Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 ALÞINGISKOSNINGARNAR mm iw J«| Húsnæðismálin f kosningastefnuskrám: „Eign fyrir alla“ leiguhúsnæði“ - Húsnæðismál eru á öldutoppi í athygli fólks, vegna samdráttar í lánum hins almenna húsnæðislánakerfis sem og samdráttar í byggingariðnaði. Lánahlutfall, sem var nálægt 45% af byggingarkostnaði 1971 er komið langt niður fyrir 20%, jafnvel niður í 12%, ef verðrýrnun lána á þrískiptum útborg- unartíma er tekin með í dæmið. Arið 1978 var 'ánað til 1.883 íbúða, sem einstaklingar stóðu að, en aðeins til 1.070 íbúða árið 1981, eða til 800 færri — Stóraukið „Félagsleg lán“ íbúða. Samdráttur hefur enn orðið. Samkvæmt fbúðaspá þarf að byggja um 2.000 nýjar íbúðir á ári, til að fullnægja þörf og eftirspurn vaxandi þjóðar, en mikið skortir á að svo sé gert í dag. En hvað segja flokkarnir um húsnæðismálin í kosningastefnuskrám sín- um? Sjálfstæðisflokkur: Eign fyrir alla — átak í húsnæðismálum „Á síðustu misserum hafa almennar húsbyggingar dregist stórlega saman og framkvæmdir færst æ meira yfir á svið verkamannabústaða og bygginga á vegum opinberra aðila. Orsakirnar eru annars vegar versnandi efnahagur og lífskjör, en hins vegar lánsfjárskortur og beinar aðgerðir stjórnvalda. Sjálfstæðisflokkurinn telur þessa þróun óæskilega og stefnir að því að allir geti eignast og búið í eigin hús- næði. Hann mun beita sér fyrir eftirfarandi aðgerðum í húsnæðismálum: • 1. Efldir verði tekjustofnar Byggingasjóðs ríkisins svo að almenn íbúðarlán hækki nægilega til þess að almenningi sé kleift að koma sér upp eigin íbúð með þeim lánskjörum, sem staðið verður undir af venjulegum launatekjum. Þeir sem eru að eignast sína fyrstu íbúð fái 80% lán með betri kjörum en aðrir. • 2. Verkamannabústaðakerfið verði bundið við þarfir hinna efnaminnstu er fái nægilega aðstoð til að koma sér upp eigin íbúð. • 3. Leiguíbúðum sé markaður ákveðinn rammi innan húsnæðislánakerfisins. • 4. Sérstakt átak verði gert í byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða og öryrkja. Öldruðum verði auðveld- uð eignaskipti á íbúðarhúsnæði. • 5. Sérstakar skattaívilnanir verði veittar þeim ein- staklingum sem leggja reglulega fé inn á bundna reikninga. Sú aukning frjáls sparnaðar sem af þessu hlýst sé notuð til að standa undir auknum þörfum húsnæðislánakerfisins." Alþvðubandalají: Framfarir í húsnæöismálum { kosningabæklingi Alþýðubandalags segir um húsnæð- ismál: „• fbúðir fyrir ungt fólk. Næstu 5 ár starfi sérstakur sjóður, „íbúðir fyrir ungt fólk“, sem fjármagni hóflegt húsnæði fyrir ungt fólk og þá sem eru að tryggja sér húsnæði í fyrsta sinn. Fjármagn sjóðsins komi með auknu framlagi lífeyrissjóða, með lögbundinni þátttöku bankakerfisins í húsnæðislánakerfinu og sérstakri tekjuöflun í þessu skyni. • Ný eignaform — kaup/leigusamningar — hlutaeign. • Húsnæðislán verði greidd út í tvennu lagi. • Félagslegar íbúðarbyggingar. Þriðjungur íbúða verði á félagslegum vettvangi — íbúðir fyrir aldraða — leigu- íbúðir — námsmannaíbúðir. • Aukin hlutdeild byggingarsamvinnufélaga þannig að byggðar verði fleiri minni ódýrar íbúðir." Alþýðuflokkur: Húsnæði fyrir alla í kynningarbæklingi frá Alþýðuflokknum segir: „Alþýðuflokkurinn vill að allir eigi þess kost að búa í góðu húsnæði sem þeir annað hvort eiga eða leigja eftir því sem hver og einn velur. Þessu vill hann ná með: • Stórbættu lánakerfi til þeirra sem vilja byggja eða kaupa húsnæði. Stórhækkun lána og lengingu lánstíma. • Bættri löggjöf um byggingu leiguhúsnæðis á grundvelli kaup/leigu-fyrirkomulags. • Verulega auknum byggingum verkamannabústaða. • Sérstökum ráðstöfunum til að rétta hlut þeirra húsbyggj- enda sem stjórnvöld hafa brugðizt á undanförnum árum.“ FramsóknarHokkur: 80% lán til frumbyggjenda f kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins stendur: „Húsnæðislán verði í áföngum hækkuð í 80% bygg- ingarkostnaðar til 42 ára, fyrst til frumbyggjenda." Kvennalistinn: Stóraukið leiguhúsnæði Um húsnæðismál segir svo í stefnuskrá Kvennalistans: „Við viljum breytta stefnu í húsnæðismálum. Við vilj- um stórauka byggingu leiguhúsnæðis annað hvort á veg- um hins opinbera eða á vegum félagasamtaka. Endur- skoða verður lánakjör þeirra sem eignast vilja húsnæði til eigin afnota. Við viljum að fólk geti í reynd valið um það hvort það býr í leiguhúsnæði, byggir sjálft eða festir kaup á öðru húsnæði." Bandalag jafnaöarmanna: „Félagsleg lán“ í bæklingi Bandalags jafnaðarmanna segir: „Bandalag jafnaðarmanna vill að húsnæðisþörf ungs fólks verði fullnægt með félagslegum lánum þannig að með tilstyrk þeirra geti einstaklingar eignast íbúð með því að endurgreiða mánaðarlega jafnvirði sanngjarnrar húsaleigu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.