Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983 35 Hollenzku blaðamennirnir, sem hér voru staddir í boði Arnarflugs á dögun- um við Twin-Otter vél félagsins. Economisch Dagblad í Hollandi með sérstaka íslandsútgáfu 3. júní HOLLENZKA dagblaðið Econom- isch Dagblad hefur ákveðið að gefa út fylgirit um ísland þann 3. júní nk., að sögn Stefáns Halldórssonar hjá Arnarflugi, sem sagði félagið hafa aðstoðað Hollendingana hér á landi, en starfsmenn blaðsins dvöldu hér í 10 daga fyrir skömmu. „Economisch Dagblad flytur einkum fréttir á sviði efnahags- mála og viðskiptalífs og á tugi þúsunda lesenda í fjármála- og viðskiptaheimi Hollands," sagði Stefán ennfremur. Efnisöflun blaðsins beindist einkum að þessum sviðum á ís- landi, svo og viðskiptum milli ís- lands og Hollands. Ræddu blaða- menn blaðsins við forseta íslands, viðskiptaráðherra, bankastjóra, forstjóra ýmissa stórfyrirtækja og útflutningssamtaka, innflytjendur hollenzkrar vöru og fleira. „Þá flaug til Amsterdam í vik- unni hópur 10 hollenzkra blaðam- anna, sem hér höfðu dvalizt um skeið í boði Arnarflugs til að kynnast landi og þjóð. Ferðuðust þeir m.a. tii Vestmannaeyja og um Suðurland. Megináhugaefni þeirra var þó „gullskipið" Het Wapen van Amsterdam og fóru þeir í heim- sókn til leiðangursmanna á Skeið- arársandi og kynntu sér fyrirætl- anir þeirra og aðstæður á sandin- um. Ennfremur óskuðu blaða- mennirnir sérstaklega eftir fundi með fulltrúum samtaka um kvennalista og sátu þær Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Kristín Halldórsdóttir, nýkjörnar alþing- iskonur, fyrir svörum," sagði Stef- án Halldórsson ennfremur. Fjöskylduferð um hvítasunnuhelgina Skemmtiferð fyrir alla fjölskylduna vestur í Stykkishólm um hvítasunnuna, dagana 21. og 22. maí n.k. Skoðunarferð um sögufrægar slóðir. Ef veður leyfir er ráðgerð bátsferð um Breiðafjörð. Innifalið: Rútuferð, gisting á hóteli, morgunverður, hádegisverður og fararstjórn. Ath: 50% afsláttur fyrir yngri en 12 ára. Aldurstakmark: Ekki yngra en 6 ára. Verð aðeins kr. 1.290.- Hótel STYKKISHÓLMUR L Sími/tel.: 93—8330 Ferðaskrífstofa - Kirkjustræti 8 „V Símar: 19296 og 26660 POS1URINN nux Úr sjónvarp® Pósturinn Páll og kötturinn Njáll eru vinir barnanna úr sjónvarpinu. Nú er komin hljómplata og kassetta meö lögum úr þáttunum og auðvit- aö titillaginu: Palli póstur. Gleðjið börnin með þessari skemmtilegu tónlist. Fæst í hljómplötuverzlunum um land allt. Heildsölu simi 29575/29544 ALÞJÓÐLEG FERÐASKRIFSTOFA Farseðlar um allan heim <TTC<T<VTK< Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1 símar 28388 og 28580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.