Morgunblaðið - 17.05.1983, Page 48
Berið
BONDEX
áviðinn
máininglf
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983
Sími 44566
RAFLAGNIR
samvirki Æ\f
„Dúxar“ á afmæli föður síns
VcHtmannaeyjum, 16. maí.
LAUGARDAGINN 14. maí gafst
þrefallt tilefni til fagnaðar hjá fjöl-
skyldunni að Bessahrauni 6 hér í
Eyjum. Þann dag varö heimilisfað-
irinn, Theódór Snorri Ólafsson,
vélstjóri, fimmtugur, og sama dag-
inn útskrifuðust tveir synir hans
meö hæstu meðaleinkunn hvor úr
sínum skólanum.
Sigurbjörn Theódórsson
brautskráöist úr vélstjórabraut
Fjölbrautaskólans með ágætis-
einkunn, 9,67 og bróðir hans,
Hafþór Theódórsson, braut-
skráðist með hæstu
meðaleinkunn, 8,71, úr Stýri-
mannaskólanum í Eyjum.
Má því með sanni segja að þeir
bræður hafi fært föður sínum
ánægjulegar afmælisgjafir.
Á mynd Sigurgeirs Jónasson-
ar eru þau hjónin Theódór
Snorri Ólafsson og Margrét Sig-
urbjörnsdóttir, ásamt „dúxun-
um“, Sigurbjörn vinstra megin
og Hafþór hægra megin á mynd-
inni.
— hkj.
Stjórnarmyndunarumboð Svavars Gestssonar:
Áhersla á Sjálfstæðis-
flokk, Alþýðuflokk og
Bandalag jafnaðarmanna
SVAVAR Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, sem fékk umboð til
myndunar meirihlutastjórnar hjá forseta íslands síðla í gærdag, mun
fyrst reyna myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum, Alþýðu-
flokknum og Bandalagi jafnaðarmanna, en einnig eru í myndinni hlið-
arviðræður Alþýðubandalagsins við Framsóknarflokkinn, sem Alþýðu-
bandalagsmenn telja þó að séu ekki inni í myndinni í upphafi, þar sem
Steingrímur Hermannsson útilokaði í sínum stjórnarmyndunartilraun-
um viðræður við aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt upplýs-
ingum sem Morgunblaðið aflaði sér í gærkveldi. Hliðarviðræðurnar við
Framsóknarflokkinn eru til þess ætlaðar að halda möguleikum opnum,
heltist einhverjir fyrrgreindra flokka úr lestinni í viðræðunum, sam-
kvæmt heimildum blaðsins.
Eftir að Steingrímur Her-
mannsson, formaður Framsókn-
arflokksins skilaði umboði sínu
til forseta í gær, fól forseti
Svavari umboðið. Svavar sagði í
samtali við Morgunblaðið í
gærkveldi, að hann myndi ræða
við fulltrúa flokkanna næstu
daga, en viðræður hans myndu
að líkindum hefjast síðdegis í
dag, þriðjudag. Svarar sagðist
tala við fulltrúa allra flokka í
byrjun, en síðan myndi Alþýðu-
bandalagið taka ákvörðun um
það hvert stjórnarmyndunartil-
rauninni yrði beint í fyrstu lotu.
Ekki sagði hann hægt að segja
til um það nánar, fyrr en að
fyrstu viðræðum loknum.
í gærkveldi var fundur stjórn-
ar Verkalýðsmálaráðs Alþýðu-
bandalagsins, þar sem þessi mál
voru rædd og í morgun var ætl-
unin að þingflokkurinn kæmi
saman til viðræðna. Ekki var af-
ráðið í gærkveldi við hvaða aðila
Svavar myndi ræða fyrst. Að-
spurður um helstu stjórnar-
mynsturshugmyndir innan Al-
þýðubandalagsins, sagði Svavar
að margar hugmyndir hefðu
verið ræddar, en sagði að menn
myndu láta málefnin ráða þegar
til kastanna kæmi.
Sjá forystugrein á bls. 20 um
stjórnarmyndunarumboð Svav-
ars Gestssonar.
Loftpúðaskip á
Skeiðarársand
GULLSKIPSMENN á Skeiðarár-
sandi hafa nú lokið vegagerð yfir
vatnasvæðið að strandstað, um 15
km leið, en nú er unnið af fullum
krafti við að fylla gamla ósinn og
skapa vinnuaðstöðu til þess að reka
stálþilið niður í kringum flakið á
strandstað. Nýi ósinn, sem gullskips-
menn ruddu og var í upphafi 4 m
breiður, er nú um 70 m breiður, að
sögn Kristins Guðbrandssonar.
Jafnhliða vegagerðinni niður
sandinn vöndu gullskipsmenn
Svínafellsá og Skaftafellsá og
fyrir liggur að breyta rennsli
Skeiðarár enn frekar. Kristinn
sagði að það væri nauðsynlegt að
hafa daglegt eftirlit á rennsli
vatns um Skeiðarársand og er nú
verið að kanna með kaup á litlu
loftpúðaskipi, 6—12 manna, til
þessa verkefnis en engin tæki önn-
ur geta ferðast um þetta mikla
vatnasvæði. Níu menn vinna nú á
Skeiðarársandi við undirbúning-
inn að uppgreftri Het Wapen van
Amsterdam, en að sögn Kristins
gengur verkið mjög vel og er nú
hálfum mánuði á undan áætlun.
Reiknað er með að flutningur á
þilinu niður að ströndinni hefjist í
næstu viku.
*
i * *
Brugdið á leik
t<) loknu hjólnralli
á SttiAvarfirAi voru
fararskjótarnir
þvegnir ng þá var freistandi
aA bregAa á Ivik
y
‘
85
Morgunblaðið/ RAX
Cargolux:
Bjartari
rekstrar-
horfur
„ÞAÐ ER ekki hægt að segja ann-
að en að útlitið sé nokkuð bjart-
ara, en það hefur verð um langt
skeið, ef marka má þær upplýs-
ingar sem lagðar voru fram á
fundinum," sagði Sigurður Helga-
son, forstjóri Flugleiða, i samtali
við Mbl., er hann var inntur frétta
af stjórnarfundi í Cargolux, sem
haldinn var í gærdag í Luxemborg.
„Erfiðleikarnir eru þó alls
ekki yfirstignir. Hins vegar var
ákvörðun um hlutafjáraukningu
í félaginu slegið á frest. Ákvörð-
un þar að lútandi verður vænt-
anlega tekin á stjórnarfundi í
lok júnímánaðar," sagði Sigurð-
ur Helgason ennfremur.
Það kom fram í samtalinu við
Sigurð, að flutningar hafa auk-
ist nokkuð að undanförnu og
segja mætti, að önnur Boeing
747-þota félagsins væri í fullri
notkun og hin að hálfu leyti. Þá
er félagiö með tvær DC-8-þotur
á leigu hjá Air India.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur:
Mjakast í samkomulagsátt
— segir Steingrímur Hermannsson, sem skilaði umboði sínu í gær
í SÍÐUSTU viðræðulotu SjálfstæAisflokks og Framsóknarflokks mjak-
aðist í samkomulagsátt, að sögn Steingríms Hermannssonar, formanns
Framsóknarflokksins, sem skilaði umboði sínu til forseta í gær, eftir að
tilraun hans tii þess að mynda rfkisstjórn þessara tveggja flokka hafði
farið út um þúfur.
Það var ljóst, að loknum þing-
flokksfundi Sjálfstæðisflokks-
ins, sem hófst kl. 10.30 í gær-
morgun, að samkomulag mundi
ekki takast milli flokkanna að
þessu sinni og sagði Geir Hall-
grímsson, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, í viðtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi, að enn
væri til staðar ágreiningur milli
flokkanna um það, hve 'angan
tíma ríkisvaldið ætti að ákveða
með lögum launahækkanir í
stað verðbóta.
Steingrímur Hermannsson
sagði á blaðamannafundi í gær
er tilraun hans til stjórnar-
myndunar var lokið, að hægt
hefði verið að brúa bilið milli
flokkanna, ef vilji hefði verið
fyrir hendi og taldi, að innan
þingflokks Sjálfstæðisflokksins
ríkti ekki einhugur um að ganga
til stjórnarsamstarfs við Fram-
sóknarflokkinn.
Geir Hallgrímsson lagði
áherslu á það í gærkvöldi, að
myndun meirihlutastjórnar
hlyti að lokum að byggjast á
málamiðlun á milli mismunandi
sjónarmiða.
Sjá ummali Steingríms Her-
mannssonar og Geirs Hallgríms-
sonar á bls. 2.