Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Kveðja tíl Einars Braga og Bryndísar Schram — eftir Guðrúnu Halldórsdóttur Dag einn í vikunni lá skrifari þessara lína lágt í inflúensu og varð það helst til afþreyingar að blaða í blaði allra iandsmanna, Morgunblaðinu, eintaki gefnu út 23.3., og á bls. 19 gaf á að líta kunnuglegt andlit. Þar var komin Bryndís blessunin Schram og var að svara Einari okkar Braga til- skrif nokkurt, sem henni fannst hið ómaklegasta. En tilefni þess tilskrifs hafði haftur verið rabb Bryndísar um daginn og veginn í Útvarpinu. „Svona rekur hvað annað í tilverunni og þræðir mis- skilnings og vanþekkingar vefjast upp á þá leiðarhnoðu, sem við les- um okkur eftir í daglegu amstri," hugsaði undirrituð og stakk upp í sig pencilínbelg. „En mikið er það forljótt af henni Bryndísi að kalla Einar Braga „karlrembusvín", þá á hann ekki skilið. Það er líka al- rangt hjá Einari að segja Bryndísi hafa svikið málstað kynsystra sinna með því að hallast á póli- tíska sveif með bónda sínum. Það mætti þá á sama hátt segja, að hún hefði svikið málstað fjöl- skyldu sinnar og bróður, því að margir eru málstaðirnir og mörg eru vígin að verja. Áður en lengra er haldið langar mig til að færa þeim Bryndísi og Einari Braga þakkir. Einari vegna þess, að hann ber málstað okkar kvenna fyrir brjósti, sem var nú raunar hans von og vísa, því að hann er þekktur fyrir að standa með þeim sem eiga undir högg að sækja í tilverunni. Bryndísi vil ég líka þakka það, að með störfum sínum mörgum og góðum hefur hún gefið ungum kynsystrum sín- um uppörvandi fordæmi. Einkum eru mér í huga störf hennar við barnatíma Sjónvarpsins, en þætt- ir hennar þar eru afburðagóðir og efast ég ekki um, að henni sé greitt jafn vel fyrir þá eins og dagskrárgerðarmönnum þeim, sem láta stjórnmálamenn koma fram og leika rullur sínar frammi fyrir alþjóð. E.t.v. getur Bryndís upplýst þetta svona til að undir- strika jafnréttið. Bryndís segir í svari sínu til Einars Braga: „Mín persónulega kvenfrelsis- barátta hefur verið fólgin í því frá því að ég man eftir mér að viður- kenna aldrei, að ég væri kúguð og lifa samkvæmt því“ (tilvitnun lýk- ur). „Nú þykir mér aldeilis týra,“ hvíslaði rödd í brjósti mér við iest- ur þessarar yfirlýsingar, að vísu hás og með hitaslæðing en fráleitt með óráði. „Hvurs vegna var manneskjan að rembast við að viðurkenna aldrei eitthvað sem mæddi ekki á henni, hvurslags barátta er það eiginlega?" Undirrituð er alveg viss um það að Bryndís Schram hefur alla tíð verið sjálfstæð og ekki látið troða á sér, enda hefur skaparinn séð henni fyrir góðum vopnum í sjálf- stæðisbaráttunni: Hún er fögur, vel gefin, menntuð og efnahags- lega hefur hún ekki þurft að beygja sig. En það er einmitt tvennt hið síðasttalda, menntun- arleysið og það að þurfa að sækja fé sitt í vasa annarra sem hefur gert konum erfitt fyrir, svo erfitt á köflum að til kúgunar hefur leitt, samt er það misskilningur Bryndísar að halda að við kvenna- listakonur göngum með kvenna- kúgun á heilanum. Skilji undirrituð Bryndísi rétt, þá áiítur hún, og það er ef til vill útbreiddur misskilningur, að kvennalistakonur bjóði fram með þann málstað einan að vopni, að fleiri konur skuli með góðu eða illu komast í þau hægu sæti, sem sumir halda að þingstólar séu. Skjöplast þó skýr og fögur sé. Að vísu er það eitt af baráttumálum listanna að jafna það misvægi sem nú er milli kynjanna á Alþingi, en við álítum að konur eigi annað og mikilvægara erindi inn á þing heldur en að tylla sér á sögufræg- ar stólbrúnir og taka sig út í þing- sölum. Okkur er ljóst að við ís- lendingar erum á barmi gjald- þrots og að heimsbyggðin öll stefnir í átt til tortímingar. Því viljum við spyrna við fótum. Við bendum á það að til geta verið fleiri stjórnmálastefnur heldur en hægri, vinstri og miðstefnur hins hefðbundna flokkakerfis, sem skreyta sig hugsjónalegum láns- fjöðrum, er hæfa vel páfuglum stórra samfélaga en passa lítt þeim spörfuglum sem í íslenskum mó verpa. Stefna kvennalistanna er raun- sæisstefna, sprottin upp úr óra- langri reynslu kvenna af heimilis- rekstri, umönnun og verndun lífs. Hún er stefna mannúðlegrar hag- sýni, sem vill taka upp nýtt gild- ismat mannlegra verðmæta og samábyrgðar og taka mið af raun- verulegu ástandi þjóðarbúsins en hafna neyslusjónarmiðum, lífs- þægindakapphlaupi og bráða- birgðaráðstöfunum, sem valda að- eins auknum erfiðleikum þegar til lengdar lætur og hafa engar raun- verulegar lausnir í sér fólgnar. Við erum ekki að blása í her- lúðra til að berjast á móti körlum, bara af því að þeir eru karlkyns. Við viljum berjast á jafnréttis- grundvelli fyrir bættum raun- sæjum stjórnarháttum við hlið þeirra karia, sem hafa djörfung til að leggja sæti sín að veði fyrir nauðsynlegum en e.t.v. óvinsælum stjórnaraðgerðum til þess að þjóð- in rétti úr skuldakútnum. öðrum körlum, sem ekki eru tilbúnir til þess að takast á við vandamálin með öðru en orðgnótt og hama- gangi gefum við gjarnan langt nef, Guðrún Halldórsdóttir. „En mikiö er það for- Ijótt af henni Bryndísi að kalla Einar Braga „karlrembusvín“, það á hann ekki skilið. Það er líka alrangt hjá Einari að segja Bryndísi hafa svikið málstað kyn- systra sinna ... “ því að þeir hafa ekkert á Alþingi að gera. í áðurnefndri grein Bryndísar hvetur hún konur til þess að rísa upp og hrista af sér slenið, verða virkari og fara að hugsa sjálf- stætt. Ef það skyldi hafa farið fram hjá Bryndísi er rétt að benda henni á, að það er einmitt það sem við erum að gera. Reykjavík 25.3. 1983. Guðrún Ilalldórsdóttir Dvalarheimilið Höfði Akranesi: Bygging raðhúsa fyrir aldraða og öryrkja kom- in á framkvæmdastigið Dvalarheimilið Höfði. Akranes, 17. marz. UM ÞESSAR mundir eru liðin fimm ár frá því að Dvalarheimilið Höfði á Akranesi var tekið í notkun. Með tilkomu þess urðu mikil þáttaskil í málefnum aldraðra í kaupstaðnum og nærsveitum hans, en sveitahrepp- arnir sunnan Skarðsheiðar eru eign- araðilar að ’/t hluta móti Akurnes- ingum. Því fer fjarri að öllum fram- kvæmdum sé lokið, og nú um þessar mundir er verið að taka ákvarðanir um áframhaldandi uppbyggingu heimilisins. Af því tilefni þótti við hæfi að fá fréttir hjá formanni stjórnar Höfða, Herði Pálssyni, bakara- meistara og bæjarfulltrúa á Akra- nesi. Hann var fyrst inntur eftir því hvað efst væri á baugi hjá stjórninni: Hjá okkur er efst á baugi að hefjast handa við byggingu rað- húsa fyrir aldraða og öryrkja sem staðsett verða á lóð heimilisins. Þetta mál hefur lengi verið til um- ræðu hjá okkur og segja má að það sé nú komið á framkvæmdastig. Stefnt er að því að byggja í fyrsta áfanga 8—10 íbúðir í tveim stærð- um, einstaklingsíbúðir 62 m2 að stærð og hjónaíbúðir 73 m2 að stærð. Húsin eru hönnuð þannig að t.d. öryrkjar og hjólastólafólk geti farið ferða sinn um þau. Ahugi fyrir íbúðun- um mikill Hörður sagði áhuga fólks fyrir Hörður Pálsson þessum byggingum vera mikinn. Haldnir hafa verið tveir fundir þar sem við höfum kynnt hug- myndir okkar og hafa undirtektir verið mjög góðar. Fljótlega mun- um við auglýsa eftir umsóknum um fyrstu byggingarnar. Það er staðreynd að margt eldra fólk býr í stórum íbúðum sem eru því á allan hátt mjög óhagkvæmar, það hefur hvorki getu né aðstöðu til að viðhalda þeim, hér er því góð lausn á vandamálum þess. Fólkið mun eiga þessar íbúðir að öllu leyti sjálft, en dvalarheimilið hef- ur forkaupsrétt að þeim og endur- selur þær þegar fráfall eða aðrar aðstæður koma í veg fyrir að það geti búið í þeim lengur. Verð íbúð- anna er á bilinu 660—770.000 kr. miðað við verðlag í jan.-mars 1983. Rekstur heimilisins erfiður Um rekstur og rekstrarfyrir- komulag heimilisins, sagði Hörður að starfseminn væri komin í nokk- uð fastar skorður. Þar væru nú 44 vistmenn sem allir byggju útaf fyrir sig, ýmist í einstaklings- eða hjónaíbúðum. Það er óhætt að segja að búið sé mjög vel að fólk- inu, fermetrafjöldi á hvern vist- mann er hvergi meiri en hjá okkur, sé miðað við önnur dval- arheimili landsins. Vistmenn fá þarna alla þjónustu, fæði og hjúkrun eftir því sem við verður komið. Nýverið hefur verið tekin í notkun aðstaða til föndurvinnu, sömuleiðis hefur verið sett upp hárgreiðslustofa og aðstaða til fótsnyrtingar. Eins er verið að koma upp þjálfunartækjum sem heimilinu var gefið fyrir skömmu. Rekstrarstaða heimilisins er slæm og aðalástæða þess sagði Hörður vera fyrirkomulag á greiðslu daggjalda. Við bjóðum upp á mun meiri þjónustu en yfir- leitt gerist hér á landi, en samt er það ekkert metið. Þetta finnst okkur ranglátt. Hörður sagði það skoðun flestra að heimilið væri af- ar óheppileg stærðareining rekstr- arlega séð, það þyrfti að vera fyrir ca. 30 vistmenn til viðbótar. Rekstrarhalli á sl. ári nam kr. 1,4 milljónum og í áætlunum fyrir þetta ár er gert ráð fyrir að hann sé kr. 2,5 milljónir. Eftirspurn eft- ir vist er mikil, milli 60—70 manns eru á biðlista svo það er mikil nauðsyn að hefjast handa við stækkun heimilisins. Hörður sagði að á sl. ári hefði verið veitt kr. 1 millj. til hönnun- arvinnu og frumteikningar lægju nú fyrir en óvíst væri hvenær framkvæmdir gætu hafist. Dagvist nýtur vinsælda Nú um nokkurn tíma hefur ver- ið rekin dagvist á dvalarheimilinu og hefur sú þjónusta notið mikilla vinsælda. Aldraðir bæjarbúar geta komið og dvalið þar dagstund með vistmönnum við ýmis störf. Opið hús er að jafnaði einu sinni í viku og þar er yfirleitt fullsetið, fólkið kemur þá saman og spilar, föndrar eða skemmtir sér á annan hátt. Félagsmálaráð bæjarins annast þennan þátt starfseminnar með aðstoð sjálfboðaliða, ráðið sér einnig um heimilishjálp fyrir aldraða, en sú þjónusta finnst mér ekki hafa verið notuð nægilega mikið, sennileg skýring á því er sú að hún hefur ekki verið kynnt bæjarbúum nógu vel. Skilningur á málcfnum aldraöra mikill Við spurðum Hörð Pálsson að lokum hvort áhugi almennings á málefnum aldraðra væri mikill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.