Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 45
I MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ■nMUJAmtoran'u ir Stæði vörubifreiða: Þess er að vænta að lausn finnist innan tíðar Ingi Ú. Magnússon gatnamála- stjóri skrifar 13. maí: „Velvakandi. Kvartað hefir verið yfir lögnum stórra vörubifreiða við Fellsmúla. Þetta er ekkert nýtt vandamál og víða í íbúðarhverfum borgarinnar er þessum stóru bílum lagt, ásamt vinnuvélum, til ama fyrir borgar- ana. í Árbae og Breiðholti hefir víða verið komið fyrir sérstökum Náttúruunnandi skrifar: „Helgi E. Helgason fréttamaður á þakkir skilið fyrir þarfar um- ræður í Kastljósi nýlega þar sem hann ræddi ferðalög fólks og um- gengni um hálendi {slands. Þessi mál hafa verið til umræðu undan- farið og skoðanir skiptar. Segja má að „fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott“. Á ég þar við rall-keppni, þó sérstaklega á hálendinu, sem ýtti við fjölda fólks, sem eins og vaknaði af vær- um blundi til meðvitundar um það ófremdarástand er ríkt hefur í ferðamálum um hálendi landsins. Það er kominn timi til að líta eftir innlendum og erlendum ferðamönnum, sem hafa haft frjálsar hendur í torfæruakstri, svo áratugum skiptir. Það kom fram í Kastljóssþætti Helga, þeg- ar hann ræddi við forsvarsmenn Ferðamálaráðs, að reglur væru nú þegar fyrir hendi til að fara eftir, en að fylgja þeim eftir væri annað mál. Hvaða reglur eru þetta? Út- lendingum er ef til vill vorkunn, þeir þekkja ekki til veðráttu né gróðurfars á landi hér, eða láta svo á stundum, og er því brýn nauðsyn að reglur séu til að fara eftir. Ef þeir vissu að það tekur ár og eilifð að bæta og græða svöðu- sárin, sem myndast eftir hjólför þessara stóru og fyrirferðarmiklu farartækja, sem þeysast um land- ið í nær algjöru tillitsleysi við gróður og gróðurleysi þess. Ætla mætti að einhverjir ferðahópar myndu haga sér öðruvísi, ef þeim væri kunnugt um mikilvægi var- bifreiðastæðum til þessara nota, en vandi er að koma þeim fyrir í fullbyggðum hverfum. Koma þarf upp sérstöku svæði til þessara nota og þangað yrðu viðkomandi að sækja bílana og tækin. Málefni þetta hefir verið rætt í borgarráði og umferðarnefnd og er þess að vænta að lausn finnist innan tíð- færni í umgengni um gróðurlendi landsins. Nýlega var gefin út reglugerð varðandi eftirlit með skipulögðum hópferðum útlendinga. Sam- kvæmt henni er Ferðamálaráði skylt að fylgjast með gangi mála, eftir því sem það er í stakk búið til þeirra hluta. Heyra mátti á mál- flutningi Ferðamálaráðsmanna að margt í nýjustu reglugerðinni væri ekki vænlegt til árangurs til að laða að ferðamenn; einnig væri of skammur tími til að þýða fyrir- mælin á erlend tungumál. Mér fannst hálfgerður vandræðatónn vera í ummælum þeirra Ferða- málaráðsmanna. Ég vildi að þeir væru hressari, tækju nú við sér til að laga eitthvað í þessu brýna málefni og létu þýða reglugerðina í skyndi. Annað eins hefur nú ver- ið gert á landi hér. Þá vita útlend- ingar hvað má og hvað ekki, áður en þeir koma til landsins. Maður undrast t.d. hvað hóparnir fá að hafa mikinn mat með sér inn í landi og margt fleira. Það væri fróðlegt að vita hvað Ferðamála- ráð hefur gert í þessum málum síðan síðasta reglugerð var gefin út. Og hvað er framundan? Má eiga von á að nú verði tekið á mál- unum eða hvað?“ Þesslr hringdu . . . Strjálbýlið fær engan afslátt 6545-2529 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Svoleiðis er, að ég rek verslun úti á landi og hef gert um árabil. Ég frétti af því í gær, þegar ég hringdi suður í verksmiðjuna Víf- ilfell og spurði beint um ákveðið atriði, að verksmiðjan veitir sum- um viðskiptamanna sinna 2% staðgreiðsluafslátt. Þetta nær þó ekki til viðskiptamanna á lands- byggðinni, var mér tjáð. Þarna er enn eitt dæmið um það, hvað við strjálbýlisfólkið búum við verri viðskiptakjör en aðrir landsmenn. ÁTVR lætur þó eitt yfir alla ganga og gefur 3% staðgreiðslu- afslátt af tóbaki, svo fremi sem keypt er ákveðið magn. Hvað ætli sé rétt í þessu V.E. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Það eru uppi svolitlar deilur milli mín og kunningja minna hérna. Svoleiðis er, að bankarnir eru að auglýsa verðtryggða þriggja mánaða reikninga. Vext- irnir eru 0 segja þeir, en fullri verðtryggingu heitið. Nú segja sumir, að þetta sé bara blekking hjá bönkunum, þeir bæti e.t.v. 30—40 eða jafnvel 50% verðbólgu, en eins og nú sé ástatt, í 80—100% verðbólgu, rýrni peningar fólks um svo og svo háa prósentutölu á hverjum mánuði, þó að þeir sú lagðir inn á þessa svokölluðu „verðtryggðu" reikninga. Hvað ætli sé rétt í þessu efni? Hverjar eru skyldur einka- söluaðilans? Neytandi hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Ég hef verið að furða mig á því, að það skuli vera leitun á al- mennilegum, stórum bökunar- kartöflum hér í borg. Eins og allir vita, er það einkasöluaðili, sem sér um innkaup og dreifingu á þessari vöru. Að vísu er oft hægt að fá bökunarkartöflur í verslun Grænmetisins í Fellsmúla, þó að þær sú nú að mínu mati stundum í minnsta lagi til að geta heitið því nafni. En þær eru vissulega ekki alltaf til á þessum stað, hvað þá í venjulegum hverfaverslunum, og það á ég bágt með að sætta mig við. Og sú spurning vaknar, hver sé skylda einkasöluaðilans í þessu efni. Getur verið að framboð á innlendum stórum kartöflum hafi minnkað vegna vinnslu framleið- enda á svokölluðum frönskum kartöflum? Er miðað við óeðlilega lág stærðarmörk við flokkun kart- aflna? Ég er hræddur um að neyt- endur mundu ekki kyngja því þegjandi, ef ÁTVR segði, að því miður væri ekki selt víski þessa vikuna, en hins vegar væri til nóg af vodka. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þeir hristu höfuðin. Þetta er erlend setningargerð. Rétt væri: Þeir hristu höfuðið. (Hið fyrra gæti átt við þríhöfðaða þursa.) Virðingarfyllst." Hvað er framiindan hjá Ferðamálaráði? Dagatal fylgiblaðanna * AT.TTAF Á ÞRIÐJUDÖGUM * IÞR0TTA. ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM Alltaf á fóstudögum ALLTAF A LAUGARDÖGUM ALLTAF A SUNNUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fródleikur og skemmtun Mogganum þínum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.