Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 19 Sálfræðideildar skóla, við Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur haustið 1960, eina af gagnlegri að- gerðum til stuðnings góðu og mannúðlegu skólastarfi í borginni. Mér er að vísu málið skylt þar sem ég var forstöðumaður sálfræði- þjónustu skólanna frá byrjun og fram á árið 1971. Nokkrar atrenn- ur höfðu verið gerðar árin á undan til að koma slíkri þjónustu á rekspöl en gengið nokkuð mis- jafnlega. Ég skal viðurkenna að ég var ákaflega smeykur við að taka þetta verkefni að mér og ekkert hefur mér enn í dag þótt tvísýnna og áhættusamara á minni starfs- ævi, enda var ég lítt í stakk búinn að taka að mér forystu fyrir svo ábyrgðarmiklu starfi. Það er ýkju- laust að fræðslustjórinn, sem frá upphafi átti mestan þátt í að þessi starfsemi komst á laggirnar, var þegar á reyndi jafnan sá sem hélt hlífiskildi yfir starfsemi sálfræði- deildarinnar á þessum árum. Hann umbar einnig af stöku jafn- aðargeði misjafnlega sanngjarnar kröfur og ádrepur af hendi for- stöðumanns. — En það er önnur saga. — Annað málefni, að visu skylt óbeint, segir e.t.v. meira um upp- eldisleg og kennslufræðileg við- horf Jónasar B. Jónssonar, en það mál sem að framan var nefnt. Þar á ég við kennslu tornæmra og lestregra barna og annarra frá- viksnemenda, sem nú á síðari ár- um eru gjarnan nefnd börn með sérþarfir. Á þessum árum tíðkað- ist, að ég held, í öllum skólum borgarinnar „röðun“ í bekkjar- deildir eftir meintri námshæfni, í yngri deildum raunar nær ein- göngu eftir lestrarkunnáttu og þá einkum leshraða. Umbótasinnar í skólamálum börðust á árunum upp úr 1950 mikið fyrir stofnun sérbekkjar- deilda til handa hinum ýmsu hóp- um afbrigðilegra nemenda. Þetta virtist óneitanlega skynsamlegt úrræði, bæði kennslufræðilega og sálfræðilega og auk þess að vera mannúðaratriði eða þannig mátti a.m.k. líta á málið. Jónas B. Jónsson var að vísu mjög áhugasamur um þessi mál- efni, sbr. stuðning hans við sál- fræðiþjónustu í skólum og var ör- ugglega annt um hag vanþroska nemenda. En fræðslustjórinn okkar var samt alltaf, að mér fannst — og ég vona ég sé ekki í þetta sinn að gera honum upp skoðanir — með ein- hverjar vöflur í þessu máli og efa- semdir um blessun þess fyrir námstrega nemendur að vera sett- ir í „hjálparbekk". Og ég má full- yrða að sú afstaða var ekki fyrst og fremst sprottin af sparnaðar- ástæðum. Hann skynjaði næmum skilningi að hin neikvæðu áhrif aðgreiningarinnar fyrir sjálfs- traust nemandans gátu vegið þyngra en ávinningurinn af því að njóta kennslu í fámennri bekkj- ardeild. Hér er ekki rúm að rekja þetta mikilvæga málefni nánar. En það er skemmst frá að segja, að þegar kom fram á 7. áratuginn fjölgaði sífellt þeim, sem studdu „blöndun" í bekki, og aðhylltust jafnframt þá skoðun að gæta skyldi mjög hófs að stofna sérbekkjardeildir, en auka því meir stuðningskennslu með sveigjanlegu sniði. Það sem mér persónulega þótti e.t.v. merkilegast i starfi Jónasar B. Jónssonar sem fræðslustjóra í höfuðborginni, var viðleitni hans til að efna til fræðslunámskeiða af ýmsu tagi fyrir kennara. Einn þáttur í þessu fræðslustarfi var að fá erlenda skólamenn, einkum frá Norðurlöndum, að halda hér nám- skeið eða a.m.k. flytja nokkra fyrirlestra um málefni sem ofar- lega voru á baugi í skólamálum hverju sinni. { þá daga var minna talað um endurmenntun en nú er og stundum heyrðist að þessi við- leitni væri hið versta bruðl og ein- ber sýndarmennska. — Ég hefi aldrei getað tekið undir það nöld- ur. — Ég er þvert á móti sann- færður um að okkur er brýn nauð- syn að halda nánu sambandi við nágrannaþjóðir okkar í V-Evrópu og Skandinavíu. Jónas B. Jónsson reyndi að opna okkur sýn til nýrra viðhorfa og halda leiðum opnum að sækja fróðleik út fyrir pollinn. Ég tel að á okkar tíð þurfi einmitt að gera nýtt átak í þessu efni og halda áfram af auknum krafti því fræðslustarfi sem Jónas B. Jóns- son hélt lifandi á árum áður. Um manninn og persónuleikann Jónas B. Jónsson mætti skrifa langt mál og væri vel við hæfi á afmæli sem þessu. Ég mun þó láta undan dragast, enda sannreynt að ég dugi lítt til slíkra verka. Get ég þó ekki stillt mig um að nefna, að mikið er ævinlega gaman að vera nærstaddur þar sem nafni minn er gestgjafi á góðri stund, hvort sem er hér heima eða á erlendri grund. Þar kemur til að Jónasi B. Jóns- syni er höfðingsskapurinn sjálf- runninn í merg og bein og kann því manna best að koma fram við slík tækifæri. Mér hefur í spjalli mínu hér að framan, í tilefni af 75 ára afmæli nafna míns, orðið tíðrætt um landnám og nýtt íslenskt samfélag sem verið hafi í mótun síðustu áratugi. Og mér þykir sem Jónas B. Jónsson sé meðal farsælli for- ystumanna í hópi landnema hinna nýju á 20. öld. Á okkar dögum er verk skóla ekki aðeins fræðslumiðlun í þröngri merkingu, heldur færist á þeirra hendur eða öllu heldur hendur kennaranna sífellt stærri hluti félagsmótunar og uppeldis, sem áður var á vegum heimilis og fjölskyldu. En einmitt við þessar aðstæður má ljóst vera hve mik- ilvægt var að njóta forystu dug- mikilla einstaklinga þegar verið var að ryðja nýjar brautir á þessu sviði. Það er sennilega ekki smekk- legt, en mig langar, nafni minn, að nota mér afmæli þitt til að koma á framfæri smávegis athugasemd almenns eðlis, sem stundum sækir á hug mér og raunar vísast að bor- 1 ið hafi á góma í viðræðum okkar á liðnum árum. Það er þá ekki í fyrsta sinn, sem þú verður að taka beint eða óbeint ábyrgð á rausinu í mér! Það hvarflar stundum að mér að nothæf formúla hafi ekki enn komið fram hvernig varðveita megi til frambúðar sjálfstætt og menningarlega hlutgengt nútíma þjóðfélag á íslandi. Við nafni minn, sem báðir erum sveitamenn og ólum aldur okkar til fullorðins- ára norðan heiða, viljum að sjálf- sögðu halda byggðahringnum og neitum því ábyggilega að við séum óvinir dreifbýlisfólks, hvort sem það býr inn til sveita eða út við sjó. En til þess að byggðahringur- inn haldist og i landinu búi hvar- vetna fólk, sem skynjar sig hluta af samofnu og heildstæðu menn- ingarþjóðfélagi, þurfa að vera til staðar viss skilyrði. Efnahagsleg verkaskipting milli landshluta ætti m.a. að verða skýrari og endurmat að koma til á félagsleg- um gæðum og ókostum mannlífs annars vegar í þéttbýli og hins vegar dreifbýli. Skynsamleg upp- bygging þjónustu á sviði fræðslu- og menntamála, félags- og heil- brigðismála er lykilatriði ef varð- veita á heildstæða menningu fólksins í landinu, halda byggða- hringnum í megindráttum og gera hvort tveggja án þess að við glöt- um efnahagslegu sjálfstæði okkar. Fámenni íslensku þjóðarinnar, ásamt með fjölmenni þéttbýlis- kjarnans á suðvesturhorninu, skapar vanda sem sjálfstæð ríki í heiminum eiga óvíða við að etja í sama mæli og við íslendingar. Þess vegna verðum við að leysa málið samkvæmt eigin formúlu og af eigin rammleik. En hvað kemur þessi vandi og lausn hans afmæli góðkunningja míns, Jónasar B. Jónssonar, við? Ja — e.t.v. er tíbrá eða hillingar af eylandinu í Skaga- firði tekin að villa mér sýn og nafna mínum úr Húnaþingi munu ekki koma slíkir órar alveg á óvart þegar ég á í hlut. Hér er ýjað að þeirri staðreynd, þó með flausturslegum hætti sé, að við fáum naumast til lang- frama haldið uppi tvöföldu eða margföldu þjónustukerfi í svo fámennu, en jafnframt hlutfalls- lega stóru, landi eins og ísland er. í þessu efni er nauðsyn að leita nýrra leiða. Eðlilegt virðist að byggja upp þjónustuhringi utan um þéttbýliskjarna og þá einkum út frá höfuðborgarvæðinu. Það er sannfæring min, að okkur íslend- ingum sé nauðsyn að finna varan- legar og hagkvæmar lausnir á framannefndum viðfangsefnum og sé ekki seinna vænna. Það er ennfremur tilgáta mín, að í fræðslu- og skólamálum hafi Reykjavík á fræðslustjóraárum Jónasar B. Jónssonar mótað vísi að starfsháttum, sem gætu gefið okkur bendingar um hvernig þróa mætti samvirka þjónustu á ýms- um sviðum, sem á gagnkvæman og sanngjarnan hátt kæmi í senn til móts við þarfir þéttbýlis og dreifbýlis í landinu. Og nú er mál að linni þessu sundurlausa rabbi. — Störf Jónas- ar B. Jónssonar ættu þó sannar- lega vandaðri umfjöllun skilið, og einkum hann sjálfur persónulega frá minni hendi, en hér hefir gert verið . Það er bót í máli, að aðrir mér kunnugri löngum starfsferli Jónasar B. Jónssonar á vettvangi skólamála munu bæta úr í þessu efni, annað hvort nú eða síðar. Um leið og ég bið nafna minn að virða þessa kveðju á betri veg óska ég þess að hann megi enn lengi sinna áhugamálum sínum mörg- um og halda alia tíð óskertri lífs- gleði og bjartsýni. Jónas Pálsson Tíminn líður ört, og við sem fyrir skömmu vorum ungir, erum nú orðnir eldri menn. Einn af okkar ágætustu skóla- mönnum á miðhluta þessarar ald- ar, Jónas B. Jónsson fyrsti fræðslustjóri Reykjavíkurborgar, er 75 ára í dag. Ungur helgaði hann sig skóla- og æskulýðsmálum. Eftir að hafa lokið kennaraprófi frá Kennara- skóla íslands, hélt hann út til framhaldsnáms og nam við kenn- araskóla i Gautaborg. Jónas var því betur undirbúinn undir kennslustarfið en almennt gerðist á þeim tíma. Það að Jónas undirbjó sig vel fyrir sitt starf, er nokkur lýsing á hans lífsháttum. Hann vildi ávallt hafa yfirsýn yfir það, sem hann fékkst við og vald á því, sem hann var að gera. Á hans embættisferli eru þau orðin mörg málin, sem hann hefur þurft að afgreiða, með áliti eða ákvörðun, og Jónas fræðslustjóri var ekki í hópi þeirra embætt- ismanna, sem lögðu málin í salt. Hann afgreiddi málin jafnan á skömmum tíma. En það var at- hyglisvert hversu ötull hann var að afla sér upplýsinga um hvert mál, áður en lokaákvörðun var tekin. Þarna voru sömu starfs- hættir og við undirbúning að lífsstarfinu, fyrst haldgóð þekk- ing, síðan að leysa viðfangsefnið. I kennslustarfi sinu fékk Jónas yfirlitsgóða reynslu, fyrst sem kennari í sveitahéraði og síðan í höfuðborginni. Hann var því vel undirbúinn, bæði hvað menntun og starfsreynslu snerti er hann varð fræðslufulltrúi Reykjavíkur. Embætti fræðslufulltrúa, sem síðar nefndist fræðslustjóri, var nýtt embætti, sem Reykjavíkur- borg stofnaði 1943. Það er jafnan vandasamt að taka við nýju embætti og skipu- leggja það og fyrir framtíð emb- ættisins er afdrifaríkt hvernig tekst að marka fyrstu sporin, svo embættið verði farsælt, fái virð- ingu og viðurkenningu. Gildir þar málshátturinn: „Lengi býr að fyrstu gerð“. Það var lán Reykjavíkur, að fá hinn vel hæfa unga mann, Jónas B. Jónsson, til að taka að sér þenn- an starfa. Vandinn við að koma þessu embætti á. fastan og farsælan grundvöll var margþættur. Það var ekki nægilegt að byggja upp vel útfært og hagnýtt skrifstofu- kerfi, það þurfti einnig að ná góðu sambandi við þær stofnanir, sem embættinu voru tengdar, skilja stöðu þeirra, veita þeim rétta og hagkvæma þjónustu. Talsverða lagni og festu hefur þurft til að fá skólana til að viðurkenna forsvars og leiðtogahlutverk þessa nýja embættis. Skólastjórar Reykjavík- urskólanna voru vel metnir menn og góðir skólastjórar, þeir réðu í sínum skólum og voru á þessum tíma kóngar í sínu ríki. Það er því harla óliklegt, að þeir hafi verið sérlega hrifnir af því, að Reykja- víkurborg stofnaði nýtt embætti til að fara með yfirstjórn skóla- mála borgarinnar. Ef einhver skerjagarður hefur verið á þessari leið, þá tókst Jón- asi siglingin þar í gegn það vel, að aldrei steytti á steini. Skipulagshæfileikar Jónasar, dugnaður, lagni og festa báru brátt árangur. Skólarnir viður- kenndu og mátu þá aðstoð og fyrirgreiðslu sem fræðsluskrif- stofan veitti. Og skólastjórunum varð fljótlega ljóst, að þeim var styrkur að starfi fræðslustjóra og að Jónas var einmitt maðurinn, sem þeir vildu og þurftu í þetta starf. Þótt ég fylgdist með ferli Jónas- ar, vegna dugnaðar hans og fram- taks, þá hófust okkar persónulegu kynni ekki fyrr en 1949, er undir- búningur hófst að verknámsskóla hér í Reykjavík. Mér varð strax ljós skipulagsgáfa hans, og athygli vakti hve fljótur hann var að ná heildaryfirsýn yfir það viðfangs- efni, sem hann fékkst við. Einnig dáðist ég að hvað maðurinn gat afkastað. Sú aðstoð, sem hann hafði, var hálfs dags skrifstofu- stúlka. Önnur störf fræðsluskrif- stofunnar utan og innan veggja stofnunarinnar vann hann sjálfur. Borgin var í örum vexti, skólum fjölgaði, verksvið fræðsluskrif- stofunnar varð stöðugt meira og víðtækara og starfsfólkinu fjölg- aði. Það var gæfa Jónasar, hversu vandlátur og glöggskyggn hann var við mannaráðningar. Á fræðsluskrifstofunni var valinn maður í hverju starfi. Jónas var maður framfara og framtaks, hann var síungur í starfi. Áhugi hans fyrir betra og fullkomnara skólahaldi hélst alla tíð. Hann fylgdist vel með fram- vindu og stjórnarháttum fræðslu- mála nágrannalandanna og Bandaríkjanna. Okkur skólastjór- unum kynnti hann þær stefnur og nýjungar, sem helstar voru á hverjum tíma. Á þessum árum voru breytingar miklar og örar hjá helstu menn- ingarþjóðum, hvað snerti kennslu- hætti og skipulag skóla. Til þess að við mættum með eigin augum fylgjast með því, sem var að ger- ast, kom Jónas á námsferðum skólastjóra og yfirkennara til Norðurlandanna. Hann skipulagði ferðimar og annaðist fararstjórn. Við kynntumst því þar, að Jónas var ekki aðeins góður fræðsiu- stjóri, heldur líka frábær farar- stjóri og ágætur félagi. Um leið og ég flyt Jónasi og hans fólki hamingjuóskir í tilefni þessara tímamóta, vil ég þakka honum langt og gott samstarf og góða stjórn fræðslumála. Magnús Jónsson, fyrrv. skólastjóri. Þegar Jónas B. Jónsson, fyrrum skátahöfðingi Islands, verður 75 ára gamall, er vert að minnast tæplega 50 ára starfs hans fyrir skátahreyfinguna á íslandi. Það hófst með því, að Jón Sig- urðsson, skólastjóri Laugarnes- skólans í Reykjavík, fékk Jónas B. til að ganga í lið með sér við stofn- un Skátafélagsins Völsunga, sem var bundið við nemendur Laug- arnesskólans, rétt fyrir stríð. Jón Sigurðsson skólastjóri var mikill skólamaður og því mannþekkjari, þegar hann valdi Jónas B. til þessa starfs, þó hann þekkti ekki til skátastarfs áður. Starf skátafélagsins Völsunga varð strax með þeim hætti, að til fyrirmyndar var, öflugt og fjöl- breytt skátastarf, sem gaf skátun- um tækifæri til að stunda ánægju- leg og þroskandi tómstundastörf. ólust þar upp margir þeir foringj- ar, sem áttu eftir að setja svip á skátastarf hér í Reykjavík um langan tíma. Á ég margar góðar minningar um starf við þá á stríðsárunum, þegar kreppti að æskulýðsstarfi hér í höfuðborg- inni. Árið 1942 verða þáttaskil i skátastarfi Jónasar B. (eins og við skátar köllum hann alltaf), því þá er Skátaskólinn á Úlfljótsvatni stofnsettur að tilhlutan Helga Tómassonar, skátahöfðingja og fyrir velvild Bjarna Benediktsson- ar, borgarstjóra, en Reykjavíkur- borg átti landið. Jónas B. var fenginn til að vera þar leiðtogi eða skólastjóri. Fyrsta sumarið var byrjað smátt, en 1943 var byggður fyrsti skátaskálinn fyrir austan. Var strax mikið starf unnið þarna undir forustu og leið- sögn Jónasar B., sem var okkur, sem störfuðum þarna, stoð og stytta á þann hátt, að hann varð vinur okkar, þótt aldursmunur væri nokkur. Síðan hefur starfið á Úlfljótsvatni verið hjartans mál Jónasar B. og þó margir hafi kom- ið þar við sögu, hefur hlutur Jón- asar B. verið þar langstærstur. Má hann þar horfa yfir glæsilegan árangur skátastarfs, þar sem á Úlfljótsvatni starfa nú öll sumur stórir hópar stúlkna og drengja að skátastörfum. Skátasveitir og skátafélög stunda þar útilegustörf um helgar, foringjanámskeið eru haldin fjölmörg ár hvert og lands- mót skáta hafa verið haldin þar tvisvar. Eftir að Jónas B. hætti starfi sem fræðslustjóri hefur hann enn frekar helgað sig starfi á Úlf- ljótsvatni og véitt forustu Úlf- ljótsvatnsráði, sem sér um allar framkvæmdir á staðnum. Er allt- af gaman og uppörfandi að hitta Jónas B. og ræða um skátamál, en sérstaklega Úlfljótsvatn og marg- ar góðar minningar frá liðnum ár- um. Hann horfir björtum augum á framtíðina, því að 75 ár hafa ekki dregið úr áhuga og baráttuþreki hans til að vinna að þessum mál- um. En Jónas B. vann líka að öðrum málum skáta. Eins og áður getur var hann félagsforingi Völsunga frá stofnun, síðan í stjórn Banda- lags íslenskra skáta, varaskáta- höfðingi og við fráfall Helga Tóm- assonar 1958 varð Jónas B. skáta- höfðingi íslands. Gengdi hann því starfi samfellt til 1971 eða í 13 ár. Nokkur styrr stóð um Jónas B. þegar hann var kjörinn. Sumir álitu að hættulegt væri að fá skólamann — kennara til að leiða skátastarf, frjálst æskulýðsstarf, sem ætti að vera ólíkt skóla í framkvæmd. En það sýndi sig, að Jónas B. vann fljótt hug skáta um allt land, sem sáu hve ötulan og styrkan leiðtoga þeir höfðu fengið. Það má segja, að Jónas B. hafi allan þennan tíma verið óþreyt- andi að vinna að framgangi mala í þágu skátahreyfingarinnar á Is- landi. Yrði of langt mál að telja upp öll þau mál, en aukin foringja- menntun, bætt húsnæðisaðstaða skátafélaga, og stuðningur við þau, auk mjög aukins samstarfs við erlendar skátahreyfingar, sér- staklega á Norðurlöndum, sem allt hefur orðið skátastarfi til ómet- anlegs gagns. Ég veit, að vinur minn, Jónas B., kann mér litlar þakkir fyrir að bera lof á hann, svo ég verð að gæta hófs. Gamlir skátar og sérstaklega þeir, sem til forustu voru valdir undir stjorn Jónasar B. munu minnast starfs hans og leiðsagnar á liðnum árum og senda honum hugheilar kveðjur á afmælisdegi hans. Þeir yngri njóta nú ávaxt- anna af ötulu starfi hans fyrir bættu skátastarfi og ég veit að það er besta afmælisgjöfin að vita af vaxandi og fjölbreyttu skátastarfi víðsvegar um landið. Ég nota þetta tækifæri til að senda Jónasi og Guðrúnu konu hans hamingjuóskir á þessum há- tíðisdegi um leið og ég þakka þeim vináttu á liðnum árum. Páll Gíslason Jónas B. Jónsson, fyrrverandi fræðslustjóri er 75 ára í dag. Ég ætla mér ekki að rekja feril hans sem kennara, skólamanns, uppeld- isfrömuðar og fræðslustjóra í Sjá einnig bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.