Morgunblaðið - 17.05.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ1983
21
Tvö íslandsmet hjá
Þorvaldi um helgina
Hefur sett sex met á árinu
„Ég er sæmilega ánægður meö
þetta, en veit bara að ég get gert
betur,“ sagði Þorvaldur Þórsson
grindahlaupari úr ÍR í samtali við
Morgunblaðið í gær, en hann
setti enn íslandsmet í grinda-
hlaupum á frjálsíþróttamóti í
Santa Barbara í Kaliforníu um
helgina, ekki eitt heldur tvð, og
eru metin hjá honum í vor orðin
sex talsins. Hann setti álíka fjölda
íslandsmeta í grindahlaupunum í
fyrra.
Þorvaldur byrjaöi á því á föstu-
dag aö hlaupa 110 metra grinda-
hlaup á 14,36 sekúndum, en gamla
metiö var 14,47 sek. Mótvindur var
í hlaupinu, mældist 0,8 metrar á
sekúndu. Vann hann sinn riöil, og
daginn eftir keppti hann í úrslitum,
en hrasaöi í startinu. „Ég böölaðist
samt í gegn en tapaði fyrir drengj-
um sem ég vann daginn áður, þeir
fengu 14,07 sek, en óg 14,46 og
var því aftur undir gamla metinu.
Nú var logn og aöstæöur til aö
bæta metiö betur.
Ég held ég geti bætt þetta met
enn frekar, því tæknin er ennþá
slæm, ég á mikið ólært," sagöi
Þorvaldur, sem setti sitt annað
met á þessari vegalengd í vor,
hljóp á 14,3 á handtíma í drjúgum
mótvindi um síöustu helgi.
„Mér mistókst herfilega í löngu
grindinni á laugardag, þótt ég
bætti metið um fjóra tíundu úr
sekúndu, úr 51,77 í 51,38. Skrefin
gengu ekki alveg upp og ég varö
aö fara meö öfuga löpp yfir eina
grindina, og missti viö þaö taktinn.
Ég er aö komast í góöa æfingu og
vonast til aö bæta þetta betur,
ætla mér undir 51 sekúndu í
sumar,“ sagöi Þorvaldur, sem setti
sitt fjóröa íslandsmet í 400 metra
grindahlaupi á árinu. Hann varö
fjóröi á mótinu í Santa Barbara,
skólabróöir hans Bernie Holloway,
sigraöi á 49,32, sem er bezti tími í
heiminum í ár.
— ágás.
• Grindahlauparinn Þorvaldur Jónsson geröi sér lítiö fyrir og
setti tvö ný Isiandsmet í grindahiaupi um síðustu helgi, á
frjálsíþróttamótum úti í Kaliforníu. Þorvaldur, sem er í stööugri
framför, hefur nú sett sex ný íslandsmet á árinu, og á án efa
eftir að bæta sig enn meira. Þorvaldur hljóp 110 m grindahlaup
á 14,34 sek. og 400 m grindahlaup á 51,37 sek. sem er hvort
tveggja góður árangur.
Jóhannes Atlason:
„Getum búist við mikilli hörku“
„EFTIR að hafa horft á leik Möltu-
búa og Spánverja, þá sýnist mér
að við eigum góða möguleika hér
heima gegn þessum liðum. En
við getum búist við mikilli hörku
af hálfu þessara liða því þau spila
mjög vel. Leikur liðanna sem ég
sá nú um helgina á Möltu var
mjög haröur og lítlu munaði aö
uppúr syði hjá leikmönnum, svo
mikil var harkan í leiknum," sagöi
Jóhannes Atlason, landsliösþjálf-
ari KSÍ, en hann fór gagngert til
Möltu um helgina til þess aö
horfa á þessa mótherja Islands í
Evrópukeppni landsliða.
Spánverjar báru sigur úr býtum
í leiknum, 2—3, en um tíma haföi
lið Möltu yfirhöndina, 2—1. Jó-
hannes sagöi, aö eftir gangi leiks-
ins hefðu Spánverjar átt í miklu
basli meö aö ná tökum á leiknum
og heföu í raun veriö heppnir aö ná
sigri á útivelli. Leikmenn Möltu
böröust eins og Ijón í leiknum og
komu Spánverjum úr jafnvægi. Þá
kom hinn haröi völlur, sem var og
mjög holóttur, illa viö spænsku
leikmennina.
Aö sögn Jóhannesar spiluöu
leikmenn beggja liða gróft og í eitt
skipti mátti þakka fyrir aö áhorf-
endur færu ekki inn á völlinn er
einn Spánverjinn sló leikmann
Möltu niöur. Þá voru þaö girö-
ingarnar á vellinum sem björguöu
málunum.
„Liö Möltu er mjög vel skipulagt
í leik sínum og sýnir af sér mikla
baráttu en skortir nokkuö tækni.
Liö Spánar er sterkt, á þvi leikur
enginn vafi,“ sagöi Jóhannes.
— ÞR.
Lewis hljóp
100 m á 9,96
BANDARfSKI blökkumaðurinn
Carl Lewis hljóp 100 metrana á
9,96 sek. á móti í Modesto í Kalif-
orníu um síðustu helgi. Heims-
metið í greininni er 9,95 sek., sett
á Ól-leikunum í Mexikó árið 1968
af Jim Hines. Lewis, sem er að-
eins 21 árs gamall og einn fremsti
frjálsíþróttamaöur heimsins um
þessar mundir, gerir sér góðar
vonir um aö bæta heimsmetiö í
100 m hlaupinu í sumar.
Nýtt heimsmet í spjótkasti:
Petranoff kastaði 99,72 m
Bandaríkjamaðurinn Tom Petranoff, sem verið hefur einn
besti spjótkastari heims, gerði sér lítið fyrir og setti nýtt
heimsmet í greininni um helgina. Petranoff kastaði 99,72
metra á háskólamóti í Los Angeles. Gamla metið á Ungverj-
inn Paragi. Var það 96,72 m.
„Metið kemur mér á óvart“
— segir Oddur Sigurösson sem setti nýtt íslandsmet í 400 metrum
„Jú, ég er ánægður meö þetta
hlaup. Ég átti eiginlega ekki von
á þessum árangri, því ég hef átt
það erfitt uppdráttar upp á síö-
kastið, og einnig voru aöstæður
ekki upp á þaö bezta,“ sagði
Oddur Sigurösson, spretthlaup-
ari í KR, í samtali viö Morgun-
blaðið í gær, en hann setti nýtt
íslandsmet í 400 metra hlaupi á
móti í Forth Worth á laugardag,
hljóp á 46,54 sekúndum.
Oddur átti sjálfur eldra metiö,
sem var 46,63 sekúndur. Það setti
hann á Evrópumeistaramótinu í
Aþenu sl. haust.
„Þaö var leiöindaveöur, rigning
og hvasst og hlaupiö á höröum
asfaltbrautum. Þess vegna bjóst
ég ekki viö þessum árangri. Þaö
var geysimikil keppni í hlaupinu, ég
varö fimmti, en viö vorum sex
strákar á þremur tíundu úr sek-
úndu, vorum eins og strik í mark-
inu,“ sagöi Odtíur.
Hlaupiö vannst á rúmar 46,30
og sjötti maöur var á 46,60. Alla
beinu brautina í lokin mátti ekki á
milli sjá hver færi meö sigur af
hólmi. „Ég vissi ekki í hvaöa sæti
ég var fyrr en úrslitin voru kynnt,
hélt mig jafnvel hafa oröiö framar,
en markmyndin leiddi hiö rétta í
ljós.“ Daginn áöur hljóp Oddur á
46,69 í undanúrslitum, og í boð-
hlaupi í mótslok, sem sveitin hljóp
á 3:05,1 mín., fékk hann 46,4 í
millitíma.
„Ég er bjartsýnn á sumariö eftir
þessi hlaup. Var oröinn frekar
svartsýnn, því ég haföi veriö alveg
kraftlaus nokkrar vikur vegna
blóöleysis, og hélt um tíma aö ég
yrði aö taka mér hvíld í sumar. En
nú er ég vonandi kominn yfir þaö
allt saman,“ sagöi Oddur.
Einar Vilhjálmsson UMSB stóö
• Oddur Sigurðsson
sig stórkostlega á mótinu í Forth
Worth, kastaði spjótinu 83,94
metra, sem er hans þriöji bezti
árangur, en metið er 85,12 frá því
fyrr í vor. Aðstæður í Forth Worth
unnu allar á móti honum, atrennu-
brautin úr grasi og golan í bakiö.
Sigraöi Einar örugglega og setti
mótsmet. Bætti hann eldra metiö
um rúma fjóra metra. Oddur sagöi
í samtalinu, aö Einar heföi aö und-
anförnu kastað rúma 88 metra á
æfingu, svo gaman veröur að fylgj-
ast meö honum á næstunni.
Þá varö Óskar Jakobsson IR
annar í kúluvarpi meö 19,40 metra
og þriöji í kringlukasti meö tæpa
59 metra. Aöstæöur voru erfiðar,
sleipur hringur, og varpaöi Michael
Carter aöeins 19,74 metra, en
hann hefur varpaö tæpa 21 metra
í vor.
— ágás.
Englending-
ar og Danir
eigast við
GRIKKIR unnu Ungverja, 3:2,
í Búdapest í 3. riðli Evrópu-
keppni landsliöa í fótbolta
um helgina. Danir og Eng-
lendingar koma því til með
að berjast um sigur í riðlin-
um, og sæti í úrslitakeppn-
inni í Frakklandi næsta
sumar.
Anastopogulos, Kospikos
og Acaioannou skoruðu fyrir
Grikki, en fyrir heimamenn
Nyilasi og Hajszan.
Staöan:
England 5 3 2 0 16—2 8
Danmörk 3 2 1 0 5—3 5
Grikkland 5 2 1 2 5—6 5
Ungverjal. 4 2 0 2 14—9 4
Luxemb. 5 0 0 5 5—25 0
Engir erlend-
ir leikmenn
næsta ár
Á ársþingi Körfuknatt-
leikssambands íslands um
helgina var samþykkt með
miklum meirihluta að leyfa
ekki erlenda leikmenn meö
liöunum næsta vetur.
Helgi Ágústsson, formaö-
ur KKÍ, gaf ekki kost á sér
áfram, og var Þórdís Krist-
jánsdóttir kjörin formaöur í
hans staö.
Rúmenar
unnu Tékka
RÚMENAR og Tékkar
kepptu í Evrópukeppni
landsliða í knattspyrnu á
sunnudag og unnu Tékkar
1:0. Vizek skoraði markið úr
víti á 40. mínútu.
Staðan:
Tékkó. 5 2 3 0 12—5 7
Rúmenía 5 3 11 6—2 7
Svíþjóð 4 2 11 8—4 5
Halía 4 0 3 1 3—4 3
Kýpur 6 0 2 4 3—17 2
Tveir naumir
sigrar
íslendingar sígruö-j
Bandaríkjamenn tvívegis
naumlega í handbolta um
helgina. Fyrsti leikur þjóð-
anna fór fram á föstu-
dagskvöldið eins og viö
sögðum frá á laugardaginn,
en síöan vann ísland, 18:17, í
Hafnarfirði á laugardag. Síö-
asti leikurinn fór svo fram í
Keflavík á sunnudaginn og
þá sigraði ísland aftur meö
eins marks mun, 22:21.
Lítil áhugi var fyrir þessum
leikjum og voru áhorfendur
sárafáir.
Páll Ólafsson og Alfreö
Gíslason voru markahæstir í
leiknum á laugardaginn, skor-
uöu sex mörk hvor, en á
sunnudaginn var Stefán Hall-
dórsson markahæstur meö
fimm mörk (þrjú víti). Þor-
bergur Aöalsteinsson geröi
fjögur (tvö víti), Jóhannes
Stefánsson fjögur, Ólafur
Jónsson þrjú, Alfreö þrjú,
Þorbjörn Jensson tvö og
Guðmundur Guðmundsson
eitt. _ ÓT/— SH.
Burst Svía
• Sviar burstuðu Kýpur 5:0 i
Malmö á sunnudaginn í 5. riðli
Evrópukeppninnar. Robert Prytz,
Glasgow Rangers, skoraði tvö
mörk, Dan Corneliusson, Glenn
Hysen og Anders Ravelli gerðu
hin.