Morgunblaðið - 17.05.1983, Page 13

Morgunblaðið - 17.05.1983, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983 13 Hvorki rauðmagi í soðið né ein grásleppa á net — segir Jakob Thorarensen á Gjögri um grásleppuvertíðina Herdís Þorvaldsdóttir leikari leit við hjá Birni og fékk sér glsnýjan rauðmaga í soðið. Almennt miklu minna en í fyrra — segir Björn Guðjónsson á Ægis- síðu um grásleppuvertíðina Morjfunbladið/ ÓI.K.M. „ÉG FÓR á sjó í dag, en gat ekkert átt við þetta vegna vindstrengs. Það er því ekkert hægt að segja um veið- ina, fyrr en maður getur farið að draga netin aftur. Ég hef ekki kom- izt í þau í þrjá daga nema í 20 net af 140 og fékk um 50 kfló af hrognum út úr því. Þetta hefur verið mjög lítið undanfarna daga, almennt miklu minna en í fyrra,“ sagði Björn Guð- jónsson, „grásleppukarl" á Ægis- síðu, í samtali við Morgunblaöið síð- astliðinn föstudag. „Það er búið að semja um út- flutningsverð á hrognum, 330 dali fyrir tunnuna, sem er um 10% verðhaekkun frá þvi í fyrra og veitir ekki af miðað við allar verð- hækkanirnar hér heima. Nú leggja "í? menn netin alls staðar meðfram landinu, allt frá Bótaskerjum á Mýrum og suður fyrir Sandgerði. Ég legg á mótum Hafnarfjarðar og Skerjafjarðar, um klukkutíma siglingu út eins og sakir standa. Það er dálítið af rauðmaga á þessum slóðum nú og þá verður minna vart við grásleppuna. Erfitt er að geta sér til um ástæðu þess hve illa veiðist nú. Það er eins og bezt veiðist yzt við firði og flóa, eins og fiskurinn gangi ekki innar. Það er kannski sjávarkuldi og átu- leysi, sem veldur þessu. Annars er lítið hægt að segja um þetta fyrr en menn komast almennilega i netin og lengra líður á vertíðina," sagði Björn. Það tilheyrir vorinu að koma við á Ægissíðunni og fá sér signa grásleppu í soðið, þó hún falli fólki að vísu misjafnlega í geð eins og íslenzkur matur gerir oft. MorminblaAiA/ ÓI.K.M. Sími 44566 RAFLAGNIR Nýlagnir - Breytingar - Vióhald JHHF Kt samvirki JS\M Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur. „HÉR hefur hvorki verið grésleppu- né rauðmagaveiði, sem heitið getur. Við höfum verið með rauðmaganet í sjó síðan í marz og varla fengið í soðið. Þá fæst varla grásleppa á net enn sem komið er. Veður hafa verið erfið og lítið verið hægt að vitja um net, en einn kallanna komst á sjó um daginn og fékk 30 grásleppur í 40 net. Það er því ljóst að varla getur ástandið versnað,“ sagði Jakob Thorarensen á Gjögri, er Morgun- blaðið innti hann eftir gangi grá- sleppuvertíðarinnar. Grásleppuvertíðin er nú alls staðar hafin, en gangur mála varla ljós nema á Norðurlandi. Þar er vertíðin talsvert lakari en í fyrra, en þá var hún með lélegasta móti. Veður hafa gert mönnum erfitt fyrir og i norðangarðinum í lok apríl urðu margir fyrir neta- tjóni. Á Austfjörðum fer vertíðin nokkuð vel af stað Samkvæmt upplýsingum blaðsins, þrátt fyrir erfiða tíð. Á Vestur- og Suður- landi er skammt síðan vertíðin hófst, en venjulega er það ekki fyrr en um miðjan maí, sem kipp- ur kemur í veiðina. Því er lítið "hægt að gera sér grein fyrir gangi mála á þessum svæðum nú. Verð á grásleppu upp úr sjó hef- ur enn ekki verið ákveðið en fyrir allnokkru var opinbert útflutn- ingsverð á grásleppuhrognum ákveðið 330 Bandaríkjadalir, en var 300 í fyrra. Upp úr síðustu mánaðamótum höfðu verið gefin út 387 veiðileyfi. Á sama tíma í fyrra voru þau 348 en árið 1981 522 alls. Flest veiðileyfin eru gefin út fyrir Suðvesturland, 158, og 114 fyrir Norðurland, fæst eru þau á Áustfjörðum, aðeins 12. Á síðasta ári fengust um 6.000 tunnur af hrognum en árið 1981 um 18.000. Efiiahagsbandalag Evrópu (Evrópubandalagið) Ráöstefna um hiö volduga efnahags- og stjórnmálaafl, Efnahgasbandalag Evrópu, veröur haldin í Kristalssal Hótels Loftleiöa næstkomandi föstudag, 20. maí. Þrír fulltrúar frá EBE koma hingað til lands til aö kynna bandalagið og munu flytja fyrirlestra og svara fyrirspurnum; Klaus Ewing, yfirmaöur deildar hjá utanríkjadeild EBE sem sér um samstarf viö Noröurlönd, Sviss og Austurríki, Folmer Bang Hansen, sem annast málefni íslands hjá utanríkjadeild og Niels Jörgen Thögersen, forstóri upplýsingaskrifstofu EBE í Danmörku. Ráöstefnustjóri Jónas Haralz. Dagskrá: Kl. 9.30 Ávarp viðskiptaráðherra, Tómasar Árnasonar. • EBE, uppbygging þess, starfsemi og samskipti viö ríki utan bandalagsins. Kaffihlé. 11.00 11.20 12.30 13.30 Viöskipti EBE og íslands. Hádegisverður. EBE og Bandaríkin. EBE og Japan. Starfsemi og stefna EBE í orkumálum. 16.30 Ráöstefnuslit. Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku og fyrirspurnir og umræöur veröa að loknum hverjum fyrirlestri. Ráöstefnugjald er kr. 350. Innifalið í því er hádegisverður og kaffi. Nánari upplýsingar á skrifstofu Viöskipta og verslunar, síma 12850 og hjá Verzlunarráöi íslands, síma 83088. Allir sem tengjast viöskiptum, fjölmiölun og stjórnmálum eru hvattir til aö sækja þessa ráðstefnu, sem og aörir sem láta sig varöa þaö sem er aö gerast í alþjóöamálum. vióskipti &verzlun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.