Morgunblaðið - 17.05.1983, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983
5
Gabriel
Tacchino
einleikari hjá
Sinfóníunni
Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands, sem Jean-Pierre
Jacquillat mun stjórna í Háskólabíói
nk. fimmtudagskvöld, verður Chor-
alis, hljómsveitarverk eftir Jón
Nordal, flutt í fyrsta sinn á íslandi.
Verk þetta var á sínum tíma pantað
af hljómsveitarstjóranum og selló-
snillingnum Rostropovits og frum-
flutt undir hans stjórn í Washington
í vetur sem leið. Vakti það mikla
hrifningu og fóru gagnrýnendur am-
erískir um það slíkum lofsorðum að
fá íslensk tónverk hafa fengið jafn
góðar viðtökur erlendis.
Á þessum tónleikum SÍ, sem eni
næstsíðustu áskriftartónleikar þessa
starfsárs, kemur fram einn glæsi-
legasti píanóleikari Evrópu í dag,
Frakkinn Gabriel Tacchino og mun
hann leika Píanókonsert nr. 2 eftir
landa sinn Camille Saint-Saéns.
Síðast á efnisskránni er svo
Sherheresade, sinfónísk svíta um
efni úr Þúsund og einni nótt eftir
Rimsky-Korsakoff, en hún er eitt
þekktasta og vinsælasta verk þess
meistara og mikið eyrnayndi þeim
sem unna litríkum hljómsveitar-
tónsmíðum.
(KrítUlilkynnin*.)
Heildarútflutningur
íslendinga dróst saman
um 5% janúar-marz:
Iðnaðar-
vöruútflutn-
ingur jókst
um 20%
Heildarútflutningur landsmanna
dróst saman um 5%, í magni talið,
fyrstu þrjá mánuði ársins, þegar út
voru flutt samtals 134.620,2 tonn,
borið saman við 141.119,3 tonn á
sama tíma í fyrra. Verðmætaaukn-
ingin milli ára er hins vegar um
120%.
Heildarútflutningur iðnaðar-
vara jókst hins vegar á umræddu
tímabili um nálægt við 20%, í
magni talið, þegar út voru flutt
samtals 41.282,6 tonn, borið sam-
an við 34.478,5 tonn á sama tíma í
fyrra. Verðmætaaukningin milli
ára er um 111%.
Útflutningur á áli og álmelmi
jókst um 28%, í magni talið,
fyrstu þrjá mánuði ársins, þegar
út voru flutt um 23.559 tonn, borið
saman við 18.410,4 tonn á sama
tíma í fyrra. Verðmætaaukningin
milli ára er um 129%.
Fyrstu þrjá mánuði ársins jókst
útflutningur á kísiljárni um 25%,
í magni talið, þegar út voru flutt
um 6.968,7 tonn, borið saman við
5.564,5 tonn á sama tíma í fyrra.
Verðmætaaukningin milli ára er
um 88%.
Við leggjum mikla áherslu á
að selja íslenska framleiðslu
/J
Hér eru
sýr»,s'á
^orn rra
oKKur
45L
1
1
«f»ngagaHar
•toórgum 1
•tærdum
°S litum
.waröuro
úrvaú
hið okkur. j
bleikun, 'röndúm.
Póstsendum um allt land
ivorousitt
z/jm
W
4
r a
•<
i