Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAf 1983 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 210 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 18 kr. eintakið. Áfall út á við — Tímasóun heima fyrir Akureyri: 99 Spurning um að vera eða vera ekki“ — segir Gísli Jónsson, sem nú lætur af störf- um bæjarfulltrúa eftir 25 ára setu í bæjarstjórn GÍSLI Jónsson, menntaskóla- kennari á Akureyri, hefur nú beó- ist lausnar frá störfum bæjarfull- trúa á Akureyri frá 1. júní næst- komandi að telja. Gísli hefur verið oddviti sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn síðustu kjörtímabil frá 1970. Hann var fyrst kosinn í bæjar- stjórn 1958 og hefur átt þar sæti nær sleitulaust síðan. Jafnframt hefur Gísli óskað þess, að fá lausn frá störfum í nefndum á vegum bæjarins. Margrét Kristinsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans, tekur sæti í bæjarstjórn í stað Gísla. „Þetta er fyrst og fremst spurning um að vera eða vera ekki. Ég vil heldur hætta alveg í bæjarstjórn fremur en að geta ekki starfað þar af fullum þrótti. Ég hef fundið það eftir nýafstað- in veikindi, að ég get ekki sinnt bæjarmálum af þeim krafti, sem ég kýs og því tel ég réttast að hætta setu minni í bæjarstjórn," sagði Gísli í samtali við Morgun- blaðið. Hér fer á eftir bréf, sem Gísli hefur ritað bæjarstjóranum á Akureyri, þar sem hann skýrir frá þessari ákvörðun sinni: „Svo sem þér er kunnugt, hefur heilsa mín ekki leyft mér, nú um nokk- urt skeið, að gegna störfum í bæjarstjórn Akureyrar, né held- ur í þeim nefndum sem bæjar- stjórn hefur kjörið mig til. Ég hef, að höfðu samráði við heimil- islækni minn, látið af flestum þeim aukastörfum sem ég hef gegnt, svo að ég geti einbeitt mér að aðalstarfi mínu, við mennta- skólann. Ég finn glöggt að mjög skortir á að ég hafi endurheimt þá heilsu sem til þarf að gegna störfupi mínum í bæjarstjórn á þann veg sem ég tel viðunandi. Því hef ég, að vel íhuguðu máli, ákveðið að biðjast formlega lausnar frá störfum bæjarfull- trúa á Akureyri, svo og öllum nefndarstörfum sem bæjar- stjórn hefur falið mér. Ég fer þess á leit að mér verði veitt lausn frá þessum störfum frá 1. júní næstkomandi að telja. í trausti þess að svo verði kveð ég bæjarstjórn Akureyrar með þökk fyrir gott samstarf fyrr og síðar og þakka Akureyringum stuðning og umburðarlyndi við mig á þessum vettvangi um langt skeið. Bænum okkar bið ég allra heilla." Umsögn fræðsluráðs um samning um breytingar á fræðslumáliim í Reykjavfk: Órökrétt skipan yfir- stjórnar fræðslumála í Reykjavík leiðrétt Forseti íslands hefur falið Svavari Gestssyni, for- manni Alþýðubandalagsins, umboð til stjórnarmyndunar. Þetta er í þriðja sinn, sem formanni Alþýðubandalags er falið umboð til að mynda rík- isstjórn á íslandi, en Alþýðu- bandalagið er arftaki Komm- únistaflokks íslands, sem markaði stefnu sína eftir fyrirmælum kommúnismans og Stalíns. Það eru ekki meiri rök fyrir þeirri ákvörðun for- seta nú heldur en sumarið 1978 og í janúar 1980. Það er óhugsandi með öllu, að nokk- ur annar stjórnmálaflokkur setjist í ríkisstjórn undir for- sæti formanns Alþýðubanda- lagsins, stjórnmálaflokks sem í grundvallaratriðum er and- vígur utanríkisstefnu íslands, andvígur aðild okkar að Atl- antshafsbandalaginu og and- vígur varnarsamningi okkar og Bandaríkjanna. Þess vegna er það í senn áfall fyrir þjóð- ina út á við, að fela formanni Alþýðubandalagsins stjórn- armyndun og tímasóun hér heima fyrir. í forystugrein Morgun- blaðsins hinn 22. ágúst 1978 er Lúðvík Jósepssyni þáver- andi formanni Alþýðubanda- lagsins hafði verið falin stjórnarmyndun, sagði m.a.: „Morgunblaðið hefur bent á það áður, að þrátt fyrir þrýst- ing frá Sovétríkjunum og við- kvæma legu Finnlands á landamærum Sovétríkjanna, hefur Kekkonen aldrei dottið það í hug að fela forystu- manni finnskra kommúnista stjórnarmyndun, né hefur það verið gert í landi eins og Ita- líu, þar sem kommúnista- flokkurinn er miklu sterkari en Alþýðubandalagið hér og hefur að sumu leyti afneitað heimsvaldastefnu Sovétríkj- anna á einarðari hátt en AI- þýðubandalagið, né hefur nokkrum forseta Frakklands dottið í hug að kalla leiðtoga kommúnistaflokks Frakk- lands til að hafa forystu um stjórnarmyndun þar í landi." Tveimur dögum síðar, hinn 24. ágúst 1978, sagði í forystu- grein Morgunblaðsins: „Til- raun Lúðvíks Jósepssonar til þess að mynda stjórn er mikið áfall fyrir íslendinga í augum umheimsins ... Það hefur ekki fyrr gerzt í sögu lýðræð- isríkis í Vestur-Evrópu að leiðtoga flokks af því tagi væri falin stjórnarmyndun. Ef Lúðvík Jósepsson yrði forsætisráðherra Islands yrði það reiðarslag fyrir álit út á við.“ í sömu forystugrein Morg- unblaðsins er afstaða Fram- sóknarmanna til stjórnar- myndunar Lúðvíks Jósepsson- ar harðlega gagnrýnd: „Hvað eru þeir Olafur Jóhannesson og Einar Ágústsson að hugsa? Hefur utanríkisráðherrann virkilega ekkert lært af veru sinni í utanríkisráðuneytinu nær allan þennan áratug? Hvernig leyfir Ólafur Jó- hannesson sér að leika sér með hagsmuni þjóðarinnar með þessum hætti í pólitísku spili?“ í forystugrein Morgun- blaðsins hinn 18. janúar 1980, er Svavari Gestssyni hafði verið falið umboð til stjórn- armyndunar, sagði m.a.: „Enginn lýðræðisflokkanna þriggja getur tekið þátt í rík- isstjórn undir forsæti Svav- ars Gestssonar eða annars Alþýðubandalagsmanns, í fyrsta lagi vegna þess, að Al- þýðubandalagið er flokkur, sem stefnir að því að gjör- bylta því þjóðskipulagi, sem við búum við ... ... í öðru lagi er nánast útilokað, að þessir þrír flokk- ar geti fallizt á forsæti Alþýðubandalagsins vegna þess, að það yrði meiri háttar áfall fyrir þjóðina í samskipt- um við aðrar þjóðir. Alþýðu- bandalagið er í grundvallar- atriðum andvígt utanríkis- stefnu íslendinga ... Það er líka íhugunarefni, að sam- kvæmt Brezhnév-kenning- unni telja Rússar sig hafa leyfi til afskipta af innanrík- ismálum þeirra þjóða, sem eru undir marxískri stjórn. Menn ættu að gera sér grein fyrir því — og leika sér ekki að eldi.“ Eins og þessar til- vitnanir í forystugreinar Morgunblaðsins frá 1978 og 1980 sýna, hefur Morgunblað- ið frá upphafi lýst andstöðu við þá ákvörðun forseta hverju sinni að fela formanni Alþýðubandalagsins umboð til stjórnarmyndunar. Sú af- staða er óbreytt. Rökin fyrir þeirri afstöðu eru í fullu gildi. Forseti hefur sett stjórn- málaflokkunum tímamörk til hvítasunnu að mynda ríkis- stjórn. Til viðbótar við þau rök, sem að framan eru talin, er verið að eyða dýrmætum tíma með því að fela for- manni Alþýðubandalagsins að mynda ríkisstjórn, tíma, sem hann mun eyða í fjöl- miðlaleik sér og flokki sínum til framdráttar. Morgunblað- ið vill árétta það sem blaðið sagði fyrir skömmu, að það er ekki vænlegt til árangurs að skipa stjórnmálaflokkunum í röð og láta umboðið ganga á milli þeirra þegar augljóst er, að það hefur enga þýðingu. „í UPPHAFGREIN samkomulags viðræöunefndar borgar og ríkis um yfirstjórn fræðslumála í Reykjavík, er gengið út frá þeirri grundvallar- forsendu, sem samkomulagið að öðru leyti byggir á, að ákvæði grunnskólalaga um skipan yfir- stjórnar fræðslumála á íslandi taki til Reykjavíkur á sama hátt og hinna fræðsluumdæmanna sjö í landinu. Með þessari tímabæru og sjálfsögðu breytingu yrði endir bundinn á sérstöðu, sem Reykja- vík var ákvörðuð í þcssum lögum á sínum tíma, en ekki verður stutt með neinum rökum að eigi að haldast til frambúðar," segir í um- sögn fræðsluráðs borgarinnar um samkomulag milli menntamála- ráðuneytisins og Reykjavíkurborg- ar um yfirstjórn fræðslumála í Reykjavík. Umsögnin var sam- þykkt á fundi fræðsluráðs í gær með 5 atkvæðum fulltrúa Sjálf- stæðis- og Alþýðuflokks, en gegn 2 atkvæðum fulltrúa Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags. í umsögninni segir og að ráðið telji mikilsvert að með samningi þessum hafi fulltrúar mennta- málaráðuneytis sýnt skilning á hagsmunum Reykjavíkurborgar varðandi stjórn skólamála. Með samkomulaginu séu aðilar fyrst og fremst að leiðrétta misræmi á stöðu Reykjavíkur gagnvart ríkisvaldinu, samanborið við önnur sveitarfélög landsins. Að öllu óbreyttu sé staða Reykjavík- ur, hvað varðar stjórn eigin mála innan skólamálabáknsins, mun veikari gagnvart ríkisvald- inu en gerist og gengur hjá öðr- um sveitarfélögum sem sjálf- stæðum aðilum að skólamálum. Með samkomulaginu sé gerð leiðrétting á órökréttri skipan yfirstjórnar fræðslumála í Reykjavík, sem ætti skýringar, en löglega kjörin yfirvöld skóla- mála borgarinnar gætu engan veginn fallist á að giltu til fram- búðar. Því mæli fræðsluráð með staðfestingu samkomulagsins. „Þessi skipulagsbreyting mun ekki kalla á aukið starfsmanna- hald,“ sagði Markús Örn Ant- onsson, formaður fræðsluráðs, í samtali við Mbl. „Starfsemi Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, eins og hún starfar í dag, verður hvað starfsmannahald snertir, skipt niður á tvær rekstrarein- ingar; fræðsluskrifstofu Reykja- víkurumdæmis og skólaskrif- stofu Reykjavíkur. Breytingin hefur ekki í för með sér kostnað- arauka fyrir borgina og er með þessu verið að styrkja Reykja- víkurborg gagnvart ríkisvaldinu í meðferð skólamálanna," sagði Markús Örn Antonsson. Akureyri: Hundur skemmdi bíl Akureyri, 16. maí. Bíleigandi einn hér á Akureyri, sem var í verslunarerindum við útibú KEA við Höfðahlíð, varð fyrir því, að hundur einn mikill réðst á bfi hans og rispaði hann talsvert. Tildrög voru þau að í aftur- sæti bifreiðarinnar var smá- hundur, sem bíleigandinn á og hefur gjarna með sér í verslun- arferðir. Þar sem þeir komu á planið við kjörbúðina, bar mann að með stóran og mikinn hund í beisli. Mun sá hafa bent hundinum á þann litla, sem sat í aftursætinu, og skipti þá eng- um togum, að stóri hundurinn flaðraði upp um bílinn og risp- aði hann talsvert. Ekki verður um nein eftirmál að ræða í þessu sambandi, þar sem eig- andi stóra hundsins hefur heimilistryggingu, sem sjá mun um að greiða skaðann. Hundurinn gengur því laus, og eigandi bílsins lætur gera við skemmdirnar á kostnað eig- anda stóra hundsins, svo allir geta verið ánægðir og eru það. Þess má geta, að hundahald er leyft á Ákureyri með vissum skilyrðum, svo sem leyfi bæjar- yfirvalda, skattgreiðslu og skráningu. — G.Berg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.