Morgunblaðið - 17.05.1983, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAl 1983
19
Sverðaslagur í
svefnherberginu
Hristol, 16. maí. AP.
Aöstoðarpóstmeistarinn Dildar
Sundhu lét sig ekki muna um að
stöðva tvo innbrotsþjófa við iðju
sína, er þeir brutust inn í íbúð hans
á sunnudag. Þjófarnir réðust inn í
svefnhcrbergi hans, annar vopnaður
sverði, hinn rýtingi, og kröfðu hann
STUTTFRÉTTIR
Veðmálunum
rignir inn
Lundúnum, 16. maí. AP.
Veðmangarastofur William
Hill hafa nú vart undan að taka
við veðmálum í tengsjum við veð-
urfarið í Bretlandi. f gær rigndi
enn í Lundúnum, 29. daginn í röð
og engin uppstytta virðist í nánd.
Veðmangarastofur fyrirtæk-
isins bjóða fólki nú upphæð
sína fimmfalda til baka sé það
reiðubúið að veðja á tvo þurra
daga í London í röð. Þá fá
menn fé sitt 1,4-falt til baka
(veðmálin eru 8/n, innsk. Mbl.)
vilji menn veðja á, að rigning
verði á kosningadaginn í Bret-
landi, 9. júní.
Glasabarn
í Hollandi
Kotterdam, 16. maí. AP.
FYRSTA glasabarnið í Hollandi
fæddist í gærmorgun þegar 28
ára gömul kona, Christine Li frá
smábænum Assen, varð léttari.
Barnið reyndist tæpar 12 merkur
við fæðingu og heilsaðist móður
og barni vel síðast er fréttist.
Kona þessi hefur verið ófær um
að ala barn frá 17 ára aldri er
eggjaleiðarar hennar sködduðust
í veikindum.
um lyklana að pósthúsinu í Easton,
þar sem hann vinnur.
Hinn eldsnöggi Sundhu, 53 ára
gamall, snaraði sér yfir rúmið í
einu vetfangi, þreif sverðið af öðr-
um og braut það í tvennt og notaði
annan helming þess sem vopn
gegn hinum óboðnu gestum. Sá
með rýtinginn flúði strax, en
Sundhu og hinn innbrotsþjófurinn
áttust við með hálfu sverði hvor í
nokkrar mínútur, áður en Sundhu
tókst að særa hann á hálsi og upp-
handlegg.
Hann slapp hins vegar úr greip-
um húsráðanda er hann hringdi á
lögregluna. „Ég hefði heldur látið
lífið en að láta í minni pokann
fyrir þessum skúrkum," sagði
Sundhu við lögregluna.
Fékk í sig
132.000 volt,
en lifði samt
Osló, 16. maí. Frá Jan Erik Lauré,
fréttaritara Morgunblaðsins.
„ÞAÐ ER hreint ótrúlegt, að ég
skuli hafa lifað þetta af,“ sagöi Leif
Magne Hegset frá Röros eftir að
hafa orðið fyrir þeirri óvenjulegu
lífsreynslu að fá 132.000 volta
straum í gegnum sig. Til saman-
burðar má geta þess, að 19.000 volta
straumur er notaður við aftökur í
rafmagnsstólnum í Bandaríkjunum.
Rafstraumurinn, sem Hegset
fékk í sig var því sjöfaldur á við
það, sem notað er í rafmagsstóln-
um og það allt í eitt og sama skipt-
ið. Þótt hann lifði af fékk hann
ljót brunasár, en líkamstjón hans
er ekki varanlegt. Hegset missti
aldrei meðvitund á meðan ósköp-
unum stóð, en „þetta var hræðileg
reynsla," sagði hann.
fran-írak:
Yfirlýsingar um
stórsigra á víxl
Nikosía, Kýpur. 16. maí. AP.
HERJUM írana og íraka lenti sam-
an í miklum bardögum á síðasta sól-
arhring, bæði á láði og legi, að því er
segir í yfirlýsingum frá hinum stríð-
andi aðilum, sem báðir segjast hafa
unnið mikla sigra.
í fréttatilkynningu frá írökum
segir, að flugherinn og sjóherinn
hafi í sameiningu gert harða árás
á fimm irönsk skip skammt norð-
an olíuhafnarinnar á eynni Kharg
á Persaflóa. Sagði að öllum skip-
unum, sem tilheyrðu íranska sjó-
hernum, hefði verið sökkt.
I tilkynningu frá írönum segir
hins vegar, að þeir hafi hrundið
mjög harðri árás óvinarins, sem
gerð var snemma á laugardag
skammt frá Qasr-E Shirin. Fylgdi
þeirri yfirlýsingu, að mikið
mannfall hafi orðið í röðum íraka.
Halastjarnan Iras Araki, sem stjörnufræðingar komu auga á á dögunum
og sást sums staðar að næturþeli þar sem hún nálgaðist jörðu. Mynd
þessi var tekin rétt fyrir helgina, er hún nálgaðist jörðu mest. Myndin var
tekin með fullkomnustu Ijósmyndatækjum sem völ var á frá stjörnuskoð-
unarstöðinni við Table Mountain í Kaliforníu. símamvnd ap.
Dauðir komast
ekki í gröfina
París, 16. maí. AP.
GRAFARAR og opinberir burðarmenn
í Parísarborg hófu í dag ótímabundið
verkfall til þess að leggja áherslu á
kröfur sínar um breyttan eftirlauna-
aldur. Vilja þeir fá sömu réttindi og
starfsmenn holræsadeildar borgarinn-
ar.
Stéttarfélagið nýtur stuðnings
90% meðlima sinna í þessum að-
gerðum, en talsmaður starfsmanna-
halds borgarinnar segir aðeins 70%
grafara vera í verkfalli og 50%
burðarmanna.
Samkvæmt lögum er hægt að
halda áfram jarðarfararguðsþjón-
ustum, en vegna lögverndunar mega
engir aðrir en opinberir starfsmenn
bera kisturnar, né grafa hina látnu.
Því verða engir jarðsettir fyrr en
verkfallinu lýkur.
Polaroid
augnabliksmyndir
spara mér stórfé!
„ Viö keyptum Polaroid 600 SE fyrst og fremst til þess
aö létta undir og flýta fyrir teiknivinnu.
Tveim mínútum eftir myndatöku fáum viö tilbúna
stækkun i réttri vinnslustærð. “
Gunnar Gunnarsson, auglýsingateiknari,
Auglýsingaþjónustan hf.
Polaroid augnabliksmyndir teknar til staðfestingar
og útskýringar, eru nú orðið ómissandi í atvinnulífinu,
hjá ríki og bæ, á rannsóknarstofum, hjá fjölmiðlum, í
kennslu osf.
Polaroid augnabliksmyndir tekur strax af öll tvímæli
og er sönnun þess sem fyrir auga ber, því góð mynd
segir meira en orðin tóm.
Polaroid býður ótrúlegan fjölda augnabliksmynda-
véla, filmur og aðferðir fyrir svo sem varðveislu
ánægjustunda, vísindalegra uppgötvana, vörukynn-
ingum, tjónamyndatökum osf.
Polaroid er alltaf einföld í notkun og tryggir ávallt
bestu myndgæði.
Hugsaðu þér um hvað Polaroid getur einfaldað og sparað fyrir þig, gert lífið og starfið léttara og
ánægjulegra. Hafðu samband við okkur til skrafs og ráðagerða án skuldbindinga. Viðkomum
gjarnan til þín og sýnum þér hversu auðvelt er að taka góðar augnablikmyndir með Polaroid. -
Þú munt ekki sjá eftir því.
Polaroid
Einkaumboð: Ljósmyndaþjónustan hf., Reykjavík.
Laugavegi 178 - Simi 85811 - PO. Box 5211-125 Reykjavik
ERTUI
BYGGINGAR-
HUGLEIÐINGUM?
Ertu aö hugsa um fallegt snoturt einbýlishús, á einni hæö,
eða tveim hæðum, úr steini, eöa tré?
Húsasmiðjan hefur hannað og framleitt vönduð
íbúðarhús sem líkað hafa stórvel.
Húsasmiðjan býður upp á fjölbreytt úrval teikninga, auk
þess sérteiknum við að óskum hvers og eins. Ef þú ert
í byggingarhugleiðingum ætturðu að athuga kostaboð
Húsasmiðjunnar.
Ef þú byggir einingahús,
sparast tími, fé og fyrirhöfn.
HÚSASMIÐJAN HF.
SÚÐARVOGI 3-5, REYKJAVÍK SÍMI : 84599