Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Talið frá vinstri. Dómsmálaráðherra, Friðjón Þórðarson, Olafur Watter, skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytis- ins, séra Sigmar Torfason, prófastur, frú Guðríður Guðmundsdóttir, Kristján Magnússon, sveitarstjóri. Hreppstjóri og lögregla í nýtt húsnæði á Vopnafirði Vopnafjördur, 17. mars. FIMMTUDAGINN 17. mars sl. var opnuð á Vopna- firði umboðsskrifstofa sýslumanns Norður-Múlasýslu við hátíðlega athöfn. Viðstaddir opnunina voru auk dómsmálaráðherra, Friðjóns Þórðarsonar, og sýslu- manns, Sigurðar Helgasonar, sveitastjóri og hrepps- nefnd Vopnafjarðarhrepps ásamt fjölda annarra gesta. Sigurður Helgason, sýslumaður, talaði fyrstur. Reifaði hann fyrst stuttlega byggingasögu hússins og bauð síðan gestum að gjöra svo vel og njóta þeirra veitinga sem fram voru bornar í boði dóms- málaráðuneytisins. Dómsmálaráðherra hélt síðan ræðu. í máli hans kom m.a. fram, hversu mikil bót væri að hinu nýja og rúmgóða húsnæði. Einnig þakkaði ráðherra, sérstaklega Friðriki Sigurjóns- syni, mikið og gott starf sem hreppsstjóra Vopna- fjarðarhrepps, en hann hefur gegnt því starfi í hartnær 50 ár. Síðn töluðu sveitarstjóri, Kristján Magnússon, Friðrik Sigurjónsson o.fl. Af máli allra þeirra sem þarna töluðu, má ljóst vera, að með tilkomu þessarar skrifstofu er brotið blað í þjónustumálum sýslumannsembættisins við Vopn- firðinga. Umboðsskrifstofan er til húsa í nýju og glæsilegu húsi að Hamrahlíð 15. Starfsaðstöðu þar Rúnar Valsson, lögregluvarðstjóri. hafa hreppsstjóri, Friðrik Sigurjónsson, og lögregluvarðstjóri, Rúnar Valsson. Skrifstofan er opin frá klukkan 10—12 og 13—17 alla virka daga. B.B. Eggjaverð hef- ur ekki hækkað vegna undirboða — segir í yfirlýsingu „framkvæmda- nefndar Sambands eggjaframleiðenda“ Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi yfirlýsing frá Jóni Gíslasyni, „fyrir hönd framkvæmdanefndar Sambands eggjaframleiðenda: Miðvikudaginn 30. mars sl. átti blaðamaður frá Morgunblaðinu viðtal við Gunnar Jóhannsson á Ásmundarstöðum í Holtum, „um tillögu um einkasölu á eggjum" sem birt var á baksíðu blaðsins þennan dag. Þar segir Gunnar að verð á eggj- um til neytenda hækki um allt að 80% ef slíkt kæmi til framkvæmda, það er að litlu leyti sannleikanum samkvæmt. Því verð á eggjum er allt frá 40—80 kr. út úr búðum en þó algengast 65—75 kr. Verðlagsgrundvöllur eggja er nú 69 kr. og hækkaði um 25,4% 15. mars sl. Hækkun þessi var ákveðin af stjórn Sambands eggjafram- leiðenda sem Gunnar Jóhannsson á sæti í, einnig hefur verðlagsstjóri samþykkt hana. Hækkunin hefur hinsvegar ekki náð fram að ganga vegna stór- felldra undirboða mjög fárra fram- leiðenda á markaðnum og er það lýsandi dæmi um ástandið. Þá talar Gunnar um að Osta og smjörsalan sf. eigi að annast rekst- ur dreifingarstöðvar. Þetta er rangt til getið hjá honum, Samband eggjaframleiðenda mun eiga og reka dreifingarstöð og allt sem henni við- kemur. Það hefur hinsvegar verið rætt óformlega við Osta og smjörsöluna um kaup á dreifingar- og skrif- stofuþjónustu. Einnig hefur verið samið við ráðgjafarþjónustufyrirtækið Hag- vang hf. um gerð áætlunar um Ellefta verðkynning Verðlagsstofnunar: Auglýsendur verða að geta staðið við fullyrðingar sínar VERÐLAGSSTOFNUN hefur nýlega gefið út fjórblöðung þar sem greint er frá ýmsum málum sem neytendamáladeild Verðlagsstofnunar hefur haft afskipti af á sl. ári. í yfirlitinu kemur fram að neytendamáladeildin hefur fjallað um 60 mál á árinu 1982, í 23 tilvikum að beiðni atvinnurekenda, 21 tilviki vegna tilvísana neytenda og í 10 tilfellum að beiðni opinberra stofnana eða félagasamtaka. Þá hefur deildin tekið upp 6 mál að eigin frumkvæði. í yfirlitinu er vikið að málum sem varða of hátt verð, ólöglegar og villandi auglýsingar, megrunarlyf, myndbandstæki, ferðalög o.fl. Dæmin sem nefnd eru varða að- allega 26. og 27. grein laga nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskipta- hætti. í greinunum segir að óheim- ilt sé að hafast nokkuð það að sem brýtur í bága við góða viðskipta- hætti eða er óhæfilegt gagnvart neytendum (26. gr.), eða veita rang- ar, ófuilnægjandi eða villandi upp- lýsingar í auglýsingum (27. gr.). Sölumennska og góðgerðarstarfsemi Kaffibrennsla hét því í auglýs- ingu að láta 40 aura af andvirði hvers kílógramms af seldu kaffi renna til styrktar öldruðum. Fyrir- spurn barst til Verðlagsstofnunar um það hvort auglýsingin sam- ræmdist lögum. f svari Verðlags- stofnunar var bent á að í auglýs- ingunni væri skírskotað til óvið- komandi mála sem er óheimilt samkvæmt 27. grein ofannefndra laga. Ennfremur var bent á að ekki væri viðeigandi að kaup á kaffi tengdist söfnun. Niðurstaðan varð sú að kaffibrennslan auglýsti ekki með þessum hætti í kjölfar athuga- semda Verðlagsstofnunar. Kangar leiðbeiningar Barnaheimili keypti leir- brennsluofn þar sem leiðbeiningar fylgdu á hollensku. Forráðamenn verslunarinnar létu því kaupand- anum í té leiðbeiningar á íslensku. Þær leiðbeiningar reyndust hins vegar rangar, og urðu til þess að ofninn skemmdist vegna rangrar meðferðar. Spurt var hvort neyt- andinn ætti rétt á því að fá nýjan ofn. Svarið var játandi því óheimilt er að veita rangar upplýsingar með vörum. Vara er gölluð ef henni fylgja upplýsingar sem leiða til þess að hún skemmist. Ferðalög oft dýrari en gefið er til kynna í auglýsingum Allmargar kærur um rangar verðupplýsingar á ferðalögum hafa borist til Verðlagsstofnunar, og er í athugun að semja reglur um aug- lýsingar á verði fargjalda. Fyrir- tæki auglýsti ferð til New York á sérstöku kynningarverði. í auglýs- ingunni var tekið fram verðið, 9.700 kr. fyrir sjö daga ferð, þar sem innifalið væri flugfar, gisting, morgunverður, ferðir til og frá flugvelli o.fl. Þegar til kom hækk- aði ferðin upp í 10.260 þar sem í ljós kom að morgunverður og flugvallarskattur voru ekki inni í auglýsta verðinu. Fyrirtækið hét því að birta fljótlega aðra auglýsingu með rétt- um upplýsingum. Hvað er best? Sölumaður spurði hvort hann mætti auglýsa að vara sem hann hafði á boðstólum væri sú besta. Svarið var að það mætti aðeins orða auglýsinguna þannig ef aug- lýsandinn gæti sannað mál sitt. Megrun — lofað upp í ermina Nokkrar kærur, m.a. frá mann- eldisfræðingum, bárust til Verð- Neytendamála- deildin hafði afskipti af 60 málum á sl. ári lagsstofnunar vegna auglýsinga á dufti, töflum o.fl., sem auðvelda átti mönnum að grennast. Leið- beiningar sem fylgt hafa slíkum söluvarningi hafa verið ónákvæm- ar og mönnum hefur verið lofað að þeir geti borðað allt sem þeir vilja og eins mikið og þeir geta, en samt lést o.s.frv. Neytendamáladeild samdi því leiðbeiningar til að auð- velda seljendum að fara eftir landslögum. Þær eru í mörgum lið- um, en kjarni málsins er sá að selj- endur þurfa að geta fært sönnur á að staðhæfingar um eiginleika vör- unnar standist. Myndbandstækja- markaðurinn Vegna kæra sem Verðlagsstofn- un hafa borist þótti ástæða til að kanna myndbandatækjamarkaöinn og varð niðurstaðan í stuttu máli þessi: Vöruframboð breytist sífellt og miklar verðsveiflur eiga sér stað. Fyrir neytendur skiptir mestu máli að fá vitneskju um það sem þeir þurfa að greiða fyrir þau tæki sem á boðstólum eru. í auglýsing- um er því leyfilegt að bera saman verð á mismunandi gerðum tækja. Hins vegar eru matsfullyrðingar um gæðaflokka — hvaða tæki séu best, fullkomnust o.s.frv., óhæfi- legar gagnvart öðrum seljendum nema auglýsandinn geti sannað mál sitt á ótvíræðan hátt. stofnun og rekstur dreifingarstöðv- ar. Þá talar Gunnar um að ætlunin sé að koma á kvótakerfi og fóður- bætisskatti misháum eftir bú- stærð. Hér er vissulega athyglis- verð ábending, sem nú fyrst sér dagsins ljós og sannar að ekki er manninum alls varnað. Ekki skulum við fjölyrða um hagkvæmni í rekstri eggjafram- leiðslubúa en viljum þó taka fram að framleiðsla eggja fer að mestu leyti fram í tæknivæddum húsum þ.e. svokölluð haughænsni eru að mestu leyti úr sögunni. Þá viljum við leiðrétta Gunnar þar sem hann segir Framleiðsiuráð landbúnaðarins reyna að ná tökum á þessari búgrein. Hann fer þar vísvitandi með rangt mál, því það er alfarið samkvæmt ósk frá Sam- bandi eggjaframleiðenda að hafin er samvinna við Framleiðsluráð landbúnaðarins og Stéttasamband bænda um skipulag og stjórnun þessarar framleiðslugreinar. Og að síðustu viljum við benda Gunnari Jóhannssyni á að skemmtilegra sé að kynna sér mál sem hann hleypur með í fjölmiðla til að geta sagt rétt frá. Það er vitað og viðurkennt bæði af eggjaframleiðendum og kaup- mönnum að núverandi ástand í markaðs- og dreifingarmálum sé svo slæmt að verra geti það ekki orðið og líkist helst prangi í versl- unum sem viðhaft var á miðöldum og jafnvel að bændur gangi í hús með eggin. Þetta verður að breyt- ast og komast til nútímahorfs. Nær allar þjóðir á vesturhveli jarðar hafa fyrir löngu lagt slíkt niður, því það er gjörsamlega úr sam- hengi við nútíma þjóðfélag, sem við íslendingar viljum vissulega til- heyra. En vissulega er naðusynlegt að framboð og eftirspurn haldist í hendur ef koma á í veg fyrir verð- sveiflur á markaðnum. Dæmi eru til að egg séu boðin á verði sem er helmingi lægra en fóðrið kostar til að framleiða þau. Stefna meirihluta framleiðenda er þessvegna sú, að stjórnun og hagræðing á þessari búgrein sé nauðsynleg, ekki síst vegna við- kvæmni vörunnar, þetta er fersk- vara og þolir þessvegna mjög litlar framleiðslusveiflur sé ekki fyrir hendi vinnslu- og dreifingarstöð til að vinna úr eggjum þegar of mikið berst að. Neytendur eiga skýlausa kröfu á því að matvara þessi sem önnur komist til þeirra í sem bestu og ferskustu ásigkomulagi með hag- kvæmri dreifingu og gæðaeftirliti Fyrir hönd framkvæmdanefndar Sambands eggjaframleiðenda, Jón Gíslason Byssum stol- iö í Sportvali BROTIST var inn í verkstæði hjá sportvöruversluninni Sportval hjá Hlemmtorgi í gærkveldi, og allmörg- um haglabyssum stolið. Að sögn lög- reglunnar er talið að unglingar hafi þarna verið að verki, og var verið að yfirheyra nokkra er Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Lögreglumenn fundu nokkrar byssur að húsabaki verslunarinn- ar eftir að uppvíst varð um inn- brotið, en í gærkveldi var ekki ljóst hvort allar byssurnar hefðu fundist, en um var að ræða notað- ar byssur sem voru til viðgerða á verkstæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.