Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983 25 Víkingar meistarar meistaranna: Skínandi tilþrif á köflum Eftir aö hafa sóö leik Víkings og ÍA í meistarakeppni KSÍ í Kópavogi á laugardaginn er ég á því aö íslenskir knattspyrnumenn — í þaö minnsta leikmenn þessara liöa — hafi komiö nokkuö vel undan vetrin- um. Meö tilliti til aöstæðna geta menn verið ánægöir meö leikinn — og því ástæöa til bjartsýni um knattspyrnu sumarsins. Fyrri hálfleikurinn var að víau slakur, en þar sem þetta var fyrsti grasleikur líðanna er þaö ekki óeölilegt. Strax í byrjun síðari hálfleiks kom í Ijós aö breyting haföi orðið til batnaöar. Sérstaklega voru Víkingar sprækir, og var sigur þeirra sanngjarn. Þeir skoruöu tvö mörk en Skagamenn ekkert. • Síöara mark Víkings. Jóhann Þorvaröarson er sekúndubroti á und- an Bjarna markveröi aö knettinum eftir sendingu Aöalsteins Aðal steinssonar ... ... k e m s t framhjá Bjarna og skýst í átt aö markinu ... ... og undirbýr sig hér til aö renna boltanum í tómt markið. Einbeitnin skín úr andliti Jóhanns enda eins gott aö brenna ekki af, en Bjarni er greinilega ekki mjög ánægöur. Morgunbiaðiö/Krittjín Einaruon. Víkingur — Þaö gleöilegasta viö leiklnn var aö mínu mati aö leikmenn beggja liöa reyndu aö leika knettinum létt og skemmtiiega á milli sín og sáust oft á tíðum skínandi tilþrif. Von- andi er þetta vísir aö því aö knattspyrnan veröi skemmtileg hér á landi í sumar, en hún var því miöur heldur slök í fyrra. Eitt vildi brenna viö hjá leik- mönnum — aö halda boltanum of lengi er þeir gátu sent hann til samherja og gert leikinn þannig enn skemmtilegri. Þaö virtist yfir- leitt þurfa aö þvæla einn til viöbót- ar, og við þaö glataðist boltinn oft. Víkingar skoruöu fyrra mark sitt á 52. mín. Ólafur Ólafsson, miö- vöröur, komst inn í sendingu Sig- uröar Jónssonar á miöju vallarins og sendi knöttinn rakleiöis fram á viö þar sem Aöalsteinn Aöal- steinsson komst á auðan sjó þar sem vörn ÍA var allsendis óviöbúin þessu. Aöalsteinn lék inn í teiginn og skoraöi svo örugglega framhjá Bjarna sem kom út á móti honum. Eftir markið voru Skagamenn tvívegis nálægt þv* aö skora og í bæöi skiptin myndaöist sú hætta eftir löng innköst Guöjóns Þórö- arsonar. Fyrst átti Sigþór hjólhestaspyrnu sem Ögmundur varöi mjög vel og síöan skallaöi Júltus Ingólfsson á markið af stuttu færi en Ögmundur varöi aftur. Aöaldriffjöörin í leik Víkings í seinni hálfleiknum var Aöalsteinn Aöalsteinsson. Hann var þá kom- inn í framlínuna í staö Heimis Karlssonar, sem meiddist. Gunnar Gunnarsson tók stööu Aöalsteins á miöjunni og Ólafur Ólafsson fór í stööu Gunnars sem miövörður. Liöiö gjörbreyttist viö þetta og lék mun betur en áöur. Aöalsteinn, Gunnar og Jóhann Þorvaröarson náöu mjög vel saman og sköpuöu hættu hvaö eftir annaö. Jóhann skoraöi síöara markiö. Aöalsteinn sendi þá inn á teig frá hægri — Jóhann var sekúndubroti á undan Bjarna markverði aö knettinum, potaöi honum framhjá Bjarna, náði honum aftur, og renndi honum auðveldlega í tómt markiö. Vel gert. Skagamarkið komst einu sinni enn í hættu, fimm mín. fyrir leiks- lok. Dæmd var markmannshendi á Bjarna er hann datt meö boltann út fyrir teiginn, og Ómar Torfason lyfti boltanum úr spyrnunni yfir vegginn og í þverslánni small hann. Þar sluppu ÍA-drengirnir meö skrekkinn. Aöalsteinn var bestur Vík- inganna í leiknum. Hann lék mjög vel í seinni hálfleiknum og skapaði mikla hættu. Stefán Halldórsson var besti maöur góörar varnar liösins og Ögmundur bjargaöi nokkrum sinnum mjög vel í mark- inu. Siguröur Lárusson var einna bestur Skagamanna. Traustur í vörninni að vanda. Höröur Jó- hannsson geröi góöa hluti á miöj- unni, þó svo sendingar hans hafi sumar hverjar ekki rataö alveg rétta boöleiö. Dómari var Óli Ólsen og ekki var annað aö sjá en aö hann kæmi nokkuö vel undan vetr- inum eins og leikmennirnir. Árni Þorgrímsson, varaformaöur KSÍ, afhenti Ögmundi Kristinssyni, fyrir- liöa Víkings, meistarabikarinn glæsilega eftir leikinn. í stuttu máli: Kópavogsvöllur, meistarakeppni KSÍ. Víkingur — ÍA 2:0 (0:0) Mörk Víkings: Aöalsteinn Aöal- steinsson á 52. mín. og Jóhann Þorvarðarson á 70. mín. Dómari: Óli Ólsen Áhorfendur: 803 Liöin: Víkingur: Ögmundur Kristinsson. Ragnar Gislason, Magnús Þorvaldsson, Aöalsteinn Aöalsteinsson, Stefán Halldórsson, Gunnar Gunnarsson, Jóhann Þorvaröarson, Andri Marteinsson (Óskar Tómasson), Sverrir Her- bertsson, Ómar Torfason, Heimir Karlsson (Ólafur Ólafsson). ÍA: Bjarni Sigurösson, Guöjón Þóröarson, Ólafur Þóröarson, Siguröur Lárusson, Sigurö- ur Halldórsson (Ðjörn Björnsson), Höröur Jó- hannsson, Sveinbjörn Hákonarson, Júlíus Ing- ólfsson (Höröur Rafnsson), Sigþór Ómarsson, Guöbjörn Tryggvason, Siguröur Jónsson. ___________________ — SH. Sexton rekinn DAVE Sexton, framkvæmdastjóri Coventry, var rekinn é sunnudag- inn. Eftir aöeins tvö ér viö stjórn- völinn fer hann fré félaginu, hélf- um mánuöi eftir aö formaöur þess, Jimmy Hill, fór. Bobby Gould tekur viö fram- kvæmdastjórastöðunni af Sexton, en hann er nú stjóri þriðjudeildar- liðsins Bristol Rovers. Coventry hefur veriö meö ungt liö undanfar- iö undir stjórn Sexton en liöið var í fallbaráttunni og þaö sættu for- ráðamenn liðsins sig ekki viö. Nokkrar breytingar á knattspyrnulögunum: „Gerum leikinn skemmtilegri" — segir Steinn Guömundsson, form. hæfnisnefndar KDSÍ • Steinn Guömundsson, formaö- ur hæfnisnefndar KDSÍ. Hann segir dómara ætla aó gera allt sem mögulegt er til aö gera leik- inn skemmtilegri, og fyrst og fremst að flýta honum. Þé mun veröa tekið hart é grófum leik í sumar aö sögn Steins. Knattspyrnutímabiliö fór form- lega af staö um helgina meö leik Víkings og ÍA í meistarakeppni KSÍ é Kópavogsvelli. Knatt- spyrnumennirnir eru sem sagt komnir é fulla ferö og því er ekki úr vegi að renna yfir knattspyrnu- lögin, eöa öllu heldur þær breyt- ingar é þeim og túlkunum é þeim sem hæfnisnefnd KDSÍ hefur ný- lega sent frá sér. Steinn Guömundsson, formaöur hæfnisnefndar Knattspyrnudóm- arafélags Islands, sagöi í samtali viö Mbl., aö í sumar myndu dóm- arar gera allt sem þeir gætu til aö koma í veg fyrir grófan leik. Þá sagöi hann aö sú nýbreytni yröi tekin upp varðandi innköst aö væru þau tekin á röngum staö, yröi hinu liöinu dæmt innkast. „Þaö hefur veriö algengt aö menn séu aö stela metrum, en nú ætlum viö aö koma í veg fyrir þaö. Þetta er einn þáttur í því að gera leikinn skemmtilegri fyrir áhorfendur — að uppræta þaö aö leikmenn séu aö tefja í tima og ótíma. Sé inn- kastiö tekiö á röngum staö veröur þaö dæmt rangt, og hitt liðið fær því innkast." Steinn sagöi aö í sumar yröi tek- iö upp nýtt fyrirkomulag varöandi innáskiptingar. í staö þess aö þjálfarar liöanna væru kallandi inn á völlinn í dómarann bæri viökom- andi aö tilkynna leikmannaskipti til línuvaröar, sem síðan gæfi dómar- anum merki. Einnar breytingar enn er vert aö geta. Breytingin sem verður í sam- bandi viö markmenn er sú, aö ákveöi markvöröur aö sleppa knettinum úr höndum sér áöur en hann hefur farið fjögur skref, þá má hann ekki snerta knöttinn meö höndum fyrr en annar leikmaður hefur leikiö knettinum eöa snert hann. Ef markvöröur leikur nú knettinum meö höndum eftir aö hafa sleppt honum á eigin vítateig, þá skal dæmd óbein aukaspyrna. Þá hefur hæfnisnefnd KDSÍ mælt svo fyrir aö haldi markvöröur knettinum lengur en sex sekúnd- ur, sé hann farinn að tefja leikinn og afli þar meö liöi sínu óréttmæts hagnaðar og skuli honum refsað með óbeinni aukaspyrnu. — SH. • Johan Cruyff og félagar ( Ajax uróu meistarar í Hol- landi. Knatt- spyrnu- úrslit Holland SÍDASTA umferö hollensku úrvalt- deildarinnar var leikin um helgina. Úr- alit: GA Eagles — Groningen 3—1 Ajax — Sittard 6—5 Haarlem — Helmond 2—2 NAC Breda — Feyenoord 2—3 Excelsior — FC Utrecht Ó—2 Sparta — Willem 2 3—0 PSV — AZ 67 1—0 NEC — Roda JC 2—3 FC Twente — PEC 2—0 Lokastaöan: Ajax 34 26 6 2 106:41 58 Feyenoord 34 22 10 2 72:39 54 PSV 34 21 9 4 80:34 51 FC Groningen 34 11 15 8 67:57 37 Sparta 34 12 13 9 64:52 37 Roda JC 34 13 9 12 56:52 35 Haarlem 34 13 9 12 49:53 35 Fort. Sittard 34 11 11 12 41:48 33 Excelsior 34 13 6 15 44:47 32 FC Utrecht 34 11 9 14 52:59 31 AZ 67 34 11 8 15 49:40 30 GA Eagles 34 9 11 14 44:59 29 PEC Zwolle 34 10 7 17 40:58 27 Willem 2 34 9 8 17 49:62 26 Helmond Sport 34 8 10 16 44:70 26 FC Twente 34 7 11 16 36:60 25 NAC 34 6 12 16 39:75 24 NEC 34 4 14 16 34:61 22 Ítalía ÚRSLIT í sídustu umferðinni é Ítalíu: Roma — Torino 3—1 Ascoli — Cagliari 2—0 Catanzaro - - Inter Milano 1—2 Juventus — Genoa 4—2 Napoli — Cesena 1—0 Pisa — Fiorentina 0—0 Sampdoria - — Verona 2—2 Udinese — Avellino 1—1 Lokastaðan: Roma 30 16 11 3 47—24 43 Juventus 30 15 10 5 52—27 40 Inter 30 11 15 4 41—26 37 Verona 30 11 13 6 37—31 35 Fiorentina 30 12 10 8 36—24 34 Udinese 30 6 20 4 25—29 32 Sampdoria 30 8 15 7 31—30 31 Torino 30 9 12 9 30—28 30 Avellino 30 8 12 10 29—34 28 Napoli 30 7 14 9 22—29 28 Pisa 30 8 11 11 27—27 27 Genoa 30 6 15 9 34—38 27 Ascoli 30 9 9 12 32—37 27 Cagliari 30 6 14 10 23—33 26 Cesena 30 4 14 12 22—35 22 Cantanzaro 30 2 9 19 21—56 13 Danmörk ÚRSLIT í áttundu umferö dönsku 1. deildarinnar um helgina: Hvidevre — Esbjerg 1—0 Lyngby — Ikast 2—1 Brendby — OB 3—1 Köge — Kolding 2—1 Herning — B 1903 2—0 Vejle — B 93 3—1 Brönshej — Næstved 1—1 Frem — AGF 1—0 Staóan. Lyngby 8 5 2 1 18—9 12 Ikast 8 5 12 11—8 11 Vejle 8 5 0 3 11—7 10 Hvidevre 8 4 2 2 8—5 10 Frem 8 3 3 2 8—6 9 Esbjerg 8 3 3 2 8—7 9 Næstved 8 3 2 3 12—10 8 Kege 8 4 0 4 9—10 8 Brenshej 8 2 4 2 7—9 8 B. 93 8 3 2 3 7—9 8 Brendby 8 3 14 11—10 7 AGF 8 3 14 13—13 7 OB 8 3 1 4 7—11 7 Herning 8 2 2 4 7—9 6 Kolding 8 1 3 4 7—12 5 B. 1903 8 0 3 5 3—12 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.