Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983 39 ingar og fullorðin, voru margar góðar og ríkar. Við ýmis tækifæri þegar við sátum í einrúmi leiddi tal okkar að hugleiðingum um lífið og tilveruna, um dauðann og lífið eftir dauðann. Amma hafði frá mörgu að segja, samt voru orð hennar ekki alltaf mörg, en þau sögðu mikið og meining þeirra hvarf aldrei. Hluta af ævisögu hennar hefur hún sagt okkur frá sjálf, mæður okkar hafa bætt sín- um frásögnum við og síðasti hlekkurinn í þeirri keðju eru okkar eigin mynd og minningar um hana. Hún sagði okkur frá sinni hörðu barnæsku, fátækt og óöryggi, um fjölskyldu sem varð að skilja að, þegar hún sem barn varð að byrja að sjá um sig og standa á eigin fótum. Allt sitt líf stóð hún á eigin fótum. Hún varð einstæð þriggja barna móðir og barðist áfram fyrir sinum kjörum, í eilífum ótta við að geta ekki séð börnum sínum farborða og haldið heimilinu saman. Hún leiddi okkur í frásögnum sínum inní heima sinnar sjálfstæðisbaráttu sem manneskja, móðir og kona síns tíma. Sagði okkur frá þeim styrk sem hún hafði öðlast við unnin stríð alein og í óöryggi með vinnu og húsaskjól, og frá þeim vanmætti og beiskju sem hún fann er hún mætti óréttlæti lífsins. Amma á ættir sínar að rekja norðan úr Kollafirði í Stranda- sýslu. Einna helst gætum við líkt persónuleika hennar þeim slóðum. Það er eins og lífskjör hennar hafi ekki verið ein um að móta hana, heldur að náttúran hafi átt sinn hlut. Hún var stolt og yfir henni hvíldi mikil reisn allt til dauða- dags. Frá augum hennar og andliti skein bjarmi eins og ljósið frá hin- um bláa lit himins og hafs yfir firðinum fyrir norðan. Hún var hæversk og þrátt fyrir erfiðleika og veikindi kvartaði hún aldrei, en sýndi sinn virðuleika og kom allt- af til dyranna eins og hún var klædd. Börn voru henni mikið yndi og gleði, hún lýsti upp í ná- lægð þeirra og umvafði þau kær- leik og umhyggju. Þá bar hún alla tíð fyrir brjósti hag þeirra sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Aldrei féll henni verk úr hendi, lífið hafði kennt henni nýtni og iðjusemi, og vandvirkni var henni í blóð borin. Þekking hennar á saumaskap var fyrir okkur heimur fullur af leyndardómum, ævintýri líkust. Ótrúlegt hvað hún gat töfr- að fram fallega flík úr hinum minnstu bútum sem hún nýtti. Amma var sterk í trú sinni allt til hinstu stundar. Hún trúði að „bak við dauðans breiðu myrku höf þar bíður annað fagurt lífsins skeið". Um leið og við ömmubörnin hennar og fjölskyldur okkar þökk- um henni allt sem hún hefur veitt okkur á þeirri lífsleið sem hún fylgdi okkur, biðjum við henni Guðs blessunar. Barnabörnin t Útför konunnar minnar, LILJU GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, veröur gerö frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 19. maí kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaöir, en þeir, sem vilja minnast hennar, láti Slysavarnafélag islands njóta þess. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna og annarra vandamanna, Óli Guðmundsson. t Innilegt þakklæti til allra sem auðsýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför móöur minnar, tengdamóöur, stjúpmóöur og ömmu, GUÐLEIFAR BÁRDARDÓTTUR, Vatnsholti 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á öldrunardeild Landspítalans. Katrín Jónsdóttir, Benedikt Alfonsson, stjúpbörn og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúö við andlát og jaröarför föður okkar, tengdafööur, afa og langafa, HJÁLMARS PÁLSSONAR trá Kambi, Skagafiröi. Guörún Hjálmarsdóttir, Hjólmar Sigurðsson, Páll Hjálmarsson, Erla Jónsdóttir, Ragnar Hjálmarsson, Ásta Hjálmarsdóttlr, Pétur Kuld Ingólfsson, Þóranna Hjálmarsdóttir, Hafsteinn Lárusson, Hulda Hjálmarsdóttir, Þórarinn Andrewsson, Skarphéóinn Hjálmarsson, Linda Steingrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðimi með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. NIAN RENAULT BÍLL FRAMTÍÐARINNAR Renault 9 var valinn bíll ársins 1982 í Evrópu og bíll ársins 1983 í U.S.A. Við ættum að geta treyst fulltrúum 52 bíla- blaða til að velja rétt. Besta trygging sem þú getur fengið fyrir vali góðs bíls- og hagkvæmri fjárfestingu á tímum sparnaðar. Renault 9 er ódýr „stór bíll“ sem eyðir ótrúlega litlu. Það þarf ekki að hugsa það mál lengi til að finna svarið. .. Renault 9 er bíllinn fyrir þig. Gerð Vél Eyðsla Verð R9TC 48 din 5,41 210.000 R9GTL 60 din 5,41 231.000 R9GTS 72 din 5,41 248.000 R 9 Autom. 68 din 6,31 239.800 Gengi í apríl '83 k:, KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 V —rr 1 ■ ERTU í RYKSUGUHUGLEIÐINGUM Við komum heim til þín með ÚlSlfiUQ ryksuguna og lofum þér aö sannreyna stórkostlega sogeiginleika hennar á teppinu þínu. (Þetta er þér aö kostnaðar- lausu á stór-Reykjavíkursvæðinu og án skuldbindinga). Hringdu milli 9 og 10 í síma 16995 og pantaðu tíma. Standist VOLTA ryksugan kröfur þínar, þá getum við gengið frá kaupunum á staðnum með eftirfarandi möguleikum. A Góöum staðgreiðsluafslætti. B 500 kr. útborgun. Síðan 500 kr. á mánuði að viðbættum vöxtum. VOLTA ryksugan er búin eftirfarandi kostum: • 1. Sterk, létt og meðfærileg. • 2. Stór, sterk hjól. • 3. Hlífðarlisti á hliöum er verndar húsgögn. • 4. Geysilegum sogkrafti, sem má minnka eftir þörfum. • 5. Inndregin snúra, handhægir rykpokar. • 6. Hægt er að fá teppabankara. • 7. Ryksía, sem síar fráblástur frá ryksug- unni, sérstaklega gott fyrir ofnæmisfólk. • 8. Sterkir, fylgihlutir. Ars ábyrgð. Örugg þjónusta. Verö: U 235: kr. 4.750.- VOLTA U 235 er elektrónísk. Sendum í póstkröfu án tilkostnaðar. En ef þú vilt heldur skoða VOLTA ryksuguna í verzlun okkar, ertu ávallt velkominn. Volta U23S med standardmunsíycke, Raf hf. Glerárgata 26, Akureyri box 873 — Sími 25951. VDLTA sænsk úrvalsvara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.