Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ1983
Sambandsstjórnarfundur ÍSÍ:
Rúmlega tveimur milljónum
króna úthlutað
til 17 sérsambanda
Sambandsstjórnarfundur ÍSÍ
var haldinn í Hlégarði, Mos-
fellssveit, 16. apríl sl. Meðal gesta
við setningu fundarins voru Gísli
Halldórsson, heiðursforseti ÍSÍ,
Reynír G. Karlsson, íþróttafulltrúi
ríkisins, Magnús Sigsteinsson,
oddviti Mosfellshrepps, og Páll
Guðjónsson, sveitarstjóri hrepps-
ins.
Forseti ÍS(, Sveinn Björnsson,
minntist í upphafi Jóhannesar
Sæmundssonar fræöslustjóra ÍSÍ
en hann lést 10. apríl sl. og dr.
Kristjáns Eldjárns fyrrv. forseta ís-
lands, en hann lést 14. september
sl. Vottuöu fundarmenn hinum
látnu viröingu sína meö því aö rísa
úr sætum.
í setningarræöu sinni rakti
Sveinn Björnsson helstu mál er
höföu komiö til afgreiöslu hjá
framkvæmdastjórn ÍSI frá íþrótta-
þingi sem haldiö var 4. og 5. sept-
ember sl. Ennfremur lagöi fram-
kvæmdastjórnin fram vandaöa
skýrsiu yfir framangreint tímabil.
Mörg mál lágu fyrir fundinum og
geröar voru ýmsar ályktanir og
samþykktir og veröur hér getiö
þeirra helstu:
Samþykkt var skipting á út-
breiðslustyrk (Sl milli sérsamband-
anna en samtals nemur styrkurinn
til 17 sérsambanda ÍSÍ kr.
2.200.000 á árinu 1983.
Reynir G. Karlsson íþróttafulltrúi
ríkisins haföi frumsögu um íþrótta-
brautir framhaldsskólanna og
samstarf Menntamálaráöuneytis-
ins og ÍSl um námsefni. Taldi hann
líklegt aö um 400 einstaklingar í 13
skólum væru viö slíkt nám nú. Var
erindi Reynis vel tekiö, enda um
mikiö hagsmunamál íþróttasam-
takanna aö ræöa og einnig þeirra
einstaklinga sem námiö stunda.
Lagt var fram álit tölvunefndar
en hún hefur unniö aö athugun á
því hvort tímabært sé fyrir íþrótta-
samtökin aö taka í notkun þessa
nýju tækni. Haldiö veröur áfram
athugun á þessu máli.
Alfreö Þorsteinsson ritari ÍSÍ
haföi framsögu um skipulag al-
menningsíþrótta. Taldi hann nauð-
synlegt aö íþróttasamtökin efldu
þennan þátt starfsins og kæmu á
betri skipulagningu á þessu sviöi.
Samþykkt var eftirfarandi tillaga
um þetta efni:
„Sambandsstjórnarfundur iSf,
haldinn 16. apríl 1983, fagnar þeim
mikla vexti, sem oröiö hefur í al-
menningsíþróttum og telur aö
íþróttasamtökin eigi í enn frekari
mæli aö veita þessum þætti
íþróttaiökana gaum en veriö hefur,
meö því m.a. aö skipuleggja á einn
eða annan veg þessa fjöldahreyf-
ingu sem almenningsíþróttir eru
orðnar. Því samþykkir fundurinn
aö kjósa fimm manna nefnd, er at-
hugi mál þetta og geri tillögur um
hvort, og þá á hvern veg, almenn-
ingsíþróttir veröi skipulagöar meö
þaö í huga aö auka þær og aö
almenningsíþróttir veröi innan
ramma íþróttasamtakanna, t.d.
með stofnun sérsambands. Nefnd
þessi skili áliti sínu og tillögum til
framkvæmdastjórnar Tsl eigi síöar
en í febrúarmánuði 1984.“
Kosiö var í umrædda nefnd en
formaöur hennar er Alfreð Þor-
steinsson.
Samþykkt var tillaga um aö
íþrótta- og ungmennafélög sinni
betur íslensku glímunni og efli
hana af fremsta megni.
Fundurinn lýsti yfir óánægju
sinni meö framlag úr íþróttasjóöi
til kennslustyrkja og beinir þeim
tilmælum til Iþróttanefndar ríkisins
aö þeir veröi hækkaöir verulega.
Til umræðu kom tillaga frá fram-
kvæmdastjórn ISÍ, þar sem
íþróttadeild Hestamannafélagsins
Fáks var heimiluö innganga í
íþróttasamtökin. Skoöanir voru
nokkuö skiptar um tillöguna og
samþykkt aö fresta málinu til aö
stjórnir héraös- og sérsambanda
gætu rætt hana nánar.
Samþykkt voru ný lög fyrir
Ólympíunefnd íslands.
Staöfestar voru lagabreytingar
vegna Knattspyrnusambands ís-
lands, Badmintonsambands Is-
lands og Skíöasambands Islands.
Rætt var um vaxandi feröa-
kostnaö innanlands, vegna þátt-
töku í landsmótum og þá staö-
reynd aö sum utanbæjarfélög
treystu sér ekki til áframhaldandi
þátttöku í þeim vegna kostnaöar.
I fundarhléi þáöu fulltrúar há-
degisverö í boöi Mosfellshrepps
og kaffiveitingar voru síöar um
daginn í boöi UMSK.
• Frá sambandsstjórnarfundi ÍSÍ. f ræðustóli Þórður Þorkelsson,
gjaldkeri ÍSÍ. Sitjandi við háborð: f.v. Sveinn Björnsson, forseti ÍSf,
Gísli Halldórsson, heiöursforseti ÍSÍ, Hannes Þ. Sigurðsson, varaforseti
ÍSÍ, Alfreð Þorsteinsson, ritari ÍSl', Jón Ármann Héðinsson, meðstjórn-
andi ÍSÍ, Reynir Karlsson, íþróttafulltrúi ríkisins og Björn Vilmundar-
son, skrifstofustjóri fSÍ.
• Frá úthlutun úr Ferðasjóði Flugleiða og ÍSÍ. Úr stjórn sjóðsins: Kolbeinn Pálsson, Þórður Þorkelsson og
Alfreð Þorsteinsson og fulltrúar þeirra sérsambanda sem úthlutun fengu.
Frá verðlaunaafhendingu mótsins.
Fjölmennt grunnskólamót
í knattspyrnu á vegum JC
LAUGARDAGINN 16. apríl var
haldið innanhúss knattspyrnu-
mót á vegum JC Breiöholti. Þetta
er í 3ja sinn sem slíkt mót er
haldiö. í mótinu tóku þátt 3., 4., 5.
og 6. bekkur grunnskólanna 5 í
Breiöholti. Leikiö var í íþróttahúsi
Fellaskóla. Um 70 drengir tóku
þátt í mótinu og var þaö bæði
fjörugt og spennandi. Að mótinu
loknu voru sigurvegurum afhent
vegleg verðlaun, farandsbikar og
viðurkenningarskjöl, og veittar
voru veitingar sem gefnar voru af
verksm. Vífilfelli.
Formaöur KRR, Gísli Sigurös-
son, og forseta JC Breiöholts sáu
um verölaunaafhendinguna. Um-
sjón og skipulag keppninnar var í
höndum Æskulýösnefndar JC
Breiöholts undir stjórn Arnar Guö-
mundssonar.
Sigurvegarar uröu:
3. bekkur:
1. Seljaskóli
2. Hólabrekkuskóli
4. bekkur:
1. Fellaskóli
2. Hólabrekkuskóli
5. bekkur:
1. Hólabrekkuskóli
2. Breiðholt
6. bekkur:
1. Seljaskóli
2. Öldusel
Hafsteinn og Hrönn
sigruðu í Kópavogi
HAFSTEINN Óskarsson ÍR og
Hrönn Guömundsdóttir ÍR uröu
hlutskörpust I karla- og kvenna-
flokki í víöavangshlaupi Kópa-
vogs, sem haidiö var um síöustu
helgi. Hlaupið hefur hingað til
veriö haldiö á haustin, en hefur
nú veriö flutt fram til vors, og er
þaö jafnframt síöasta hlaupiö i
stigakeppni vetrarhlaupa víöa-
vangshlaupara.
Úrslitin í hlaupinu urðu annars
þessi:
Karlar (6 km) mín.
Hafsteinn Óskarsson, ÍR 21,56
Sighvatur Dýri Guömundss., ÍR 22,07
Einar Sígurösson, UBK 22,24
Gunnar Birgisson, |R 22,49
Magnús Haraldsson, FH 23,50
Stefán Friögeirsson, ÍR 24,01
Ingvar Garöarsson, HSK 24,07
Magnús Óskarsson, UMSS 26,44
Konur: (3 km) mín.
Hrönn Guömundsdóttír, ÍR 11,34
Unnur Stefánsdóttír, HSK 12,01
Rakel Gylfadóttir, FH 12,09
Linda Loftsdóttir, FH 13,12
Sveinar: (3 km) mín.
Viggó Þórisson, FH 10,46
Finnbogi Gylfason, FH 10,56
Björn Pétursson, FH 11.36
Telpur: (1,3 km) mín.
Súsanna Helgadóttir, FH 4,48
Guörún Eysteinsdóttir, FH 4,54
Anna Valdimarsdóttir, FH 5,01
Fríöa R. Þóröardóttir, UMFA 5,33
Helga Bjarnarson, UBK 5,49
Úthlutað úr ferðasjóði ÍSÍ:
Tólf aðilar fengu
styrk úr sjóðnum
HINN 7. febrúar sl. var stofnaöur
Feröasjóður Flugleiöa hf. og
íþróttasambands Tslands. í reglu-
gerð sjóðsins segir m.a. um
markmiö, tekjur, úthlutun o.fl.
Markmið
Tilgangur sjóösins er aö greiöa
fyrir feröalögum íþróttafólks bæöi
vegna æfinga og kepþni.
Tekjur sjóösins
Framlög til sjóösins skulu koma
frá Flugleiöum hf. og íþróttasam-
bandi islands og er framlag Flug-
leiöa ákveöiö % hlutar af heildar-
framlagi til sjóösins á hverju ári, en
Iþróttasamband Islands leggur
fram 'A hluta.
Úthlutun
Úthlutun er í höndum sjóös-
stjórnar, en hana skipa: Aifreö
Þorsteinsson og Þóröur Þorkels-
son frá ÍSl og Karl Sigurhjartarson
og Kolbeinn Pálsson frá Flugleiö-
um hf.
Stjórnin haföi til úthlutunar kr.
300.000.- og á fundi sínum 8. apríl
sl. úthlutaöi stjórnin samtals kr.
256.000.- til 43 aöila innan íþrótta-
sambands Islands. Meöal styrk-
þega voru eftirtalin sambönd og
félög: Frjálsíþróttasamband ís-
lands kr. 33.250,- Knattspyrnufé-
lagiö Þróttur kr. 14.250,- Glímufé-
lagiö Ármann kr. 13.750.- Ung-
mennafélagið Breiöablik kr.
12.250. - Körfuknattleikssamband
Islands kr. 10.250,- Badminton-
samband Islands kr. 10.000,-
Knattspyrnufélagiö Haukar kr.
10.000.- íþróttabandalag Akureyr-
ar kr. 8.000.- Knattsþyrnufélagiö
Valur kr. 8.000.- fþróttabandalag
ísafjarðar kr. 8.000,- Iþrótta-
bandalag Akraness kr. 7.500,- og
Fimleikafélag Hafnarfjaröar kr.
7.250. -.
Viö úthlutun úr sjóönum var tek-
iö miö af viöskiptum hvers aðila
viö Flugleiöir hf. á árinu 1982.
Á nýafstöönum Sambands-
stjórnarfundi 16. apríl sl. var til-
kynnt um þessa úthlutun og meö-
fylgjandi mynd tekin viö þaö tæki-
færi.