Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Athvarfs er þörf Á að reka sjávar- útveginn á brjóstvitinu? — eftir Björgu Einarsdóttur Samtök um kvennaathvarf efna til fjáröflunar í dag og á morgun. Markmiðið er að skapa tryggan starfsgrundvöll. Þriggja mánaða reynslutími sýnir að full þörf er fyrir þessa starfsemi. Ársfjórðu ngsrey nsla Umræður að undanförnu um at- hvarf fyrir konur, sem hafa verið ofbeldi beittar hafa fyrst og fremst tekið mið af því, að nú hef- ur slíkt athvarf verið starfrækt í Reykjavík frá desember síðast- liðnum. Áhuga- og hugsjónafólk hratt starfseminni af stað og reynslan þennan stutta tíma sýnir svo óyggjandi er, að þörfin er mik- il. f tölum mælt eftir þriggja mán- aða reynslutíma hafa að meðaltali 3 konur og 4 börn dvalið daglega í athvarfinu, en alls 107 einstakl- ingar leitað aðstoðar. Að mestu af höfuðborgarsvæðinu, en þó hefur liðsinnis verið leitað víða að af landinu, svo fyrirbrigðið „ofbeldi gagnvart konum og börnum" er ekki bundið við þéttbýlið á suð- vesturhorni landsins. Þegar ógn steðjar að f þessu sambandi rifjast upp fyrir mér minning af bernskuleik í hópi barna, þar sem rætt var um flótta. Tilefnið var vafalaust úr fréttum af hröktu fólki í hrjáðum Mér finnst við hæfi að fram komi þakkir til Alþingis og þá sérstaklega Alberts Guðmunds- sonar og meðflutningsmanna hans með frumvarp um mildun skatta um helming hjá þeim er hætta störfum vegna aldurs, sem nú hef- ir verið samþykkt. — Það var sannarlega tímabært að þessi sjáifsagða lagfæring í réttlætisátt fyrir eldri borgara fengi viðhlít- andi lausn. Það ber að gleðjast yf- ir því hve mikill einhugur virðist hafa ríkt um afgreiðslu þessa máls á hinu virðulega Alþingi sem því miður hefir ekki alltaf borið gæfu til þess að vera mikið á einu máli um ýmis önnur þjóðþrifamál á seinni tímum, þar sem sundur- þykki hefir farið vaxandi og gætt í æ ríkari mæli, í alltof miklum mæli, þjóðinni allri til ógæfu og vonbrigða. Ekki sízt af þeirri ástæðu er einmitt ástæða til að fagna og um leið vona að meira verði í framtíð- inni gert af að hefja þau mál upp úr svartnætti skammtíma- sjónarmiðanna, sem beinlínis eru velferðarmál allrar þjóðarinnar, látum vera þótt rifist sé um önnur smærri og á lægra „plani" sem til- heyra dægurþrasinu og ekki eru eins afdrifarík — ef mönnum sýn- ist þess endilega þörf? Þar sem ég í framhaldi af rit- stjórnargrein í Morgunblaðinu flutti fram á síðastliðnu ári áskor- un um að ráðamenn þjóðarinnar tækju þetta sérstaka mál til með- heimi. öll áttu börnin að segja hvert þau myndu leita ef skyndi- lega þyrfti að yfirgefa heimili sín. Þau tíunduðu afa og ömmur, vini og vandamenn í sveitum landsins, jafnvel í öðrum löndum. Öll nema einn drengur sem sagðist engan stað hafa að hverfa til. Honum yrði skelfingin búin þegar hin ímyndaða ógn steðjaði að. Fyrir- liði hópsins lýsti því yfir að allir yrðu að geta flúið eitthvert þegar á lægi og sagðist taka drenginn með sér. Veröld barnanna bjarg- aðist eftir lögmálum leiksins. Kaunveruleikinn áfall En það hlýtur að vera fulltíða fólki hér á landi áfall að vakna upp, á ofanverðri 20. öld, við þann raunkalda veruleika að meðal okkar skuli vera hópur barna sem á í ekkert hús að venda, þegar þeirra nánustu snúast gegn þeim og ógna tilveru þeirra. Ekki er nóg að státa af lægsta ungbarnadauða í veröldinni ef þau börn sem lifa fæðingu sína af, eiga ekki lágmarksöryggi víst, það er aðeins tölfræðileg fölsun. Metnað- ur íslensks þjóðfélags kennt við nútímavelferð og samhjálp hefur verið, að hver sá sem í nauðum er staddur eigi hjálp vísa. Þeir sem hófu starfsemi kvennaathvarfs hafa sýnt þann metnað í verki til fulls. Ekki stundarfyrirbrigði Kvennaathvarfið má ekki verða ferðar og afgreiddu það með myndarskap, og þar sem mér finnst að hér hafi verið brugðið við af drengskap og af þeim virðu- leik, sem mér finnst hæfa lög- gjafarsamkundu þjóðarinnar, þá vil ég leyfa mér að bera fram bæði í eigin nafni og líka allra þeirra mörgu, sem þetta snertir með af- drifaríkum hætti, hugheilar þakk- ir fyrir þetta drengskaparbragð, en í því efni veit ég að mér leyfist að mæla fyrir flestra hönd, þótt að eigin hvötum sé. Um leið og þetta er gert vil ég þó ekki láta hjá líða að benda á, að þótt þessi afgreiðsla hafi verið með þeim hætti, sem hér er nefnt, þá virðist samt sem svo, að ekki sé öllum hliðum málsins þar með gerð full skil. — Skattar eru nefni- lega ekki aðeins til ríkisins heldur og til sveitar- og bæjarfélaga. Hér virðist sem á vanti, að sama regla verði gildandi að því er útsvörin varðar og tekju- og eignaskattinn. Þannig vantar enn, að því er virð- ist, að þetta gildi um alla en ekki aðeins sem næst helming skatt- anna. Vera kann að þetta sé ekki rétt ályktað, en sé svo væri gott að fá vitneskju um stöðuna í raun. Ef hér vantar enn til, væri full ástæða til að þar væri verki lokið og það fullnað með því að allir skattar fylgist að í þessu og þann- ig fáist fram að fullu sú umbót sem svo lofsamlega hefir verið viðurkennt að þörf væri fyrir með áðurgreindri samþykkt Alþingis. Björg Einarsdóttir. stundarfyrirbrigði, heldur varan- leg nauðvörn fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Fé er oftast afl þeirra hluta sem gera skal og nú er gert átak til fjáröflunar svo leggja megi traustan grundvöll að þeirri mannbjörgun og því hjálp- arstarfi sem þegar er hafið. í dag og á morgun verður sala á merkjum í þessu skyni í Reykjavík og nágrenni. Selt verður á al- mannafæri, hjá fyrirtækjum og gengið í hús. Átakið nú beinist fyrst og fremst að því að koma starfseminni í varanlegt húsnæði. Opinberir aðilar, ríki og sveitaryf- irvöld hafa styrkt starfsemina þegar á fyrsta stigi. í því felst mikil og óvenjuleg viðurkenning á ósérhlífnu starfi áhugafólks. Nú er leitað eftir samskonar skilningi hjá hinum almenna borgara — því athvarfs er þörf eða eins og barnið sagði: Allir verða að geta flúið eitthvert. Sveinn Olafsson „Þaö ber að gleðjast yfir því hve mikill einhugur virðist hafa ríkt um af- greiðslu þessa máls á hinu virðulega Alþingi, sem því miður hefir ekki alltaf borið gæfu til þess að vera mikið á einu máli um ýmis önnur þjóðþrifamál á seinni tímum, þar sem sundurþykki hefir farið vaxandi og gætt í æ ríkari mæli, í alltof miklum mæli, þjóðinni allri til ógæfu og vonbrigða.“ Á þetta er bent hér fyrir velvilj- aða stjórnmálamenn til að hyggja enn að, ef þarna væri ólokið að ganga frá lausum endum í miklu framfara- og nauðsynjamáli. Með endurteknum þökkum og um leið kveðjum til allra er stutt hafa þetta mál. 3.3.1983. — eftir HUmar J. Hauksson, kennara við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti Föstudaginn 11. mars var um það rætt í útvarpinu hvort kennsla í fögum tengdum sjávar- útvegi yrði tekin upp við Háskóla íslands. Valdimar K. Jónsson prófessor tjáði alþjóð það að furðulegt mætti heita hversu undirstöðuat- vinnuvegur þjóðarinnar væri af- skiptur í Háskólanum. Undir- ritaður er sammála Valdimari um þetta, en það sem ef til vill er enn- þá athyglisverðara er hversu sjáv- arútvegurinn er afskiptur á fram- haldsskólastiginu, eins og eftirfar- andi frásögn ber með sér. Fyrir 3 árum skilaði nefnd er skipuð var af menntamálaráðu- neytinu áliti um það hvernig mætti koma á fót sjávarútvegs- braut við fjölbrautaskóla landsins. Voru tillögur nefndarinnar grundvallaðar á hugmyndum Jóns Þórðarsonar, sjávarútvegsfræð- ings og Gerðar Óskarsdóttur skólastjóra á Neskaupstað. í þessum tillögum var gert ráð fyrir tveimur megin útgáfum á slíku námi og skyldi önnur vera 2 ára braut, en hin 4 ára námsbraut, sem leiddi til stúdentsprófs. Það kom fram í nefndarálitinu að til þess að hægt væri að hleypa slíkum sjávarútvegsbrautum af stað þyrfti að semja námsefni fyrir 5 sérhæfða áfanga, en allt annað, sem brautunum tilheyrði væri þegar fyrir hendi. Lagði nefndin til að menntamálaráðu- neytið hefði samband við ákveðna menn, sem hún tilnefndi og sagði reiðubúna í verkið. Síðan eru 3 ár og þeim á tíma hefur menntamálaráðuneytið ekki farið fram á neina námsefnisgerð fyrir þessa áfanga og þeir menn, sem nefndin hafði talið á að taka að sér verkið, orðnir úrkula vonar um að það muni nokkurn tíma gerast. Hvernig stendur á þessu? Það liggur nokkurn veginn á borðinu hvað þurfi að gera, hvað það kost- ar og hver ætlar að gera það. Getur það verið kostnaðurinn? Undirrituðum reiknast svo til að það geti kostað á bilinu 120—150.000 kr. að gera þessa sérhæfðu áfanga úr garði, svo að gagn sé að. Hversu stórt prósentu- hlutfall skyldi þetta vera af ár- legri veltu menntamálaráðuneyt- isins? Hversu stór prósenta skyldi þetta vera af veltu sjávarútvegs- ráðuneytisins á hverju ári? Eða gæti þetta ef til vill verið stór hluti þeirrar upphæðar, sem út- gerðin fær í styrki og fyrirgreiðsl- ur á hverju ári? Þetta hlýtur vissulega að vera stór upphæð fyrst það reynist ís- lenskum valdhöfum algerlega um megn að koma á fót sjávarút- vegsbrautum í framhaldsskólum landsins. fslenskur sjávarútvegur siglir nú hraðbyri inn í nýjan tíma. Ástandið hefur gerbreyst á fáein- um árum. Flotinn er orðinn það tæknivæddur í dag að hann getur athafnað sig í næstum hvaða veðri sem er. Hafrannsóknastofnunin hefur fyrir löngu sannað að fisk- urinn við fsland er ekki að fara „Sjávarútvegsbraut sú, sem áður var vikið að ger- ir ráð fyrir mjög þverfag- legu námi. Nemendur slíkrar brautar myndu fá innsýn jafnt inn í haf- rannsóknir, fiskiðnað og viðskipti með sjávarafurð- neitt þannig að við getum stjórnað okkar fiskveiðum líkt og bóndi rekur bú sitt. Fiskiðnaðurinn er óðum að tölvuvæðast, en aukin nýtni og hagræðing í frystihúsum landsins hefur leitt til stófelldrar verðmætaaukningar á aflanum. Það sem hins vegar virðist ekki hafa siglt hraðbyri inn í nýja tím- ann er menntun tengd sjávarút- vegi. Eina nýlundan á því sviði eru Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði og kennsla í fisktækni við Tækni- skólann, nám sem fyrir löngu hefði átt að vera komið af stað hér á landi. Vissulega verður að segjast eins og er að margur maðurinn hefur komið á fót og rekið ágætis fyrir- tæki af dugnaði og eljusemi og farnast vel, án þess að viðkomandi hefði teljandi menntun. Sjó- mennska er sumum í blóð borin og ýmislegt í því efni, sem ekki verð- ur lært af bókum. En þó að brjóstvitið dugi oft langt, þá er undirritaður þeirrar skoðunar að það sé ágætt að hafa menntunina með. Sjávarútvegsbraut sú, sem áður var vikið að, gerir ráð fyrir mjög þverfaglegu námi. Nemendur slíkrar brautar myndu fá innsýn jafnt inn í hafrannsóknir, fisk- iðnað og viðskipti með sjávaraf- urðir. Reyndar álítur undirritaður að menntun sú, sem þessi braut býð- ur upp á, væri alveg tilvalin fyrir þá, sem hyggjast starfa við stjórn- un fiskiðnaðar- eða útgerðarfyr- irtækja, sölu sjávarafurða, ráðgjöf á sviði sjávarútvegs og fyrir þá sem vildu sérhæfa sig í einhverju í tengslum við sjávarútveg á há- skólastigi. Þetta væri til dæmis upplögð grundvallarmenntun fyrir viðskipta- eða hagfræðinga sem hyggjast starfa í tengslum við sjávarútveginn. Ýmsir fjölbrautaskólar lands- ins, meðal þeirra skóli sá er undir- ritaður starfar við, töldu þegar þetta nefndarálit kom fram að svona sjálfsagt mál yrði ekki lengi að komast í höfn og settu í bjart- sýni í námsvísi sinn sjávarút- vegsbrautina, uppsetningu hennar og námslýsingu. En bjartsýnin dofnaði heldur betur og á þeim tíma sem liðinn er hefur undir- ritaður ekki ráðlagt neinum að velja þessa braut, þar sem það er ekki forsvaranlegt að ráðleggja nokkrum nemanda slíkt nám á meðan nauðsynlegt námsefni er ekki fyrir hendi og nemandinn í algjörri óvissu um það hvort hon- um takist að ljúka náminu og hvert það leiði. Að lokum vill undirritaður bera fram þá ósk að gengið verði í mál- ið og drifið í þessu þannig að framhaldsskólakerfið geti boðið upp á sjávarútvegsbraut, sem væri gott og gilt nám í sjálfu sér, eða góður undirbúningur að háskólan- ámi í sjávarútvegsgreinum. m ¥ Áskriftarshninn er 83033 Þakkareftii Skattaplágu eldri borg- ara aflétt — að hluta — — eftir Svein Ólafsson, Silfurtúni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.