Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983 Rit um Þorbjörgu Páls- dóttur myndhöggvara Hinn kunni hljómlistarmaður Björn R. Einarsson varð sextugur í gær. Vinir hans úr Lúðrasveit Reykjavíkur voru mættir eldsnemma að heimili Björns við Bókhlöðustíg og blésu í lúðra sína honum til heiðurs. Morgunblaðið/ KEE „ÞORBJÖRG Pálsdóttir myndhöggv- ari“ nefnist rit, sem Listhús hf. hefur gefið út og er þar að finna greinar um listamanninn á íslensku, ensku og frönsku, eftir Erni Snorrason, rithöf- und, og Jóhann Eyfells, prófessor í höggmyndalist í Orlando í Florída f Bandaríkjunum. Þá er í ritinu, sem er tæpar fimmtíu síður að stærð f stóru broti, mikill fjöldi Ijósmynda af verk- um Þorbjargar, en myndirnar hefur Leifur Þorsteinsson í Myndiðn tekið. Ritið er prentað í Prentsmiðju Árna Valdimarssonar. í ritgerð sinni segir Ernir Snorra- son meðal annars: „Algeng goðsöguleg líking er eitt- hvað á þá leið, að listamaðurinn sé í álögum. Siík líking hefur oftast tekið á sig rómantíska mynd þess, sem er fullkomlega misskilinn, en verður síðan öllum auöskilinn; týndi sonur- inn kominn aftur heim. Ævintýri listasögunnar, sérstaklega á 19. og 20. öld, hafa öll verið tengd slíkum misskilningi; slíkum álögum: lista- maðurinn er haldinn illum anda og hann verður að berjast gegn vindum og úthöfum til að ná settu marki. — Örmagna kemur hann að sjávar- ströndu. Brosandi páfagaukar og pálmatré taka á móti honum í sól- inni, er vermir svitastorkið enni hans, þar sem hann öslar örmagna en sigrihrósandi í land. Hann er hólpinn. Hann vissi það alltaf. List Þorbjargar Pálsdóttur, sem þessi bók fjallar um, er í slíkum álögum. Álögum vana, skilningsleys- is og ekki síst hryllingsins. Þessa gamalkunna hryllings frammi fyrir fullkomnu nýnæmi. Ævintýrið aft- urámóti, hvar er það? Hver skynjar það? „Verk mín eru ekki styttur heldur líf, þess vegna hef ég þær ekki á stalli." Þessi orð Þorbjargar er auðvelt að misskilja þannig, að með verkum sínum sé hún að líkja eftir lífrænum fyrirmyndum. í reynd endurgerir hún lífræna til- burði. Þessi endurgerð er byggð á fullkomlega persónulegum hug- myndum listamannsins um það, hvernig hlutirnir eigi að vera. Erfitt getur reynst að greina persónulega sýn í sjálfsögðum lífrænum formum. Það sem hér fer á eftir er tilraun til að skerpa þennan mun; þ.e. á milli náttúrunnar annars vegar og til- búinna forma listarinnar hins veg- ar.“ Jóhann Eyfells skrifar meðal ann- ars í grein sinni um list Þorbjargar: „Þessi markverðu og nýstárlegu verk eiga mikið lof skilið. Eining forms, efnis og innihalds er aðdáun- arverð. Samt skynjum við, þótt mót- sagnakennd sé, þennan einstaka skúlptúr síður sem hluti og form í rúmi, heldur sem ferli afhjúpunar og endurmats mannlegra kringum- stæðna og Iífsviðhorfa okkar. Hér skynjum við áþreifanlega sönnun þeirrar fullyrðingar, að markverð tjáning er bæði afsprengi og tæki eigin veruleika. Skapandi verk Þorbjargar er einungis unnt að sjá sem markvert framlag til síbreyti- legs máls listarinnar." Kvenstúdenta- félagið Kvenstúdentafélag íslands er 55 ára í ár, og var meðfylgjandi mynd tekin á árshátíð félagsins. Vinstra megin situr Ingibjörg Guðmunds- dóttir, en hún var gerð að heiðursfé- laga kvenstúdentafélagsins við þetta tækifæri. Ingibjörg var formaður fé- lagsins í 15 ár (1963—78) og hélt starfseminni í miklum blóma. Við hlið hennar situr núverandi formað- ur félagsins Arndís Björnsdóttir. Kvenstúdentafélagið heldur há- degisverðarfundi annanhvorn mánuð fyrir félaga sína, sem eru 55 ára allir konur, sem lokið hafa stúd- entsprófi. Á þessum fundum er sitthvað á dagskrá, og verður Sig- urður Þorvaldsson læknir t.d. með fyrirlestur á næsta fundi þann 28. maí. Kvenstúdentafélagið hefur und- ir höndum og fær reglulega sendar upplýsingar um framhaldsnám fyrir konur, erlendis, boð í heim- sóknir o.fl. Þá hefur Kvenstúd- entafélag íslands veitt konum styrki til náms, bæði til byrjunar- og framhaldsnáms. ACCORD SEDAN Verð frá kr. 289.000 5 gíra m. fleiru. Gengi Yen 0,09126 HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24 , Símar 38772 — 39460.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.