Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 13 Jón Steinar Gunnlaugsson Kosinn formað- ur Lögmanna- félags íslands AÐALFUNDUR Lögmannafélags fs- lands var haldinn 25. mars sl. For- maóur var kosinn Jón Steinar Gunn- laugsson, hrl. Aðrir í stjórn eru Skúli J. Pálmason, hrl., Þórður S. Gunnarsson, hrl., Hallgrímur B. Geirsson, hdl., og Gísli Baldur Garðarsson, hdl. Framkvæmda- stjóri er Hafþór Ingi Jónsson, hdl. Félagsmenn eru nú alls 264, þar af 115 hæstaréttarlögmenn og 149 héraðsdómslögmenn. Heiðursfé- lagi er Rannveig Þorsteinsdóttir, hrl. (Frétlatilkynning.) Húsgagna- og inn- réttingaframleiðendur: Búast má við fjölda- uppsögnum Á NÝLEGUM fundi Félags hús- gagna- og innréttingaframleiöenda var einróma samþykkt ályktun þar sem m.a. segir að verði ekki gripið til róttækra aðgerða nú þegar megi bú- ast við fjöldauppsögnum í greininni og iafnvel stöðvun fyrirtækja. I ályktuninni segir ennfremur að ástæðan fyrir þessu slæma ástandi sé óðaverðbólga og aðgerðarleysi stjórnvalda í að bæta samkeppnis- aðstöðu innlendrar framleiðslu til jafns við erlenda keppninauta eftir inngöngu fslendinga í EFTA. Þá skoraði fundurinn á alþingi og stjórnvöld að láta þessi mál til sín taka því að efnahagsvandi þjóðar- innar verði vart leystur nema með eflingu íslenskrar framleiðslu. KrétUtilkynning Dalvík: Óvenjumikill afli togara Dalvík, 6. apríL UNDANFARNA daga hefur óvenju- mikill afli borist á land af togurun- um á Dalvík. í gær, 5. apríl, var landað úr Björgvin 180 tonnum, í dag er verið að landa úr Baldri 70 tonnum og á morgun á að landa 130 tonnum úr Björgúlfi. Þessir togarar liggja nú allir í höfn vegna illviðris úti fyrir. Mestur hluti afla togaranna er þorskur. Nú eru farnir sex bátar héðan til netaveiða, ýmist af Snæfellsnesi eða suður fyrir land. Heima eru þá aðeins eftir þrír bátar, sem lögðu netin hér fyrir norðan, eftir að páskastoppi lauk. — Fréttaritarar. JNNLENT Sparisjóður Glæsibæjarhrepps í nýtt húsnæði SPARISJÓÐUR Glæsibæjarhrepps hefur flutt í nýtt húsnæði. Sjóðurinn var stofnaður áriö 1908 og verður því 75 ára um þessar mundir. Afgreiðsla sjóðsins var lengi að Hlöðum og Moldhaugum í Glæsi- bæjarhreppi, en hefur nú um ára- tugaskeið verið á Akureyri. Lengi var hann í leiguhúsnæði á ýmsum stöðum í bænum, allt til ársins 1968 að hann flutti í eigið húsnæði að Brekkugötu 7, en þar hefur hann verið síðan. Nú var þetta húsnæði orðið of þröngt og ákvað stjórn sjóðsins því að kaupa jarðhæð í húseigninni Brekkugötu 9, Akureyri. Verið er að ljúka við innréttingu fyrir starfsemi sjóðsins og var af- greiðslan opnuð þriðjudaginn 5. apríl sl. Heimili um stundarsakir Merkjasala 8. og 9. apríl Póstgírónúmer: 44400-6 Kvennaathvarfið er opið allan sólarhringinn, alla daga. Þar er alltaf einhver til að veita aðstoð þeim konum sem beittar hafa verið ofbeldi. Konurnar geta haft börn sín með sér. Tökum höndum saman. Tryggjum framtíðarhúsnædi Kvennaathvarfsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.