Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 48
rs ____fcuglýsinga- síminn er 2 24 80 ^/\skriftar- síminn er 830 33 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Páskahret á undanhaldi KKAKKARNIR f Hrísey undu glöð við sitt í brekkunni ofan við höfnina um páskana enda veður ágstt til útivistar. Frá páskum hef- ur hins vegar verið stórhríð á Norðurlandi, samgöngur verið erf- iðar og skólum verið lokað svo dæmi séu nefnd. í dag er búist við að veður verði svipað á landinu og verið hefur síðustu daga. Þó er þess að vænta að dragi úr norðan- áttinni er líður á daginn og hún verði að mestu gengin niður á morgun. Eftir helgina er búist við að veður fari að breytast. Gera má ráð fyrir frosti á landinu í dag, en hiti fer þó yfir frostmark á sunnan- verðu landinu meðal sólin skín. Byggingarsjóður ríkisins: Lánshlutfell komið niður í 12% byggingarkostnaðar — ef opinber gjöld og verðrýrnun lána á útborgunartíma eru tekin með í heildardæmið Brotizt inn í Útvegsbank- ann í Keflavík Fíkniefnasalar staðnir að verki BROTIST var inn í útibú Útvegs- banka íslands í Keflavík í fyrrinótt. Skemmdir voru unnar, en einskis er saknað. Á skírdag stóðu lögreglu- menn tvær íslenzkar konur að verki við sölu á fíkniefnum. Brotinn var upp skápur í Út- vegsbankanum í fyrrinótt og gerð tilraun til að brjóta upp læstar skúffur, en samkvæmt heimildum Mbl. höfðu innbrotsþjófarnir ekk- ert upp úr krafsinu. Innbrots- manna var leitað í gær, en án árangurs. Eins og fyrr segir höfðu þeir ekki árangur sem erfiði, en nokkrar skemmdir urðu á innrétt- ingum og innbúi bankans. Tvær íslenzkar konur voru staðnar að sölu á hassi á Aðal- stöðvarplaninu í Keflavík á anna- tíma á skírdag. Höfðu þær selt er- lendum manni hass og fundust í fórum þeirra 30-40 grömm af hassi. Bæði eru mál þessi í rann- sókn. Austfirðir: Óvenjumörg heilahimnu- bólgutilfelli Óvenju margra heilahimnubólgu- tilfella hefur orðið vart á Austfjörðum að undanförnu. Hafa sjö eða átta börn veikst og eitt látist af völdum sjúkdómsins, að því er Eggert Brekk- an, yfirlæknir við Fjórðungssjúkra- húsinu á Neskaupstað, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkveldi. Eggert sagði flest heilahimnu- bólgutilfellin hafa komið upp á suðurfjörðum Austfjarða, en þó væru engin tengsl á milli sjúk- dómstilfellana og því alls ekki um faraldur að ræða. Sagði Eggert á hverju ári koma upp á landinu nokkur tilfelli, og réði tilviljun því ein að svo mörg börn hefðu veikst á Austfjörðum nú. Börnin sem hafa veikst sagði hann ekki hafa verið á neinum sérstökum aldri, ekki frek- ar ungbörn en stálpaðri hefðu veikst. Eggert sagði börn þau er veikt- ust ýmist hafa verið flutt til Reykjavíkur á sjúkrahús eða til Neskaupstaðar, en heilahimnu- bólga væri alltaf alvarleg og þyrfti meðhöndlunar á sjúkrahúsi við, en bakteríur hafa valdið þeim tilfell- um sem vart hefur orðið á Aust- fjörðum að undanförnu. Lánshlutfall Byggingarsjóðs, þ.e. hins almenna húsnæðislánakerfis, er komið niður í um 12% af byggingar- kostnaði, ef tekið er tillit til verðrýrn- unar húsnæðislána á þrískiptum út- borgunartíma þeirra og opinber gjöld eru meðreiknuð í staðalverði, sem við er miðað. Lánshlutfall til kaupa á eldri fbúð er að hámarki helmingur lána til nýbyggingar. Þetta lánshlut- fall hefur aldrei verið lægra í sögu Byggingarsjóðsins. — Höfuðvandi Byggingarsjóðs ríkisins er sá að með lögum frá 1980 var hann sviptur meg- intekjustofni sínum, 2% iaunaskatti, | en þessi pólitíska ákvörðun hefur mjög þrengt lánagetu hans. Húsnæðismálastjórn samþykkti í júnímánuði sl. aö sleppa öllum opinberum gjöldum í verðútreikn- ingi staðalíbúða, sem lán eru miðuð við, þ.e. gatnagerðargjaldi, skipu- lagsgjaldi, byggingarleyfisgjaldi, heimæðagjaldi, gjaldi vegna Hita- veitu Reykjavíkur, heimæðagjaldi Rafmagnsveitu, gjaldi vegna hol- ræsa og neyzluvatns og iðgjaldi af brunatryggingu. Lán úr hinu al- menna húsnæðislánakerfi (Bygg- ingarsjóði) vóru síðan ákveðin 19,4% af verði staðalíbúðar, þannig útreiknuðu. Ef lánahlutfall þetta er miðað við raunverð, þ.e. ef tekið er tillit til hinna opinberru gjalda, verður það aðeins 17,4% af staðal- verði. Þetta lánahlutfall lækkar enn í raun fyrir þá sök, að útborgun láns er þrískipt, fyrsti hluti er greiddur 3 mánuðum eftir að íbúð verður fokheld, og síðan eru 6 mán- uðir á milli útborgana. Miðað við 70% verðbólgu verður 19,4% láns- hlutfall, þegar lán er ákveðið, að 13,3% raunkostnaðar og 17,4% lánshlutfall að 12,1%, sem mun vera lang lægsta lánshlutfall í sögu Byggingarsjóðs ríkisins. Verðbólgu- spá frá upphafi til loka árs 1983 er 70—75%, ef engar efnahagsráðstaf- anir koma til. Lánahlutfall var 28% 1955 og nálægt 45% 1971. Lán vegna fokheldra íbúða janú- ar/marz 1983 munu hafa verið frá kr. 211.000,- til kr. 363.000.-, eftir fjölskyldustærð. Lán miðað við fjöl- skyldustærð 2—4 var kr. 268.000.- Er það miðað við húsnæði sem er að stærð u.þ.b. 110 fermetrar eða 384 rúmmetrar. Sjá kafla úr stefnuskrám flokk- anna í húsnæðismálum á bls. 20. Skagafjörður: Selavöður sem fjárhópar væru B* á Höfðaströnd, 7. aprfl. STÓRHRÍÐ geisar nú um útsveitir Skagafjarðar og þykir okkur páskahretið lengi að ganga yfir. í útsveitum hefur aðeins einn og einn dagur komið bjartur um hálfsmánaðar tíma. Og hríðarbyljir oft geisað. Mjólkurbíll sem fer heim á flesta bæi þarf að hafa keðjur á öllum hjólum, og stundum er honum ekki fært nema með hjálp ýtu. Snjógöng eru mikil og fyllast þau fljótt. í framhéraði er ástandið betra en þó mjög óstillt. Nýlega er vitavörður á Málmey á Skaga- firði, Kjartan Hallgrímsson, fór í eyna sem nú er óbyggð, sá hann selavöður eins og fjárhópar væru. Náði hann níu selum og missti nokkra í botninn, en selir voru hvar sem litið var. Þeir, sem stunda grásleppuveiði frá Hofsósi ennþá á djúpi vatni, fá mjög lítið, en seli fá þeir marga í netin. Togarar koma með um 100 tonn hver af skrapfiski.— Björn Ríkisstjórnin: Kosningasnjómokst- ur lyrir 10 millj. kr. Á ríkisstjórnarfundi fyrr í þessari viku var samþykkt aö auka snjómokstursheimildir fram yfir kosningar. Vegagerð ríkisins er með þessu heimilað að fara að óskum fulltrúa stjórnmála- flokkanna í hverju kjördæmi um sérstakan snjómokstur til að greiða fyrir kosningafundahöldum og undirbúningi. Miðað er við þau mörk að snjómokstur verði í hæsta lagi helmingi tíðari en er við venjulegar aðstæður. Að sögn fjármálaráðherra, Ragnars Arnalds, er reiknað með að verja hámark 10 milljónum króna til kosningasnjó- mokstursins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.