Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983 29 Könnunarviðræður um þriggja flokka stjórn — milli Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Bandalags jafnaðarmanna Á SUNNUDAG fóru fram óformlegar könnunarviðræður af hálfu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins við fulltrúa Alþýðuflokks og Bandalags jafnaðarmanna. Markmið þeirra var, skv. upplýsingum Morgunblaðsins, að kanna, hvort málefnagrundvöllur væri til staðar fyrir samstarfi þessara þriggja flokka í ríkisstjórn, en sameiginlega hafa þeir 33 þingmenn á Alþingi, en 32 þing- menn þarf til þess að ríkisstjórn hafi starfhæfan meirihluta. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins tóku þátt í þessum viðræðum Friðrik Sophusson, Lárus Jónsson og Ólafur G. Einarsson. Af hálfu Alþýðuflokksins Kjartan Jó- hannsson, Karl Steinar Guðnason og Jón Baldvin Hannibalsson. Af hálfu Bandalags jafnaðarmanna Viimundur Gylfason, Guðmundur Einarsson og Ágúst Einarsson. Viðræður þessar fóru fram í húsakynnum Almennra trygginga og stóðu með nokkrum hléum frá sunnudagsmorgni til sunnu- dagskvölds. Viðræðuaðilar munu hafa borið saman bækur sínar um helstu málefni sem á döfinni eru, svo sem efnahagsaðgerðir 1. júní nk. og framhaldsaðgerðir, skipan fiskverðsákvörðunar og fleiri mál- efni. Á þingflokksfundi Sjálfstæð- ismanna í gærmorgun var gerð grein fyrir þessum viðræðum ásamt viðræðum Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks um helgina. Skv. upplýsingum Morg- unblaðsins er það mat þeirra, sem fylgdust með þessum viðræðum, að þessir þrír flokkar gætu hugs- anlega fundið samkomulags- grundvöll sín í milli í veigamiklum málum, en hins vegar hafi margir óvissuþættir legið fyrir, þegar upp var staðið. „Þetta voru óformlegar könnun- arviðræður milli manna úr þess- um flokkum, þar sem rædd voru ýmis þau mál sem snerta stjórn- armyndun," sagði Karl Steinar Guðnason er Morgunblaðið innti hann eftir viðræðunum í gær. „Málin voru rædd út frá þeim nót- um að um stjórnarsamstarf þess- ara þriggja aðila gæti orðið að ræða, en hvað verður, mun skýrast á næstu dögum,“ sagði Karl Stein- ar. Ekki tókst að ná tali af tals- mönnum Bandalags jafnaðar- manna í gærkvöldi. I 7. sæti í Portúgal og 9. í Belgíu: Mezzoforte fær uppörvandi frétt- ir í veganesti „Þetta er bara tilraun, eins og ég hef tekið fram áður. Við setjum markið ekki hátt, ætlum okkur að vera úti í 6 mánuði. Okkur hefur gengið ágætlega hingað til og eins og staðan er nú ætti þessi tilraun að heppnast hjá okkur,“ sagði Steinar Berg ísleifsson, forstjóri Steina hf., er Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Fimmmenningarnir í Mezzo- forte halda til Englands á morgun, til dvalar erlendis næstu sex mán- uðina. Dvölin í Englandi verður Bush kemur 5. júlí George Bush, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans eru væntanleg hingað til lands í opinbera heimsókn í júlímánuði næstkomandi, eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum Morgun- blaðsins. í frétt er blaðinu barst í gær frá forsætisráðuneytinu segir, að heimsókn hans muni standa dagana 5. til 7. júlí. Varaforsetinn mun einnig heim- sækja nokkur önnur lönd í Evrópuferð sinni að þessu sinni, þar á meðal öll Norðurlöndin. stutt til að byrja með, því hljómsveitin á að halda þrenna tónleika í Hollandi, áður en 7 vikna strembin tónleikaferð um Bretland hefst. Sjálfur heldur Steinar Berg utan í næstu viku. Eftir að tveggja laga platan með „Garden Party" komst í 17. sæti bre^ka^yjnsældalistans og sú stóra, „Surprise, Surprise" í 23. sætið, héldu plöturnar innreið sína á hoilensku vinsældalistana. Stóra platan er þar enn í 7. sæt- inu, en sú litla er á undanhaldi, datt um helgina úr 10. sæti niður í 18. En það eru fleiri lönd í Evrópu en þessi tvö. Þær fregnir bárust frá Belgíu um helgina, að litla platan hefði tekið undir sig mikið stökk og væri nú komin í 9. sæti vinsældalistans þar eftir að hafa verið í 18. sæti í síðustu viku. Þá hafa fregnir borist frá Portúgal þess efnis, að litla platan hafi snarað sér beint í 7.sætið. „Þetta er vissulega ótrúlegt," sagði Steinar Berg um árangurinn í Portúgal. „Platan var að koma þar út í síðustu viku.“ Þá er platan rétt um það bil að koma út á Spáni, á Ítalíu og í Frakklandi. Ný tveggja laga plata með laginu „Rockall" kemur út í Englandi á föstudag og nýverið er búið að taka upp myndbandsefni hér heima í tengslum við þá útgáfu. Var myndin tekin í Vestmanna- eyjum, en lokavinnslan verður í Englandi. 93 ára gamall maður rændur 93 ÁRA gamall maður var rændur þar sem hann var staddur í Skeggjagötu laust eftir klukkan hálfþrjú í gærdag. Ræninginn hrifsaði veski og áfengi af gamla manninum og flúði síðan. Ræning- inn náðist skömmu síðar. Hann hefur margsinnis áður komið við sögu lögreglunnar. Svalas Easter wish comestrue... JCNNI GARRIGAH J In thc cvcs or Svala Gustafsson this ANZAC long weckcnd is hcr own spccinl Eastcr holiday. Tlic shy. blondo-hatrcd. bluc-cycd 10-year-old doean't mhjd that she ls cclebratlng Ihrvc «« oks bchlnd «ne resl of thc country — sltc is just gratcíul tltat Easter haa cotnc nt alt. Svala is a diabctic. And bcforc thc E.istcr break. In carly April. shc and inum. Mrs Helga Oustafa- son. of Dtmcraíe. scarched city storcs íor spccial diabetlc Eastcr eggs. But thcy could not find any. Svala was upsct at thc prospect of Eastcr wltliout a chocolate cgg But shc was also conccrned for all the othcr diabctic chlldrcn in the Slate havtng to go without So shc vvrntc t" thc Prcnticr. Mr Burkc askmu t»r his hclp. Delighted Thanks to Mr Burke Sval.t wa< dclightcd whcn ccivrd a rcply. Mr Btnkc cxplainod that dlabetic chocolatc cgus «crc usually nvailablc al Eiistcr iimc. b.i: i.»i somc uncxpiaincd reason tln-y had not bccn delivercd lo Wcstcrn Australian storcs in litne tln> ycar. Hc aiso 'tippllcd n rccipc íor diabctic chocolatc. but ’ l».»t w.isn'i thc end ol thc story. TliU weck Mr Bmkc dcputlscd for th’ Easter buim.v. visited Svaia at hornc and prcsctfcd hcr with tlirce spcclally madc chocolatv cggs. Tlto Prcmi«T had told thc Diabcuc Svala sa«s Ihanks lo Premicr Mr Burkc. A'sociation of WA about Ihc lltllc girl > Hliglii and thc proup took it from thcrc Mrs Jcan Blilvich. a volimtccr worker for thc assm-lation and niother of a diabctic. madc Svalas spcclal Eastcr crr baskct. And as hc Premicr prcscntcd Svala with tlto colorful pink and purplc basket ottr would havc boon forgivcn for thinkliiR ll rcally was Eastcr. tiinid ank you so much” sald u ail I aster arrivcd a litllc lalc— but ii r lovclv for Svala ílustaf- Greinin í The Sunday Times um sérstöku páskana hennar Svölu. Páskadraumur Svölu varð að veruleika Síðasta helgin í aprfl voni einka- páskar Svölu Gústafsson. Bláeygða og Ijóshærða hnátan, sem er 10 ára, lætur sig litlu varða þótt hún haldi sína páska þremur vikum á eftir öðmm landsmönnum - hún er þakklát fyrir að geta það með pompi og prakt. Þannig hljóðar byrjun á grein í ástralska blaðinu „The Sunday Times“, þar sem segir frá sér- stæðum atburði í lífi íslenzku stúlkunnar Svölu Gústafsson, sem búsett er í Duncraig í Ástr- alíu ásamt foreldrum sínum, Sigurði Gústafssyni og Helgu. Svala er sykursjúk, segir blað- ið. Og fyrir páska leituðu þær mæðgur um borgina þvera og endilanga að páskaeggjum fyrir sykursjúka, en fundu hvergi. Svölu leiddist sú tilhugsun að vera án súkkulaðieggs á páskun- um. Og hún bar áhyggjur allra sykursjúkra barna í Vestur- Ástralíú fyrir brjósti sér. Þess vegna skrifaði hún Burke forsætisráðherra fylkisins, og bað hann um aðstoð. Og viðbrögð hans glöddu hana. Herra Burke útskýrði að páskaegg fyrir sykursjúkra hefðu jafnan verið á boðstólum, en af einhverjum ástæðum hefðu þau ekki borizt til Vestur- Ástralíu í tæka tíð. Hann sendi í bréfi sínu uppskrift að súkkulaði fyrir sykursjúkra. En þar með er ekki sagan öll, því í þessari viku birtist Burke á tröppunum heima hjá Svölu og foreldrum hennar og færði henni þrjú páskaegg í fallegri körfu. Eggin höfðu verið búin til sér- staklega fyrir hana. Það var því sannkölluð páska- stemmning á heimili Svölu er forsætisráðherrann færði henni eggin, sem hún hafði svo þráð. Hamingja hennar var mikil, seg- ir að lokum í greininni. Borgarnes: Undirbúningur safna- húss er langt kominn UNDIRBÚNINGI að byggingu nýs safnahúss Borgarfjarðar í Borgar- nesi miðar vel og veröa allar vinnu- teikningar tilbúnar í sumar. Verólaunasamkeppni fór á sínum tíma fram um hönnun hússins, en þaö á aö rísa á Gíslatúni nálægt landtöku Borgarfjaröarbrúarinnar. Ingimundur Sveinsson arkitekt og fleiri sigruðu í samkeppninni. Síðan hefur verið unnið að gerð vinnu- teikninga og verður hægt að hefja framkvæmdir við bygginguna sjálfa þcgar þeir aðilar sem standa að byggingunni ákveða. ÞetU kemur fram í ársskýrlsu Safnahúss Borg- arfjarðar fyrir árið 1982. I Safnahúsinu eru til húsa Hér- aðsbókasafn Borgarfjarðar, Hér- aðsskjalasafn Borgarfjarðar, Byggðasafn Borgarfjarðar, Nátt- úrugripasafn Borgarfjarðar og Listasafn Borgarness. Bjarni Bachmann er safnvörður. Lánþegar skráðir í bókasafnið eru 649, en alls komu 10.176 gestir í safnið á sl. ári. Bókakostur þess jókst á árinu um 1.255 bindi og var bókaeign 20.744 bindi i árslok. Á árinu voru alls lánaðar 34.501 bók sem er 16,27 bindi á hvern íbúa í þeim hreppum sem að safninu standa. Þyxir það mikið og er lík- lega annað hæsta hlutfall á land- inu. Á árinu gáfu erfingjar Daníels Kristjánssonar, Hreða- vatni, safninu mikið bókasafn og Líkan af nýju safnahúsi í Borgarnesi. Jón Guðjónsson í Borgarnesi gaf einnig stóra bókagjöf. Rúmlega 10.000 gestir komu í byggðasafnið á sl. ári, heldur færri en í fyrra. Alls voru 380 munir skráðir inn í safnið á árinu. Stærsta gjöfin kom frá hjónunum Dagnýju og Hirti Helgasyni í Borgarnesi. Það var klukkusafn mikið, 114 vasaúr, 107 vekjara- klukkur, 33 stofuklukkur o.fl. 190 gestir komu í skjalasafnið á sl. ári, flestir í ýmis konar upplýs- ingaleit. Stöðugt er unnið að skráningu skjala safnsins, sem nú eru að magni til 178 hillumetrar. Nokkrir fuglar bættust í náttúru- gripasafnið og á safnið gott fugla- safn, samtais 279 fugla af 135 teg- undum. Listasafn Borgarness er varð- veitt í Safnahúsinu. Á árinu stóð safnið fyrir sýningu á verkum Hönnu Jórunnar Sturludóttur og Páls Guðmundssonar í Grunnskól- anum í Borgarnesi. Nokkur ný listaverk bættust í safnið á árinu og eru nú 234 listaverk í eigu og vörslu safnsins. í ársskýrslu byggðasafnsins segir safnvörður m.a., að húsnæð- ismál byggðasafnsins séu í ólestri og að fyrir dyrum standi að loka því vegna þrengsla og að þeir verðmætu hlutir sem í safninu eru gætu legið undir skemmdum ef ekki verði bætt úr húsnæðismál- unum. HBj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.