Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983 MAÐURINN sem beið bana um borð í vélbátnum Mumma frá Sandgerði síðastliðinn föstudag hét Pétur Bertelsen, til heimilis að að Hringbraut 71 í Keflavík. Pétur var 41 árs að aldri, fæddur 12. júní 1941. Pétur var tvíkvæntur og læt- ur eftir sig þrjú börn. Nafn mannsins sem beið bana flokkanna haía hvort öðru Sjónarmíð færst nær — segir Geir Hallgrímsson „ÞAÐ var Ijóst strax eftir að Fram- sóknarflokkurinn hafnaði tillögum okkar til stjórnarmyndunar á mið- vikudaginn var, að erfitt myndi vera að hefja strax máls á samstarfi þessara flokka og töluvert þyrfti til að koma til að brúa það bil sem þá var til staðar," sagði Geir Hall- grímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, í samtali við Morgun- blaðið, þegar hann var inntur álits á slitum stjórnarmyndunarviðræða Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks. „Ég er hins vegar þeirrar skoð- unar, að þessi umferð undir for- ystu Steingríms Hermannssonar hafi skýrt málin og sjónarmið flokkanna hafi færst nær hvort öðru, en ennþá stendur á milli sá ágreiningur hve langan tíma ríkisvaldið eigi að ákveða með lögum launahækkanir í stað verð- bóta. Við sjálfstæðismenn viljum leggja það á vald aðila vinnu- markaðarins sem fyrst. Á hinn bóginn er enginn ágreiningur um það að nauðsynlegt er að afnema hið sjálfvirka vélgenga verðbóta- kerfi launa, sem úthlutar laun- þegum ímyndaða kauphækkun sem felst aðeins í hærri en verð- minni krónutölu," sagði Geir. „Ég vil taka það fram að við- ræður við Steingrím Hermanns- son og aðra fulltrúa Framsóknar- flokksins, bæði á meðan ég hafði stjórnarmyndunarumboðið og Steingrímur Hermannsson, hafa verið málefnalegar og hreinskipt- ar og sýna skilning á grundvall- arvandamálinu sem við stöndum frammi fyrir, þótt samkomulag hafi ekki náðst. Ég geri ráð fyrir því að málefnaágreiningur byggður á málefnalegum grund- velli hafi ríkt innan Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins og raddir í báðum flokkum hafi talið ekki nægilega komið til móts við sjónarmið eigin flokks. Það er út af fyrir sig eðlilegt, en að lokum hlýtur meirihlutastjórn á Alþingi að byggjast á því að málamiðlun takist milli mismun- andi sjónarmiða," sagði Geir Hallgrímsson að lokum. :flíO Skipverjar af línuskipinu Hugrúnu ÍS frá Bolungarvík eru þessa dagana í heimsókn í höfuðborginni í vertíðar- lok. í gær kom hópurinn á Morgunblaðið til að kynna sér blaðamennsku og hvernig dagleg störf á dagblaði ganga fyrir sig. Á myndinni sést hvar Ingvar Hjálmarsson, verkstjóri í tæknideild Morgunblaðsins, ræðir við skipverja og maka þeirra. Batnandi staða á álmörkuðum: Álverð hefur hækkað um 71% á liðnu ári ÁLVERÐ hækkaði verulega á heims- markaði í síðustu viku, en í lok vik- unnar var verð á tonninu komið upp í um 1.500 dollara. Hafði hækkað úr liðlega 1.415 dollurum í upphafi viku, eða um tæplega 6%. Álverð hefur á einu ári hækkað um liðlega 71%, eða úr um 875 dollurum í um 1.500 dollara eins og áður sagði. Sérfræðingar hafa þóst sjá teikn þess efnis, að mark- aðir væru að taka verulega við sér samfara almennum efnahagsleg- um bata í iðnríkjunum. Ragnar S. Halldórsson, forstjóri íslenska álfélagsins, hefur lýst þeirri skoðun sinni, að verðið þurfi að ná 1.700—1.800 dollurum, til að viðunandi rekstrarskilyrði skapist fyrir ÍSAL. Þess má geta, að fyrstu þrjá mánuði ársins jókst útflutningur á áli um tæplega 28%, þegar út voru flutt 23.559,0 tonn, miðað við 18.410,4 tonn á sama tíma. Verð- — segir Steingrím- ur Hermannsson STEINGRÍMUR Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, skilaði umboði sínu til myndunar meirihlutastjórnar til forseta íslands um miðjan dag í gær. Að því loknu hélt Steingrímur blaðamannafund þar sem hann tilkynnti lok stjórn- armyndunarviðræðna Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks, en um ástæður fyrir að ekki tókst samstaða með flokkunum sagði Steingrímur að ekki hefði verið jarðvegur til myndunar þeirrar ríkisstjórnar sem hann stefndi að. Sagði hann að sú ríkisstjórn hefði átt að vera sterk stjórn sem taka ætti á efnahagsmál- unum og ekki mynduð til setu í skamman tíma. Steingrímur sagði að í upphafi stjórnarmyndunartilrauna sinna hefði hann rætt við alla for- svarsmenn flokka og samtaka og hefði hann komist að þeirri niður- stöðu að samstjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks hefði verið eini raunhæfi möguleikinn. Sagði hann að umræðugrundvöll- Morgunblaðift/Ól.K.M. Steingrímur Hermannsson skýrir blaðamönnum frá þeirri ákvörðun sinni að skila stjórnarmyndunarumboðinu. ur hefði verið lagður fram og ekki hefði borið mjög mikið á milli flokkanna, en mismunandi áhersla væri lögð á einstök atriði. Kvaðst Steingrímur telja að hægt hefði verið að brúa bilið á milli flokkanna ef vilji hefði verið fyrir hendi og átti hann þá við, að innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins væru menn ekki einhuga um að ganga til samstarfs við Framsókn- arflokkinn. Jarðvegur til stjórn- armyndunar væri ekki fyrir hendi og kvaðst hann telja að ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vildu reyna aðrar leiðir til stjórn- armyndunar. Hins vegar gat hann þess að framsóknarmenn hefðu ekki tekið viðræður sjálfstæð- ismanna, Alþýðuflokksmanna og fulltrúa Bandalags jafnaðar- manna, óstinnt upp. Seingrímur sagði að viðræður þeirra Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, hefðu verið mjög málefnalegar og lýsti hann ánægju sinni með þær. Steingrímur gat þess að í þessari síðari viðræðulotu flokkanna hefði mjakast í samkomulagsátt og væri skilningur á milli flokkanna og sagðist hann telja að flokkarnir gætu náð saman, ef meiri tími og vilji væri fyrir hendi. Varðandi efnahagsstefnu Fram- sóknarflokksins í viðræðunum, sagðist Steingrímur vilja kalla hana „félagslegu leiðina", sem miðaði að því að draga úr áfalli þeirra sem lökust hefðu kjörin, þegar tekið væri á efnahagsvand- anum. Mönnum væri ljóst að lítil kjarabót væri í 20% launahækk- un, sem eyddist upp á fáum vikum. Framsóknarflokkurinn hefði vilj- að að eftir 6 mánuði frá efnahags- ráðstöfunum yrði árangurinn metinn og tillit tekið til þess ár- angurs. Koma yrði verðbólgunni á „viðunandi stig“, en slíkt stig sagði hann vera á bilinu 20% - 25%. Steingrímur sagðist skilja vel áhyggjur forseta vegna 20% hækkunarinnar 1. júní nk., og sagði hann að sú hækkun myndi auka mjög á vanda atvinnufyrir- tækja og ef engar ráðstafanir yrðu gerðar hlyti stöðvun ýmissa fyrir- tækja að vera fyrirsjáanleg. mætaaukningin milli ára er tæp- lega 129%, eða tæplega 499,2 milljónir króna, borið saman við tæplega 218,2 milljónir króna. Getum náð saman ef tími og vilji eru fyrir hendi Tvö mótorhjóla- óhöpp og bfl- velta í gær Tveir árekstrar urdu í Keflavík í gær, en ekki urðu alvarleg slys á fólki. Ökumaður fólksbifreiðar er valt í Keflavík í gærdag slapp einnig lítt meiddur. Fyrra slysið varð um klukk- an 11.15 í gærmorgun, þar sem létt bifhjól og fólksbifreið rák- ust saman á Hafnargötu. Síð- ara slysið varð um klukkan 17.15, á mótum Vesturbrautar og Kirkjuvegar, þar sem sam- an rákust létt bifhjól og fólks- bíll. Á bifhjólinu var ökumaður og einn farþegi, og sluppu báð- ir nær ómeiddir. Bílveltan varð um tvöleytið á mótum Sunnuvegar og Flug- vallabrautar. Þar slapp öku- maður fólksbíls ómeiddur, en of hröðum akstri kennt um hvernig fór, að sögn lögregl- unnar. Nafn mannsins sem fannst látinn í Reykjavíkurhöfn MAÐURINN sem fannst látinn í Reykjavíkurhöfn síðastliðinn laugardag hét Skúli Oddgeirsson, til heimilis að Skólavörðustíg 45 í Reykjavík. Hann var 49 ára að aldri. Hann var ókvæntur. Spurt og svarað um garðyrkju LESENDUR eru minntir á að Morgunblaðið býður lesendum sín- um í ár eins og undanfarin ár upp á lesendaþjónustu um garðyrkjumál. Geta lesendur komið spurningum sínum á framfæri í síma 10100 á morgnana milli klukkan 11—12 og munu svörin síðan birtast f blaðinu nokkrum dögum sfðar. Fyrirspurn- ir þurfa að vera undir nafni og heimilisfangi. Morgunblaðið hefur fengið Hafliða Jónsson, garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar, til að svara þeim fyrirspurnum, sem kunna að koma frá lesendum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.