Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 fKtfgsti Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 15 kr. eintakiö. Opinber kosningasjóður Sú ráðstöfun Steingríms Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins, að krefj- ast útgáfu bráðabirgðalaga til þess að geta tekið opinbert lán í því skyni að fleyta skuldugustu fyrirtækjunum í sjávarútvegi fram yfir kosningar er enn ein staðfestingin á skammtíma- brölti þeirra sem farið hafa með stjórn landsins í rúm þrjú ár. Að þessari „fyrirgreiðslu" er auk þess staðið með þeim hætti að öll venjuleg sjónarmið við lánveitingar eru þverbrotin. Steingrími Hermannssyni er veitt sjálfdæmi um lánsskilyrði, lánshæfni, lánskjör og trygg- ingar. óhætt er að líta á þessa 120 milljón króna lántöku innan lands og utan með samþykki Ragnars Arnalds, fjármála- ráðherra, sem stofnfé í opinber- an kosningasjóð Framsóknar- flokksins og Alþýðubandalags- ins, sjóð sem á að duga til að koma í veg fyrir almenna rekstrarstöðvun og beinlínis gjaldþrot þeirra 60 fyrirtækja sem talað er um að muni „njóta" lánsins samkvæmt þeim reglum sem Steingrímur Her- mannsson setur. Fyrir liggur að vanskila- skuldir fyrirtækja í sjávarút- vegi og fiskvinnslu við tvo opin- bera lánasjóði eingöngu, Fisk- veiðasjóð og Byggðasjóð, nema rúmum 600 milljónum króna. Enn skal ítrekað, að það eru vanskilaskuldir sem nema rúm- um 600 milljónum króna og kosningafyrirgreiðsla Stein- gríms Hermannssonar og Ragn- ars Arnalds nemur 120 milljón- um króna eins og áður er getið. Þannig er sem sé komið fyrir útgerð og fiskvinnslu á íslandi á því herrans ári 1983, eftir að ís- lendingar hafa fengið full yfir- ráð yfir 200 mílna efnahags- lögsögu, allir útlendingar hafa verið reknir af fiskimiðunum og sveiflukenndir markaðir eru eins öruggir og kostur er, að sjávarútvegsráðherra þjóðar- innar reynir að bjarga eigin skinni með því að stofna opin- beran kosningasjóð með láni í útlöndum í þeirri von að sér takist að fresta hruninu um þriggja vikna skeið. Og fjár- málaráðherrann sem var í júli 1982 sannfærður um að þjóðin væri „óneitanlega að sökkva á kaf í ískyggilega skuldasöfnun" á engin úrræði betri en taka lán í hinn opinbera kosningasjóð. Nú fara þeir Steingrímur Hermannsson og Ragnar Arn- alds, það er að segja Framsókn- arflokkur og Alþýðubandalag, fram á endurnýjað umboð frá kjósendum til að stjórna land- inu. Þessir stjórnmálamenn og flokkar þeirra hafa stefnt þjóð- arskútunni í stóra strandið en þó aldrei látið undir höfuð leggjast að lofa kjósendum gulli og grænum skógum. Framsýni þeirra lýsir sér þó best í 120 milljón króna lántökunni nú sem á að duga fram yfir 23. apr- íl. Enginn gerir lítið úr vanda fiskvinnslu- og útgerðarfyrir- tækja. En skammtímabrölt þeirra Steingríms og Ragnars er ekki rétta aðferðin við að leysa þennan vanda — þetta lánabrölt staðfestir hins vegar enn einu sinni að hvorki fram- sóknarmenn né alþýðubanda- lagsmenn ráða við stjórn lands- ins. Kjósendur eiga að veita þeim verðuga ráðningu í kosn- ingunum 23. apríl næstkom- andi. Gæðin um- fram allt Portúgalir hafa lýst yfir óánægju vegna selorma í íslenskum saltfiski og vegna hennar hafa saltfiskframleið- endur ákveðið að endurvinna 1.200 lestir af fiski auk þess sem þeir ætla framvegis að hreinsa orma úr öllum fiski. Þetta atvik er enn ein áminningin um þá gullnu reglu sem nauðsynlegt er að fylgja við fiskvinnslu eins og á öðrum vettvangi: gæðin um- fram allt. Sú staðreynd liggur fyrir að í samkeppnislöndum okkar eru fiskveiðar aukabúgrein ef svo má að orði komast og þeim er haldið úti með ríkisstyrk sem lið í byggðastefnu. íslendingar hafa að vísu reynslu af því að ríkisstyrkir nýtast ekki ávallt sem skyldi og sú er einnig reyndin meðal annarra þjóða. Hitt er ljóst að samkeppnisaðil- ar okkar fá engu að síður visst forskot vegna ríkisstyrkjanna og styrkur okkar gagnvart þeim hefur einkum byggst á meiri gæðum íslenska fisksins. Frá ströngum gæðakröfum má alls ekki kvika. Sé einhver þáttur fiskvinnslunnar alfarið í manna höndum er það meðferðin eftir að fiskurinn hefur verið dreginn úr sjó. Við þá meðferð verður að fylgja reglunni: gæðin umfram allt. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JOHN VINOCUR Frakkland: Rússneskar njósnir og dauði Bernard Nuts Síðastliðinn þriðjudag ráku frönsk stjórnvöld úr landi 47 sovéska sendiráðsmenn, blaðamenn og aðra sovéska borgara og var þeim gefið að sök að hafa stundað njósnir, bæði reynt að afla sér upplýsinga um frönsk tæknimál og hermál. Það heyrir til undantekninga að svo mörgum sé vísað úr landi samtímis og til að finna einhverja hliðstæðu verður að leita aftur til ársins 1971 þegar Bretar ráku á brott 105 sovéska sendiráðs- menn í einu lagi. Vegna þessa máls hefur athygli manna nú aftur beinst að undarlegum dauðdaga foringja í frönsku gagnnjósnaþjónustunni, sem fannst skotinn til bana á fáförnum sveitavegi 15. febrúar sl. Brottrekstur Sovétmann- anna frá Frakklandi kemur í kjölfar brottrekstrar nokkurra Sovétmanna frá Bretlandi og Spáni en embættismenn halda því þó fram, að ekkert samband sé á milli þessara mála. Á það má þó minna, að allt frá því að háttsettur foringi í sovésku leyniþjónustunni baðst hælis á Vesturlöndum seint á síðasta ári hefur hvert njósnamálið rekið annað. Haft er eftir ónefndum frönskum embættismönnum, að það hafi verið Mitterrand sjálf- ur, sem tók af skarið um brott- reksturinn eftir að hann hafði kynnt sér skýrslu frönsku leyni- þjónustunnar um njósnir Sov- étmanna, en þar sagði meðal annars, að Sovétmennirnir hefðu „stundað kerfisbundnar njósnir í Frakklandi og reynt að afla sér ólöglegra upplýsinga um tækni- leg og vísindaleg efni, einkum þau, sem snerta herinn". Samkvæmt tölum frá innan- ríkisráðuneytinu franska bjuggu 2.406 sovéskir borgarar í Frakk- landi í upphafi árs 1982 og þar af höfðu um 700 þeirra opinbert vegabréf, þ.e.a.s. nutu réttinda sendiráðsmanna. Franska leyni- þjónustan telur, að um þriðjung- ur þeirra fáist eingöngu við njósnir. Brottrekstur Sovétmannanna hefur endurvakið vangaveltur manna um dularfullt morð á for- ingja í frönsku gagnnjósnaþjón- ustunni, Bernard Nut að nafni, enda er það haft eftir frönskum leyniþjónustumönnum og sendi- ráðsmönnum, að nýjar upplýs- ingar bendi til, að hann hafi ver- ið ráðinn af dðgum af einhverj- um samstarfsmanna sinna, sem leikið hafi og leiki enn tveim skjöldum. Bernard Nut, sem var yfir- maður frönsku gagnnjósnanna í Suður-Frakklandi, var einnig mjög athafnasamur á Ítalíu og segja sumir, að hann hafi gefið ítölskum yfirvöldum upplýs- ingar um aðild búlgörsku leyni- þjónustunnar að morðtilræðinu við Jóhannes Pál páfa. Nut er einnig þakkað það, að ítölskum yfirvöldum tókst að hafa hendur í hári sovéska njósnarans Viktor Pronin, starfsmanns sovéska flugfélagsins Aeroflot í Róm, en hann var handtekinn nokkrum dögum fyrir morðið á Nut. Franskir embættismenn, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu í viðtali við frönsku frétta- stofuna France-Presse, að brottrekstur Sovétmannanna nú væri ekki í tengslum við morðið á Nut en bentu hins vegar á, að í síðustu viku hefði 25 ára gamall skjalavörður, Patrick Guerrier, verið handtekinn fyrir iðnað- arnjósnir og að þar kynnu ein- hver tengsl að vera á milli. Aðr- ar upplýsingar, sem France- Presse komst yfir, benda hins vegar til, að í raun sé samband á miíli morðsins á Nut og brott- rekstrarins. Bernard Nut fannst látinn á afskekktum fjallavegi fyrir norðan Nice og lá hann nokkurn spöl frá bílnum sínum. Upphaf- lega var talið. að hann hefði framið sjálfsmorð og franska leyniþjónustan vildi af einhverj- um ástæðum láta líta svo út því að hún kom á kreik sögum um að Nut hefði verið haldinn þung- lyndi um nokkurt skeið. Kunn- ingjar Nuts og önnur vitni hafa hins vegar allt aðra sögu að segja og einnig er bent á, að byssa Nuts, sem þremur skotum hafði verið hleypt úr, fannst á jörðinni í nokkurri fjarlægð frá líkinu. Meðal þess, sem torveldað hef- ur rannsóknina á dauða Nuts, er að þótt hann hefði verið skotinn, fannst engin byssukúla f líkama hans og þess vegna ekkert hægt að segja um hvort hans eigin byssa var notuð. Þegar bíllinn fannst var útvarpið opið en bensínið hins vegar búið af tank- inum og ekkert benti til, að til átaka hefði komið með Nut og einhverjum öðrum manni. Þær nýju upplýsingar, sem nú hafa komið fram og ekki hefur verið skýrt frá nema að litlu leyti, gefa til kynna, að Nut hafi þekkt banamann sinn og líklega borðað með honum hádegisverð þennan síðasta dag í lífi sínu. Rannsóknir leiddu f ljós, að Nut hafði verið skotinn úr nokkurra metra fjarlægð og við krufningu kom í Ijós, að hann hafði borðað og drukkið áfengi um það bil þremur stundum fyrir dauða sinn. Það eru einkum tvær kenning- ar um ástæðuna fyrir morðinu á Bernard Nut. Önnur rekur ræt- urnar til sambands hans við líb- anska auðkýfingsdóttur en hin segir, að svikari meðal njósnara Nuts hafi myrt hann. óstaðfest- ar fréttir eru lfka um, að Nut hafi komist að því hver svikar- inn sé og einnig, að hann hafi fengið áreiðanlegri upplýsingar um morðtilræðið við páfa. Allt eru þetta vangaveltur enn sem komið er en þó er fullyrt, að frönsk stjórnvöld og leyniþjón- ustan þar f landi búi yfir ýmsum upplýsingum, sem ekki sé talið rétt að birta að svo stöddu. Þeir, sem kunnugir eru þessum mál- um, eru hins vegar ekki í vafa um, að flest ef ekki öll njósna- málin, sem upp hafa komið á Vesturlöndum að undanförnu, séu tengd flótta KGB-foringjans Vladimirs Kuzichikins. Kuzich- ikin, sem var háttsettur í aðal- stöðvunum f Moskvu, kom til Vestur-Evrópu á siðasta ári, sumir segja að það hafi verið hans fyrsta utanlandsferð, og notaði þá tækifærið og gekk Bandaríkjamönnum á hönd. Hann er sagður hafa veitt vest- rænum leyniþjónustum gífurleg- ar upplýsingar og m.a. á hann að hafa haft í fórum sínum langan lista með nöfnum sovéskra njósnara á Vesturlöndum. Sv (Heimild NYTS) Bernard Nut lagður til hinstu hvfldar. Framdi hann sjálfsmorð eða ruddi KGB honum úr vegi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.