Morgunblaðið - 17.05.1983, Page 27

Morgunblaðið - 17.05.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983 27 • Þennan herramann kannast fólk betur við í íþróttagalla og meö tennisspaða í hönd en í sparifötum meö skjalatösku. Þetta er enginn annar en Björn Borg, sem lagði tennisspaðann á hílluna nýveriö og hefur nú helg- að sig viðskiptalífinu. Ekki er hann þó alveg hættur aö snerta spaöann — hann leikur sér af og til í tennis — en sem keppnis- maöur er hann alveg hættur. Borg sóst hér arka um meö tösk- una og kona hans lagar fyrir hann bindið á minni myndinni áöur en hann heldur út í „viöskiptalífiö“. • Fernando Morena, sóknarleik- maður sem Peronal fékk til baka frá Valencia 1981 er ofarlega á óskalistanum hjá mörgum liðum — sérstaklega þó hjá Flamengo, núverandi brasilíumeisturum og Cosmos New York. „Þessir menn geta alveg sparaö sér þessar óskir, Morena er alls ekki til sölu,“ segir forseti Peronal Wash- ington Cataldi. Morena var einn af lykilmönnum þeim er fyrst unnu suöur-ameríska titilinn fyrir félagiö, og því næst lokakeppn- ina um heimsmeistaratitilinn er liöiö vann Aston Villa 2—0. • Spyros Rappos, borgarstjóri í grísku borginni Alymyros var dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir aö gefa út falskt skírnarvottorö til handa framherjanum í Saloniki, Vassilis Vassilakos. Faöir leik- mannsins fékk hins vegar dóm upp á 9 mánaða fangelsi fyrir að hafa þvingaö borgarstjórann til aö breyta fæöingarári sonar síns úr 1960 yfir í 1962 til þess aö hann vær löglegur meö unglinga- landsliðinu (undir 21 árs). Vassil- akos hinn yngri slapp hins vegar meö tiltal. • Meistarakeppni unglinga sem haldin var í Finnlandi á síöasta ári skilaöi ekki beint hagnaöi. Þegar allir útgjaldaliðir höföu verið reiknaöir saman var útkoman tap upp á 2,5 milljónir — sem UEFA veröur aö gera svo vel aö borga. • 45.000 áhorfendur sáu Verona og Roma gera jafntefli 1—1 í upp- gjöri liðanna í A-flokki ítalska fótboltans. Þessi leikur gaf Ver- ona 7,5 milljónir í hagnað, sem er algjört met hjá liöinu, en liöiö komst síöasta sumar í röö bestu liöa á Ítalíu er það vann B-flokk. Þaö fé er liöið fékk úr þessum leik er þriðjungur af þeirri upp- hæö sem liðiö haföi í gróöa á síö- asta keppnistímabili. • Atvikiö sem átti sér staö er markmaður Vestur-Þýskalands, Harold Schumacher, hljóp niður fransmanninn Patrick Battiston í heimsmeistarakeppninni í fót- bolta, er meö á filmu sem FIFA hefur látiö gera um keppnina „Espana ’82“. Atvikiö er bæöi sýnt á venjulegum hraöa og síöan hægt. „Mönnum til skelfingar og aövörunar," segir blaöafulltrúi FIFA René Courte. • Markið á teikningunni hér aö ofan er eitt margra sem Pétur Pétursson hefur lagt upp fyrir meöspilara sína hjá belgíska liöinu Antwerpen í vetur. Hann var úti á kantinum og gaf hárnákvæman bolta beint á höfuöiö á Cnops sem skallaði í netiö. Mönnum þótti sérstaklega vel staðiö aö marki þessu og er það eitt þeirra sem þykir líklegast til aö veröa nefnt mark ársins í Belgíu. Tíu skólar tóku þátt í skólahlaupi UÍA á Seyðisfirði ÞANN 30. apríl var haldiö skólahlaup UÍA á Seyöisfiröi. Keppt var í fjórum aldursi'okk- um, 9 ára og yngri, 10—11 ára, 12—13 ára og 14—16 ára. Eftirtaldir skólar kepptu og voru lokastig þeirra sem hér segir: •Mfl Stöövarfjóróur 321 Sayðiatjöröur 312 Egilaataöir 263 Féakrúöafjöröur 246 Eakifjöröur 169 Vopnaljörður 137 Staöarborg, Breiðdal 99 Hallormaataöur 92 Borgarfjöröur 37 Eiöar 24 Úrsllt í elnstökum flokkum uröu sem hér seglr: • Norræn unglingalandsliöskeppni í borötennis fór fram í Danmörku um helgina. Þessi fóru til Danmerkur, frá vinstri: Björgvin Hólm Jó- hannesson, landsliösþjálfari, Friðrik Berndsen, Arna Sif Kjærnested og Bergur Konráösson, öll í Víking. Á myndina vantar Rannveigu Haröardóttur úr UMSB. Stúlkur 9 ára og yngri: mín. 1. Aöalheiöur P. Davíösdóttir (Sey) 3:18,4 2. Rannveig Þórhallsdóttir (Egs) 3:20,5 3. Anna M. Ingimarsdóttir (Stö) 3:21,4 Drengir 9 ára og yngri: 1. Birgir Karl Ólafsson (Sey) 3:00,1 2. Jónas F. Steinsson (Fás) 3:00,9 3. Eysteinn Hauksson (Egs) 3:08.5 Stúlkur 10—11 ára: 1. Hrafnhildur Guöjónsdóttir (Sey) 3:25,4 2. Svanhvít Antonsdóttir (Stö) 3:50,8 3. Kristín Þórhallsdóttlr (Egs) 3:52,9 Drangir 10—11 ára: 1. Björn Kr. Bjarnason (Fás) 3:34,5 2. Björgúlfur Jónsson (Stö) 3:39,2 3. Arnar Sigbjörnsson (Egs) 3:39,7 Stúlkur 12—13 ára: 1. Valborg Jónsdóttir (Stö) 4:15,4 2. Linda Benediktsdóttir (Stö) 4:27,7 3. Guörún Sveinsdóttir (Egs) 4:31,0 Dranglr 12—13 ára: 1. Hlynur Oddsson (Sey) 4:10,2 2. Bergþór Friöriksson (Fás) 4:11,4 3. óöinn Sigfúfsson (Stb) 4:12,8 Stúlkur 14—16 ára: 1. Lillý Viöarsdóttir (Stö) 5:16,0 2. Halldóra Hafþórsdóttir (Stö) 5:18,7 3. Jónína Hermannsdóttir (Fás) 5:48,6 Drengir 14—16 ára: 1. Óskar Finnsson (Sey) 4:43.6 2. Jón Fllippusson (Stb) 4:57,8 3. Siguröur G. Einarsson (Fás) 5:00,3 Fyrst var gengiö fylktu liöi frá Seyöisfjaröarskóla til fé- lagsheimilisins Herðubreiöar þar sem skólarn- ir fylktu sér upp. Siðan hófst hlaupiö. Yngsti flokkurinn hljóp 800 metra, 10—11 éra 1000 metra, 12—13 ára 1200 metra og 14—16 ára 1500 metra. Byrjað var á yngstu flokkunum. fyrst stúlkum, siöan drengjum. Alls voru kepp- endur 162 talsins. velli Anderlecht breytt ANDERLECHT meö Per Frimann í fararbroddi spilaöi þrjá síöustu heimsleiki sína á þessu tímabili á Heizel Stadion í BrUssel af þeirri ástæöu að heimavelli liðsina á aö breyta til muna, og meðal annars á að stækka stúkuna. Breytingar þessar hófust fyrir nokkru og er fyrirhugað að þeim Ijúki í ágúst, rétt fyrir 75 ára afmæli liðsins. Þessara merku tómamóta hjá liö- inu á aö minnast meö ýmsu móti og er fyrirhugað aö fá stórliðin FC Barcelona og Juventus í heim- sókn, þannig aö Arnór Guöjohn- sen veröur í góöum hópi er hann byrjar aö leika meö liðinu í haust. • Per Frimann • Ungfrú Frakkland 1983 — Isa- belle Turpault, 19 ára gamall einkaritari frá París, sýnir okkur merki úrslitakeppni Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu sem fram fer í heimalandi hennar á næsta ári. Sjálf er hún mikil íþróttamanneskja, hefur gaman af því að fara á skíði og í sund og einnig er hún í fimleikum. Því miöur hefur hún ekki gaman af knattspyrnu, en engu aö síður dáöist hún mjög aö árangri franska liðsins í HM á Spáni í fyrra, og mun auðvitað halda meö þeim í keppninni í Frakklandi næsta sumar. • Þessar myndir eru frá skólahlaupinu. Verölaunaafhending, ræst t stúlknaflokki og fyrstu skrefin í einum piltaflokknum. Vormót ÍR í kvöld HID árlega Vormót ÍR veröur haldið í dag kl. 19.00 á Fögruvöll- um í Laugardal. Keppnisgreinar í karlaflokki veröa: 100 m hl„ 400 m hl„ 1500 m hl„ 110 m grindahl., kringlukast, hástökk, stangarstökk, þrístökk og 1000 m boöhlaup. í kvennaflokki veröur keppt í 100 m hl„ 400 m hl„ 4x100 m boöhlaupi, langstökki og kringlukasti. Einnig veröur 100 m hl. telpna. Er þetta í fyrsta skipti sem keppt er í boöhlaupi á þessu móti, og verður væntanlega um spennandi keppni aö ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.