Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983 Ég hef ekki ekið á betri dekkjum en Firestone S-211, endingin er mjöc og þau fara einstaklega vel undir bílnum. Miðað við rúmlega 7.000 kílómetra akstur á malarvegum hafa Firestone S-211 komið verulega á óvart. Þau eru ótrúlega mjúk, steinkast er svo til úr sögunni og bíllinn lætur vel að stjórn. Verð á Firestone S-211 erafar hagstætt og þess ber einnig að geta að bensín- eyðsla er mun minni ef ekið er á radial- dekkjum. Ég get því með góðri samvisku mælt með Firestone S-211. Tirestone 1] Fullkomið öryggi - alls staðar ÚTSÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI Enn nýir hraunstraumar Nýir hraunstraumar tóku að streyma niður hlíðar Etnu í dag, en vísindamenn telja það ekki standa í tengslum við þær sprengingar sem gerðar voru á gígbarminum í síðustu viku. A meðfylgjandi mynd sést hvar verið er að koma hólkum undir sprengiefni fyrir í grjótgarði á fjallinu. Konrad Kujau hand- tekinn um helgina Blaðamenn vid Stern efna til mótmæla Hamborg, 16. maí. AF. KONRAD Kujau, minjagripasalinn frá Stuttgart, sem sérhæfði sig f minjum frá valdatímabili nasista og er talinn hafa selt Stern hinar föls- uðu dagbækur Hitlers, var fangels- aður í gær. Kujau gaf sig fram við austurrísku landamærin á laugardag og var þá þegar handtekinn. í fjögurra síðna yfirlýsingu, sem lögífræðingur hans afhenti fjölmiðlum í gær, neitar Kujau því að hafa sjálfur falsað dagbækurn- ar. Hann heldur fast við þann framburð sinn, að dagbækurnar hafi hann fengið frá einhverjum Mirdorf í A-Þýskalandi, en hefur ekki getað gefið neinar upplýs- ingar um þann mann. aðan. Sögðu blaðamennirnir, að ekki væri um verkfall að ræða af þeirra hálfu, aðeins mótmæli sem ekki tækju enda fyrr en frétta- stjórarnir væru látnir víkja. Skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið á undanförnum dög- um, sýna litlar breytingar og gefa flestar til kynna 13—16% meira fylgi íhaldsflokksins en Verka- mannaflokksins. þetta segja atvinnubílstjórar um S-211 radial hjólbarda Michael Foot um breskan efnahag: Thatcher eydilagt meira en sprengjuflugvélar Hitlers Lundúnum, 16. maí. AP. BRESKI Verkamannaflokkurinn lagði fram kosningastefnuskrá sína í dag. í henni er lögð mikil áhersla á kjarnorkuvopnalausar varnir landsins og lagt til að ellefu milljörðum stcrlingspunda verði varið til þess að berjast gegn atvinnuleysinu í landinu. „Thatcher hefur lagt meira af mörkum til þess að eyðileggja efnahag þessa lands en sprengju- flugvélar Hitlers," sagði Michael Foot, formaður Verkamanna- flokksins, í harðorðri ræðu, þar sem hann gagnrýndi Thatcher harkalega. Tillögur Verkamannaflokksins í varnarmálum fela m.a. í sér, að hætt verði við kaup á bandarísk- um Trident-kjarnorkuflugskeyt- um fyrir kafbáta, neitað verði að koma bandarískum flugskeytum fyrir á breskri grund, viðræður verði hafnar um að Bretar dragi sig út úr Efnahagsbandalaginu og stórt stökk verði tekið framá- við í almannabótum. „Valkostir kjósenda eru mjög áþreifanlegir," sagði Thatcher í sjónvarpsræðu. „Stefna Verka- mannaflokksins nú er sú öfga- kenndasta, sem nokkru sinni hef- ur verið lögð fyrir dóm breskra kjósenda," bætti forsætisráðherr- ann við. REYKJAVIK: Hjólbarðahöllin Fellsmúla 24, sími 81093 Nýbarði sf. Borgartúni 24, sími 16240 KÓPAVOGUR: Hjólbarðaviðgerð Kópavogs Skemmuvegi 6, sími 75135 GARÐABÆR: Nýbarði sf. Lyngási 8, sfmi 50606 MOSFELLSSVEIT: Holtadekk Bensínafgr. ESSO, sími 66401 Asgrímur Guðmundsson Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlín BrUssel Chicago Feneyjar Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kairó Kaupmannahöfn Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca Mexíkóborg Miami Moskva Nýja Delhí New York Osló París Rio de Janeiro Reykjavik Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg 3 þokumóöa 19 skýjaó 30 heióskírt 20 léttskýjaó 26 heiðskfrt 15 rigning 12 heióskirt 22 skýjaó 15 heiðskírt 27 heióskírt 22 skýjaó 17 heióskírt 30 heióskírt 16 skýjaó 20 skýjaó 17 rigning 17 skýjað 25 heiðakírt 17 rigning 21 hálfskýjaó 21 heióskirt 30 heióskfrt 27 skýjaó 26 skýjaó 38 heióskirt 20 skýjaó 16 rigning 19 rigning 29 skýjaó 8 skýjaó 29 heióakirt 20 heíóskírt 18 heióskfrt 23 skýjaó 17 rigning 10 heióskírt 31 heióskírt Sumir voru náðaðir, aðrir ekki WuhinKlon, I6. maí. AP. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, neitaöi bæöi E. Howard Hunt og Jeb Stuart Magruder, sem dæmdir voru í tengslum við Watergate-málið, um náðun á sama tíma og hann náðaði inn- brotsþjófinn Eugenio R. Martin- ez, sem einnig var dæmdur vegna aðildar sinnar að sama máli. Kemur þetta fram í tilkynn- ingu frá Bandaríkjastjórn. í henni segir einnig, að forsetinn hafi í einu og öllu fylgt vísbend- ingum náðunardómara banda- ríska dómsmálaráðuneytisins. Að sögn háttsetts embætt- ismanns, sem ekki vill láta nafns síns getið, var Martinez náðaður vegna þess að hann var „aðeins innbrotsþjófur, sem vissi ekkert frekar um málið". Hinir sex, sem dæmdir voru vegna Watergate-málsins, voru allir ákærðir um víðtæk- ari glæpi. Talið er, að hann eigi yfir höfði sér a.m.k. 3—4 mánaða gæslu- varðhald á meðan málið verður rannsakað. „Við vitum ekki einu sinni hvort þessi umræddi Mirdorf er til,“ sagði talsmaður lögregl- unnar í Hamborg. Gerd Heide- mann, blaðamaðurinn hjá Stern, sem síðar var rekinn vegna þessa máls, hefur ætíð bent á Kujau sem tengilið sinn. Blaðamenn við Stern efndu til mótmælasetu á ritstjórnarskrif- stofum blaðsins í gær. Vildu þeir mótmæla ráðningu tveggja nýrra fréttastjóra, sem þeir telja að muni breyta grunntóni frétta og greina blaðsins yfir í hægrisinn- ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.