að bíða hér batnandi veðurs. Flug gekk vel fram á annan páskadag og fór flugfélagið þá fjórar ferð- ir, en áætlaði tvær ferðir á þriðjudag, en þær eru enn ófarnar og nú bíða um 20 manns eftir flugfari til Reykjavíkur. Það má heita að samfelld snjókoma hafi verið í dag, þó aðeins hafi rofað til stutta stund eftir hádegið. Útlit er ekki gott með að þeir farþegar sem bíða fái byr í dag og ef flugið dregst til morguns, þá stækkar hópur- inn. Fréttaritari Lokið breytingu á stöðumælum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eft- irfarandi fréttatilkynning frá gatna- málastjóra: Lokið er við að breyta stöðumæl- um fyrir fimm kr. mynt. Umferðar- deild vill vekja athygli á því, að gjald í stöðumæla er nú fimm krón- ur alls staðar í borginni fyrir hverj- ar byrjaðar þrjátíu mínútur. Ráðherrarnir farnir í kosningaslaginn ÞAÐ VERÐUR ákaflega lítið um ríkisstjórnarfundi á næstunni. Næsti fund- ur verður ekki fyrr en á þriðjudag og þá mæta utanbæjarmennirnir ekki. Það er útilokað þar sem við erum allir á framboðsfundum. Ég hef ekki trú á að þessi mál verði afgreidd, þau hljóta að bíða fram yfir kosningar," sagði Kagnar Arnalds fjármálaráðherra, er Mbl. spurði hann hvort og þá hvenær vænta mætti bráðabirgðalaga vegna fjáröflunar til Vegasjóðs, sem reiknað var með að gefin yrðu út samhliða vegaáætlun. Þá var hann spurður hvað liði almennum efnahagsráðstöfunum, sem verið hafa til umfjöllunar í rfkisstjórn- inni. Ragnar sagði að bráðabirgða- lagasetningin vegna vegamálanna væri mál sem lægi ekki nægilega ljóst fyrir. Hann kvað það nokkuð augljóst að mál þessi yrðu látin bíða afgreiðslu, enda yrðu ráðherr- arnir mjög lítið í bænum fram að kosningum. „Við getum það hreint ekki vegna framboðsfunda og kosn- ingaundirbúningsins," sagði hann. Loðnu rak á land við Skúlagötu Bendir ekki til meiri loönugengdar en við höfum reikn- ad með, segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur NOKKUÐ af dauðri loðnu rak á fjör- ur við Skúlagötu í gær og hefur það ekki gerzt áður svo vitað sé. Þá hafa sjómenn orðið varir við talsvert af loðnu víða við landið. Að sögn Hjálm- ars Vilhjálssonar, fiskifræðings, bend- ir þetta ekki til þess, að um meiri loðnu hér við land sé að ræða, en mælingar fiskifræðinga segja til um. Hjálmar sagði, að loðnan, sem rak á land við Skúlagötuna, væri loðna, sem líklega hefði hrygnt á Faxaflóa, hugsanlega á Sundunum. Sagði hann sér ekki kunnugt um að þarna hefði loðnu rekið áður. Hins vegar væri það algengt að dauða loðnu ræki á land í álandsvindi. Loðnan hrygndi aðeins einu sinni og dræpist síðan og ræki þá eftir vindum og straumum. Hvað varðaði fullyrðingar sjómanna um mikla loðnugengd, sagði hann, að það benti ekki til þess, að meira væri um loðnu, en mælingar fiskifræð- inga segðu til um. Samkvæmt þeim væri hrygningarstofninn á milli 200.000 og 300.000 lestir, en talið væri að hann þyrfti að minnsta kosti að vera 400.000 lestir til að skynsamlegt væri að veiða úr hon- um nú. Það væri heldur ekki óeðli- legt að menn yrðu varir við nokkuð af loðnu nú, þegar hún væri að Gæzlunni þakkað SENDIRÁÐ Dana á íslandi hefur fært Landhelgisgæslunni þakkir fyrir frækilegt björgunarafrek er þyrlan TF-RAN sótti slasaðan sjó- mann af danska björgunarskipinu Fylla á haf út undan Vestfjörðum í fyrradag. Danski sjómaðurinn gekkst undir aðgerð á Borgarspít- alanum samdægurs og tókst hún vel. Hann fer heim til Danmerkur í dag flugleiðis. hrygna, en hrygningartími hennar væri talinn frá því í marz og fram í apríl. Norsk herflugvél. Myndin er tekin við Ísland £ stríðsárunum. Sýning á minjum leyni- legrar blaðaútgáfu í Noregi LAUGARDAGINN 9. aprfl verður opnuð í anddyri Norræna hússins sýning um leynilega blaðaútgáfu í Noregi og þátt hennar í norskri andspyrnuhreyfingu, meðan á hernámi Noregs stóð 1940—45. Sýningin er að meginhluta ar Kjell Larsgaard frá sama fé- byggð á efni af sýningu, sem há- skólabókasafnið í Osló setti upp vorið 1980, en sú sýning var síð- an m.a. sýnd í Frihedsmuseet (Frelsissafninu) í Kaupmanna- höfn. Þeir sem hafa séð um efn- isval og skýringatexta eru Erl- ing Gronland, bókavörður við stríðsprentsdeildina, og Hans J. Luihn, frá félagi ieynilegu blaða- útgáfunnar, og honum til aðstoð- lagi. Að sýningunni í Norræna hús- inu standa, auk háskólabókas- afnsins í Osló og Félags leyni- legu blaðaútgáfunnar, Sendiráð Noregs á íslandi, Landsbókasafn íslands og Norræna húsið. Sýningin stendur út apríl og er öllum opin á venjulegum opnunartíma hússins. Hróður Mezzoforte berst vfðar um Evrópu: Hljómsveitin komin inn í „topp-50“ hjá Hollendingum Lag þeirra valið sem kynningarlag í heimsmeistarakeppni í diskódansi Hróður Mezzoforte berst nú víðs vegar um Evrópu í kjölfar frágeng- inna samninga við plötufyrirtæki. Morgunblaðið hafði í gærkvöld spurnir af því, að breiðskífa hjóm- sveitarinnar væri nú komin inn á „topp-50“ listann hjá Hollendingum, nánar tiltekið í 46. sætið. Þá hafa lög Mezzoforte og verið leikin iðulega í frönskum útvarps- stöðvum. Þar í landi er hins vegar ekki um neinn opinberan vin- sældalista að ræða og því erfitt að henda reiður á vinsældir ein- stakra hljómsveita. Verður þar helst stuðst við svonefnda „play- lists" útvarpsstöðvanna. Fregnir þessar berast á sama tíma og heldur virðist tekið að halla undan fæti hjá Mezzoforte í Bretlandi eftir velgengnina á und- anförnum vikum. Á nýjasta vin- sældalistanum, sem birtur var í gærmorgun, hafði tveggja laga platan dottið niður um sjö sæti, úr 19. niður í 26. sæti. Þá hafði breiðskífan, sem menn höfðu spáð meira langlífi á listanum, einnig hrapað niður um sex sæti, úr 23. í það 29. Fyrir skemmstu var gengið frá samningum við plötufyrirtæki í Japan um útgáfu platna Mezzo- forte, en þess má geta að Japan er alla jafna annar stærsti plötu- markaður heims á eftir Banda- ríkjunum. Algengt er að sala vin- sælla platna í Bretlandi fimm- eða sexfaldist í Japan. Að sögn Jónatans Garðarssonar hjá Steinum á nú aðeins eftir að ganga frá samningum við aðila í Frakklandi, S-Afríku og Banda- ríkjunum. Gengið hafi verið frá samningum á öllum öðrum stærri mörkuðum. Þessa dagana er verið að vinna við gerð plötu, sem inniheldur bestu lögin af þremur fyrstu breiðskífum Mezzoforte. Henni er ætlað að koma á markað í Bret- landi innan skamms og þá er fyrirhuguð útgáfa lítillar plötu um svipað leyti og hljómsveitin Jeggur upp í 7 vikna tónleikaferðalag sitt um Bretland. Loks má geta þess, að lag Mezzoforte, Garden Party, hefur verið valið sem einskonar þemalag úrslitakeppni heiinsmeistara- keppninnar í diskódansi, sem fram fer í Empire Ballroom við Leicester Square í Lundúnum í sumar. Undankeppni fyrir þessa keppni verður háð í veitingahús- inu Broadway i júní í sumar og er skráning þegar hafin. U tanr íkisráðherr- ar á fundi í Osló FUNDUR utanríkisráðherra Norður- landa var haldinn i Osló hinn 24. marz sl. Eru slíkir fundir haldnir tvisvar á ári, segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Samkvæmt venju ræddu utan- ríkisráðherrarnir óformlega helztu alþjóðamál svo sem samskipti austurs og vesturs, afvopnunarmál, þ.á m. kjarnavopnalaus svæði, Madrid-ráðstefnuna, ástandið í Miðausturlöndum og sunnanverðri Afríku svo og efnahagsástandið í heiminum. Næsti fundur utanríkisráðherra Norðurlanda verður haldinn í Stokkhólmi dagana 5. og 6. sept- ember 1983. Snæfellsnes: Þungfært um páskaleytið Stykkishólmi, 3. apríl, páskadag. EFTIR því sem næst verður komist eru fjallvegir á Snæfellsnesi alveg ófærir. Heydalur er ófær eftir því sem bflstjórar á áætlunarbflunum sögðu mér. Rútan á Snæfellssnesi lagði af stað frá Reykjavík í gær kl. 13. Var ekið á 3 rútum því alls voru með 150 farþegar sem ætluðu að eyða páskadeginum á Snæfellsncsi. Uni kl. 6 um kvöldið komust bílarnir að Vegamótum í Miklaholtshreppi, en þá var brostin á hríð og versta veður. Var þá þegar sýnt að ekki yrði farið yfir Kcrlingarskarð, enda smábflar þar fastir og fólkið hafði gengið til byggða. Áætlunarbíll átti að fara frá Grundarfirði og Stykkishólmi og var sá bíll með yfir 25 farþega og ætlaði sér að fara skarðið. Lagði hann af stað frá Stykkishólmi tæplega hálf sjö um kvöldið en varð sökum ófærðar að snúa við í svo- kallaðri „efri sneið" í Kerlingar- skarði. Var þá ákveðið að reyna að fara um Skógarströnd og Heydal suður, og vitað var að færð var mjög farin að þyngjast um Heydal. Bílarnir sem voru á Vegamótum gerðu slíkt hið sama, þeim var snú- ið við og farið var um Heydal, en þá var færð orðin mjög erfið í Eyj- arhreppi og víðar. Komust þeir loks til Stykkishólms um k) 2 í nótt, aðfaranótt páskadags. Tveir héldu áfram með farþega á útnesið og komust þeir ekki nema í Ólafsvík, enda Ennisvegur ófær því á hann hafði fallið snjóskriða sem ekki var hægt að moka vegna illviðris. Komu þeir til Ólafsvíkur kl. rúm- lega 4 um nóttina. Það er að segja af bílnum sem var á leið til Reykja- víkur að hann komst um Heydal þó ill væri færðin en til Reykjavíkur var ekki komið fyrr en undir kl. 7 í morgun. Var þá margur feginn. í Ólafsvík og Sandi biðu í morg- un 28 manns sem ætluðu suður til Reykjavíkur. Ekki var hægt að sækja farþega til Hellissands sök- um skriðunnar sem var á veginum og urðu farþegar af Sandi að fara fótgangandi til að komast í bílinn sem beið í Ólafsvík. Var þá reynt að komast Fróðárheiði en það tókst ekki sökum erfiðrar færðar og var þá brugðið á það ráð að fara sömu leið og áður, eða um Heydal og suð- ur. í dag er aftur á móti gott veður, logn að mestu og léttskýjað. Nú eru hér margir ferðamenn á Snæfellsnesi sem hafa hugsað sér að komast suður á morgun. Er því líklegt að vegagerðin láti moka svo hægt verði að komast á leiðarenda og það taki ekki eins mikinn tima og í nótt. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.