Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Maradonna er byrjaður að æfa að nýju með el Barcelona. Félagíð þarfnast hans meir en nokkru sinni fyrr til þess aö berjast um Spán- armeistaratitilinn í 1. deild. Aðsókn minnkar í Evrópu: 102 þúsund áhorfendur að meðaltali á hverjum leik hjá FC Barcelona AÐSÓKN aö knattspyrnuleikjum í Evrópu hefur minnkaö mjög verulega ó síöasta ári. Tvær und- antekningar eru þó á þessu. Aö- sókn á Ítalíu og Spáni hefur auk- ist verulega. Aösókn aö 1. deildar leikjum í Svíþjóð hefur minnkað mest eöa um rúm fimm prósent á síóasta ári. Meöalaðsókn aö 1. deildarleikjum í Svíþjóð var 5.138 áhorfendur á hverjum leik. Aö- sókn hefur ekki veriö jafn lítil síö- an árið 1945. Meöalaösókn aö leikjum í 1. deild í V-Þýskalandi hefur minnkaö um rúm tvö þúsund áhorfendur á hverjum leik. Og í Englandi hefur aösóknin minnkaö um átta þúsund áhorfendur á hverjum leik. Enda eru mörg knattspyrnufélög þar í verulegum peningavandræöum. Tvær þjóöir í Evrópu skera sig alveg úr hvaö aösókn aö leikjum snertir. Á Ítalíu og Spáni hefur aö- sókn aö leikjum aukist um 16 pró- sent. Mest er aösóknin á Spáni. Hiö fræga félaga FC Barcelona hefur hvorki meira né minna en 102 þúsund áhorfendur aö meöal- tali á hverjum heimaleik sínum. f næsta sæti kemur Real Madrid með 64,001 áhorfendur aö meöal- tali á hverjum leik. Fjögur liö skera sig úr á italíu. Napoli er meö 58.121 áhorfenda sem meöaltal á hverjum leik, Roma meö 48.609, Fiorentina meö 46.789 og AC Milan meö 44.587 áhorfendur. Maradonna byrjaður aftur eftir lifrarsjúkdóminn Frá Helgu Jónsdóttur, tréttaritara Mbl. í Burgos, Spáni. Argentínubúarnir síðasta von ei Barca DIEGO ARMANDO Maradona æfir nú á nýjan leik með félagi sínu, el Barcelona. Eftir aó hann varð að hætta aö leika og keppa vegna lifrarbólgu sem hann þjáóist af var það eilíf þráhyggja hjá hinum snjalla leikmanni að geta byrjað að spila að nýju. Fyrst eftir veikindin hvíldist Maradona vel á heimili sínu, síðan tók viö líkamleg endurþjálf- un í LLoret de Mar; þrotlausar æfingar og ólýsanleg löngun að geta klæðst aftur búningi el Barca. Og vitaskuld tókst þaö. Carlos Belgrano, vinur og trúnaöarmaöur Maradona, var meö leikmanninum alla daga veikinda hans ... og liföi meö honum þá óskhyggju leikmannsins aö geta snúiö sér fljótt aftur að knattspyrnunni, sem er allt hans líf. Einnig voru foreldr- ar Maradona, systkini og unnusta hjá honum allan tímann. Batatímabilið var mjög erfitt. Ekki þó vegna sjálfs sjúkdómsins, sem var frekar vægur, heldur vegna þess aö Maradona var ekki leyft aö reyna neitt á sig. Hann var mjög miöur sín, mjög dapur. Vinir hans viku ekki frá honum eitt and- artak, leikmenn liösins heimsóttu hann og ef honum stökk bros eitt- hvert skipti þá sá enginn þaö; Maradona sat allan tímann í hæg- indastól og horföi niður á gólf. Allir voru örvilnaöir. Nótt eina sá Carlos Maradona fara út úr herbergi sínu með spegil í hendinni til þess aö sjá hvaöa lit augun heföu; morguninn eftir gerði hann það sama. Hann vildi sjá hvort augun væru enn gul. Mara- dona hélt aö hann fengi aldrei aft- ur bata. Honum leiö mjög illa; knattspyrnan er allt hans líf og þaö aö geta ekki spilaö sökkti honum. Þegar læknar tilkynntu aö Maradona gæti brátt hafiö æfingar aö nýju fylltist hann gleöi. Aö sögn Carlos Belgrano hlær hann núna, leikur sér, tekur þátt í samræöum, eldar mat .. . Maradona er aftur hamingjusamur. Þrátt fyrir veikindin og enga lík- amlega þjálfun í margar vikur er Maradona í fyrirtaks formi; fyrsta daginn sem hann hóf æfingar á ný aftur fann hann ekki til þreytu. Honum líöur fullkomlega og þyrj- aöi strax aö æfa af fullum krafti meö félögum sínum. Maradona lifir mjög reglu- bundnu og rólegu lífi. Líf hans er tileinkað knattspyrnunni. Hann er gamaldags aö margra áliti; fer lítiö út aö skemmta sér, horfir á sjón- varp; gerir lítið annaö, spilar „truco" (spilaleikur frá Argentínu) og kemur saman ásamt vinum. En hann fer lítið út m.a. vegna þess að hann er mjög hlédrægur og líkar lítiö aö vera eltur af Ijósmyndurum og aödáendum. Einnig finnst hon- um gaman aö spila tennis og ku vera mjög góöur í þeirri íþrótt. Á sama tíma og Maradona gat hafiö æfingar eftir veikindi sín hætti Udo Lattek þjálfari störfum hjá el Barcelona. í staöinn kom César Luis Menotti fyrrverandi þjálfari argentíska landsliösins. Hefur hann ritaö undir samning hjá FC Barcelona. Menotti álítur aö Maradona hafi haft lítil áhrif á að hann var ráöinn sem þjálfari Barcelona. Sagöi aö Maradona þurfi ekki vernd neins þjálfara, sama hver það væri. Leik- maöur ætti aö koma sér vel viö félaga sina og skilja þá betur. Þaö er ósk Menotti „aö Schust- er verði besti leikmaöurinn í heimi meö el Barcelona". Heyrst hefur að Menotti kjósi fremur argent- ínska leikmanninn Díaz en Schust- er en þjálfarinn neitar því. Menotti vill ekki ræöa um hvaö hann muni fá í laun frá félaginu. Segist ekki hafa mikinn skilning á fjármálum. Hann álítur vandamál el Barca þaö aö félagiö vanti titla: „En þaö sama • Maradonna gatur tafcið glaðf sína é nýjan loik. henti mig meö argentínska lands- liöinu. Þaö var mikill þrýstingur aö öölast heimsmeistaratitilinn og ég býst varla viö aö spennan sé meiri í Barcelona, þvi ef hérna eru 100.000 félagsmenn voru í Argent- ínu 25 milljónir áhangenda." Samningur Menotti hjá Barce- lona gildir til eins árs ... til þess aö gefa þeim hjá félaginu tíma til þess aö kynnast honum og öfugt. César Luis Msnotti, Mnn snjalli argentíski þjáifari, or nýi þjálfari F.C. Barcelona. Tekst félaginu að hreppa 1. sætiö undir hans stjórn? • Fyrsta golfmótiö fór fram í Vestmannaeyjum um páskana. • Skemmtun landsmanna var misjöfn um páskana. Flestir brugöu sér á skíöi en í Vestmannaeyjum spiluöu menn golf. Margir lentu í hrakn- ingum og erfiöleikum í snjónum um páskana. f Vestmannaeyjum var hið besta veöur og ekkert mál að leika knattspyrnu á auðum velli og bregða sér út á golfvöll með kylfurnar. Golfklúbbur Vestmannaeyja var með sitt fyrsta golfmót um páskana og tók Sigurgeir Jónasson Ijósm- yndari Mbl. þessar myndir um páskana úti á golfvelli. • Skipstjórinn, forstjórinn og netamaðurinn aNhressir með að golf- vertíðin skuli hafin. Kyngja ekki ákvörðun FIFA Knattspyrnukapparnir Pele og Franz Backenbauer, ásamt Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráö- herra Bandaríkjanna, ætla nú aö gera allt sem þeir geta til að Bandaríkin fái aö halda næstu heimsmeistarakeppni í knatt- spyrnu. í síöustu vlku gaf FIFA út þá til- kynningu aö sambandið tæki aö- eins umsókn Mexíkó til greina, en umsóknir frá Kanada og Banda- ríkjunum yröu lagðar til hliöar. FIFA sagði ástæöurnar fyrir þessu aö vegalengdir milli valla í Bandaríkjunum væru allt of miklar og í Kanada væru ekki nógu marg- ir vellir. Forráöamenn knattspyrnunnar í Kanada ruku upp til handa og fóta er þessi yfirlýsing var gerö opinber og mótmæltu henni í snarhasti. Pele, Beckenbauer og Kissinger, sem er mikill knattspyrnuáhuga- maöur, heiöursformaöur i Knatt- spyrnusambandi Noröur-Ameríku, voru allir á fundi meö undirnefnd fjármálaspekinga úr fulltrúadeild þingsins í gær, þar sem átti aö finna einhverja leið til aö fá FIFA til aö taka umsókn Bandaríkjamanna til greina. „Mexíkó viröist í augnablikinu hafa mesta möguleika, en FIFA tekur ekki lokaákvöröun fyrr en 20. maí, og viö munum reyna allt sem í okkar valdi stendur til aö fá keppnina hingaö," sagöi James Florio, einn þingmanna í samtali viö AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.