Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983 Fólk og fréttir í máli og myndum • Líðsmenn Feyenoord geta evo sannarlega ekki kvartað ytir fámenni eða þeim viðtökum er þeir fá meðal stuðningsmanna sinna. Myndin er tekin á heimavelli Feyenoord, Kuip í Rotterdam, og sýnir brot af þeim fjölda sem kemur meö trefla sína og spjöld merkt liðinu. • Þaö hefur veriö venja að knattspyrnusambandiö í Vestur- Þýskalandi borgaði félagsliðun- um fyrir þá leikmenn er spiluöu með landsliðinu — 35.000 kr. fyrir vinaleiki og 52.000 kr. fyrir aðra leiki (fyrir hvern leikmann.) Hór eftir getur knattspyrnusamband- iö hins vegar notað þessa pen- inga í annað, þar sem formenn hinna 18 félagsliða hafa afsalað sér þessum peningum á þeirri forsendu að upp var kominn ágreiningur um það á miili leik- mannanna og formannanna, þar sem leikmennirnir héldu því fram að þeir ættu tilkall til þeirra. Á síöasta ári borgaði knattspyrnu- sambandiö FC Köln og Kaisers- lautern 650.000 kr. fyrir lán á leik- mönnunum Peter Briegel og Pierre Littbarski. • Carlos Bilardo, sem í augna- blikinu þjálfar argentíska stórlið- ið Estudiantes de la Plata hefur sem kunnugt er tekið vö starfi Luis Menottis sem landsliðsþjálf- ari. Bilardo segir aö aöeins þrír af þeim leikmönnum sem spiluðu með í síðustu heimsmeistara- keppni eigi möguleika á að spila meö í því landsliði sem næst verður myndað: Diego Maradona, Daniel Passarella og markmaöur- inn Ubaldo Fillol. • Mario Coluna fyrirliði og mið- vallarspilari Benfica á árunum í kringum 1960 er oröinn þjálfari landsliðsins í Mósambik en þar er hann fæddur og uppalinn. • Hinn 23 ára fyrrum unglinga- landsliösmaöur Póllands, Christ- oph Frankowski, hefur verið boð- inn samningur hjá franska liðinu Nantes. Frankowski sagði skilið viö félaga sína í pólska liðinu Stal Mielec er þaö var á keppnisferöa- lagi í Frakklandi fyrir stuttu. • Bæði Karl-Heinz Rummenigge og Pierre Littbarski hótuðu aö skipta yfir í erlend félög er samningar þeirra runnu út í Þýskalandi. Þeir hafa nú látið af þeim hótunum og framlengt samninga hjá sínum gömlu féiögum, Rummenigge hjá Bayern MUnchen til ársins 1987 og Litt- barski til ársins 1986 hjá FC Köln. í báðum tilfellum var þaö Adidas- fyrirtækið sem stuðlaði að endurnýjun samninganna. Fyrirtækið borg- ar Littbarski árlega meðan samningurinn stendur 875.000 krónur, en Rummenigge er lofað gott starf hjá fyrirtækinu þegar hann vill. Auðvitað pumn> Fótboltaskór Æfingaskór Gaddaskór Æfingagallar Klapparstíg 44,sími 11783 • Sepp Maier, frægasti markmaöur Vestur-Þýskalands í gegnum tíðina, er sjálfum sér líkur. Á meðfylgj- andi mynd hefur hann nælt sér í ís hjá ískaupmanninum. Viðskipti þessi fóru fram í sýningarleik þar sem heimsmeistararnir frá árinu 1974 komu fram. Myndin er tekin í Siegen þar sem 26.000 manns upplifðu þá skemmtun sem Maier og félagar buöu upp á. Sepp Maier er kominn á þá skoðun að þetta fræga lið eigi aðeins að spila 2 sinnum 30 mínútur þegar það kemur fram. „Ég hef hvorki nógu sterka kímnigáfu né nógu góð laun til að standa í meiru.“ • Þessi ungí áhorfandi sem hjúfrar sig upp að móöur sinni hefur líklega ekki minnstu hug- mynd um það að faðir hennar er aö spila niðri á grasflötinni, heimavelli Newcastle United. Og hver skyldi þessi unga dama svo vera? Jú, engin önnur en hún Sarah, dóttir hjónanna Jean og Kevin Keegan. Þessa stundina á pabbi alls ekki hug hennar alian. • George Kounalakis, grískur FIFA dómari, hefur verið dæmdur í 20 daga fangelsi fyrir aö hafa tekiö þátt í fjárhættuspili. • Þegar Sylvester Stallone, leik- arinn heimskunni, þó betur þekktur undir nafninu Rocky, heyrði þaö að félag breskra lækna mæltist til þess aö hnefa- leikar yröu bannaöir sagði hann: „Ég skil þá fyllilega. Aö sjálf- sögðu eiga þeir ekki aö stunda hnefaleika, þeir eiga aö láta at- vinnumennina um þá hliö máls- ins.“ • Dino Zoff, sem varö 41 árs hinn 28. febrúar síðastliðinn, stefnir aö því að hætta ferli sínum í næst- komandi heimsmeistarakeppni 1986. „Eiginkona mín, Anna Maria hefur aldrei séð mig spila í heimsmeistarakeppni, svo aö þaö er kominn tími til aö hún geri það,“ segir Zoff sem hefur spilað 109 landsleiki fyrir hönd Ítalíu (57 sigrar, 35 jafntefli og 17 töp). • Brasilíski fótboltamaöurinn Batista keypti sér og fjölskyldu sinni hús eigí alls fyrir löngu. í húsjnu eru 25 herbergi, sundlaug og síöan tennisvöllur á lóðinni. A þeirri forsendu aö „það væri beint heimboð fyrir hina ýmsu innbrotsþjófa" neitar Batista aö láta Ijósmynda sig fyrir framan húsið. Batista spilar fyrir fólagið Gremío sem keypti hann frá nágrannaliðinu Internacional á síðasta ári. Liðið bauð honum nýjan samning sem hljóöaöi upp á 2,5 milljóir króna en hann heimtaði 5 milljónir fyrir aö spila með liðinu. Batista spilaði einn leik í síðustu heímsmeistara- keppni — á móti Argentínu. í þeim leik lenti hann í útistöðum viö Maradona og fyrir vikiö fékk sá síðarnefndi að sjá rauða spjaldið. ■'4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.