Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, EÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 23 Herforingjar hlýða á messu Argentínska herforingjastjórnin samankomin, Reynaldo Bignone lengst til vinstri. Myndin var tekin fyrr í vikunni er foringjarnir fylgdust með guösþjónustu í minningu fallinna argentínskra hermanna í Falklandseyjastríðinu. Miöa Argentínumenn vid 2. apríl er innrás þeirra á eyjamar hófst. Fresta varð messunni þangað til eftir páska, vegna „Fremur dauður en rauður“ Boston, 7. aprfl. AP. Nær helmingur af 792 manna hópi í Massachusetts í Banda- ríkjunum, sem þátt tóku í skoð- anakönnun, sögðust heldur vilja kjarnorkustyrjöld en verða að búa við kommúnistastjórn, og þriðjungur hinna aðspurðu vildi heldur kjarnorkustyrjöld, enda þótt hún hefði dauða í fór með sér fyrir allt fólk í Bandaríkjun- um. Einn af hverjum þremur vildi þannig „fremur vera dauður en rauður, sagði Padraig OMalley prófessor við stjórnmáladeild há- skólans í Massachusetts, er hann kunngerði niðurstöður könnunar- innar. þcirra. Perú: Myrtu minnst 70 óbreytta borgara Ayacucho, Perú, 7. aprfl. AP. FLOKKAR lögreglu og hermanna í Perú hafa fundið Ifk að minnsta kosti 70 óbreyttra sveitamanna og kvenna í tveimur sýslum Ayac- ucho-sýslu og hafa önnur eins morð ekki verið framin á óbreyttum borgurum í Perú í rúmlega öld. Það eru skæruliðar MAO-ista sem bera ábyrgð á morðunum, en líkin fundust á víð og dreif í hlíðunum, einkum við rætur Andes-fjallanna, sem snúa að Perú. Sex manns fundust á lífi og voru fluttir með þyrlum til byggða. Allir voru þeir stórslasaðir og í lífshættu. Stjórnarher Perú hefur reynt að hafa hendur í hári skæruliðanna að undanförnu, en hefur orðið lítið ágengt, einkum vegna illviðris. Aðgerðir skæruliða gegn hinum óbreyttu borgurum eru taldar stafa af beiðni þorpsbúa á þessum slóðum til yfirvalda, að opna á ný lögreglu- og hervarðstöðvar sem lagðar voru niður fyrir nokkru. Skæruliðarnir hafa lýst þessi svæði „frelsuð", en sveitaalþýðan hefur illan bifur á þeim. Fórnar- lömbin voru ýmist myrt með byss- um, sveðjum eða öxum. Vill ganga að eiga dauðadæmdan fanga Harstad, Noregi, 7. aprfl. AP. RANNVEIG Rydmo, 21 árs gömul norsk stúlka, og 32 ára gamall BandaríkjamaÖ- ur, Mike Berryhill aö nafni, sem bíður dauöa síns í fang- elsi í Jackson í Georgíuríki, í mál gegn systurinni — eða þannig sko Paterson, New Jersey, 7. aprfl. AP. TÍU ára gamall drengur, sem mátti kallast heppinn að missa ekki sjón á öðru auga eftir að systir hans hafði kastað í hann blýanti, hefur nú höfðað mál á hendur henni og krefst hann 180.000 dollara, um 3,8 millj. ísl., í skaðabætur. Lögfræðingur drengsins segir, að ástæðan fyrir málshöfðuninni sé sú, að tryggingafélagið neiti að greiða drengnum bætur fyrir meiðslin og því sé þetta eina leið- in. „Við verðum að gera þetta til að fá eitthvað út úr heimilistrygg- ingunni," sagði hann. Atburðurinn átti sér stað 3. maí fyrir tveimur árum þegar strákur- inn klappaði systur sinni á öxlina þar sem hún sat við skólalærdóm- inn. Hún brást þannig við, að hún kastaði blýanti aftur fyrir sig og ienti hann í öðru auga bróður hennar. ætla aö setja upp hringana nk. sunnudag aö því er segir í dag í Óslóarblaöinu Aften- posten. „Við vonumst til að geta gifst einhvern tíma í sumar," sagði Rannveig skömmu áður en hún hélt til Bandaríkjanna sl. mið- vikudag. Þau Mike hafa skrifast á í fjögur ár eða síðan hún var 17 ára gömul en þá sá hún nafnið hans í vikuriti. Rannveig hefur áð- ur farið vestur til fundar við Mike. Mike Berryhill bíður dauða síns fyrir morð en hefur þó aldrei játað það á sig. Hann hefur verið í fang- elsi í níu ár og ekki er talið ólík- legt, að dóminum yfir honum verði breytt í lífstíðarfangelsi. Veður víða um heim Akureyri +1 skýjaó Amsterdam 13 skýjaó Aþena 19 heiðskírt Barcelona 17 lóttskýjaó Berltn 8 skúr BrUssel 8 skýjað Chicago 10 skýjsö Dublin 5 skýjaó Franklurt 11 rigning Færeyjar 4 alskýjað Genf 11 rigning Helsinki 10 skýjaö Hong Kong 24 skýjaó Jerúsalem 18 skýjað Jóhannesarborg 23 heióekirt Kaupmannahöfn 6 rigning Kairó 23 skýjaó Las Palmas 17 skýjsó London 12 skýjaó Los Angeles 20 heióskírt Madrid 19 heiöskirt Malaga 22 lóttskýjsó Mallorca 18 hálfskýjaó Mexikóborg 27 heióakírt Miami 27 heiðskírt Moskva 12 skýjað Nýja Delhí 29 heióekirt New York 15 skýjaó Ósló 5 skýjaó París 13 skýjaó Peking 17 haióakírt Perth 17 skýjaó Reykjavik 1 léttskýjaó Rio de Janeiro 27 rigníng Rómaborg 17 heióakírt San Francisco 19 heiöskirt Stokkhólmur 8 skýjaö Sydney 20 skýjaö Tel Aviv 22 heiöakirt Tókýó 21 akýjaö Vancouver 15 akýjaö Vinarborg 14 akýjaö Japanir auka herútgjöld Tókýó, 7. apríl. AP. ÚTGJÖLD Japana til hermála voru á síðasta ári meiri en þau hafa nokkru sinni verið eftir stríð og hækkuðu um nærri 50% milli ára. Mesta hluta hækkunarinnar má rekja til kaupa þeirra á banda- rískum orrustuþotum af gerðinni F-15, á flugvélum, sem beint er gegn kafbátum, og öðrum búnaði. V esturbakkaveik- in rannsökuð Genf, 7. aprfl. AP. ALÞJÓÐANEFND Rauða kross- ins lagði í dag til, að fram færi „ítarleg rannsókn" á Vesturbakka- veikinni svokölluðu, sem einkum hefur orðið vart meðal palest- ínskra skólastúlkna á hernáms- svæði Israela á Vesturbakkanum. í fyrstu var talið að um einhvers konar gaseitrun væri að ræða og vildu Palestínumenn kenna ísrael- um um. Ekkert hefur þó komið fram, sem styður það, og segja nú ísraelar, að hér sé um ímyndunar- veiki að ræða vegna múgsefjunar. Big Ben í viðgerð London, 7. apríl. AP. VERIÐ er nú að setja upp vinnu- palla utan á turninum, sem hýsir þá frægu klukku Big Ben og er gert ráð fyrir, að það taki hálft annað ár að lagfæra turninn, sem þykir orðinn nokkuð hrörlegur. Er þetta hluti af sex ára áætlun um gagngera viðgerð á Westminster- höllinni, aðsetri breska þingsins. Heróín í eðalsteinum Mikið ffkniefnasmygl í Hollandi Amsterdam, 7. aprfl. AP. LÓGREGLAN í Amsterdam hef- ur að undanförnu lagt hald á 9,5 kg. af heróíni, sem faíið var innan í eðalsteinum, og handtekið 9 manns fyrir heróínsmygl. Skýrði hollenzka lögreglan frá þessu í dag. Var fíkniefninu smyglað inn í Holland frá Pakistan með þessum hætti. Hollenzka lögreglan handtók fyrst þrjá karlmenn og tvær konur frá Pakistan en einnig hollenzk hjón. Fóru þessar hand- tökur fram 23. marz sl. í Amst- elveen, einni af útborgum Amst- erdam. Hinn 29. marz sl. hand- tók hollenzka lögreglan enn einn Pakistana á Shiphol-flugvelli við Amsterdam, þar sem lögreglan fann aðra sendingu af eðalstein- um. Síðasta handtakan fór fram á miðvikudag og var þá Holiend- ingur einn handtekinn í Amst- erdam. Við leit í íbúð hans fann lögreglan 67.000 dollara I reiðufé og er talið, að það sé andvirði tveggja kílógramma af heróíni, sem seld hafi verið í Amster- dam. Alls hefur hollenzka lögreglan nú gert upptæk 1.000 kg. af eðal- steinum, en verðmæti þeirra er talið nema 110.000 dollurum. Söluandvirði heróínsins, sem falið var innan í þeim og gert var upptækt um leið, er talið nema ekki minna en 350.000 dollurum og hugsanlega miklu meira á götumarkaðnum í Amsterdam. míiMiaiB AMERIKA PORTSMOUTH/ NORFOLK Bakkafoss 8. april City of Hartlepool 18. april Bakkafoss 29. apríl City of Hartlepool 10. maí NEWYORK City of Hartlepool 19. april Ðakkafoss 28. april City of Hartlepool 9. mai HALIFAX City of Hartlepool 22. april City of Hartlepool 12. mai BRETLAND/ MEGINLAND Eyrarfoss 11. apríl Alafoss 18. april Eyrarfoss 25. april Alafoss 2. mai ANTWERPEN Eyrarfoss 12. apríl Alafoss 19. apríl Eyrarfoss 26. april Alafoss 3. mai ROTTERDAM Eyrarfoss 13. april Alafoss 20. april Eyrarfoss 27. april Alafoss 4. maí HAMBORG Eyrarfoss 14. april Álafoss 21. april Eyrarfoss 28. april Alafoss 5. maí WESTON POINT Helgey 13. april Helgey 26. apríl NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 15. april Mánafoss 22. april Dettifoss 29. april Mánafoss 6. mai KRISTIANSAND Mánafoss 16. april Dettifoss 18. april Mánafoss 25. april Dettifoss 2. maí MOSS Dettifoss 15. april Manafoss 22. april Dettifoss 29. april Mánafoss 6. maí ÞRÁNDHEIMUR Goöafoss 11. apríl HORSENS Dettifoss 20. april Dettifoss 4. maí Dettifoss 18. mai Dettifoss 1. júní GAUTABORG Mánafoss 13. apríl Dettifoss 20. april Mánafoss 27. april Dettifoss 4. maí KAUPMANNAHÖFN Mánafoss 14. apríl Dettifoss 21. april Mánafoss 28. apríl Dettifoss 5. mai HELSINGBORG Mánafoss 15. april Dettifoss 22. april Mánafoss 29. april Dettifoss 6. mai HELSINKI Mulafoss 26. april RIGA Múlafoss 28. april GDYNIA Mulafoss 29. april TORSHAVN Dettifoss 23. april VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -framogtilbaka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla-fimmtudaga EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.