Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Afkoma KRON svipuð 1982 og árið á undan AÐALFUNDUR Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis var haldinn á Hótel Sögu sunnudag- inn 27. mars. Fundinn sóttu um eitthundrað fulltrúar. Fundarstjórar voru kjörnir Sig- urður Magnússon og Vilhjálmur Jónsson og fundarritari var Jónas Hólmsteinsson. Rannsókna- nefnd flug- slysa skipuð SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur í samrami við ný lög um rannsókn- anefnd flugslysa skipað nýja nefnd. f nefndinni eiga nú sæti Karl Eiríksson framkvæmdastjóri, sem er formaður nefndarinnar, Sveinn Björnsson flugmaður, Þorgeir Pálsson verkfræðingur, Gylfi Jónsson flugmaður og Björn Þ. Guðmundsson prófessor. Skipað er í nefndina til fjögurra ára í senn. Ólafur Jónsson, formaður fé- lagsins, og Ingólfur ólafsson, kaupfélagsstjóri, fluttu skýrslur um rekstur og hag félagsins á liðnu ári. Þar kom m.a. fram, að rekstrarafkoma félagsins var svipuð og árið áður. Heildarveltan varð 162 milljónir og er það 53% aukning miðað við fyrra ár. Niður- staða efnahagsreiknings er 102 milljónir króna, þar af eigið fé 63%. Rekstrarhagnaður varð 3,1 milljón. Stærsta verkefni KRON um þessar mundir er undirbúningur að stórversluninni í Holtagörðum sem áætlað er að opna á seinni hluta þessa árs. Kjörtíma í stjórn KRON höfðu lokið Guðmundur Ágústsson, Gylfi Kristinsson og Jón Þór Jó- hannsson. í stjórn voru endur- kjörnir þeir Gylfi Kristinsson og Jón Þór Jóhannsson, en Guðmund- ur Ágústsson gaf ekki kost á sér. í hans stað var kosinn Sigurður Magnússon. Endurskoðandi var kjörinn Hrafnkell Björnsson og varaendurskoðandi Sigurður Ármannsson. (FrétUtilkynning.) Eldur í eldhúsi Tímans Eldur kom upp í kaffistofu dagblaðsins Tímans miðvikudag fyrir paska, og voru upptök hans á bak við eldavél sem þar er í eldhúsi, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá slökkviliðinu. Eldavélin brann auðvitað og einnig urðu lít- ilsháttar skemmdir á vegg þar á bakvið. Ekki er vitað um eldsupptök, en hugsanlegt er talið að um út- leiðslu hafi verið að ræða. Slökkvi- liðsmönnum tókst strax að ráða niðurlögum eldsins, en talsverður reykur varð af eldi þessum. Ljósmynd: JS: Jónas Þór Steinsson, framkvæmdastjóri Bflgreinasambandsins, (til vinstri) og formaðurinn, Þórir Jensen. Bflgreinasam- bandið er samband bflainnflytjenda og annarra sem annast sölu og þjónustu á bflavörum. í sambandinu eru um 200 félagsmenn. Hjólbarðakönnun bflgreinasambandsins: Þriðji hver bíll var á ólöglegum hjólbörðum ANNAN júní í fyrra gekkst Bflgreina- sambandið fyrir könnun á hjólbörðum ökuUekja og kom í Ijós að nærri því þriðji hver bfll var með ólöglega hjól- barða á einn eða annan hátt. Bflgreina- sambandið efndi til blaðamannafundar í gær þar sem nánari grein var gerð fyrir niðurstöðum könnunarinnar. f greinargerð frá Bflgreinasambandinu segir m.a.: „í hjólbarðakönnuninni voru skoð- aðir hjólbarðar á 3.335 bflum á ein- um degi, sem eru rúm þrjú prósent af bílum f landinu. Meirihluti þeirra var á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur munur var á ástandi eftir landsvæð- um, en ekki svo mikill að hann skipti sköpum. Hjólbarðar voru skoðaðir á 2.754 fólksbflum, sem voru 82,5% þeirra, sem voru skoðaðir. Þá voru 239 jeppar, 212 sendibílar og 86 vöru- bílar skoðaðir. 30,6% bíla, sem voru skoðaðir, reyndust vera með einn eða fleiri hjólbarða, sem ekki voru löglegir. Þetta er sláandi niðurstaða, þar sem ætla verður að ólöglegir hjólbarðar séu þannig að bein hætta geti stafað af þeim. A meðan ástandið er svona er nærri þriðji hver bfll hættulegur f umferðinni. Þessi niðurstaða kom á óvart, þar sem talið var að á þessum tíma væru hjólbarðar í hvað bestu lagi, þar sem skammt væri um liðið síðan menn tóku vetrarhjólbarða undan bflum og hefðu þá ástæðu til að ilta eftir sumarhjólbörðunum. Þó að mánuður væri liðinn 2. júní í fyrra frá því að taka átti neglda hjólbarða undan bílum voru enn 5% bíla með einn eða fleiri negldan hjólbarða. Nærri 16% var enn á vetrarhjólbörðum á öllum hjólum og 32% á einu eða fleiri hjólum. Algengasti galli á hjólbörðum reyndist vera að mynstur var of slit- ið. það reyndist vera á einu hjóli eða fleiri á 21% bíla og óeðlilegt slit reyndist vera á 9,5% bíla. Orsakir þessara galla eru stundum óljósar, en ástand, sem veldur auknu sliti, var að finna á mörgum bílum. Hægt var að sjá ranga hjólastillingu og mæla rangan loftþrýsting f 10% þeirra bíla, sem voru skoðaðir. Á 13,5% bíla höfðu hjól ekki verið jafnvægisstillt og eitt prósent var með beiglaða felgu. í hjólbarðakönnun Bílgreinasam- bandsins komu fram ýmsar athyglis- verðar upplýsingar um notkun á hjólbörðum hér á landi. Til dæmis reyndust um 40% allra bíla vera á þverbanda — (radial) hjólbörðum, en álíka margir fólksbflar voru á radial-hjólbörðum og skábanda- hjólbörðum (diagonal eða cross-ply). Þar sem flestir nýir bílar koma til landsins á radial-hjólbörðum eru það frekar eldri bílar, sem eru á skábandahjólbörðum.“ Þeir Þórir Jensen, formaður Bíl- greinasambandsins og Jónas Þór Steinsson, framkvæmdastjóri töldu að ástand hjólbarða væri jafnvel enn verra en könnunin í fyrra gaf til kynna. Nefndu þeir til þá ástæðu að könnunin hefði verið sérstaklega auglýst og þvf Ifklegt að þeir sem vissu af bílum sínum á slæmum hjólbörðum hefðu látið bílana liggja þann daginn. Eins var mikið af nýj- um bílum á götunni á þessum tfma. Þeir Þórir og Jónas voru á þeirri skoðun að skýringin á þessu slæma ásigkomulagi hjólbarða væri kannski fyrst og fremst sú, að menn hefðu hreinlega ekki efni á að endur- nýja nógu oft. En það mun kosta nálægt 10 þúsund krónur að endur- nýja á öllum hjólum á venjulegum fólksbíl. En þeir lögðu áherslu á það að það mætti draga verulega úr sliti með réttri meðferð. Minning: Stefana Guðbjörg Björnsdóttir Fædd 22. október 1885 Dáin 23. febrúar 1983 l!m sorgir .synjj þú eigi þótt syrti um skógargeima því horfnum heióum degi þér haustió bauð að gleyma. I»á sveitin vermdist sólu þú songst um dag og njólu. Sú dýrð er lóngu liðin, liðið er sóngsins vor. (Sig. Júl. Jóhannesson þýddi.) Þetta lag og ljóð hafði frænka mín óskað eftir að yrði flutt við útför sína, má segja að það sé táknrænt fyrir ævi hennar alla. Hún var mikil gleðimanneskja, sí- kát og bar ekki sorg sína á torg. Foreldrar hennar voru hjónin Helga María Bjarnadóttir og Björn Stefánsson, bóndi í Ketu í Hegranesi. Þau eignuðust 5 börn, þar af 2 dætur, Guðmundu og Stefönu, sem hér verður minnst, báðar búsettar í Reykjavík, og 3 syni, Pál bónda í Beingarði í Hegranesi, Jósías, er drukknaði rúmlega tvítugur, og ólaf, er lengst bjó að Mörk á Laxárdal og síðast í Holti á Ásum. Hann lifir nú einn eftir af systkinunum. Helga móðir Stefönu dó úr lungnabólgu í janúar 1904. Það sama ár réðst Stefana sem vinnu- kona til sóknarprestsins á Ríp, sr. Jóns Ó. Magnússonar, og fluttist með fjölskyldu hans vestur að Fróðá á Snæfellsnesi síðar á ár- inu. Minntist hún oft þeirra flutn- inga vestur. Hún fór á undan með vinnumönnum prestsins og skyldu þeir byggja íbúðarhús áður en fjölskyldan flytti, en hún átti að sjá um matseld, við aðstæður sem nú þættu lítt boðlegar. Næst lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún lærir karlmannafata- saum og setur síðar upp sauma- stofu að Bergstaðastræti 4 sem hún starfrækti langa tíð. Hún tók ungar stúlkur sem lærlinga og fór nú líka að sauma kvenfatnað. Mörgum varð minnisstæð gleðin, sem alla tíð ríkti á heimili Stef- önu. Sjálf var hún hrókur alls fagnaðar og átti létt með að hrífa aðra með sér. Stundum spilaði hún á orgelið sitt eða tók ljóðabók ofan úr hillu og las fyrir stúlkurn- ar sínar. Má segja að hún hafi vilj- að mennta þær bæði til munns og handa. Gestkvæmt var á Berg- staðastræti 4. Húsrými var ekki stórt á nútímamælikvarða, en þarna bjó hún og þarna vann hún. Hinum fjölmörgu kunningjum hennar, sem áttu leið til borgar- innar, var tekið tveim höndum og þeim leiðbeint er ókunnugir voru borgarleiðum. Oft var hún líka til staðar þegar norðanrútan kom að taka á móti vinum og venslafólki. Stefana giftist ekki og eignaðist ekki afkomendur, en fjölskylda hennar var samt stór. Hún vildi öllum gott gera, ekki einasta fjöl- mennu frændliði, heldur og hverj- um þeim er hjálparþurfi var. Sá, sem lifað hefur hartnær heila öld, hefur lifað mikið breyt- ingatímabil í sögu lands og þjóðar, en ég held að hún hafi átt auðvelt með að aðlaga sig breytingum. Hún var alla tíð einörð sjálfstæð- iskona og fylgdist vel með gangi þjóðmála, las mikið og var fróð. Hún þekkti fjölmarga og var vin- föst og minnug. Hún skrifaðist á við fjölda fólks vítt um land og jafnvel utanlands. Hún skrifaðist á við frændfólkið í Kanada og marga þá sem fóru utan til náms. Mörg minningabrot koma upp í hugann af frásögnum hennar, s.s. frá Alþingishátíðinni 1930, er hún ásamt vinkonu sinni og frænku leigði stórt tjald og tók þar á móti Vestur-íslendingum og fleirum; er hún sem ung stúlka fór sumar eft- ir sumar í kaupavinnu upp að Hvanneyri, eða fór um sveitir nyrðra og saumaði karlmannaföt; frásagnir af vinum sem hún átti svo víða, í Geitagerði í Fljótsdal, Raufarhöfn, systkinunum frá Hól- um í Reykjadal, sem alla tíð héldu tryggð við hana, svo og öllum vin- unum heima í Skagafirðinum, Jónas í Hróarsdal var gjarnan nefndur og börn hans, sem verið höfðu æskuvinir hennar, og svo mætti lengi telja. Líka var henni hugljúf minning að rifja upp frá fermingarárinu 1899 er biskupinn yfir íslandi fór um Skagafjörð og yfirheyrði fermingarbörnin á Ríp. Að því loknu tók hann í hönd henni, kyssti hana á kinnina og sagði, að ef hún ætti éftir að standa sig eins vel i lífinu og hún hefði gert í dag, þyrfti hún engu að kvíða. Hún trúði því að blessun hefði fylgt þessum orðurr. Stefana dvaldi allan sinn starfs- aldur í Reykjavík eins og fyrr seg- ir, en árið 1970 varð hún að flytja úr stofunni sinni á Bergstaða- strætinu, þá orðin 85 ára og starfsgetan þorrin. Þá varð að ráði að hún flyttist til frændfólks síns norður yfir heiðar. Hér dvaldi hún næstu árin og virtist una sér vel þrátt fyrir breytta staðhætti, alltaf glöð og þakklát. Fór hún eitt sinn í smáferðalag með sumar- gestum er hér voru staddir, var hún að venju kátust allra. Er heim kom fékk hún vísu frá einum ferðafélaganum, sem lýsir við- horfi hans til gömlu konunnar: (■jöret ei myndi gledifátt, glötgl það dæmjn sýn», |»eim Hem hefði um evi átt áxt og .samfylgd þína Á þessum árum undi hún löng-- um við að lesa bréfin sín gömul og ný, sum jafnvel síðan fyrir alda- mót, vinanna var minnst, upp voru rifjuð ljóð og vísur sem höfðu ver- ið henni hugstæð, og oft hafði hún yfir eftirfarandi erindi:. Yfir Nundum sorgarál.s, nóI fær stundum dvalió. í blóm.sturlundum munamáls margt er undir falid. eða þetta: Vesling |>eim, sem villtur er, vængi Drottinn gjöróu og leyfdu honum að lyfta sér lítið eitt frá jörðu. Eftir rúmlega 5 ár hér í Húna- vatnssýslu stóð henni til boða dvöl á vistheimili aldraðra við Sjúkra- hús Sauðárkróks. Þá var hún aftur komin heim — í Skagafjörð. Stefana hlaut að lifa það vegna síns háa aldurs að sjá jafnaldra og vini hverfa einn af öðrum yfir móðuna miklu. Sárt var margra saknað. Vil ég aðeins nefna syst- urdóttur hennar, Klöru Jónasdótt- ur, sem verið hafði henni stoð og stytta en dó á miðjum aldri — svo og Bjarna Jensson flugmann sem hún hafði tekið miklu ástfóstri við frá bernsku, en hann fórst í flug- slysi á besta aldri. Það reyndist henni þungbært, en hún sagði klökkum rómi: „Bráðum fæ ég að fara líka," en árin liðu og urðu mörg, fölskvi ellinnar hafði löngu byrgt sýn til líðandi stundar og mildað biðina. En hún hafði ekki gleymst, hún fékk hægt andlát að morgni 23. febrúar sl. á 98. ald- ursári. „Kveikl er Ijós við Ijó.s hurl er .sortanx svió. Angar rós vió ró.s opnaxt himin.s hlió. Niöur Htjörnum Htráó engill framhjá fer. Drottins n* gó og náð boðin alþjóð er.“ — Ég trúi því að henni hafi ver- ið vel fagnað. Sigríður Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.