Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ1983
STÚDENTAPLATTINN:
Skemmtileg stúdentagjöf.
Fallegur platti á marmarafæti. Innifaliö í veröi
skjöldur meö áletruöu nafni og útskriftardegi.
Verö 790.- Póstsendum.
Jón og Óskar,
Laugavegi 70, sími 24910.
SÍMASKRÁNA
íhlííóarkópu!
Símaskráin er allsstaðar nauðsynleg. En eftir nokkra
notkun vill hún verða snjáð. Stundum rifna blöð úr
og þá geta skapast vandræði. Forðum því.
Hlífðarkápan frá Múlalundi er lausnin.
Endist ár eftir ár og er ódýr í þokkabót.
Fæst í öllum bóka- og ritfangaverslunum
Múlalundur
Símar: 38400 - 38401 - 38405 og 38667
Sveinn Þórarinsson
Sveitarstjórn-
ir Egilsstaða
og Seyðis-
fjarðar funda
Egilsstöðum, 8. maí.
NÝLEGA bauð hreppsnefnd Egils-
staðahrepps bæjarstjórn Seyðisfjarð-
arkaupstaðar til fundar hér á Eg-
ilsstöðum. Þar var fjallað um hugs-
anlegt samstarf þessara sveitarfé-
laga á hinum ýmsu sviðum.
Að sögn oddvita Egilsstaða-
hrepps, Sveins Þórarinssonar, var
einkum rætt um samgöngumál;
samvinnu sveitarfélaganna varð-
andi ferðamannaþjónustu og sam-
eiginlega uppbyggingu aðstöðu til
skíðaiðkana.
Sveinn sagði sveitarstjórnar-
menn beggja sveitarfélaganna
hafa sýnt eindreginn vilja til frek-
ari viðræðna og i því augnamiði
hefði verið ákveðið að forsvars-
menn sveitarfélaganna, þ.e.a.s.
oddviti og sveitarstjóri Egils-
staðahrepps og bæjarstjóri og for-
seti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar-
kaupstaðar, hittust reglulega til
skrafs og ráðagerða. Þá gat
Sveinn þess að ætlunin er að
skíðaráð sveitarfélaganna komi
saman til fundar — svo og ferða-
málanefndir þeirra. Jafnvel komi
til greina að sveitarfélögin gefi
sameiginlega út bækling fyrir
ferðamenn.
Kvaðst Sveinn vænta góðs af
þessu samstarfi sveitarfélaganna.
— Ólafur
Garður:
Eldheit
skólaslit
tónlistar-
skólans
OarAi, 15. maí.
TÓNLISTARSKÓLA Gerðahrepps
var slitið í dag í fjórða sinn með
tónleikum í Samkomuhúsinu. Fjöldi
manns voru á tónleikunum sem tók-
ust ágætlega. Þar komu fram m.a.
nokkrir píanóleikarar, flautuleikari
og trompetleikarar úr tónlistarskól-
anum í Keflavík. Þá lék bjöllukór-
inn en hann kom fram í Stundinni
okkar í vetur eins og kunnugt er.
Um 60 nemendur voru í skólan-
um í vetur, flestir í lúðrasveitinni
og bjöllukórnum. Aðalkennarar
voru fimm. Eins og áður sagði var
þetta fjórða starfsár skólans og
hefir einn nemandi náð þeim ár-
angri að komast á þriðja stig sem
kallað er.
Skólinn er útibú frá Tónlist-
arskólanum í Keflavík og er Her-
bert H. Ágústsson skólastjóri.
Formaður skólanefndar er sr.
Guðmundur Guðmundsson sókn-
arprestur að Útskálum.
Varla voru allir tónlistargestir
komnir til síns heima þegar kvikn-
aði í samkomuhúsinu. Kviknaði í
út frá peru og varð af mikill reyk-
ur. Slökkviliðið úr Keflavík kom á
vettvang ásamt miklu fylgdarliði
eins og gjarnan vill verða þegar
það er kallað út.
Skemmdir urðu óverulegar og
léku félagar í Litla leikfélaginu
Pilt og stúlku í fimmta sinn um
kvöldið eins og ekkert hefði í skor-
ist. Aðsókn að leikritinu hefir ver-
ið góð til þessa. Arnór