Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983 41 fclk í fréttum Cecilia vill verða prinsessa + Albert prins í Mónakó er að veröa einhver vinsælasti piparsveinninn nú á dögum og á þar í haröri sam- keppni við Andrew prins í Englandi. Margar stúlkur hafa verið oröaðar við Albert og er víst að flestar hafa gert sitt til að ná tangarhaldi á hon- um enda heilmikiö í húfi. Nýjasta stúlkan í lífi Alberts heitir Cecilia Peck, dóttir Gregory Pecks leikara. Hún er 24 ára gömul, dökk- hærö og gullfalleg og hefur unnið sem fyrirsæta og lítilsháttar við kvikmyndaleik. Cecilia og Albert hafa þekkst frá barnæsku og hún mikil vinkona Karólínu prinsessu, systur Alberts. Þau Albert og Cecilia búa bæði í New York þar sem hann var viö nám í vetur og hafa sóst mik- ið saman aö undanförnu. i blaðavið- tali nú nýlega sagöi Cecilia, aö hún gæti vel hugsað sér að verða prins- essa af Mónakó en ekki vildi hún þó útlista þaö nánar. + Rod Stewart er ekk- ert aö spara viö sig þegar um er að ræöa gjafir handa sonum hans, Kimberley og Sean. Nýlega var hann á ferð í leikfangaversl- un í Beverly Hills, meö sólgleraugu og upp- brettan frakkakragann til aö hann þekktist síöur, og hélt þaöan út meö fjóra stóra kassa fulla af leikföngum. Þau voru heldur ekkert af verri endanum, enda er taliö aö þau hafi kostaö hátt í 20 þús- und. + Christian Vadim, sonur Roger Vadims og Catherine Deneuve, hefur sannaö, aö sjald- an fellur epliö langt frá eikinni. Hann þykir líkjast fööur sínum og þrátt fyrir, aö hann sé aöeins 19 ára gamall, getur hann ekki þver- fótaö fyrir fögrum konum, sem elta hann á röndum. Christian hefur líka erft áhugann á kvik- myndum og nú nýlega lék hann í sinni fyrstu mynd, sem pabbi hans stjórnaöi. Hann er sem sagt kominn á bragðið og ætlar meö hjálp foreldra sinna aö leggja út á hina þyrn- um stráöu braut leikarans. „Unglingar" 67ára ogeldri fálíka sinn afslátt 50% afsláttur af öllum fargjöldum í innanlandsflugi á miðvikudögum og laugardögum. Leitið upplýsinga hjá næsta umboðsmanni. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi SPUNNIÐ UM STALIN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN hnöttinn eins og kona strjúki hundi sínum, sem hún getur ekki séð af. Jörðin er gæludýr þessa gamla, einmana manns. Hann gengur inn í herbergi með kínverskri mynd af gríðarstóru tígrisdýri, saumuðu í silki í öllum regnbogans litum. Það er eins og þessi maður hafi ekki efni á að búa vel um sig. En hann hefur ekki áhuga á því. Listrænum smekk er ekki fyrir að fara. En hann eyðir engu. Ríkið sér um allar þarfir hans og félaga hans. Hvernig á slíkur maður að hafa áhuga á því, sem segir í þessum ljóðlínum: Enginn hefur lengur efni á að koma sér upp þaki yfir höfuðið, nema snigillinn! Stalín fær sér glas af léttu grúsísku víni. Og sezt. Hann lítur illa út. Hann er með of háan blóðþrýsting. Samt stundar hann gufuböð. Hann treystir ekki ráðleggingum lækna. Hann er eirðarlaus. Hættur að reykja. Stalín sezt og horfir á bókaskápinn. Eins og allir stjórn- málamenn hefði hann viljað vera góður rithöfundur. En þessi 13 bindi verða að nægja! Kver og bæklingar um stjórnmál, greinar og ræður. Hann getur vel sagt þeim til, eins og hann þekkir söguna af eigin raun, þjóðir og þjóðabrot. Hann hefur sagt þeim að lesa bókina Marxismi og þjóðerni, sem hann skrifaði ungur. Þá fóru þeir að vitna í hana. Stalín gengur að skápnum, tekur kverið úr hillunni, blaðar í því með ánægjusvip. Setur það síðan aftur á sinn stað. Hann hefur gaman af að rifja upp æskuna, bera nútímann saman við reynslu fyrri ára. Hann gerir það oft við kvöldmáltíðir. Þær eru nauðsynlegar, finnst honum, til að hafa taumhald á atburðarásinni. Hann horfir á bók sína í hillunni, minnist þess með stolti að Vladimir Ilyich bjó hana til prentunar. Þá vissi hann, að hann var á réttri leið inn í söguna. Stalín tekur aðra bók út úr hillunni. Foma Gordeev eftir Gorkí. Hann metur hana mest af ritum karlsins. Hann setur bókina aftur á sinn stað. Það vantar bylting- una í verk Gorkís. Nema kannski í elztu sögurnar. Stalín sezt. Hann er orðinn þreyttur. Veit hann þjáist af of háum blóðþrýstingi. Eins og Zhadanov. Já, alveg rétt, það var gott hann skyldi minna Zhadanov á að láta breyta þýzku staðanöfnunum við Leningrað, þessum and- styggilegu nöfnum frá tíð Katrínar miklu, í rússnesk nöfn. Zhadanov man allt. Hann tekur upp minnisbók og skrifar þessa athugasemd Stalíns hjá sér. Eftir tvo, þrjá daga eiga íbúar þessara bæja heima á stöðum með nýjum nöfnum. Þetta er eins og gerist í ævintýrum, þegar galdrakerlingar og nornir breyta því, sem þær vilja, með hugsuninni einni saman. Stalín fær sér slurk af grúsíska víninu. Finnur ilm af gróðri, sem er allt öðruvísi en í Rússlandi. Og hann brosir ánægjulega, þegar hann hugsar um fjöllin í Kákasus. Eða hvernig hann lék á djöflana í prestaskólanum í Tíflis, sem var verri en útlegðin í Síberíu. Hefði jafnvel getað af- kristnað páfann í Róm. En verst voru fangelsin þar. Miðað við þau var Síbería paradís. Hann kastar dauðum ketti á gröf þessa skelfilega liðna tíma þegar hann þurfti jafnvel að dulbúast í kvenmannsföt til að komast hjá handtöku í Leningrað. Skemmtilegast þó að vera ritstjóri Pravda í Leningrað. En Isaac Deutscher skilur það ekki frekar en annað í pólitísku ævisögunni um Koba, auðvitað ekki, jafnsmitaður af borgaralegum viðhorfum og hann er. Eða röflið um hreinsanirnar! Annaðhvort var það ormurinn eða maurarnir: Ormurinn hverfur í maurana, segir í Ijóði um skóginn. Það er betra að vara sig. Og Stalín fer að hugsa um Rússland, þetta víðáttu- mikla land sem hann þekkir öllum öðrum betur. Eða fór FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.