Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983 3 „Á góða íslenzka vini, enda fædd og uppalin í Grimsby“ — segir Della Frances Dolan, ungfrú Stóra- Bretland, í samtali viö MorgunblaÖiÖ “ÉG HLAKKA mjög mikið til að koma til íslands, ég hef hitt fjölda íslendinga um ævina og á ísienska vini, sem er eðlilegt, þar sem ég er fædd og uppalin hér í Grimsby. ísland hefur ávallt ver- ið stór hluti af lífi okkar Grimsby-búa, bæði í stríði og friði,“ sagði Della Frances Dolan, þegar við slóum á þráðinn til hennar í gærmorgun. Della hefur unnið í tískuversluninni Hobo i Grimsby í nokkur ár og nú nýver- ið festi hún kaup á versluninni. „Ég hef ferðast mjög mikið hér innanlands síðan ég var kjörin Ungfrú Stóra-Bretland og varð þriðja í röðinni í Miss World-fegurðarsamkeppninni, sem fram fór í London í nóv- ember síðastliðnum. Að vísu hef ég ekki farið mikið til út- landa á þessum tíma og þessi ferð mín til íslands er sú fyrsta út fyrir landsteinana, sem ég fer á vegum fegurðarsam- keppninnar." Við spurðum Dellu hvort ís- lenskir sjómenn versluðu eitthvað í verslun hennar, þeg- ar þeir væru staddir í Grimsby. „Þeir koma hingað af og til þeg- ar þeir eru að leita að einhverju á konurnar. Annars held ég nú að þeir versli mest í Marks and Spencer í Freemannsstreet," sagði Della. „Hins vegar er mjög gott að skipta við Tslend- ingana þegar þeir koma hingað, því þeir vita hvað þeir vilja, enda ekki furða, því mér er sagt að í Reykjvík sé mjög mikið um tiskuverslanir, sem ég hefði gaman af að kíkja á meðan ég dvel á íslandi. „Ég sagði áðan að ég hefði þekkt til íslendinga frá því ég man eftir mér og hér í Grimsby á ég góða vinkonu frá íslandi sem heitir Silla Haith og eins þekki ég Dísu Hallett vel og það að ég þekki vel til íslendinga varð ekki síst til þess að ekki þurfti að spyrja mig tvisvar hvort ég gæti tekið að mér að vera til aðstoðar þegar fegurð- ardrottning íslands 1983 yrði krýnd," sagði Della. Della sagði að hún notaði flest sín frí til að fara á skíði, og færi þá helst í Alpana. Ann- ars sagði hún gera mikið af því að fara á hestbak og þá sagðist hún trimma eitthvað á degi hverjum. „Heyrðu annars. Hvernig er veðrið á Islandi? Hér í Grimsby, og reyndar Englandi öllu, er búið að vera rigning meira og minna í heilan mánuð. Ég vona aðeins, að veðrið á ís- landi verði betra en það hefur verið hér að undanförnu." - Þ.Ó. Nýi vegurinn í Ólafsvíkurenni er lagður niður við fjöruna eins og sjá má. Stórvirkar vinnuvélar eru í fjöruborðinu. MorgunblaðiÖ/ Björn Guðmundsson Ólafsvík: Framkvæmdum vid Ennis- veg miðar með undrahraða Ólaf.svík, 12. maí. FRAMKVÆMDIR hófust við nýjan veg undir Ólafsvíkurenni fyrir tveimur vikum og miðar áfram með undrahraða. Verktaki er Hagvirki hf. Við Ólsarar horfum sem naut á nývirki á hina miklu tækni og kraft, sem beitt er við þetta verk og fógn- um hverjum metra, sem vegurinn lengist. Haida mætti að hér skapaðist nokkurs konar hernámsástand með komu margra og vaskra manna á staðinn. Svo er þó ekki því gestir vorir hugsa um það eitt að koma verkinu áfram. Svo verð- ur manni hugsað til þess, að Fróð- árheiði og aðrir vegir á Snæfells- nesi hefðu gott af að fá heimsókn sem þessa, þó ekki væri nema tvær til þrjár vikur. Vera kynni að vegirnir yrðu eftir það mönnum bjóðandi. - Helgi Krefjast vottorðs um að fiskurinn sé ekki norskur Veitingahúsakeðjur í Bandaríkjunum: „STORAR veitingahúsakeðjur í Bandaríkjunum þora ekki að kaupa norskan fisk. Nokkrar þeirra krefjast skriflegs vottorðs um að Hskurinn, sem þær kaupa, sé ekki norskur. Bandaríkin eru stærsti markaður Norðmanna fyrir fiskafurðir," er haft eftir Arne Apser, framkvæmda- stjóra norska fiskvinnslufyrirtækisins Frionor, í norska blaðinu Fiskaren fyrir skömmu. í blaðinu segir ennfremur, að Green Peace hafi valdið Frionor 110 milljóna króna (35 milljóna norskra króna) tapi á þessu ári. í lok febrúar hafi stærsti kaup- andi þoskflaka í Bandaríkjunum, Long John Silvers, verið þving- aður af mótmælendum hvalveiða til að kaupa ekki fisk af Frionor, og að dótturfyrirtæki Frionor i Bandaríkjunum óttist að þetta kunni að leiða til enn meira taps fyrir Frionor. Green Peace hefur hafið að- gerðir gegn Japan, Noregi, Sov- étríkjunum og Perú vegna þess. að þessi lönd hafa lagzt gegn samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðs- ins um algert bann gegn hval- veiðum frá og með árinu 1986. Eins og fram hefur komið bein- ast aðgerðirnar í þá átt, að Bandaríkjamenn kaupi ekki fisk af þessum þjóðum. Alþingi ís- lendinga samþykkti í vetur, að mótmæla ekki banninu og í um- ræðum vegna þess kom fram, að möguleiki væri á því, að fiskaf- urðir okkar seldust ekki í Banda- ríkjunum, yrði banninu mót- mælt. BEINT FLUG í SÓLINA OG SJOINN Brottfarir í sumar ’83 1. júní (uppselt) 22. júní. 13. júlí. 3. & 24. ágúst. 14. september. 5. október. RÓM' ALLA FÖSTU- LONDON: VIKUFERIR ALLA ÞRIÐJU- DAGA DAGA / VERÐ FRÁ: 11.076 KR. KORSlKA KORSÍKA: ALLA LAUGARDAGA NICE CANNES ARMA Dl TAGGIA NICE / CANNES: FRANSKA RIVIERAN: ALLA LAUGARDAGGA ARMA Dl TAGGIA: ÍTALSKA BLÓMASTRÖNDIN: ALLALAUGARDAGA AMSKRMM AMSTERDAM: VIKUFERDIR ALLA ÞRIÐJUD./FÖSTUD. HELGARFERO- IR ALLA FÖSTUD. FRÁ KR. 7.824 SIKILEY: ALLA ÞRIÐJUDAGA AGADIR MAROKKO AGADIR / MAROKKÓ: ALLA LAUGARDAGA AÐALSTRÆTI9 n MIÐSTÖDIIM S. 28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.